Leita í fréttum mbl.is

Hvernig á fá hvolpinn til að toga ekki

Mig langar að ræða hvernig hundar hugsa aðeins betur.

 

Ég var að keyra hér um daginn og sé ég mann labba með ca 4 mánaða gamlan Golden Retreiver hvolp. Hvolpurinn er út um allt og þefar og horfir og togar í bandið til  hægri og vinstri og fellir næstum manninn á tímabili við að hlaupa beint fyrir framan hann. 
Maðurinn gerir það klassíska.  Kippir í bandið í von um að hundurinn fatti að labba rólega. 
En auðvitað fattar hundurinn það ekkert.
Svo halda þeir áfram að rölta og hvolpurinn á fullu með að kanna heiminn. En þá er komið nóg hjá manninum og hann stoppar og beigir sig niður. Bendir með vísifingri að hvolpinum, og ég get bara ímyndað mér hvað hann sagði. "Þetta er síðasti sjéns.. hagaðu þér nú!"

Hvolpurinn horfir bara yfir götuna á eitthvað spennandi.

Haldið þið að maðurinn hafi kennt hundinum eitthvað með þessu?  Nei, alveg rétt. Þetta virkar ekki. Hundar tala ekki mannamál.

Þess vegna verðum við að tala hundamál.

Og hvernig kenna hundar hvor öðrum? Þeir kenna með því að gera. Ef hvolpurinn er með læti þá lætur mamman hann vita á hátt sem hann skilur.
Þetta þurfum við líka að gera.

En ég vil nú ekki að þið farið að urra á hundinn eða vara hann við með að bíta í hann.

Það er hægt að kenna þeim svo þeir skilji á góðan hátt, án þess að nota vald eða hörð orð. Já, og vísifingurinn.  

Við notum það sem þeir vilja ekki sem straff... Og til að finna hvað það er, verðum við að horfa á hvolpinn og gá hvað er það sem hann vill akkúrat núna.
Í þessi tilfelli langaði hann að hlaupa áfram. 
Og til þess að fá hann til að labba rólega er hægt að straffa með að láta hann þurfa stoppa í hvert skipti sem hann tjúnast allur upp og fer á hlaup.

Svo að stoppa þá er neikvætt fyrir hundinn.  

Þegar hann er rólegur er farið aftur af stað. En um LEIÐ og hann fer á ið aftur, þá er stoppað og beðið þangað til hann róast. 
Eftir einhver skipti fattar hundurinn að um leið og hann tjúllast þá gerist ekki neitt, svo hann fer að passa sig betur til að hann komist nú eitthvað áfram.

Þetta virkar ef þið gerið það UM  LEIÐ og hann byrjar að toga í bandið. Ekki bíða í 1 - 2 metra, þá á hann erfiðara með að fatta hvað málið er.

Svo er líka hægt að stoppa og bakka með hundinn og um leið og hann er búinn að snúa við og gefast upp við að fara áfram og labbar á eftir þér, þá er haldið áfram.

 

Þá hugsa þeir að "ef ég toga þá kemst ég bara aftur á bak" og þá fara þeir að hætta að nenna að toga.

 

Best er að hafa langan taum. Og alltaf leyfa honum að hafa hann allan svo hann læri hvaða svæði hann hefur til ráðstöfunnar.
Það er erfitt fyrir hunda þegar alltaf er verið að breyta hvað hann má fara langt. Best að hafa bara eina lengd.

 

Endilega koma svo með spurningar Grin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Takk fyrir frábært blogg. Búin að lesa nokkrar færslur og líst mjög vel á. Ætla að lesa allar færslurnar þegar ég finn mér tíma. Sá reyndar í sambandi við tannburstun og það gekk ekki hjá mér til að hreinsa tennurnar og koma í veg fyrir tannstein. Varð að láta svæfa einn hundinn (á 10 stk. hunda) til að láta hreinsa tannsteininn.
Prófaði að bursta reglulega hjá þeim sem voru yngri og ekki enn komnir með tannstein, en það virkaði ekki neitt. Prófaði líka einhverjar tyggitöflur sem komu ekki að gagni heldur; hundarnir gleyptu þær bara í heilu lagi og þó ég myldi þær niður og makaði þeim um kjaftinn virtist það ekki virka. Að lokum varð ég að skafa af tönnunum hjá hinum sem tannsteinn var farinn að myndast hjá með hnífi eða þvíumlíku.
Það eina sem virkaði var að láta þá hafa stór bein að naga. Hrá. Gerði það reyndar vegna þess að ég var að prófa hráfæði. Tennurnar urðu tandurhvítar og ekki var lengur slæm lykt út úr þessum eina sem var svo hryllilega andfúll (þessum sem þurfti að svæfa til að hreinsa). Hans framtennur voru jafnvel farnar að losna í gómnum. EFtir að ég lét hann (og hina) fá hrá bein að naga, á hverjum degi yfirleitt (þarf kannski ekki svo oft), þá fóru tennurnar að festast aftur í gómnum á honum, andfýlan hvarf, enginn tannsteinn. Hundarnir lærðu fljótt að éta ekki hættulega hluta beinsins, miðhluta t.d. lærbeina, þ.e. þetta sem getur flísast. Þeir maula bara frauðpartinn og mjúku hluta beinsins virðist vera. Í það minnsta hef ég látið þá fá bein núna í 2 ár og allir á lífi og við ágætis heilsu og góðar tennur. Þegar ég hef hætt að gefa bein tímabundið hefur tannsteinn farið að koma aftur. Ég gaf þeim alltaf besta þurrfóður sem völ var á, keypt hjá dýralækni, svo ekki var lélegt fæði ástæða tannsteinsmyndunar. Allavega ekki lélegt miðað við þurrfóður almennt.
En fyrirgefðu að ég er að skrifa svona mikið um tannhirðumál hérna, hefði átt að gera það hjá tannhirðufærslunni. Missti mig bara aðeins :/

gerður rósa gunnarsdóttir, 11.7.2007 kl. 22:41

2 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Hæ.

Já en er þetta ekki eins og hjá okkur, þetta með tennurnar. við þurfum að fara til tanlæknis þótt við burstum reglulega. Og oft skrapar þeir tannsteinn.

svo það er eins og þú segir hrá bein skrapa þetta burt jafnn óðum.  :)

En 10 hunda???  hvað ertu að gera við þá? vonandi áttu heima úti á landi.. væri slæmt i 3 herbergja íbúð með 10 stykki að fara ut með hehe...:)

 takk fyrir að lesa bloggið. Gaman að heyra:)

Heiðrún Klara Johansen, 12.7.2007 kl. 00:43

3 Smámynd: Ester Júlía

Alltaf jafn fróðlegt að lesa bloggið þitt .   Mig langaði að spyrja þið að svolitlu.   Nú er hvolpurinn minn orðinn fjögurra mánaða ( Papillon).   Hann er ekki orðinn alveg húsvanur,  jú gerir stykkin sín útí garði og pissar þar en það kemur oft fyrir að hann geri stykkin sín inni og þá alltaf á sama stað.  Auk þess mígur hann utan í alltaf sama lampann.  Gæti trúað að hann sé byrjaður að merkja sér svæði, sýnist það á öllu þegar við förum í göngutúra.  - Þá stoppar hann við hvert tré og mígur utan í .  

Hvernig get ég hætt að láta hann merkja sér inni á þennan sama lampa?  Og láta hann hætta að gera stykkin sín inni ?  

Svo væri gaman að vita annað.  Ég á kött sem er mjög góður við hvolpinn.  Hvolpurinn lætur hann ekki í friði, vill leika við hann allan daginn.  Kötturinn er ótrúlega þolinmóður og leikur við hann, leggst niður og tekur þátt í fjörinu.  Mér sýnist samt á öllu að hvolpurinn hafi yfirráðin, hann humpar köttinn miskunarlaust hvenær sem færi gefst.  .

En svo er annað, hvolpurinn snýr oft rassinum í köttinn, eins og hann vilji láta hann sleikja sig eða eitthvað , eru hvolpar/hundar ekki að sýna eitthverja ákveðna hegðun með því ?  Veistu hvað það þýðir?  

Kærar þakkir og með bestu kveðjum

 Ester  

Ester Júlía, 14.7.2007 kl. 11:09

4 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Gaman að fá spurningar:)

já skulum nú sjá.

Hvernig get ég hætt að láta hann merkja sér inni á þennan sama lampa?  Og láta hann hætta að gera stykkin sín inni ? 

 þú þarft núna eginlega að fara tilbaka í timan."Byrja uppá nýtt". Þar að segja að fylgjast með hundinum meira inni. Þegar han fer að þefa kringum þennan stað sem hann á til að pissa á. þá Máttu alveg segja nei. Eða biða og hund skamma hann þegar han er að láta bununa falla. Ef þú nærð honum einu sinni svakalega þá er góðar líkur að hann hætti. Þá væri best að ná honum þegar  han fer i piss stellinguna. Þegar han er að hugsa um að fara pissa. Segiru nei þar tekur í hann og fer  með hann út og Er EKKERT í góðu skapi. Þá ætti hann að fatta. 

Ég held ekki að hann sé að merkja i sama tilgangi og fullorðnir hundar. Getur verið því þú ert með kött að hann sé að yppast útaf honum.
Taktu burt lampan  Og  Þrifðu pissu  staðinn með sápu sem er EKKI með salmíak í . Það lýktar etthvað eins og hland fyrir þá og þá sækjast þeir meira í að merka yfir. Setttu etthvað fyrir eða reyndu að breyta svo plássið "hverfur".
Og passaðu svo að hann fer ekki að finna nyja staði. 

Svo með hund og kött.
Það hefur altaf verið sagt að þegar  hundar koma á eftir  köttum,  ráða  kettirnir og svo öfugt ef  kettir koma á eftir.
En þetta virðist nú vera mjög gott samband hjá þeim, of þarf kötturinn að klóra einu sinni til að ná virðingu. Svo það er spurning hvort kötturinn gerir það etthvertiman, eða er sáttur eins og hluturnir eru. Fer lika eftir aldri köttsins. Hvort hann er ungur og hefur bara gaman af því að leika.

það er kurteisi hjá hundum að leyfa öðrum að þefa á rassinum. ókunnugir hundar gera þetta við hvort annað.  Og ætli hann sé ekki bara að reyna haga sér eins og kötturinn sé hundur.

Ég er ekki alveg 100% viss um hvað það þyðir en ekkert slæmt sko. Etthvað um að kynnast og tjékka hver staðan er. og lika hver þetta er.

Hefuru ekki tekið eftir að hundar fara altaf beint i klofið á manni og lykta. Þetta er etthvað þannig að þeir gera þetta til að finna meira um mann etthvern vegin.

Ef þér finnst hundurinn verða OF mikið yfirráðinn þá máttu alveg dempa leikinn og láta vita að núna er komið nó.
Þú ert flokk stjóri og  verður að  láta vita af þér annað slagið. svo hann muni það og hagar sér betur .

kveðja:) 

Heiðrún Klara Johansen, 14.7.2007 kl. 21:20

5 Smámynd: Ester Júlía

Takk æðislega fyrir frábær svör .  Ég greip einmitt hvolpinn við "iðju sína" fyrr í dag ( pissa inni) og ég sýndi honum sko hver ræður.  Ég notaði röddina þvílíkt á  hann , og fór strax með hann út í garð.  Hann var hálfskelkaður við mig eftir á , það var svooo greinilegt. Var ofsalega lúpulegur og skömmustulegur og þorði ekki einu sinni að leggjast við fæturna á mér eins og hann er vanur.  Lagðist svona tveimur metrum frá mér en horfði á mig allan tímann.  Skondið að sjá það en ég vona að hann hafi lært eitthvað í dag

Ester Júlía, 15.7.2007 kl. 21:06

6 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

flott að heyra. Já held sko að han hugsaði lengi eftir og lærði mikið á þessu, en getum samt verið að han sé ekki viss og mun kannski prufa aftur, svo haltu áfram að fylgjast svona með honum.
svo er lika gott að þegar þú ert búin að skamma hann að þú veitir honum enga athygli. Og þá er lika að horfa á hann athygli. Bara fara gera þitt... hætta að vera "reið" en samt ekki veita honum athygli i smá stund eftirá.  það svín virkar lika.

Heiðrún Klara Johansen, 16.7.2007 kl. 11:44

7 identicon

hæhæ..ég er með eina spurningu fyrir þig og þætti voðalega vænt um ef þú gætir svarað....

sko ég átti einu sinni íslenskan hund sem var voðalega góður og allt það(fékk meðal annars verðlaun úr hlýðnisnámskeiði) nema alltaf þegar ég var í skólanum þá gellti hann voðalega mikið..nágrannarnir voru orðnir svoldið pirraðir á því, svo endaði með því að við þurftum að gefa hana og býr hún núna í sveit og hefur það gott þar...ég heimsæki hana oft og sona....mamma er búin að gefa mér leyfi að fá annan hvolp núna,og ég ætla sko aldrey að gefa hann í burtu ...en þá vantar mig að vita hvernig maður á að venja hann af því að gelta svona mikið....séstaklega ef maður er ekki heima :S

þessi spurning er kannski svoldið ruglingsleg en vona að þú vitir einhver góð ráð :P

Katrín (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 12:34

8 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Hæ Katrín.
 
Takk fyrir spurninguna, og gaman að heyra að þér gékk svo vel með hlýðni á hundinum. Þá ertu dugleg í þessu og veist hvað þú ert að gera.
 
Sko það er eitt sem  mér dettur í hug, þegar hún var altaf að gelta þegar þú varst að heiman. Var  að hún var að verja heimilið sitt.
Núna gelta íslendingar rosalega mikið. það er í þeirra eðli, svo getur verið partur af því lika. En hann var einn heima, "þurfti" hann að verja heimilið sitt og var mikið upptekinn í því. Gelta á öll hljóð sem hann heyrði.
 
Það er hægt að breyta þessari hegðun. Það er að láta hundinn fyrst og fremst ekki vera stressaður með að vera einn heima. og svo er sniðugt að hafa hann í búri þegar hann er einn. Það er gott útaf mörgum ástæðum. En ein þeirra er svo hann "Þurfi" ekki að verja alt húsið. Heldur er hann þá bara að verja búrið sitt.
Slapper betur af og sefur þessa tima sem þú ert í burtu.
 
En ef þú ert ekki buin að velja hvolp enþá er kannski hugmynd að velja frekar border collie eða labrador frekar en íslenskan því þeir eru semsagt með svottan gelt í sér, og hef nágrannarnir þola það ekki er fint að eiga td border collie sem gelta voða litið.
 
Get ramsað upp allar það góða með að vera með búr.
Hundurinn á sitt pláss sem hann veit hann fær frið.
Þegar hann er vanur á búr er þægilegt að segja honum að fara inn til þess að sofa, ef han er etthvað æstur og þarf að tjílla.
því í búrinu róast þeir altaf niður.
Þeir verja bara búrið sitt en ekki alla íbúðina, slappa meira af þá.
Enginn hætta á að þeir geri etthvað af sér meðan þið eruð í burtu.
Þeim er illa við að pissa og kúka á sof plássið sitt, þessvegna velja þeir frekar að biða bara. En td að pissa á gólfið í stofunni.
Bara kaupa stórt búr svo hann getur staðið og snúið sér vel við og haft það rúmt og gott þarna.
þegar er farið í ferðalag er mjög gott að taka búrið með og þá veit hann altaf hvar sitt rúm er og getur þar af leiðandi sofnað alstaðar.
 
Það er alveg margt fleira sem er bara kostur.
Það er rangt að halda að þeim líður illa, ef þú venur rétt á búrið frá því hann var hvolpur þá mun þú sjá að hann stundum labbar bara þangað inn sjálfur til að leggja sig, þegar hann vill frá frið. Þetta verður hann staður og enginn má trufla hann þarna inni. Mjög gott ef það eru börn á hemilinu, því þá vita þau að hundurinn vill vera í friði núna, þegar hann labbar inní búrið sitt.
 
Málið er bara að venja hann á búrið rétt og ekki þvinga hann á það. þá fær hann panikk og innilokunarkennt. Svo er sama triks að venja þá á að vera ein heima án þess að panikka.
 
láttu mig vita ef þú vilt ég fari nánar úti það, eða kannski veistu það nú þegar. :)
 
Það er engir tveir hundar eins svo maður veit aldrei hvernig næsti hundur verður, jú maður getur fengið vissa hugmynd með að fylgjast með þeim hjá mömmusinni, velja sterkan eða mið eða mikið undirgefiinn hvolp.
En annars er bara hlyðni æfingar sem þarf til lika við heimilis rútinur ekki bara að æfa kúnstir úti sem hjálpa við að láta hundinn verða öruggur heima við og slappar meira af.
 
gangi þér vel með nyja hvolpinn. og endilega sentu fleiri spurningar ef þér vantar að vita etthvað meira.
kv aanana.

Heiðrún Klara Johansen, 7.8.2007 kl. 14:46

9 identicon

Takk æðislega fyrir svarið ég sendi þér kannski fleiri spurningar seinna ef mig vantar að vita eitthvað

Katrín (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og níu?
Nota HTML-ham

Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 70018

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband