Leita í fréttum mbl.is

Að rekja slóð

Það er mjög mikilvægt að láta hunda fá næga hreyfingu á hverjum degi. En svo er líka mikilvægt að gefa þeim eitthvað að hugsa um, æfa heilann lika.

Þið getið líka bara ímyndað ykkur ef ykkar líf væri bara að fá að fara út að labba nokkrum sinnum á dag og ekkert annað. Ykkur myndi fara að leiðast mjög fljótt og byrja að ganga á veggina heima.

Og þetta gera hundarnir líka, þeir fara sjálfir að finna eitthvað að gera og ef þeir fá að ráða alveg sjálfir þá er það oft eitthvað sem er ekki sniðugt að þeir geri, t.d. naga borðfót, borða fjarstýringuna og svo framvegis.

Ef maður æfir heilann aðeins þá er hundurinn þreyttur þegar er hvíldartími og sefur bara. Nennir ekkert að gera af sér.

Svo hvað er hægt að gera til að æfa þá?

Það er t.d. að rekja slóð. Hundar eru með nef sem þeim finnst ofsalega gaman að þefa gegnum og leita að hlutum gegnum lykt. Þetta notum við sem heilaæfingu. Þeir þurfa að einbeita sér rosalega þegar þeir eru að þefa upp slóð svo þeir verða mjög hamingjusamlega þreyttir restina af deginum og jafnvel daginn eftir líka ef þeir voru að lengi.

Ég mæli með því að fara á námskeið í þessu til að læra meira, því það er erfitt fyrir mig að útskýra hvernig æfingarnar eru.

En eina grunnæfingu get ég reynt að útskýra:

Að láta hundinn þefa upp fótsporin þín.

Veljið stað sem ekki er mikil umgangur t.d. grasblett sem ekki búið er að labba mikið á síðustu dagana.  Kannski er bara best að fara út í móa eða finna tún einhversstaðar.
Bindið hundinn við eitthvað.
Takið fram pylsu sem þið hafið skorið í litla bita heima og sett í poka.
Finnið reit sem þið sjálf munuð finna aftur, þar á slóðin að byrja.
Krafsið vel þar með skónum, til að virkilega koma lyktinni ykkar í grasið. Setjið svo nokkra pylsubita í sporið.
Labbið barnaskref í beina línu og setjið einn pylsubita í hvert skref.
Í byrjun er nóg að hafa slóðina svona 10, 20 metra á lengd og alveg beina.
Þegar þið eruð komin með nógu langa slóð, þá gerið þið endareit. Þar krafsið þið líka í jörðina vel og setjið hrúgu af pylsubitum í skrefið.
Svo hoppið þið eins langt og þið getið beint áfram frá endareit, þannig að hundurinn á ekki að finna slóðina áfram.
Labbið svo beint áfram í 5 - 10 metra og farið svo til hægri eða vinstri til baka til hundsins. Passið að vera langt frá slóðinni til baka þannig að þið takið stóran sveig til að rugla ekki hundinn.

Svo er bara að ná í hundinn, sýna honum byrjunarreitinn og benda á pylsurnar. Þegar hann er búin með þær gá hvort hann hefur ekki komist á slóðina og labbar áfram, ef ekki sýnið þá næsta og gá hvort hann nær þessu þá og svo framvegis.
Reglan er að ef hundurinn labbar framhjá einum pylsubita í slóðinni má hann ekki fara til baka og ná í hana, hann á alltaf að labba áfram. Og þið eigið alltaf að vera fyrir aftan. Best er að hafa hann í bandi í þessum æfingum.
En passið að segja ekki NEI, bara benda honum á næstu pylsu í staðinn eða fá hann áfram.
Svo þegar hann er komin á lokareitinn þá er HRÓS DAUÐANS og klapp og fullkomin hamingja og þetta var svo gaman og já virkilega sýna honum að þið séuð ánægð með hann. Fara kannski strax að leika við hann þegar hann er búinn með pylsurnar.

 

Sumar hundategundir eru betri í þessu en aðrar, t.d. Border Collie, Labrador og Schäffer eru duglegir að reka slóð. Og svo er kannski Jack Russel og Tjúinn lengur að fatta. En allir hundar hafa þetta náttúrulega í sér og endilega prófið
Þið munuð eftir nokkur skipti taka eftir hvað honum finnst þetta geðveikt gaman.

T.d. æfði ég þetta með Labrador tík sem vill bara éta allt sem hún sér.. og henni fannst þetta svo gaman að eftir fyrsta skiptið gleymdi hún öllum pylsunum og þaut áfram.

Ég vil benda á að í þessari æfingu má hundurinn toga í bandið. Þið eigið bara að fylgja, ef þið eruð með stóran hund sem finnst þetta mjög gaman og byrjar fljótt að hlaupa er sniðugt að kaupa langa línu svona 15 - 20 metra og hanska.... og bara hlaupa svo á eftir.

Þegar hundurinn fer léttilega með beina línu má fara að gera smá sveig á slóðina, en forðist að taka 90 gráðu beygju því það er erfitt fyrir hundinn svona í byrjun. Og ef þetta er of erfitt í byrjum gefst hann upp og getur fengið lélegt sjálfstraust í þessu. Og það viljum við sko ekki.

Eftir nokkrar æfingar þegar hundurinn er farin að fatta að hann á að þefa, þá byrjið þið að setja pylsu í kannski annað hvert spor og svo að fara taka stærri spor eins og maður labbar venjulega.
Svo finnið þið bara hvað hann er góður í þessu, ef hann er virkilega að fíla það að rekja slóð mun hann lítið pæla í pylsunum.

Svo er lika hægt að nota uppáhalds leikfangið.. búa til slóð af því.

 

Það er margt hægt og þess vegna fínt að fara á námskeið til að læra meira um svona æfingar.

Svo allir út að reyna þetta og komið svo inn og kommentið um hvernig þetta gekk og komið með spurningar ef það er eitthvað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þetta sniðugt þó ég hafi ekkert þurft að kenna tíkinni minni neitt voða mikið. Hún er bara hlýðin að eðlisfari. hlítur að vera eitthvað einsdæmi, ég veit ekki.. En þegar hún var hvolpur þá fórum við kærastinn minn með hana á fótboltavöll í hafnarfirði sem var allur í nýfallinni mjöll. Kærastinn minn tók þá upp á því að hafa hana bara lausa og byrjaði að labba risastórann hring í kringum völlinn. Tíkin elti bara og var bara lítil og vitlaus en um leið og hann var búinn að labba hringinn tók hún sprettinn og hljóp með nefið ofan í jörðinni fjóra hringi í viðbót. Það var mjög gaman. við stóðum bara og horfðum. Langaði bara að segja frá. En þetta er mjög góð síða hjá þér. endilega setja fleiri góð ráð. 

Eygló (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 19:54

2 Smámynd: Íris Fríða

Skemmtilega framsett, ég hef verið að þjálfa hundinn minn í grunnsnjóflóðaleit, eins aðeins byrjað að spora, en ekkert af  neinni alvöru!

Frábær síða hjá þér! 

Íris Fríða , 1.3.2008 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og einum?
Nota HTML-ham

Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 69974

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband