Leita í fréttum mbl.is

Æfing, ganga við hæl, part1.

NiceHeel1    Skoðið þessa mynd.

  Hérna er fullkomin "að labba við hæl" æfing. Þetta viljum við öll. Hundurinn horfir á eigandan. Labbar alveg við hæl með slakan taum. Og meira segja gerir konan rétt, með að horfa beint áfram og ekki niður á hundinn.

Þessi æfing er auðveld að kenna, ef maður gerir hana rétt. Þetta er einnig voðalega erfið æfing fyrir hundinn, og ekki ætlast til að maður æfir hana í meira en nokkra metra í einu.

Æfinginn er deilt niður í þrjár æfingar, sem að síðar er sett saman í eina.

 

Maður getur byrja að æfa allar þrjár æfingarnar um leið og maður fær hvolpin, en eins og með allar æfingar verðum við að hafa í huga að æfingar eiga að vera skemmtilegar og vel verðlaunaðar. Ef hundinum leiðist æfinginn, gerir hann hana hægt og ílla, með athyglina allstaðar annarstaðar en á þér. Ef það gerist, takið pásu, leikið við hundinn og reynið aftur þegar han virðist vera í stuði.

Fyrsta æfinginn:

Markmiðið fyrir þessa æfingu er að láta hundinn horfa upp til okkar þegar labbað er við hæl. Þessi æfing er kannski sú allra mikilvægasta æfing sem þú getur kennt hundinum þínum. Þar sem þú í raun ert að kenna honum er að þú ert bossinn og villt að hann hafi athyglina á þér og ekki öfugt.
Markmiðið er að geta sagt eitt orð og hann á þá á líta á þig og ekki líta af þér fyrr en þú leyfir.

Byrja eins og alltaf með gott nammi. Pulsur eru alltaf snild. litlir bitar.

Best er að byrja bara heima í stofunni. Hafið nokkra pulsubita í lokaðari hendinni.  Hafið hendina útstrakta og leyfið hvolpinum að þefa af hendinni án þess að fá bitana. 
Markmiðið er að fá hundinn til að horfa í augun þín.  Hann fær ekki pulsuna fyrr en hann gerir þetta.

Núna er hann alveg hyper og langar í pulsu og mun reyna allt til að fá bita. Mun reyna td að smá bíta í hendina, krafsa, gelta, setjast, leggjast, gefast upp, ef hann gerir það leyfið þá honum aftur að lykta á pulsunum til að mótivera hann til að halda á fram.

Hundurinn hugsar:  " hvað þarf ég að gera til þess að fá pulsurnar"  og þegar hann óvart horfir á þig þá fær hann geðveikt hrós og fær að borða pulsurnar í hendinni. Svo byrjaru strax aftur uppá nytt með nýjar pulsur.
Hann fattaði kannski ekki að það að horfa á þig, var málið, en svo í annað skiptið sem hann gerir þetta fyrir tilviljun, fer hann kannski að fatta, eða þriðja skiptið, eða fjórða eða fimmta. En þegar honum tekst þetta í kannski 4 - 5 skipti, takið þá pásu. Aldrei æfa sömu æfingu meira en ca 3 min í einu.

Ef hann á erfitt með að fatta og horfir bara alls ekki á þig, getur þú svindlað smá. gerðu smá hljót, smjatt eða eitthvað voða dapurt sem gerir að verkum að hann horfir á þig og þá hrósa svakalega mikið og gefa nammi.  En passaðu að gera þetta hljóð ekki aftur. Hann má ekki halda að hann fær pulsurnar þegar hann heyrir hljóðið.

Og það mikilvægasta er að UM LEIÐ og hann horfir á hann að fá hrós og nammið. Ekki 2 sek eftir að hann leit á þig. Svo þú þarft að taka vel eftir. Í fyrsta skiptið er nó að hann bara lítur í eina sek á þig. En passaði að verðlauna það strax.

Og þetta er æfing til að byrja með sem er alveg hljóðlaus, nema þegar er hrósað.  Við viljum ekki setja orð á æfinguna fyrr en hundurinn skilur æfinguna, sem ég hef útskyrt  í einum af fyrstu blogfærslunum.

Þegar hann er farin að fatta að þegar þú setur fram lokaða hendi með pulsum í að þá viltu að hann horfi á þig, byrjaru að reyna halda honum þar í nokkrar sekundur áður en þú verðlaunar.

Þegar hann er farin að fatta að hann á að horfa á þig þangað til þú hrósar og gefur nammið.  Þá er tími til komin að setja orð á æfinguna.
Það orð sem  þú mátt nota á að vera eitthvað stutt og lagott.. eitthvað sem þú segjir alltaf eins. Og ekki neinn annar mun misnota óvart.   td. í "Sjá"  "horfa"  "titt" (smá útlenska). Það má vera hvað sem er.

þegar sett er orð á æfingu og gildir þetta allar æfingar, þá segiru orðið. bíður í 1, 2 sek. og svo geriru æfinguna eins og þú gerðir hana án hljóðs. Mikilvægt er að bíða smá, en ekki of lengi. Bíða smá því þá fær hundurinn aðeins tíma að hugsa um hljóðið. og binda hana við æfinguna. Ef þú segir hljóðið og hreyfinguna í einu, tekur hann ekki eftir hljóðinu.

 

þú þarft sennilega að gera hljóðið og æfinguna saman lengi, og stundum þarftu þess ekki í góðan tíma og stundum þarftu að fara tilbaka og byrja uppá nýtt.

Passaðu þig bara á að þú mátt ALDREI segja hljóðið tvisvar. þetta gildar með allar æfingar. Ef þú segir einu sinni og hundurinn gerir ekki æfinguna, þýðir það að þú þarf að gera hreyfinguna eins og þú gerðir án hljóðs. Ef  það virkar ekki, er hann bara ekki mótiveraður til að æfa. Reyndu aftur síðar.

 Og alltaf hætta eða taka lengri pásu þegar æfinginn gékk vel. Alltaf hætta á vel heppnaðri æfingu. Ekki taka sjénsinn og reyna einu sinni einn. hættan að honum fer að leiðast er svo stór ef hann þarf að gera það sama svo mörgum sinnum.

 

Reynið þetta, æfiið þetta vel og svo kemur síðar næsti partur í því að ganga við hæl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geggjuð síða og algjör life-saver...takk æðislega fyrir hana og endilega haltu áfram.

Kolla (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 10:06

2 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Já, takk æðislega fyrir gott hrós. 

Heiðrún Klara Johansen, 28.2.2008 kl. 12:06

3 identicon

takk fyrir góða síðu, en mig langar að spurja að einu, hvolpurinn minn er 4 mánaða og við förum út að labba eins og við getum, ég er ólétt komin 38 vikur, hann er orðin  það sterkur að hann dregur mig áfram þannig að ég fékk á hann múl ól, sem virkar mjög vel, ég hrósa honum alltaf ef hann lítur á mig, og hann er í réttri stöðu, er ekki of seinnt að fara að bæta við verðlaunum núna, eða myndi það bæta þetta frekar hjá okkur.

árný (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 09:58

4 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Sæl Árný.

Það er erfitt fyrir mig að meta hvað er best að gera fyrir ykkur, því ég sé ekki hundinn i action. Best er að þú metur hvað þarf að bæta.

en ég held að það sé aldrei of seint að byrja að verðlauna. Hrósið eitt dugar þegar hann vill fá hrós, en ef hann heyrir það stanslaust þá byrjar það að hætta að þyða eitthvað.

 Fylgstu með næstu færslu, ætla reyna að skrifa hana bráðlega. Þá fer ég í gegnum það að labba við hliðiná þér. sem er ein að þessum 3 æfingum við að kenna hundinum að labba fullkomlega við hæl

Heiðrún Klara Johansen, 3.3.2008 kl. 13:11

5 identicon

Þetta er frábær síða hjá þér, hlakka til að lesa næstu færslu.

Birgir Steinn (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 15:58

6 identicon

glæsikleg siða, mjog flott og góð, hvenær kemur næsta færsla??

Helena&Bangsi (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 16:23

7 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

næsta færsla getur vel verið að komi annað kvöld, svo bara fylgjast með. Setja bloggið i favorites og kíkja regluna. Því fleiri komment sem ég fæ, því oftar mun ég blogga.

 

Heiðrún Klara Johansen, 6.3.2008 kl. 18:58

8 identicon

Hæhæ æðisleg síða sem þú ert með hérna :D , en hérna eg er með eina spurningu fyrir þig:D

sko nú er ég að fara fá lítin hvolp í páskarfríinu mínu, eða fæ hann þegar hann er 8 vikna hvernig á ég að byrja að láta hann vera einan heima?? fer að vinna tvem vikum eftir að ég fæ hann þá verður hann 10 vikna, hvað má maður skilja´þá lengi eftir heima 10 vikna?? er ekki of snemmt að skilja þá eina eftir Þá eða?

hehe:P

Júlía (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 19:41

9 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

hæ Júlía.

 Þetta blogg er einmitt uppsett þannig að þeir sem fá sér hvolp í fyrsta sinn fá að vita það mikilvægasta í sambandi við það. Sniðugt er að byrja að lesa á öftustu færslu og svo fram að nýjustu. þannig færðu yfirlit yfir hvað þarf að gera fyrst og hvenær má gera  hvað.

Maður byrjar bara fljótlega, eða eftir kannski viku að byrja æfa þá í að vera eina heima og er mikilvægt að það sé gert rétt. Ég skrifaði einmitt um það í einni færslunni.
Svo bara farðu og fáðu þér heitt kakó og farðu undir teppið og byrja að lesa allar færslurnar.
haha.. góða skemmtum.)

Komdu svo endilega með fleiri spurningar.

Heiðrún Klara Johansen, 6.3.2008 kl. 22:41

10 identicon

hæb, ert þú nokkuð með hunda-hvolpa námskeið eða geturu bent mér á einhvern sem notar þínar aðferðir í hundaþjálfun.....langar að nota þessar aðferðir við að ala hvolpinn minn upp en svo er ég bara að pæla ef ég fer á námskeið læri ég allt annað....

Helga (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 12:21

11 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

hæ Helga.

ég er bara búin að búa á landinu í tvö ár, og síðan ég er ekki með hund hér núna hef ég ekki kynnt mér hundamiljöið hérna heima.
Svo ég veit ekki hver gæti kennt eins og ég myndi gera.

 ég get alveg tekið þig í þjálfun, alveg á góðu verði. Sendu mér mail ef þú hefur áhuga.
nala7979@hotmail.com

Heiðrún Klara Johansen, 9.3.2008 kl. 19:43

12 identicon

Takk fyrir þetta. Byrja að þjálfa hundinn strax í kvöld :)

Jóna (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 14:41

13 Smámynd: Íris Fríða

Má ég kasta fram spurningu í þessu kommentakerfi?? (Annars hendiru þessu bara út)

Ég er með 5 ára gamlan Labrador hund. Ég stunda hestamennsku grimmt og kemur hundurinn nánast alltaf með í reiðtúra. Málið er að hundurinn fylgir ekki með, hann þefar og sniffar af ölllluuuu á leiðinni, er oft mörgum metrum bak við mig.

Þessi hegðun er svo skelfilega hvimleitt, að ég er nánast hætt að taka hann með. Ég átti Golden sem var með nákvæmlega sömu hegðun en síðan Þýskan Fjárhund sem fylgdi manni einsog skugginn....

Ég hef reynt nammi, ýkta glaða hegðun og þar fram eftir götum en fæ alltaf sömu svör..... Bíddu aðeins meðan ég þefa af þessum trjám, ó þarna er interesting steinn, bíddu ætla að pissa smá, hættu að öskra ég heyri alveg í þér, úh annar steinn.... mamma ég er að koma!!!

Þetta getur gert mig gráhærða

Íris Fríða , 11.3.2008 kl. 18:22

14 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Já þetta er auðvelt.

Stíngdu hundinn af...

Láttu hann fatta að það er hans jobb að fylgjast með þér ekki öfugt.

Eða ertu að krefast þess að hundurinn hlaupi "við hæl" þegar þið eruð úti  í reiðtúr?

Ekki hrósa að hann fylgir þér. Það er eitthvað sem á að vera. og eitthvað sem þú "pælir" ekki í.

Ef hann er komin of langt eftirá þá reyndu að fara hraðar og gjarnan ef hægt.. (þegar þið eruð á labbinu) fela þig þannig að hann fær að finna fyrir því að týna þér. Bara örstutt..  svo þegar hann finnur þig áttu ekki að segja neitt við hann. Bara ekki horfa á hann.. bara vera þykjast hafa verið að gera eitthvað þarna bakvið og hann átti bara að fylgjast með þér.

þetta, ef það er æft, gerir að verkum að hundurinn lærir að taka betur eftir þér og passar sig að fylgja sínum flokki..

gangi þér vel:)

Heiðrún Klara Johansen, 12.3.2008 kl. 01:31

15 Smámynd: Íris Fríða

Ah góður punktur, það hef ég æft svakalega mikið með honum, en alltaf hrósað honum gríðarlega þegar hann kemur til mín.

Ég hef reynt að stinga hann af í reiðtúrum, en þá eltir hann bara næstu manneskju á hesti sem hann sér..... , og ef ég kalla á hann þá er oft voða "hissa" á að þetta sé ekki ég sem hann er að elta... Ég hef reynt í hverjum einasta reiðtúr að fela mig bak við stein eða eitthvað þess háttar.

Finnst vanta rosalega leiðtogann í mig gagnvart honum, innkallið er ekki þúsund prósent, en kenni sjálfri mér um, oft þegar ég kalla á hann, þá er ég ekkert að stressa mig á því að hann komi á nanósekúndu... En svo þegar hann þarf að koma á nanósekúndu þá er þetta ekkert svakalega sniðugt....

Leynast flestir vankantar ekki í eigandanum? ;)

Íris Fríða , 12.3.2008 kl. 06:41

16 Smámynd: Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador

Frábær síða hjá þér, mikill fróðleikur og kærleikinn les maður milli línanna. Takk fyrir okkur Doggy Lick

Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 12.3.2008 kl. 13:03

17 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Íris Fríða.

Þú ert í raun að segja sjálf hvað þú þarft að bæta til þess að hann fylgi betur.

taktu bara tima í að æfa inkall betur án þess að hafa hestana með.

Gott er að fara eftir nokkrum reglum við inkall þegar þú ert að byrja að æfa hann.

Aldrei kalla meira en einu sinni.
Aldrei kalla nema þú ert 98% viss um að hann komi.
Aldrei kalla ef þú sérð að hann er voða upptekin. (það kemur síðar þegar þið hafið æft oft og vel)
Aldrei kalla nema þú hefur möguleika á að leiðrétta hann ef hann kemur ekki.
Aldrei skamma hundinn fyrir að koma of seint.

Alltaf hrósa og gefa nammi þegar þú kallar og hann kemur, hvort sem hann var 1 sek á leiðinni eða 5 min.
Þá á alltaf að vera stanslaust fjör að koma til þin. Ef hundinum finnst það ekki þá verðuru að gera/gefa eitthvað spennandi sem hvetur hann til að koma.

Nota á orð sem er bara þitt og enginn annar nota.
Forðast að nota orðið KOMDU þvi það nota allir og er sagt svo oft.

KOmdu getut þýtt  "mátt koma ef þú vilt"
Hitt kommandó orðið sem er bara þitt td "hingað" eða eitthvað þessháttar á að þýða " þú átt að sleppa öllu sem þú ert að gera og koma strax"

Svo dettur mér í hug að hann þarf að æfa sig betur í einbeitingu og heila starfsemina..  Æfðu meira það og æfið að rekja slóð oftar. Þá fær hann útrás fyrir því þar, og kannski finnst hann ekki "þurfa" að þefa á allt í hlaupa ferðunum.

gangi ykkur vel :)

Heiðrún Klara Johansen, 12.3.2008 kl. 22:26

18 identicon

HæHæ rosalega sniðug síða:D.. bíð eftir æfingu 2;)

Elín Halla (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og sjö?
Nota HTML-ham

Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 70023

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband