Leita í fréttum mbl.is

Spurningar frá ykkur

Í þessari færslu ætla ég að opna fyrir umræðu og spurningum frá ykkur.

Ég mun svara eftir bestu getu  og aðrir sem hafa svör eða sambærilega reynslu geta líka skrifað inn.

Litlar spurningar sem og stærri eru velkomnarW00t

 

Kveðja 

Heiðrún& Luna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ ! Flott síða hjá þér . Ég á einn lítinn sætan rottweiler ( 5 mán ) Hann er alveg yndislegur og venjulega þægur og góður . En það er eitt sem mér hefur ekki tekist að venja hann af , það er að hann vill alltaf glefsa í hendurnar á manni þegar maður er að klappa honum, Sama ef hann t.d. situr við fæturna á manni þá vill hann alltaf vera að bíta í tærnar á manni. Hvernig er best að venja hann af þessu ?

Bjørn Alexandersson (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 12:22

2 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Sæll Björn.

Takk fyrir gott hrós:)

Það sem við gerum þá er að hugsa um hvað er það sem hundurinn vill með þessari hegðun? Jú, hann er að reyna fá þig í leik og eða vill fá athygli. 

Svo besta í þessu er að þá algjörlega hunsa hann um leið og hann gerir þetta. Ekki segja nei, eða skamma hann.. Því það er líka athygli að fá skammir.
Heldur hreinlega bara að hunsa. labba burt. horfa ekki á hann. Taka upp lappirnar ef þú situr í sófanum.

En svo um leið og hann gefst upp og er rólegur. semsagt sýnir hegðun sem þú vil styrkja, þá hrósarðu hann vel og ferð að leika við hann.
Ef hann svo fljótlega æsist upp og fer að bíta þá er bara að endurtaka hunsið, og svo koll af kolli, þangað til hann fattar hvað málið er.

Þetta er týpiskur hvolpa leikur  og ef þú gerir það sem ég var að skrifa að ofan, ætti þetta að hætta fljótlega. 

gangi ykkur vel:)

Heiðrún Klara Johansen, 20.2.2010 kl. 12:38

3 identicon

Hæ hæ,

Takk fyrir góða síðu, ég kem reglulega og kíki á síðunna og finnst hún skemmtileg lesning. Síðan þín hefur mikið að gefa.

Ég er með 16 mánaða Labba sem er byrjaður að taka upp á því að gelta þegar dyrabjöllunni er hringt. Hvernig er best að taka á því ??

Kveðja

Gunni

Gunnar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 20:45

4 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Hæ Hæ Gunnar Örn

 Takk fyrir hrós og gaman að heyra að síðan sé gefandi:)

 Já dýrabjallan fræga. þetta er nátturlega dilemma þar sem það sem fylgir bjöllunni er eitthvað gríðalega spennandi.
Svo hann er með gríðalega mikilvæga vinnu þarna

Hann er að láta vita að eitthver er fyrir utan.
Svo kemur nátturulega skemmtilegt fólk í heimsókn.

 ég er ekki viss um að það sé hægt að gera eitthvað.  En að skamma hann fyrir að gelta, eða segja nei held ég að virki ekki sérstaklega vel.
Frekar myndi ég ekki gera neitt og ef hann hættir ekki eftir eitt tvö gelt. þegar þú ert komin á staðinn til að taka við stjórninni. Þá myndi ég skamma hann og segja nei.

Þetta gerir hann til að verja og ef þið skammið strax, þá eruð þið að skamma það að hann lét vita. hann myndi nú verða eitthvað ruglaður á því og kannski bara byrja gelta hærra og meira. 

Svo mitt ráð - er að vera rólegur. leyfa honum að gelta eitt tvö skipti og svo á hann að vera þagnaður.  Eða þegar þið eruð komin fyrir framan hann. 

Gott er að gera reglu varðandi þegar kemur heimsókn. td á hann að sitja aðeins lengra frá  og bíða kyrr.  þangað til gestir eru komnir inn og hann ekki æstur lengur.
Búa til svona heimsóknar rútinu.  Þá ertu líka að taka stjórnina og hann er ekki partur af velkomstnefndinni sem áhveður hvort gestirnir eru vinarlegir eða ekki.
Ef hann fær að vera fyrstur að gá út þegar opnað er hurðina, tekur hann þetta jobb mjög alvarlega og geltið kannski bara aukist?

Hvernig hljómar það?

Svo má hafa í huga að hann er í tímabili þar sem breytingar eiga sér stað og hlutir sem hann hefur ekki gert áður byrja, td hræddur við eitthvað sem hann hefur labbað framhjá miljónsínnum. Kallast draugatímabilið.
best er að bara vera chilluð yfir þessu.

Heiðrún Klara Johansen, 20.2.2010 kl. 21:58

5 identicon

Takk fyrir svarið :)

Fæ kanski að spyrja þig annari spurningar :

Til að fá hund til að hald og gefa í lófa, hvernig er best að koma því við.

Ég gerði þau misstök að leyfa honum að sleppa fyrir framan mig en nú vil ég laga það. Stefnan er að nota hann í veiði og þarf hann að gefa mér bráðina í lófan ?

Bestu kveðjur og takk fyrir svarið :)

Gunnar Örn (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 14:33

6 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Sæll Gunnar

Það er til svona Apport kubbar í dýraverslunum. Sem er stór tré kubbur svona eins og lóð í laginu.
en svo er líka til svona sem flýtur í vatni.

svo þegar hundurinn er með þetta í munninum, segiru "gefa" eða "takk" eða hvað sem þú vilt nota og tekur dótið og gefur honum nammi í staðinn. Ef hann sleppur dótinu svo það dettur í jörðina, mistókst æfinginn og hann fær ekkert. 

ennig getur þú haft sem inni æfingu ef hundirnn er æstur og vill leika að þú situr í sófanum og kastar bolta, svo bara þegar hann gefur í hendina þá kastaru aftur, ef hann sleppur á gólfið þá geriru ekkert.

gangi þér vel.
Láttu mig endilega vita hvernig gengur með þessa æfingar.

kveðja
Heiðrún

Heiðrún Klara Johansen, 24.2.2010 kl. 14:30

7 identicon

Halló Heiðrún! :)  Þetta er ekkert smá flott síða hjá þér. 

Ég á tík sem er 3/4 border collie og 1/4 íslensk. Algjör orkubolti og frábær týpa. Ég er að reyna að venja hana á að sofa í þvottahúsinu (á neðri hæðinni) í stað þess að vera á herbergisganginum (á efri hæðinni). Held að fjórar nætur séu liðnar og hún vælir og vælir og VÆLIR.  Ég er alveg að gefast upp en veit (eða er sagt allavega) að gefast ekki upp.  Hvað getur maður átt von á að þetta vari lengi? Og - er eitthvað sem ég get gert til að gera þetta auðveldara?

 Hilsen, irg

Inga Rún (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 08:34

8 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Sæl Inga Rún.

þú skrifar ekki hvað tíkin er gömul. Og það skiptir alltaf eitthverju máli þegar við erum að venja hundana á að vera einir eitthverstaðar.

Svo hvað er hún gömul?
Er hún í búri?

Heiðrún Klara Johansen, 5.3.2010 kl. 11:58

9 identicon

Sæl Heiðrún

 Ég kíku altaf reglulega hérna inn og finnst þetta mjög gangleg síða. Ég er með 1.árs gamlan (varð 1.árs í byrjun mars). Labrador rakka. Hann er oftast bara ágætlega hlýðinn, þarf kanski að æfa innkallið aðeins betur. Vandamálið hjá okkur er hins vegar að við búum við fjöru þar sem við höfum verið að sleppa honum lausum.  Stundum þegar hann er laus þá finnur hann eitthvað girnilegt til að éta, eins og t.d. í gær þá fann hann fiskhaus. Hann hefur líka fundið ýmis bein og dauða máva. hann er mjög lunkinn við að finna eitthvað. Þegar við erum inni þá er hann mjög duglegur að gefa (þegar við segjum gefa og réttum út hendina) en ef við erum úti, hann laus og búin að finna eitthvað girnilegt þá gefur hann ekki. hleypur með rassaköstum út um allt og gleypir svo bráðina í sig áður en við náum henni. Hvaða ráð áttu handa okkur. Við erum ekki hrifin af þessum veislum hjá honum og eru eiginlega hætt að þora að sleppa honum lausum því við erum svo hrædd um að hann veikist af einhverju af þessu sem hann er að éta.

Hólmfríður (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 17:54

10 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Sæl Hólmfríður

Já þetta er dilemma. Ég held þú þyrftir að hafa mjöööög hlýðinn hund sem sleppir svona spennandi gómsætum mat fyrir það að bara koma til ykkar og fá klapp. 

Held færstu hundar sleppa að borða eitthvað sem þeir finna úti. 

Þannig að þið þurfið bara að meta hvort þið hættið að hafa hann lausan þarna eða leyfið honum að éta þetta og vonist til þess að þetta sé ekki eitrað. 

Ég tel allavegana það þyðir ekkert að fara útí að öskra og skamma og kalla á hundinn þegar hann finnur eitthvað svona gott.  Nema þið finnið leið til að bjóða honum eitthvað Mun meira spennandi í staðinn. 

Ef þið viljið fara útí öfga æfingar gætu þið æft að í hvert skipti sem hann finnur mat úti fær hann mat frá ykkur..  en ég held það sé mjög erfið æfing. hehe

Ég myndi eg ég væri þið einbeita mig á inkallinu og gefa mikið nammi og góðan mat þegar hann kemur.
Þannig styrkið þið það, og þá kannski í framtíðinni mun hann velja að koma í stað þess að borða fiskihræið í fjörunni.

gangi ykkur vel

Kveðja
Heiðrún

Heiðrún Klara Johansen, 8.3.2010 kl. 23:44

11 identicon

Sælar og takk fyrir frábæra síðu sem ég var að finna.

Málið er að ég er með 4 ára Chihuahua rakka sem er alveg yndislegur og svo mikill karakter. Virðist skilja allt sem við segjum við hann. EN svo gerist það alltaf þegar við förum í göngutúr og hittum aðra hunda að hann bara brjálast. Ef hann fær að þefa af þeim og klára að þefa þá virðist altt vera ílagi en annars bara klikkast hann, tala nú ekki um ef hann er í hundahóp. Þetta finnst okkur vera mjög kvimleitt. Þar sem við búum í bæ þar sem annar hver maður er með hund. :/

Einhver ráð?

Anita (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 12:34

12 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Sæl Aníta.

 þetta er dæmigerð hegðun og það er hægt að takast á við þetta með því að fræðast meira um merkjamál hunda og hvernig maður breytir hegðun með því að notast við þeirra eigið tungumál.

ég vil mæla með fræðslu dag sem við munum halda varðandi merkjamál hunda. Þar mun HundaHanna halda fyrirlestur um þetta.

sjá nánar á síðu vinnuhundadeildar Hrfi. http://vinnuhundadeildin.weebly.com/

kv.
Heiðrún

Heiðrún Klara Johansen, 3.4.2011 kl. 19:59

13 identicon

Takk takk, en ég bý á Húsavík þannig að ég kemst ekki. Annars væri þetta tilvalið.

Vil endilega koma þessu í lag...

 Kv. Anita

Anita (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 17:34

14 identicon

Hæhæ, takk fyrir frábæra síðu, var bara að rekast á hana núna í fyrsta skipti, á án efa eftir að skoða hana oftar!

 En ég er með mjög leiðinlegt vandamál, tíkin mín er 3 ára og mesti hræðslupúki í öllum heiminum.. Hún er blönduð af Irish setter, shaffer og borde collie og eflaust fleiri tegundum, en hún er frábær karekter virðist skilja allt sem við segjum.. :)

En málið er að við búum í Keflavík og það eru oft svona heræfingar, núna eru t.d einhver her hérna sem er að fljúga herþotum hérna yfir og hún er svo hrædd greyið að hún felur sig undir sófa, eða undir löppunum á mér eða inní búrinu sínu, og ef ég fæ hana til að koma þá titrar hún af hræðslu, hún fer ekki út þegar þær eru að fljúga yfir og líður greinilega mjög illa greyinu.. Ég er búin að reyna að plata hana með mér út og verðlauna hana fyrir að vera dugleg að hlaupa ekki í felur en það virðist ekkert virka, hún lítur ekki við namminu einu sinni..

 Þessi heræfingar tímabil standa yfir í 2 mánuði yfirleitt og það er langur tími fyrir greyið hundinn að vera svona hræddur, ef ég fer á klósettið þá liggur hún fyrir framan dyrnar og vælir, vill semsagt ekki vera ein.. og hef einnig tekið eftir því að hún er hætt að þora að gelta þegar pósturinn kemur, heldur sest bara upp og hlustar og stirðnar alveg af hræðslu..

 Æjj, ég vorkenni bara greyinu, geturu komið með einhver ráð varðandi þetta?

 Mbkv. Anna

Anna Olsen (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 10:57

15 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Sæl Anna.

ég skil þig mjög vel með hræðslupúka ég á eina slíka líka. En hún er hinsvegar hrædd við börn og ekki svona hljóð, svo ég er heppin þar.

 Prufaðu að taka upp herhljóðið og settu það í tölvuna og spilaðu það  mjög látt fyrst um sinn. þannig að hún fær að venjast hljóðinu í láum tónum. svo hækka það smám saman.  en þetta er smá ferli og getur tekið vikur mánuði að venjast.

gang i þér vel :)

Heiðrún Klara Johansen, 19.4.2011 kl. 12:29

16 identicon

Hæ aftur, takk fyrir ráðið ætla að prófa þetta! :)

Anna Olsen (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 12:55

17 identicon

Sæl. þetta er frábær síða hjá þér og margt fróðlegt hér.

Ég á einn íslenskan frjárhund, hann er orðinn 14 mánaða. hlýðir ágætlega innkalli, kann að setjast, vera kyrr, fara inn í búrið sitt og þessi helstu atriði. En eitt stórt vandamál er núna í gangi og það er að hann hleypur mikið í burtu. líklega er þetta eitthvað okkur sjálfum að kenna vegna þess að hann og bordercollie blendingurinn okkar (5 mánaða) eru mikið einir úti. Ég á heima í sveit og er alin upp við það að hundarir eru settir út á morgnanna og eru úti allan daginn, einir að hluta til og svo skottast þeir á eftir manni þegar maður er úti að stússast. þeir mega alveg hlaupa niður á veg og koma aftur, þeir mega alveg kíkja aðeins út á tún og koma aftur mín vegna

en þessi íslendingur okkar er rosalega vinnusamur og hreint út sagt ofvirkur hundur sem á erfitt með að vera kyrr. ég hleypi þeim út á morganna og hann er í mesta lagi í 30 mín að hlaupa um úti í garði (mjög stór jörð afgirt í kringum húsið) síðan fer hann að gjamma á kindur, hesta, beljur, fugla og allt sem í vegi hans er. ég fer út og kalla og kalla ef hann sér mig kemur hann í svona 95% tilvika, þá hrósa ég honum og gef honum nammi. ef ég sé hann ekki, heyri aðeins í honum þá kemur hann ekki þegar ég kalla heldur kannski svona hálftíma seinna, sæll og glaður laf móður. þessa hegðun sætti ég mig ekki við, ég vil alls ekki að hann sé að gelta á dýr eða annað sem er hér í nágrenninu.

 við fengum okkur border collie hvolpinn þegar íslendingurinn var um 1 árs í þeirri von um að þessi hegðun myndi hætta. hann róaðist fremur mikið, hann hætti að naga (það var mikið vandamál alveg frá bernsku) og er allur aðeins rólegri en er því miður ekki hættur að hlaupa í burtu og gjamma á dýrin í kring. 

af hverju hagar minn hundur sér svona en ekki þeir hundar sem ég hef alist upp með í gegnum tíðina?

hvað get ég gert til að venja hann af þessu? 

hvert er fyrsta skrefið?

mig langar mjög mikið til að laga þessa hegðun hjá honum, því ef hann lagast ekki þá mun ég annað hvort gelda hann og sjá hvort hann róist við það eða losa mig við hann......

ég vil eiga hund sem ég get sett út á morgnanna og treist til að vera einum úti án þess að gjamma á allt. ég er með stanslausar áhyggjur af honum, að hann valdi eitthverju tjóni í kring þegar ég sé ekki til. (eins og að reka skepnur úr girðingu eða gelta á hestafólk).

ég hef tök á því að fara í minnsta lagi 2 sinnum á dag út að sinna þeim almenninlega, smá göngutúr og leika. þess á milli vil ég að þeir geti verið rólegir í kringum húsið, er til of mikils ætlast af mér?

afsakaðu hvað þetta er rosalega langt hjá mér en ég vonast eftir skjótu svari, því ég er alveg orðin ráðalaus.........

Helga (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 13:07

18 identicon

Ég gleymdi að nefna það að þó svo ég sé búin að vera úti með hundinum í einvhern tíma og sinna honum þá á hann það til að hlaupa í burtu þó svo ég standi við hliðina á honum! þá kalla ég og kalla og hann kemur þegar hann er búinn að gelta aðeins á fugl eða eitthvað annað..........ég vil ekki hafa hundinn í bandi úti, ég vil að hann geti labbað með mér út í garði án þess að ég þurfi að hafa áhyggjur af því að hann hlaupi skyndilega í burtu frá mér.

Helga (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 13:16

19 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Takk fyrir hrós og póstinn
 
 
þú spyrð afhverju hann geltir á allt þegar hann er einn úti og svarið er, að hann er að láta vita og vakta ykkur og reyna reka í burtu dyrin.
 
Svo getum við líka sagt að hann gerir þetta af svo miklum áhuga að því að honum leiðist. Hann hefur byrjað sem hvolpur að vera einn úti og þá prufað að gelta og þá fékk hann viðbrögð, annað hvort í formi að þið komuð úti og “sögðuð eitthvað (les skamma)” og veittu honum þannig athygli.
Eða að hann fékk viðbrögðin frá því sem hann gelti á.
Hundar gera bara það sem borgar sig. Hann hefur semsagt fattað það að það borgar sig að gelta.
 
Hundar eru flokkdýr og vilja vera með manni. Þannig að mitt ráð til þín er að hafa hann ekki einan úti allan daginn. Heldur leyfa honum að vera inni með ykkur líka. Gera meira af hlyðni, spor, agility og alt sem ykkur dettur í hug að gera saman til að virkja hann meira og gefa honum vinnu svo að segja.
 
Það eru sumir hundar sem passa til að vera einir úti á vappi í sveitinni en allir eru ekki að tækla það. Og þinn hundur er bara þannig að hann þarf meira.
 
Varstu kannski að veita honum meiri athygli þegar hann var lítill og svo minna og minna með tímanum? Ef svo er málið er hann jú að sakna samverunar.
 
Svo ertu með íslending og þeir gelta. Þannig að það er óþarfi að skamma þá og virkar bara ekki. Heldur bara snúa athygli þeirra á eitthvað annað spennandi.
 
Vonandi gengur þetta vel hjá ykkur. Ekki hika við að hafa samband aftur ef þú hefur fleiri spurningar.
Kv.
Heiðrún.

Heiðrún Klara Johansen, 2.7.2011 kl. 17:51

20 identicon

Hæ hæ langar að spyrja hvernig er best að venja hvolp á að skíta og míga úti?  Einnig hvernig er best að kenna honum að láta vita?

Minn er 13 vikna og er ekki að skilja þetta.. tekur þetta bara tíma eða er ég að gera vitlaust.  Ég bý á 2 hæðum og er ekki alltaf að fylgjast með honum og þegar ég lít af honum þá gerir hann þarfir sínar á blaðið eða gólfið.  Þegar ég fer með hann út heldur hann í sér og gerir þarfir sínar heima.

bk

Erna

Erna Sigfúsdótir (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 10:08

21 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Sæl Erna.

Vil benda á að lesa færslu sem ég hef skrifað um þetta pisserí mál. 

http://aanana.blog.is/blog/hundablogg/month/2007/4/

Ef þú hefur nánari spurningar getur þú haft samband við mig í gengum heimasíðuna mína. 

heidrunklara.is. 

Heiðrún Klara Johansen, 21.9.2011 kl. 13:42

22 identicon

Ég á 10 mánaða cavalier hvolp fyrir fjórum mánuðum byrjaði hann á að merkja inni þá fyrst bara á neðrihæðinni ég stóð hann að verki og þá minkaði þetta síðann kom maðurinn minn heim og þá hætti hann þessu. En maðurinn minn er á sjó og burtu í sex vikur í einu, hundurinn tók honum strax sem sínum húsbónda en ekki mér. Síðan hefur þetta komið í skorpum hann gerir þetta annað slagið en er það klár að hann læðir sér upp á efrihæðina þar sem svefnherbergin eru þegar enginn sér til og ég hef aldrei staðið hann að verki. Ég var að finna einn og einn pissublett en nú er ég bara að gefast upp hann læðir ser upp og pissar út um allt og er byrjaður á að kúka líka. Hann pissar í rúmin okkar og á allt sem fyrir er barnaleikföng, tölvur sófa. Þetta er orðið frekar hvimleitt og ég veit ekki hvað ég á að gera mér er ráðlagt að loka stiganum svo hann komist ekki upp en mér finnst það ekki vera lausn því hann pissar líka á neðrihæðinni. Ég vil líka skilja af hverju hann gerir þetta og hvernig ég á að bregðast við mér er sagt að þetta sé þekkt vandamál með cavalier, ég sé ekki að félagið bjóði upp á að leggja inn fyrirspurnir á heimasíðunni. Mðurinn minn er ekki heima núna en er væntanlegur eftir viku og er ég þá viss um að hann hætti þessu en hann fer aftur og þá byrjar hann á þessu aftur.

Að öðru leiti er mjög auðvellt að kenna þessum hundi hann var fljótur að læra að gera sín stykki úti. Eina við hann er að hann geltir mikið og virkar stressaður í margmenni fer t.d. ekki með hann í bæinn og þar sem er mikil umferð. En það er ferleg gelgja í honum núna og er ég viss um að þetta tengist því en mér er sagt af cavalier eiganda að ef ég komist ekki fyrir þetta þá mun hann alltaf gera þetta. Ég er alveg ráðþrota vona að þú hafir svör fyrir mig.

kv. Fríða

Frida (IP-tala skráð) 26.8.2012 kl. 12:31

23 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Sæl Fríða.

 Ertu til í að senda mér tölvupóst? Það er flóknara en hægt er að svara hér, þannig að einkatími hentar best.
Sjá nánar á www.heidrunklara.is

Heiðrún Klara Johansen, 27.8.2012 kl. 22:52

24 identicon

Sæl Heiðrún

Hvers vegna krafsa hundar? Minn hundur er alltaf að krafsa í sófanum sem hann má liggja í. Hann gerði þetta ekki áður.

Sirrý Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 19:32

25 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Sæl Sirrý. Já það er nú spurning. Ég bara veit það ekki. Þyrfti fleiri upplýsingar eginlega. Hvenær gerir hann þetta. Er eitthvað mynstur í gangi. Er hann bara að hreiðra um sig áður en hann legst? Það er frekar algengt  að búa um sig aðeins.

Kv. Heiðrún. 

Heiðrún Klara Johansen, 18.3.2013 kl. 23:34

26 identicon

Sæl Heiðrún Klara,

Ég er með 2ja ára gamla Labrador tík sem er afskaplega erfið í taumi, að ganga við hæl og bara almennt að vera til friðs í göngutúrum. Ef hún sér t.d. lítinn krakka koma hlaupandi þá breytist hún í óargadýr, alveg þannig að það verður vandræðalegt.

Það eru svona ýmsar aðstæður í göngutúrum sem geta orðið mjög erfiðar og hún urrar og geltir á viðkomandi og fólki stendur auðvitað ekki á sama.

Ég veit að krakki sem kemur hlaupandi gæti virkað sem ógn en þetta á við fleira, eins og stundum þegar einhver er að hjóla, mætum gangandi fólki oþh.

Getur verið að hún sé ofþreytt hjá mér?

við erum töluvert mikið tvær úti áður en flestir eru vaknaðir og þá er hún taumlaus og alveg frábær, hlýðin og góð.

Hún fær mjög mikla hreyfingu og er með mér allan daginn og lúrir hjá mér á meðan ég vinn. Hún er bókstaflega frábær, nema í taumgöngu.

Er eitthvað sem þú heldur að hægt sé að gera til að losna við þessa hegðun?

Kær kveðja og vonandi lumarðu á einhverri töfralausn.

Kveðja

Guðrún Ásta

Guðrún Ásta (IP-tala skráð) 24.5.2013 kl. 02:02

27 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Sæl Guðrún Ásta.

 Töfralausn. Já það er klikkerþjálfun klárlega. Hljómar eins og taumurinn gerir hana óörugga og að allt það stóra sem gerist í umhverfinu er aðeins of mikið fyrir hana og við getum breytt því og látið hana venjast þessum hlutum.
Ertu til í að hafa samband á heidrunklara@heidrunklara.is því ég held að einkatími sé best í stöðunni til að fara yfir þetta altsaman.

Einnig getur þú séð heimasíðuna mína www.heidrunklara.is

Heiðrún Klara Johansen, 24.5.2013 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tíu?
Nota HTML-ham

Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband