Leita í fréttum mbl.is

Þegar hundar hittast....

Það er mjög mikilvægt að hvolpar og líka fullorðnir hundar fái að hitta aðra hunda, og þá marga hunda, fái að heilsa, þefa og leika sér saman.
Ég tók eftir því eftir að ég flutti heim frá Noregi að Íslendingar eru ekkert allt of duglegir að leyfa sínum hundum að hitta reglulega aðra hunda.
Hef ég líka heyrt sem ástæðu að hundurinn fái ekki að hitta aðra hunda sé t.d. "hann lendir bara í slagsmálum", "hann geltir bara á alla", "svo hrædd um að einhver komi og bíti sæta litla voffann minn".

Það er rétt, það eru rosalega margir hundar hér á landi sem kunna ekki að vera hundar.

Þegar hvolpur fæðist, kann hann ekki þetta "hundatungumál". Hann þarf að læra það frá öðrum hundum.

Alveg eins og við, við þurfum að læra að tala frá öðrum.

Mest af þessu fær hann frá mömmu sinni, hún er alveg svakalega upptekin þessa tvo mánuði sem þeir fá að vera hjá henni við að siða þá til og kenna þeim hvernig þeir eiga að haga sér.
Þegar við tökum við hvolpinum á hann ennþá margt ólært. Hann er t.d. ekki búinn að læra að heilsa kurteislega upp á aðra hunda og hann er ekki búin að læra að tjá sig svo ókunnugir hundar fatti að hann sé góður hundur.

Þetta er ekkert mál að kenna þeim. Eina sem þið þurfið að gera er að fara með hann á staði þar sem eru margir hundar, t.d. á hundasvæði, sleppa honum lausum og leyfa honum að leika við hina hundana.
Ef þú gerir þetta reglulega frá því hann er ungur hvolpur færðu hund sem mun ekki lenda í slagsmálum upp úr þurru.

Það sem hundar gera til að láta hinn hundinn vita sem er á leiðinni að hann sé ekki "hættulegur" er þrennt.  Þetta sjáið þið vel, svona 10-20 metra frá hvor öðrum þegar hundarnir sjá hvorn annan, áður en þeir hittast, tala þeir saman og tékka á stöðunni á hvor öðrum. Það er þetta sem hvolpar verða að læra af öðrum hundum.

  • Líta undan. Sumir líta til hægri eða vinstri, en sumir bara líta aðeins undan, svona til hliðar með augun.
  • Þefa af jörðinni. Allt í einu byrja þeir að þefa í kringum sig, líta aftur á hundinn og þefa svo aftur.
  • Leggjast niður. Ég hef sérstaklega tekið eftir þessu hjá smalahundum.

Flestir hundar gera fyrstu tvo punkta saman svo þetta er auðvelt að sjá.

Hvolpurinn þinn mun alveg pottþétt taka eftir þessu.

Síðan heilsast þeir. Flestir hundar fara líka í sviga kringum hvor annan áður en þeir snertast með trýnunum, það er líka kurteisi að gera það.

Hvolpurinn er smeykur fyrst en eftir smá stund byrja þeir að leika saman. Hvolpurinn man þetta næst þegar hann hittir hund og þegar næsti hundur gerir þetta líka þá fer hann að tengja þetta við að þetta sé góður hundur og byrjar á þessu sjálfur.

Við getum líka séð góða hunda frá slæmum á þennan hátt. Ef þú sért að hundurinn sem er á leiðinni til ykkar gerir þetta ofangreinda þá eru stórar líkur á að allt muni ganga vel.

Ef það kemur hundur hlaupandi að ykkur og starir allan tímann á hvolpinn og gerir ekkert af þessu fyrir ofan, já þá er spurning hvort þú reynir að passa hvolpinn þinn aðeins.
En það eru margir fullorðnir hundar sem stara svona sem ekki endilega ætla að éta hvolpinn þinn.

Þeir hundar kunna ekki alveg að hegða sér, hefur verið klikkað eitthvað í að læra það sem hvolpur. Oft eru þetta eldri karlkyns hundar sem "eiga" hundasvæðið og vilja sýna hver ræður.

Eitt sem er gott að vita er að hvolpar eru alltaf "safe". Hvolpar eru með svona freepass. Fullorðnir hundar vita alveg hver er hvolpur og hver ekki. Og þessir stóru stjórnsömu hundar láta yfirleitt hvolpa í friði.
Ef einhver fullorðinn hundur ræðst á annan hund, hvað þá hvolp, þá er eitthvað að í kollinum á honum og/eða heima hjá honum.

Hundar sem eru barðir heima, taka það út á minnimáttar hundum seinna, alveg eins og börn sem eiga erfitt heima eiga það til að leggja aðra í einelti í skólanum.

Svo í lokin vil ég bara segja að hundatungumálið er alveg eins og okkar, ekki talmálið en hvernig við látum aðra vita að við erum ekki hættuleg.

Þegar ég mæti þér á gangstéttinni lítum við bæði undan til að "ógna" ekki með því að stara í augum. Ef ég myndi stara í augun á þér myndir þú verða hrædd/ur.

Við tökum smá sveig þegar við mætumst. Það er bara kurteisi að gefa hvort öðru smá space.

Þetta gera hundar líka á sinn hátt. 

Gjarnan kommenta hvað ykkur finnstErrm

 

Errm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég hef lent í því að hundar koma hlaupandi í áttina að hundinum mínum starandi á hann og ráðast á hann...ekki gaman

Elsa (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 16:55

2 Smámynd: Viðar Eggertsson

Við förum reglulega með hann Drakúla litla á leikskólann Voffaborg, honum finnst það æðislega gaman. Þar leikur hann sér við allskonar hunda og gæslufólkið segir að honum lyndi við alla, bæði litla hunda og stóra.

Hann kemur alsæll heim á eftir. Okkur finnst þetta mjög góð leið til að láta hann venjast öðrum hundum og læra að umgangast þá.

Takk fyrir að halda úti þessari síðu, hún er mjög fróðleg.

Viðar Eggertsson, 19.5.2007 kl. 17:35

3 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

já það er bara gott að hann fær að hitta aðra.. en lika gott að fara á önnur svæði með hann. Svo hann sé ekki bara "öruggur" á voffaborg, heldur alstaðar úti lika.

Heiðrún Klara Johansen, 20.5.2007 kl. 18:26

4 Smámynd: Viðar Eggertsson

Hann fær að spássera og leika sér á opnum svæðum... þar sem mörg ævintýri bíða hans.

En nú er hann rúmlega 9 mánuða, þessi litli York-Terrier. Það stendur ekki til að nota hann til undaneldis, enda er hann örlítið blandaður. Eigum við að láta gelda hann?

Viðar Eggertsson, 21.5.2007 kl. 17:46

5 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

já það getur verið hugmynd. En þá gera það strax.

Þá sleppið þið við margt sem hundar eiga til að gera, verða brjálaðir þegar þeir finna þef af tík á lóðeríi.. og þannig..

en annars veit ég ekki mikið um það og hef ekki mikla reynslu. Systir mín lét gelda sinn og hann er ofsa góður..

Heiðrún Klara Johansen, 21.5.2007 kl. 22:40

6 Smámynd: Viðar Eggertsson

Hann á tíma á morgun klukkan níu í fyrramálið hjá dýralækni. Við förum með hann... takk!

Viðar Eggertsson, 21.5.2007 kl. 23:34

7 identicon

Endilega halda áfram með bloggið og koma með fleiri góðar ábendingar. Það væri kannski gott ef þú kæmir með nokkur góð ráð sem er alveg nauðsynlegt að eiga þegar maður eignast hund.

Berglind (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 14:32

8 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

já ég mun blogga bráðum. Er bara svo mikið i gangi hjá mér. En á meðan endilega komdu með spurningar sem ég get svarað...;)

Heiðrún Klara Johansen, 6.6.2007 kl. 14:45

9 identicon

Er með Papilon rakka sem er að verða 9mán .Mér gengur ekki nógu vel að láta hann hætta að merkja inni ,ég hef reynt að loka þeim herbergjum sem hann merkir helst í.En það vill gleymast að loka stundum og þá merkir hann yfirleitt alltaf.Gott væri ef það væri eitthvað til ráða ef svo er þá er öll hjálp vel þeginn.

´Magga (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 01:16

10 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Sæl Magga.

Mig langar að forvitnast um sögu hundins, hvernig og hvar hann var þegar hann var hvolpur og hvernig voru aðstæður þá?

Hvolpar merkja ekki, (að ég held) Þú skrifað þetta eins og hann hefur alltaf verið að pissa inni. Það tel ég ekki vera merkja. Hundar merkja yfir aðrar lyktir. Ég held hundar hafa enga þörf á að merkja heima hjá sér, nema kanski það sé annar hundur og tík á staðnum. En það ætti samt ekki að byrja fyrr en hann verður "táningur" og ekki vera alveg frá því hann var hvolpur.

Þannig að það sem mér dettur í hug, er að hann hafi ekki fengið nó uppeldi frá mömmu sinni á sínum tíma. Tekin of snemma eða þessháttar.

En ég verð samt að taka það fram að ég er í raun að giska núna, ég hef ekki eiginn reynslu eða lesið mig til um þetta vandamál.
En láttu mig vita um hans fortíð. svo kannski við finnum eitthvað útur þessu.

En eitt er lika að þegar þú þrífur þar sem hundurin hefur pissað þá áttu að nota sápu sem inniheldur EKKI salmiak. Það er eitthvað efni sem hundar telja sem hland og vilja merkja yfir.

Kveðja

Heiðrún Klara Johansen, 22.1.2008 kl. 23:48

11 identicon

Hæ hæ má ég spyrja hvernig skúringalögur er t.d ekki með salmiak ?

Mbk.Lolla 

Lolla (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 13:13

12 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

hæ Solla.

Það er góð spurning:)  Ég bara er ekki viss. Hef ekki sjálf pælt mikið í þessu, bara þrifið með því sem ég á. En svo legg meiri tíma í að venja hana á að fara út.

Heiðrún Klara Johansen, 14.12.2008 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og ellefu?
Nota HTML-ham

Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 70023

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband