Leita í fréttum mbl.is

Hrós!!!!!!

Hrós er eitthvað sem ekki allir fatta hversu mikilvægt er til að geta tjáð sig svo hundurinn skilji.

Það er þrennt sem hundurinn vill hér í lífinu:

  1. Athygli
  2. Hrós og klapp
  3. Nammi

Bara það að fá athygli er flestum tilfellum nóg til að vilja gera "það" aftur.  Og þá meina ég slæma og góða hluti.

Td. Hundurinn geltir allt í  einu inni. Þú talar til hans og nöldrar eitthvað um að þegja.  Athygli!!  Best að gera þetta aftur seinna.
T.d. Hundurinn sest niður og dillar skottinu og horfir á þig. Þér finnst hann ofsa sætur svona og byrjar að tala við hann. Athygli!!  Best að reyna þetta aftur sienna.
 

Við getum valið hvað við viljum að hundurinn reyni aftur. Ef hann gerir eitthvað til að prófa hvað hann fær út úr því og ef það er eitthvað slæmt, þá megum við ekki nota þetta þrennt. Ef það er eitthvað gott þá er fínt að nota 1 eða 2 eða alla 3 hlutina sem verðlaun.

Að ýta undir jákvæðni og "ekki taka eftir" neikvæðninni þegar hann er hvolpur er eitthvað sem er þrælsniðugt því hvolpar gera ekkert allan daginn en að athuga hina og þessa hluti, prófa hvað hann fær út úr að gera hitt og þetta.

Þegar hann gerir eitthvað alveg NEINEI er orðið NEI notað. En passið að veita honum ekki athygli strax á eftir. Gerið eins og ég útskýrði í fyrra bloggi og farið strax að gera eitthvað annað, sem sagt hunsa hvolpinn. Ekki láta hann sjá að þú sért að horfa á hann svo hann telji sig ekki fá athygli.

Það þýðir ekkert að standa og segja "nei elsku Snati minn ekki gera þetta, nei það er bannað krúttið mitt" og svo klappa honum.  Þá ertu að verðlauna slæma hegðun.

 

En ok. Hrós er mikilvægt. Að hafa eitt orð td. DUGLEG/UR og nota bara það og ekkert annað. Ofsalegaertudugelgursnatiminn  virkar ekki eins vel. Eitt stutt orð sem alltaf er sagt eins. Í byrjun er gott að gefa nammi og segja orðið svo hann byrji að tengja það við eitthvað jákvætt. Seinna meir þarftu ekki alltaf að gefa nammi með, bara stöku sinnum, þá frekar bara þegar þú ert að gera hlýðniæfingar.

Finnið ykkar hátt að hrósa hundinum og gerið alltaf eins, þá lærir hann fljótt orðið og skilur ykkur betur.

 

Ef hrósið hjá ykkur er fullkomið og NEI-ið er fullkomið þá eruð þið komin með besta hund i heimi!

Það þarf í rauninni ekkert meira til að gera hann að góðum heimilishundi svo eftir þetta er bara spurning um hvað þú vilt að hann kunni í hlýðniæfingum og þess háttar kúnstum sem skemmtilegar eru til að stytta sér stundir.

Endilega gefið mér smá komment um hvað ykkur finnst og komið með spurningar...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta með að gefa neikvæðri hegðun enga athygli...það virkar ekki alveg á eitt vandamál sem ég er með í sambandi við hundinn minn..ég bý í litlu þorpi og hleypi alltaf hundinum lausum úti garð, einum (engin girðing) Fyrri hundurin okkar var bara í garðinum og fór ekkert og kom svo bara inn þegar hann var búinn að gera sitt. Það gerir þessi líka nema ef hann sér e-ð spennandi. Hann sér kannski manneskju langt í burtu og geltir. Þá kem ég í hurðina og kalla á hann ákveðið. Hann heyrir alveg í mér en bara ÁKVEÐUR að hunsa það og þykjast ekki heyra. Lítur oft á mig og sér mig kalla en hleypur samt að stað í átt að manneskjunni til að heilsa henni. Alveg óþolandi að hann geti stundum ekki hlýtt mér þegar ég kalla, gerir það kannski í 80% tilvika en svo finnst honum stundum eitthvað svo spennandi að hann nennir ekki að hlýða mér. Er búin að prófa sumt en ekkert virðist virka..veit ekki alveg hvað ég á að gera....

Elsa (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 12:26

2 identicon

Já gleymdi að spyrja, hvernig á að hunsa neikvæða athygli að leysa þetta vandamál? Ég get ekki bara hunsað það að hann hlaupi geltandi að einhverji manneskju (ekki að það sé einhver hætta af honum, hann fer bara að sleikja ókunnugu manneskjuna)...og með því að hlaupa á eftir honum og kalla á hann er ég að gefa honum athygli.....

Elsa (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 12:30

3 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Mig langar að svara þessu, svo ég hugsa ég bý til innlegg um þetta i snatri.:)

Heiðrún Klara Johansen, 3.5.2007 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og tíu?
Nota HTML-ham

Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 70009

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband