Leita í fréttum mbl.is

Hárin rísa á bakinu, hvað þýðir það?

ég hélt ég var löngu búin að útskyra það og gerði hérna skoðunar könnun. En sjá svo að ég var ekkert búin að nefna það.
Þannig að hérna kemur útskyringar varðandi hvað það þýðir  þegar hárin rísa á bakinu á hundum.

Hárin á bakinu útskyra hvernig hundinum líður í etthverju sérstakri aðstæðu. Við vitum að þegar hundurinn diddlar skottinu er hann glaður.

Þegar hárin rísa og mynda línu frá hnakkanum aftur að skottinu þýðir að hundurinn er óöruggur. Það getur verið etthvað nýtt í gangi, td er alveg óþekktur hundur nálægt eða etthvað sem hann hefur ekki séð áður og veit ekki hvernig á að hegða sér.

Sama gildir þegar bara hárin á hnakkanum og bossanum rísa. Óöryggi. Þegar þeir eru óöryggir má alls ekki skamma eða segja nei, þá ertu aðeins að refsa honum fyrir að vera óöruggur. td ef þeir gelta og hárin rísa á öllu bakinu má ekki skamma hann fyrir að gelta. Bara bíða róleg. Fara eftir því sem ég sagði um áramótin í færslu fyrir neðan.

Þegar hárin rísa bara á hnakkanum er hundurinn ekki sértsaklega hræddur eða óöruggur með sig heldur öfugt. Hann er að dóminera og gera sig stóran.  Ef hundurinn geltir þegar hárin eru uppi á hnakkanum má segja nei.

Skottið beint upp í loftið þýðir að hann er lika að sýna sig stóran og dóminera og við sjáum þetta oft á hundinum sem "ræður" yfir hundasvæðinu. Má segja nei við þessari hegðun, ef hann gerir þetta þegar hann sér nyjan hund.

Ef hundurinn þinn á það til að vera þessi dóminerandi og valda vandræði, gæti verið hugmynd að æfa "leggstu" vel og oft og þegar kemur að því að vera með öðrum hundum láta hann liggja kurr í etthvern tíma "time out". Má ekki fara af stað fyrr en sagt er "frí" eða orðið sem þið notið þegar hann má fara af stað. Nota time out allavegana sem refsingu á slæmri hegðun. Alls ekki "taka í hann" svo hann hagi sér betur.  Time out, eða ekki leyfa honum að leika á hundasvæðinu er i raun versta straffið. Það er ekki straff að setja hann inn í bil eða taka hann í taum og halda honum þar. Það þarf að læra honum að liggja kurr án þess að vera í bandi þótt það sé mikið að hundum í kringum hann. (má nota lengri línu í kraganum á honum sem öryggi svo hann hlaupi ekki burt í byrjun.) En ég skal fara betur í gegnum hvernig á kenna honun að liggja kurr í aðrari færslu.

 

Ef hundurinn á það til að vera þessi stressaða týpa sem virðist vera hrædd við allt. Þá getur þú lesið færsluna um áramótin og farið eftir þvi.

 

dog_play_bow_2

 Þessi brúni sem beygir sig niður sínir að hann sé ekkert hættulegur og vill leika. hugsar svona " hey, komdu að leika, komdu að leika" svona á skemtilegan hátt að reyna fá hinn að elta sig td.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vil byrja á að hrósa þér fyrir mjög góða síðu sem hefur komið sér vel fyrir okkur fjölskylduna.

Málið er (veit ekki hvort ég á að spurja hér í athugasemdir eða gestabókinni) þannig að þetta kemur bara hér.

Við eigum silky terrier tík sem er 10 vikna. Við erum búin að eiga hana í 2 vikur og það gengur allt mjög vel. Hún er orðin mjög dugleg að láta vita af sér þegar henni vantar að komast út að pissa og hún pissar núna nánast eða í 95% tilvika úti. Hún pissar ekkert á nóttunni og er mjög dugleg með þetta.

Svo er málið með hitt. Hún fæst ekki til þess að kúka úti. Það hefur gerst einu sinni og þá var henni vel hrósað. Við höfum svona fimm sinnum komið að henni kúka og sett hana útfyrir (erum með lokaðan garð) en hún klárar ekki. Hún fer alltaf eitthvað bakvið þegar hún þarf að kúka inni og við erum farin að þekkja einkennin en við setjum hana út í garð og ekkert gerist. Alveg sama þótt við horfum ekki á hana eða neitt.

Vona að þú vitir eitthvað sem hægt er að gera. Veit að hún er mjög ung og þetta er góður árángur og hitt á eftir að koma með tímanum. En ef það er eitthvað sem þú mælir með eða við erum að gera vitlaust þá væri mjög gott ef þú gætir bent mér á það.

Takk fyrir.

gestur (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 19:37

2 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

takk fyrir hrós. Hrós gerir mig glaða og þá vil ég skrifa flerri færslur. Alveg eins og hundar vilja gera góða hluti oftar þegar þeir fá hrós.

Mín týk var lika þannig að fyrsta árið gat hún bara kúkað á einum stað bakvið bloggina ég bjó í. Þetta var svona alveg fram að 8 mánaða aldri. Hún þorði greinlega ekki að kúka í hundagarðinum, sem var nátturlega ofsalega þægilegt fyrir mig. Hún byrjaði að þora pissa þar um 4,5 mánaða. En þetta er ofsalega misjafnt.
En mín var rosalega sterk týpa og þorði  mikið. td að vera lengi burtu frá mér og var  mjög sjálfstæð.  En þetta  með  að gera frá sér var mikilvægt fyrir hana, og  tók eftir þegar hún varð fullorðin var hun duglegust til að síða yngir hunda til.

En ykkar týk er greinilega ekki búin að finna sér stað úti sem hentar henni að kúka á. Eina sem hægt er að gera að er fylgjast rosalega vel með henni alveg eins og fyrstu dagana og hreinlega ekki leyfa henni að gera inni. Ef þið hafið vanið hana á búr þá er gott að setja hana strax í búrið þegar þið komið inn þegar hún hefur ekki kúkað, en greinilega þarf. Því hundar vilja alls ekki kúka á staðnum sem þeir sofa. Fara svo út eftir nokkrar mínótur og prufa aftur.

Ef þú hefur ekki vanið hana á búr. Vil ég ráðleggja þér að gera það. Sjá færslu um það.

Þannig að hérna er bara þolinmæði og virkilega fylgjast með henni svo hún kúki ekki inni sem virkar. Það er nú vel hægt að sjá þegar þau ætla fara að kúka, þau eru alltaf að undibúa sig etthvað fyrir þannig að taktu hana bara strax upp og hlaupið út.
Hrós, nammi og leika þegar hún hefur náð að gera úti.  Og farið svo alltaf á sama stað.
Eru aðrir hundar með aðgang á garðinum ykkar?  Eru mikið um ketti í kring sem hún getur sensað lykt og þessvegna ekki þorað?

Snjór er alltaf góður.. Hann hreinsar svæðið og minkar lykt svo ef það er skafl nálægt farið þangað og labbið bara fram og til baka á snjónum.

Ef þú telur að í garðinum ykkar er mikið lykt og þessvegna þorir hún ekki að gera þar, getur verið hugmynd að keyra út í móa þar sem pottþétt enginn dýr hafa verið lengi og vera þar og gá hvort  hún lætur vaða. Þarf kannski bara nokkur fá skipti til að hún byrjar að þora meira  heima. 

(annars held ég að þeim sé alveg sama hvort horft sé á þau eða ekki)

endilega láttu mig svo vita hvernig hefur gengið hjá ykkur:) 

Heiðrún Klara Johansen, 5.1.2008 kl. 20:21

3 identicon

Sæl.

Takk fyrir ofsalega góða síðu.  Ég var að leita að lausn að einu vandamáli sem ég fann þó ekki á síðunni.  Málið er að ég var að fá hvolp sem er alveg yndislegur.  Hann er með hvolpalæti eins og aðrir hvolpar og mikla nagþörf.  Vandamálið er dóttir mín sem er 6 ára, er orðin hrædd við hvolpinn því hann hoppar alltaf uppá fæturnar á henni og glefsar í buxurnar.  Hvolpurinn gerir þetta ekki mikið við fullorðna nema í miklum leik eða hlaupum úti.  Ég hef reynt að segja henni að snúa sér við og standa kyrr, sem samt hundsa hann en hún þorir því ekki og hleypur frá sem hvolpurinn túlkar sem meiri leik.  Áttu einhver svör við hvernig við getum kennt barninu að bregðast við?

Með bestu kveðju,

Inga

Inga Dóra (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 14:46

4 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Sæl Inga

Ég er búin að hugsa þetta í nokkra daga. Þetta er pínu snúið sko. Þegar við getum ekki fengið barnið til að vera kyrr og hundsa. 

En mig langar að spyrja hvað hundurinn er margra vikna núna. 

Leikbitið ætti að fara hætta fljótlega ef ekki þá er ég með nokkrar hugmyndir sem hægt er að reyna.

hafðu samband við mig á heidrunk (hjá) talnet.is til að skoða þetta nánar:)

Heiðrún Klara Johansen, 5.10.2009 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og ellefu?
Nota HTML-ham

Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband