Leita í fréttum mbl.is

Að setja reglur.

Það er mikilvægt að setja reglur strax þegar hvolpur kemur í hús. Allir fjölskyldumeðlimir verða að setjast niður saman og ræða hvað má og hvað má ekki. Svo verða ALLIR að fylgja því.

Þetta með að "leyfa honum nú að vera aðeins hvolpur"  Er bara BULL OG VITLEYSA!!!!

Það sem hvolpurinn má fyrstu mánuðina vill hann og mun gera restina af lífinu. Svo hugsið ykkur tvisvar um ef þið leyfið honum að koma upp í sófa, þá má hann það líka þegar hann er orðin 30 kg og hundskítugur og hvað þá þegar hann fer úr hárum tvisvar á ári í rúman mánuð í senn.

Svo er margt annað sem hægt er að setja reglur um og á það við daglega hlýðni og fá þá til að róa sig niður í sumum rútínum.

T.d. að fara út. Það er rosalega góð venja að láta hundinn setjast áður en dyrnar eru opnaðar og segja svo gjörðu svo vel og labba út. Ef þetta er alltaf gert lærir hann fljótt að bíða eftir þessu orði áður en hann stormar út. Þegar hann prófar að hlaupa út án þess að það sé í boði, þá reynið ná í skottið á honum og henda honum aftur inn. Ef hann náði að fara út, þá bara labba að honum úti og fara með hann inn, loka dyrunum, segja honum að setjast, opna og bíða ..... bíða.... bíða.. og svo "gjörsvovel" og þið labbið saman út í lífið. Það þýðir sem sagt ekki að skamma hann ef hann náði að fara út. Aldrei skamma nema í augnablikinu sem hann gerir það sem má ekki, annars veit hann ekki af hverju þú varst að skamma. Hann getur hafa verið að þefa þarna úti og þú kemur stormandi og hundskammar hann... hann skilur ekkert í af hverju hann mátti ekki þefa.

Sama á við bíla. ALDREI að leyfa hundi að hlaupa út sjálfum. Þeað er líftrygging hundsins og annarra að hann bíði þar til þú gefur merki um að hann megi hoppa niður. Gjörsvovel er fínt að nota hér líka.

Ég skrifa GJÖRSVOVEL því það er þannig sem hundarnir heyra þetta. Alltaf segja eins og hafa þetta stutt og lagott.

Þegar þið eruð að borða kvöldmat saman er góður siður að hundurinn betli ekki. Sætt þegar hann er hvolpur, en eftir 2 ár er þetta ekki sætt lengur heldur bara pirrandi.
Því verða allir að vera sammála um að gefa hundinum aldrei neitt annað en hundamat (og þá gott þurrfóður frá dýrabúð. Eukanuba, Hills og Royal Canin er gott fóður. Eukanuba best að mínu mati). Þegar þið sitjið og borðið er fínt að reka hundinn í burtu. Segja honum að fara að leggja sig eða bara fara og ýta honum í burtu ef hann situr þarna og er að horfa á ykkur. Ef hann aldrei fær neitt þá betlar hann ekki. Ef hann hefur fengið stundum mun hann alltaf reyna.

Ef þið eigið það til að borða við sjónvarpið og hafa mat á sófaborðinu er líka góður siður að leyfa hundinum ekki að koma með trýnið yfir borðið og ekki setja hausinn á borðið. Og passið matinn á borðinu og segið nei um leið og hann er að hugsa um hvort hann eigi að reyna að fá sér bita.

Það má alveg loka af hluta af húsinu fyrir hundinum. T.d. banna honum að fara inn i viss herbergi. Bara segja nei við dyrnar ef hann ætlar inn. Það er mjög þægilegt upp á framtíðina að gera og þrif  að hafa ekki hundahár út um alla íbúð.

Rúmið ætti að vera alveg bannaður staður, ef þú ert með lítinn hund er það kannski ekkert slæmt. En hugsið bara til framtíðar þegar hann er lítill er sætt að sofa með hann hjá sér, en hann stækkar. Hundar lifa lengi og þeir fara úr hárum Ég skal segja ykkur svona í algjörum trúnaði að stunda kynlíf í rúmi sem hundur sefur venjulega í og er í hárlosi þó svo það sé nýbúið að skipta á rúminu er ekki nice..
Svo eru hundar mjög mikið að pæla í status í flokknum sínum og fái hann að sofa upp í hjá pabba eða mömmu eða bæði heldur hann að hann sé hátt settur í fjölskyldunni og ef börnin sofa í öðru herbergi getur hann talið sig hærri en þau og það getur verið hættulegt ef honum dettur einhverntíma í hug að fara að siða þau til.

Góð leið til að segja honum hvar hann er staddur, sem sagt lægstur, er að þegar "húsbóndinn" kemur heim úr vinnu þá á hann að heilsa upp á konuna og börnin fyrst... og síðast hundinn. Aldrei hundinn fyrst.

Góður siður er líka að leyfa hundinum ALDREI að hoppa upp á mann, eða hvað þá ókunnuga, venja hann á að setjast og klappa honum svo. Segja honum að setjast þegar ókunnugir vilja heilsa upp á hann og láta fólk bíða með klappið þar til hann er sestur og rólegur.

En setjið ykkar reglur, það er fínt að hafa reglur, hundurinn skilur þá meira hvað má og má ekki og verður sáttur. Ef hann hefur strax reglur að lifa eftir þá verður hann ekki eins æstur karakter.

Það sem á að gera ef hann brýtur settar reglur er að segja nei um leið og hann er að gera ranga hlutinn. Og ef hann hættir ekki strax þá fara til hans og t.d. ýta honum af sófanum ef hann lagðist upp í eða færa hann frá atvikinu.
Ef þið segið NEI við hundinn þá verður hann að hlýða og ef hann hættir ekki þá á strax að leiðrétta hann.
Endurtek að það þýðir ekkert að skamma eftir á.

Það er fjárfesting fyrstu mánuðina eða fyrsta árið að fylgjast vel með honum og ala hann vel. Annars verður þú fljótur að setja út auglýsingu "hundur gefins" við 8 mánaða aldurinn þegar gelgjan tekur við.

 

Cool

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Eggertsson

Takk fyrir fínan pistil!

Ég las hann fyrir Drakúla litla og hann var alveg samþykkur að gera allt eins og þú leggur til!

Viðar Eggertsson, 10.6.2007 kl. 12:12

2 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

hehehe... frábært...  

Heiðrún Klara Johansen, 10.6.2007 kl. 20:30

3 Smámynd: Ester Júlía

Flottur pistill!  Nú er Lúkas orðinn þriggja mánaða og maður er í því að NEI-A , kenna og siða .  Hann kann að setjast, liggja  og heilsa.. er svo hissa hvað hann er fljótur að læra.   Og þetta er svakalega gaman .  Endilega haltu áfram að koma með svona fróðlega pistla!!

Ester Júlía, 11.6.2007 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og tuttugu?
Nota HTML-ham

Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 70019

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband