Leita í fréttum mbl.is

Mamma, má ég fá hund?

Margir vilja fá sér hund. En miklu fleiri vilja fá sér hvolp!c_documents_and_settings_heidrun_k_johansen_my_documents_my_pictures_hundamyndir_orskar_valp

Það sem ég meina er að hvolpar eru sætir og geðveikt freistandi að fá sér einn sætan yndislegan lítinn hvolp.
Sérstaklega börn, hver hefur ekki heyrt eða sagt " mamma, pabbi.. .mááááá... ég ekki fá einn hvolp ég skal loooooooofa að sjá um hann alveg sjálf.... geeeeeeeerðu það"

Og flestir foreldrar sem vilja eiginlega ekki hund segja nei. En það er því miður alltaf einhverjir sem láta eftir nuðinu og gefa barninu hvolp.

Að fá sér hvolp er eitthvað sem allir fjölskyldumeðlimir verða að vera sammála um. Allir eiga að fara með hann út og hjálpast að við að sinna honum. Annars er möguleikinn stór á að maður sjái auglýsingu eftir 8 mánaði .... hundur gefins... og gjarnan vegna ofmæmis.. (get ekki trúað því að allur þessi fjöldi sé með ofnæmi. )

En af hverju 8mánaða? Af hverju eru svo margar auglýsingar þegar hvolpurinn er að verða hundur? Það er af því að hundurinn er orðin "táningur" og allt sem honum var "ekki" kennt þegar hann var lítill er farið að verða alltof áberandi og óþolandi núna. Svo er líka fyrsta hárlosið á þessum tíma.

Eitt hef ég heyrt alltof oft.. "hann er svo lítill og sætur, verðum að leyfa honum að vera hvolpur". En það sem fólk gerir sér þá ekki grein fyrir, er að þá verður hann líka svona "hvolpur" þegar hann er orðinn meter á hæð og 25kg.
Það sem hundurinn fær að gera þegar hann er hvolpur, man hann vel sem fullorðinn og mun gera það þá líka.

Ég vil líka taka fram að börn vita ekki hversu mikillar ábyrgðar hundurinn krefst. Það er ekki hægt að ætlast til þess af barni að sjá um hundinn. Foreldrar verða að taka ábyrgðina svo má barnið hjálpa til og hafa vissar skyldur gagnvart hundinum td. að alltaf verða að labba með hundinn þegar komið er heim úr skóla.

Ég ætla að fara yfir hvers hundar krefjast svona dags daglega.. Hvaða þarfir hafa hundar?

  • Hundar þurfa hreyfingu á hverjum degi. Og minnst 3 göngutúra á dag. Og þá allavega einn af þeim sem hann fær að hlaupa og leika og þefa.
  • Hundar þurfa að hitta aðra hunda. Sem hvolpur er mjög mikilvægt upp á framtíðina að gera að venjast því að leika við aðra hunda (og þá ekki bara nágrannahundinn heldur fullt af ókunnugum hundum). Fer yfir hundatungumálið seinna sem útskýrir af hverju.
  • Hundar þurfa að fá að nota heilann, ekki bara göngutúra. Að leggja slóð og leyfa hundinum að þefa sig áfram eftir pulsum eða uppáhalds leikfangi gerir rosalegan mikið. Hundurinn verður rólegri og minni líkur á að honum leiðist þegar hann er einn heima.
  • Maturinn er mjög mikilvægur og er þar stór kostnaður. Mæli bara með þurrfóðri fyrir hunda og þá bara þannig fóðri sem fæst í dýrabúðum. Pedigree og annað sem fæst í matarbúðum mæli ég ekki með. Ég persónulega hef góða reynslu af Eukanuba og Hills.
  • Athygli, hrós og samvera. Hundar eru flokkdýr og þegar við erum að vinna eru þeir heima og bíða. Þegar við komun heim þurfa þeir einmitt þetta þrennt.

Ef hundurinn fær allt þetta daglega, þá eru miklu minni líkur á að hann fari út í það að skemma hluti, naga eitthvað sem má ekki eða byrja gelta á það sem er að gerast úti.

 

Svo þá er bara spurningin... eruð þið tilbúin að gefa hundinum allt þetta á hverjum degi?

Ef svarið er já, þá mæli ég með að hoppa út í þetta því að hafa hund á heimilinu er rosalega gefandi fyrir börnin og foreldrana líka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já guð eins gott að hundurinn fái nú 3. göngutúra á dag ;)  neinei hann þarf bara að fá næga hreyfingu það skiptir ekki öllu máli hversu oft.

.. (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 19:26

2 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

og hvað er næg hreyfing ?

Heiðrún Klara Johansen, 24.9.2007 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband