Leita í fréttum mbl.is

Spurning frá lesanda; þegar kemur fólk í heimsókn

 

Sæl, mig langar að byrja á að þakka þér fyrir frábæra síðu, það er ekkert smá gott að hafa aðgang að svona hundasérfræðing á svona aðgengilegan hátt.

Jæja en þá er vandamálið:

Ég á Silky terrier tík sem er að verða 9 mánaða. Hún er alveg yndisleg í alla staði en það er tvennt sem böggar mig, í fyrsta lagi þegar það koma gestir sem hún þekkir vel þá pissar hún niður úr á staðnum, ég veit ekki hvernig ég á bregðast við því, sýnist hún engan vegin ráða við þetta.  Í öðru lagi þá er hún alveg hrikalega feimin eða stundum jafnvel hrædd við krakka. Veit ekki til að hún hafi neina slæma reynslu af þeim en ef það koma börn á heimilið (er með 2 unglinga á heimilinu) þá bara er hún miður sín og liggur undir borði eða alveg við fæturnar á manni. Ég er mjög stressuð því mér finnst ég ekki alveg geta treyst henni við þessar aðstæður, veit samt að þó hún biti þá væri það bara til að verja sig en það er eins og hún geri sér ekki grein fyrir því að krakkarnir vilji bara vera góðir og leika. Ef ég er inn á heimili hjá öðrum þá vill hún bara kúra í fanginu mínu og treður þá höfðinu þannig að hún þurfi ekki að sjá krakkana.... Úff ég er alveg lost yfir þessari hegðun.  Sérstaklega líka af því hún er mjög sterkur karakter þegar hún er ekki innan um börn, heldur t.d. að hún ráði yfir öllum hundum sem hún kemur nálægt líka stórum.   Engin taugaveiklun hjá henni gagnvart þeim eða fullorðnum yfirleitt, er reyndar svoldið tortryggin gagnvart ókunnugum sérstaklega ef hún finnur hundalykt af þeim en það er fljótt að rjúka úr henni.

Annað hún er ekki farin að hafa blæðingar eða sýnir engin einkenni lóðarís er það eðlilegt hjá 9 mánaða tík ?

Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra, vona að þú getir hjálpað mér í þessu.

Kær kveðja, Lilja.

 

Sæl Lilja.

Þú kemur með margar ágætis spuringar svo ég set þetta í sér færslu.

Hvolpar eru með litla pissu blöðru, þeir geta ekki haldið í sér lengi, þess vegna þurfa 2 mánaða hvolpar að fara út á ca korters fresti til að byrja með og svo lengist tíminn. Þegar eitthvað fer inn þarf eitthvað að fara út, er svona reglan i þessu.
 En þegar hvolpurinn er orðin 9 mánaða er hann farin að geta haldið meira í sér og slys gerast sjaldan. En það er frekar algengt að þeir missa sig þegar koma gestir í heimsókn. Þeir verða svo spenntir að þeir pissa á sig.
 Mín gerði þetta einmitt á þessum aldri.
Það sem hægt er að gera er að draga úr spennunni hjá þeim. Æfa rólegheits æfingar. td sitja og vera kurr og þessháttar. Svo þegar koma gestir þá á hundurinn að bíða meðan þið heilsist og gestirnir fá að koma inn. Þegar hundurinn er aðeins rólegri þá segiru frí og hundurinn fær að heilsa uppá fólkið.
Þetta er lika mjög gott að venja alla hunda á. Því uppá framtíðina að gera  þegar litli hvolpurinn er ekki litill lengur, þá finnst kannski ekki öllum gestum varið í að fá hund flaðrandi uppá sig um leið og komið er í heimsókn.
Hugsið bara sjálf, þið eruð að koma í heimsókn. Þarna er hundur sem þið þekkið ekki. Hann situr bara nálægt og bíður meðan þið eruð að spjalla við fólkið. Svo segir heimafólkið þegar þið eruð komin inn í stofu,  "frí" við hundinn og hann labbar þá rólega að ykkur og þefar.
Er þetta ekki betra en að koma á stað sem fyrsta sem þið mætir er hundur sem hoppar uppá ykkur og jafnvel geltir og er ofsalega æstur?!
Þessi hamagangur lærist með tímanum.  Þetta byrjaði þegar hann var litill og ofsalega sætur. Þá kom eitthver í heimsókn og byrjaði strax að klappa og leika við hvolpinn því hann var svo ofsalega sætur.
Nú, þetta man hann og byggist upp til að verða svooooo gaman að fá gesti því þá fær hann svo ofsalega mikla athygli, og þegar það hættir að gerast(þegar hann verður eldri) þá fer hann að búa til athyglina sjálfur með því að hoppa upp á fólkið, krefast athygli. Og auðvita fær hann verðlaun fyrir því ekkert ókunnugt fólk þorir að hunsa eða ýta honum niður. Þau rétt og slétt klappa og heilsa. Semsagt hann fékk verðlaun fyrir að krefast athygli og gerir þetta aftur næst.. 
 þessvegna er ágætt að æfa þetta með þegar koma gestir í heimsókn, að sitja og vera kurr. Og fá ekki að fara heilsa fyrr en síðastur og þegar allir eru komnir inn og jafnvel sestir. Þá er hann lika einnig automatiskt rólegri.  Áður en þið segið frí, þá getið þið verið búin að útskyra fyrir gestina að þið viljið engan hamagang í klappinu þegar hann kemur að heilsa. Bara rólegt klapp. Þá bindur hann ekki heimsóknir við eitthvað GEIÐVEIKT skemmtilegt. heldur bara rólegan hlut. Og verður rólegur.

  EN.... svo þegar hann er rólegur og gestirnir hafa verið þara í 5, 10, 15 min þá má kalla hann til sín og fara leika ef gestirnir vilja. Þá má hamagangur byrja ef svo er óskað. Þá bindur ekki hundurinn hamganginn og leikinn við að gestirnir voru að koma. Skiljið?  En það er gott að gestirnir sjálfir kalla á hundinn ef þau vilja og ekki endilega allir gestir. Þannig lærir hann að ekki allir vilja leika og gestirnir ráða hvort þeir vilja leika eða ekki.   Gott er að hundurinn lærir að það þyðir ekkert að krefast eftir leik eða athygli.  Það er svo þægilegt í framtiðinni ef þetta er æft frá byrjun.

En bara svona til að hafa með. Þið sem höfðu ekki gert þetta og eruð með hund sem flaðrar upp um alla um leið og þeir koma í heimsókn, þið getið alveg byrjað núna. Það er aldrei of seint. Það krefst bara meira þolinmæði frá ykkur. Því ekki bara eru þið að kenna nýja siði, heldur taka burt ósið. Það er hægt, tekur bara meiri tímia og áhveðni frá ykkur.

Gott er að byrja auðvelt, byrja æfa sitja og vera kurr með truflun, en ekki endilega þegar koma gestir. Heldur bara úti þar sem labba framhjá folk og þessháttar. Þegar hann hefur lært þetta með að sitja og vera kurr þegar er fullt í gangi þá getið þið farið að gera þetta með gesti. Þangað til getið þið látið hann sitja og vera kurran enn halda í ólina allan tíman. Því þetta má ekki mistakast. Hann má ekki standa upp sjálfur eftir að þið hafið sagt kurr. Ef svo gerist verðið þið að setja hann niður á nákvamlega sama stað og hann sat á áður. ekki hálfum metra frá... nákvamlega sama stað. Þá fattar hann að þetta þyddi ekkert. Ef hann fær að setjast "aðeins nær" þá borgaði sig þetta og hann getur valið að gera þetta aftur.
Hundar gera bara það sem borgar sig.

Þessi æfing ætti að róa þá og þá ætti pissu vandarmálið að hverfa, ef hann pissar á sig þótt han virðist rólegur. Getur verið hugmynd um að kíkja á dyralæknirinn til að athuga hvort eitthvað sé að.
Eða bara fara oftar út með hann að pissa.

svo þetta með að hún sé hrædd við krakka.

Sumir hundar fíla rétt og slétt ekki krakka, því krakkar eru með svo mikin hamagang og eru svo hávær og æst. Ruddaleg þegar klappað þeim og kannski hefur eitthver óvart togað í skottið eða þessháttar og það vill hún ekki að gerist aftur.
Best er að segja gestum að láta hundinn vera. Sérstaklega krökkum. Segið að hunsa hundinn og ef hundurinn vill leika þá kemur hún fram sjálf. Hún kannski þorir því, þegar hún sér að krakkin er rólegur og hunsar. Þá vaknar forvitninn. En ef krakkinn er stanslaust að reyna dobbla hana fram að leika og þessháttar, styrkist bara viljinnn að vilja ekki leika.

Svo er þetta sem þú skrifar að þú ert stressuð þegar koma krakkar. Þú ert þá kannski komin í vítahring. Tíkinn sensar að þú ert stressuð þegar koma krakkar og þá er hún enþá meira á varbergi. Prófa þú að slappa af. Segja öllum krökkum að hunsa hundinn. Þegar tíkinn kemur til þin, það gerir hún til að fá öryggi, þá getur þú án þess að segja neitt, bara labbað burt frá henni. Ekki vera verndari hundsins í þessari settingu. Þá ertu í raun bara að segja henni að hérna þarftu að verja hana.  Farðu þá frekar að knúsa krakkan og spjalla við hann. Þá kannski fer tíkin að hugsa sig um og spá hvort þetta var nokkuð óvinur.  Svo á sínum eiginn tíma ef hún vill kemur framm að þefa. Og leyfið henni að þefa. Síðan þetta er svona issjú hjá henni þá segið krakkanum að ekki klappa. Bara leyfa henni að þefa. Hún hugsar kannski. " á ég að þora????"  "ok, ætla þora fara þefa smá" og ef krakkinn þá begir sig niður og vill klappa  þá getur hun verið að hugsa " oneii... þetta þori ég ekki" og hleypur burt. En ef krakkin er rólegur og bara leyfir henni að þefa í friði getur verið að hún hugsi " ahh... þetta var alt í lagi"  en samt farið burt.  En næst verður hún kannski hugrakkari og þefar lengur... fattið?

Þegar hún hagar sér við krakka eins og við þig og þá sem hún þekkir og treystir er hún tilbúin í að fara leika við krakkana. þá getur þú sagt við krakkan að setjast niður og athuga hvort hún vill leika smá.

Byrjaðu einnig að fylgjast með líkamanum hennar, hundar segja heil mikið um hvað þeir hugsa með líkamanum. Taktu eftir hvernig hún er með þeim hún treystir og taktu eftir hvernig hún er þegar hún er feimin og felur sig.

heimsókn hjá öðrum svo.  Ég mæli með að þú heldur á henni eins litið og hægt er. Þú ert að verja hana og hún öðlast ekki sjálfstraustið sem hún þarf.  Þegar þið eruð í heimsókn þá reyndu að ekki ýta undir hennar hræðslu með að klappa og knúsa hana. Heldur bara setja hana niður og segja samt öllum að láta hana vera. Og spjalla við þá sem  þú ert að heimsækja. Ef hún vælir og er alveg crasy. Ekki taka hana aftur upp. Þá ertu að verðlauna vælið. Biddu  heldur þangað til hún nær andannum og er hljóð í eina sekundu. Stattu þá upp og labbaðu um íbúðina. " til að taka hana úr þessum ham bara.  Hún eltir ofsa ánægð,sennilega. Ekkert segja við hana bara leyfa henni að elta. Farðu svo aftur í sófan og haltu áfram að spjalla. Endutaka ef þarf.

Hafðu bara ávalt í huga að ef hún vælir og vill eitthvað, ef þú veitir henni athygli þá ertu að verðlauna þessa hegðun og segja henni að endilega halda áfram að væla næst lika. En ef þú verðlaunar að hún var hljóð og róleg, þá ertu að segja henni hvað hún þarf að gera til þess að fá þína athygli. Hún verður fljót að fatta þetta.
Þessi regla á við allt í hunda hlýðni. Verðlauna hegðun sem við óskum eftir og hunsa óæskilega hegðun. Hundar gera bara það sem borgar sig.

Úr því hun er sterkur karakter er ég alveg viss um að þetta mun lagast með þvi að gera það sem ég skrifaði fyrir ofan. Hún mun höndla það að þú hættir að hafa hana í fanginu.
Gott er lika að syna henni að hún er ekki númer 2 í fjölskyldunni. Þá er gott að ávalt  að láta börninn þín og hina í fjölskyldunni ganga fyrir. Þegar þú kemur heim áttu að heilsa fyrst á alla hina. svo hana. Þannig ertu að markera hvar hún er í þessar fjölskyldu sem er aftast.  Þá er einnig minni likur á að hún þori að fara "siða" aðra til sem hún telur er neðar en hún, með þvi að knurra og bíta.

Svo í lokin ertu að spurja um lóðerí, þeir segja að það gerist oftast milli 6 og 12 mánaða, svo bara hinkraðu aðeins og þetta hlýtur að fara koma hjá henni.

Vonandi hjálpar þér þetta eitthvað. Endilega láttu mig vita hvernig gengur.

Kveðja
Heiðrún

CuteDog


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Heiðrún.

Kærar þakkir fyrir skjót, skýr og greinagóð svör, þetta er eitthvað sem við ættum að ráða við sýnist mér og ég mun láta þig vita hvernig gengur.  Á örugglega eftir að fá að leita til þín aftur ef ég má  

Kveðja Lilja.

Lilja (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 23:51

2 identicon

Sæl Heiðrún.

Ég er með chihuahua tík sem er alveg ferleg þegar ókunnugir (í hennar augum) koma í heimsókn. Hún hreinlega brjálast, geltir og lætur mjög ófriðlega, þannig að hún er sett beint í "skammarkrókinn". Þegar hún fær að koma fram aftur er hún rórri, en er þetta rétt aðferð, er e-ð annað sem hægt er að gera eða kenna henni þannig að hún truflist ekki í hvert sinn sem "ókunnugir" aðilar koma.

Það skal taka fram að þegar hún sér að gestirnir eru einhverjir sem hún þekkir þá hættir hún strax að gelta og fer inn.

Kveðja. Margrét Snorradóttir, Seyðisfirði

Margrét (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 11:21

3 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

hæ Margrét

Þetta er svolitið týpisk chihuahua að vera svona. En það á samt ekki að sætta sig við þetta.
hvernig er þessi skammakrókur?

held þú verður að finna leið sem þú verður flokkstjórinn þegar koma gestir og hún fær ekki að vera fremst og urra... heldur taka hana tilbaka og láta hana vera td i sit stöðu og kurr meðan gestir koma. Þú sérð um gestina.
Þá kannski slappar hún af, og telur það ekki vera sín vinna að athuga og vara við að það séu að koma "óvinir".

kveðja
Heiðrún

Heiðrún Klara Johansen, 29.7.2008 kl. 19:00

4 identicon

Sæl Heiðrún og takk fyrir svarið og reyndar fyrir allt sem þú ert að skrifa um, er nýbúin að uppgötva síðuna þína og á eftir að kíkja reglulega á hana. Skammakrókurinn sem talað er um er lítið gestaklósett þar sem hún bíður af sér mesta æsinginn, þetta er eiginlega, hingað til, það eina sem hefur hrifið á hana. Hún heyrir mjög illa þegar henni er skipað til baka en lætur stundum segjast í svona 1 sekúndu og byrjar svo aftur. Og ef þetta er karlkyns gestur er hún hálfu verri. Geltið er kannski ekki það versta heldur ljóta urrið sem fylgir með.

Kveðja. Margrét 

Margrét (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 22:08

5 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Aðalheiður

Það er aldrei of seint, bara byrja strax í kvöld. Hún mun elska að byrja vinna með þér.

Í byrjun er gott að verðlauna vel og oft, til þess að hundarnir vilji vinna.
(ekki nennir þú að mæta vel og gera góða vinnu ef yfirmaðurinn þinn borgar illa)
ég mæli með að verðlauna vel. Lestu með þeim fyrstu færslum um hros og nammið.
Svo seinna þegar hún er vön að vinna má byrja taka tvær æfingar gaman og verðlauna eftirá og svo þrjár æfingar... og svo þegar hún er alveg dronning í hlyðni getur þú æft heila æfingu og verðlaunað með nammi eftirá.  En alltaf þarftu að hrósa vel og veita athygli undir æfingum.

Heiðrún Klara Johansen, 30.7.2008 kl. 21:07

6 identicon

Takk kærlega fyrir þetta! En hvernig á að kenna henni að koma til mín? Ég segi bara sestu,vertu kyrr (svo fer ég aðeins frá henni,ekki langt kannski 1-3,5 metra) og síðan komdu. það virkar ekki alltaf því hún eltir mig stundum. Er til önnur leið?

Aðalheiður (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 21:23

7 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Þú getur pantað mig í heimsókn, og ég get tekið kennslu með þér og farið yfir helstu hlyðni æfingar.

Ef þú hefur áhuga á því sendu mér tölfu póst
nala7979@hotmail.com

 kveðja
Heiðrún

Heiðrún Klara Johansen, 30.7.2008 kl. 21:32

8 identicon

Það er æðislegt,Takk fyrir. Mamma mín ætlar að kíkja á þetta á eftir  En með svona hundanámskeið ,veistu um einhvað þannig ??

aðalheiður (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 22:41

9 identicon

Mig langar til að spyrja þig varðandi sjálfstraust hunda, hvernig getur maður aukið hjá þeim sjálfstraustið varðandi aðra hunda, mín er svolitið hrædd þegar hún umgengst aðra hunda, hvað get ég gert til að hjálpa henni með þetta. endilega látu mig vita hvað ég gert.kv

Gíslína Mjöll Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 21:52

10 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Sæl Gíslína Mjöll.

 Sjálfstraust er kannski smá trikkí að fatta. Ég er ekki alveg viss um það sjálf. En ég mynd segja að maður getur styrkt sjálfstraust td með því að fara í reypi tog við hundinn og leyfa henni að vinna oftar en tapa.. td. En mikilvægt að tapa lika, því annars getur hún orðið of góð með sig.

En hvort þetta hjálpar við sjálfstraust við aðra hunda er ég ekki svo viss.  Held það besta sem þú getur gert er að fara oft á hundasvæði og leyfa henni að leika við marga hunda og ekki bara þá sömu. Heldur hitta fullt af nýjum hundum á hverjum degi. Þá lærir hún betur hunda tungumálið og lærir hverjir eru góðir og vilja ekkert slæmt, þetta mun hún sjá áður en hundarnir mætast og þefa.. því þeir tala mikið saman áður en þeir í raun hittast. Frá því þeir fá augun á hvort annað er tungumál i gangi sem þyðir eitthvað fyrir þeim.
Það getur verið að hún kann ekki þetta tungumál nó of vel. Svo þið getið prufað þetta og athugað hvað breytist.

Og passið ykkur á að vera róleg og ekki með áhyggjur af henni, ekki hugga hana eða þessháttar, þetta sensar hun bara  sem eitthvað "thing" og verður meira á varðbergi.  En ef þú er pollróleg þegar koma hundar að henni þá verður hún það einnig með tímanum.

kveðja
Heiðrún

Heiðrún Klara Johansen, 11.8.2008 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og átta?
Nota HTML-ham

Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband