Leita í fréttum mbl.is

Hvernig hundaþjálfari viltu vera?

Allir hundaeigendur sem þjálfa hundana sína eru hundaþjálfarar.

En svo er líka það, að það eru til mis duglegir hundaþjálfarar. Sumir hundaþjálfarar telja að þeir séu það duglegir að þeir vilja hjálpa öðrum.  Eins og ég td dæmis. 

Hundaþjálfarar sem halda námskeið og taka einkatíma eru mjög mismunandi, varðandi hvernig aðferð þeir beita til að kenna hundum. Því það eru til nokkrar aðferðir til að kenna hundum hlýðni. 

Þegar við förum á námskeið, þá verðum við að vera meðvituð um að það þarf ekki endilega að vera rétt fyrir ykkur það sem kennarinn kennir.
Við erum öll misjöfn sem persónur og þá hentar ekki " ein aðferð " á alla hundaeigendur.

Góður hundaþjálfari á að geta lesið hundaeigendur og  forvitnast um hvernig aðferð þeir vilja kenna sínum hundum og gefa ráð út frá því.
Þegar hundaþjálfari segir eina aðferð, og þér finnst hún röng eða að þér finnst hún mjög erfið að fylgja eftir, þá er hún röng fyrir þig.  Hún þarf ekkert endilega að vera röng fyrir næsta mann.
Þessvegna verðum við að vera meðvituð um hvort við séum sammála því sem kennarinn sýnir okkur.

Til eru Old school kennarar sem hafa sína aðferð og leggja mikla orku í að segja að þeirra aðferð er sú besta. Ef þið lendið í þannig kennara og þið eruð í raun ósammála honum þá ættu þið bara að finna nýjan hundaþjálfara til að kenna ykkur.
En til eru líka Old school kennarar sem kenna sínar aðferðir en virða samt ef maður vill ekki þjálfa eins og hann og aðstoða mann við að ná árangri á annan hátt.

 

Mér langaði að nefna í stuttum orðum mismunandi þjálfunar aðferðir. 

Old school: Sú aðferð er elst og byggist á því að hundarnir eiga að verða mönnum undirgefnir og hlýða af skyldu. Ekki endilega vilja.
Neikvæð Styrkning: Þá er kennt hundum hvernig á að gera með því að beita þeim eitthverju sem er neikvætt fyrir hundinn.  Td. að kippa í tauminn þegar hundurinn labbar ekki fallega við hæl. Þótt hann hefur aldrei lært þetta áður, og er að fara í sína fyrstu kennslustund í þessu þá  er kippt harkalega í tauminn til að sýna honum hvar er æskilegt að hann sé. Gjarnan er notast við keðju í stað hálsól.
Jákvæð refsing:  Að hætta að kippa í tauminn þegar hundurinn er á réttum stað við hæl, er talið vera jákvæð refsing, semsagt að þá hættir refsinginn. Þá er gefið nammi og hrósað.
Neikvæð refsing: Þá er notast við að taka eitthvað burt, þar að segja eitthvað sem hundurinn vill einmitt þá.  Td. að ef hann dregur í tauminn, því hann vill fara áfram, þá er það tekið burt. Semsagt með því að hreinlega stoppa, eða þá fara afturábak.
Jákvæð styrking: Hérna er notast við, að þegar hundurinn, kannski óvart er á réttum stað við hæl, þá fær hann verðlaun fyrir það. td nammi og eða hrós.  Einnig getum við leiðbeint hann á réttan stað með því að notast við nammi og þannig lærir hann með mörgum endurtekningum hvað við erum að meina.
Clicker þjálfun:  Klikker þjálfun er nýtísku þjálfunaraðferð sem búin að marg sanna að hefur mjög góð áhrif á hunda og hundaeigendur. Það er talað um að klikker þjálfun sé lífstill, og byggist hann á því að notast við jákvæða styrkingu. Það er fókus á að láta hundinn sjálfan finna uppá hegðunni sem við viljum sjá. Þegar hundurinn gerir rétta hegðun, þá fær hann "klikk".  þetta er lítið box sem ýtt er á takka og þá kemur klikk hljóð.  Þetta klikk hljóð æfum við hundinn í að sé mjög jákvætt og þýðir " já þú ert að gera rétt".

 

Núna þarftu að meta það hvað er réttast fyrir þig.  Ég persónulega er mikið í Jákvæðri styrkingu. Semsagt að verðlauna góða hegðun og hunsa slæma, einnig notast ég við neikvæða refsingu, þegar ég tek burt það sem hundurinn vildi sem straff. Þótt ég reyni sem mest að bara einbeita mér á að verðlauna góða hegðun og ef æfing mistekst þá hunsa ég hundinn og tek smá pásu. Semsagt að hann fékk ekkert. Þeir taka eftir því svo vel, þegar þeir eru vanir að fá hrós og nammi eftir kúnstir.
Ég er líka mikið fyrir vísindinn bakvið klikker þjálfun, þótt ég hef aldrei sjálf æft með klikker eða farið á námskeið með klikker þjálfun þá notast ég við það að leyfa hundinum sjáfur að vilja gera æfingar.
Dæmi um það er að núna þegar ég hef verið að æfa hæl gönguna frekar mikið þá sé ég að Luna, þegar við erum úti að labba td á hundasvæðinu og hún er laus, þá kemur hún sjálfviljug vinstra meginn við mig og labbar við hæl, horfið uppá mig.  Hún velur sjálf að labba við hæl, því hún vet að þá fær hún athygli og hrós, og kannski fær hun nammi eða betra, að ég tek fram boltan til að kasta.  

Svo, hvernig hundaþjálfari vilt þú vera?

 

Ps. ég vil nota tækifærið og auglýsa hér að það er að byrja klikker námskeið á Voffaborg fljótlega á vegum töfradogs.com
Námskeiðið kostar 15.000 kr og er innifalið í því námsgögn og clicker.
Skráning og nánari upplýsingar er á email runar@tofradogs.com eða í síma 865-4165

Hvort sem þú ætlar þér að þjálfa með klikker eða ekki, þá mæli ég með því að læra þessa hugmyndafræði.
ég sjálf er mikið að spá hvort ég ætti að taka þetta námskeið :) Því 15þús fyrir námskeiðið er mun ódyrara en hundakólar eru að bjóða uppá, en þeir eru í 26 þús til 30þús kr klassanum.

 

Kveðja
Heiðrún & Luna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og blessuð og takk fyrir flott blogg! Ég les það alltaf reglulega og þessi færsla var sérstaklega góð.

Ég mæli líka sterklega með því að þú skráir þig á námskeið hjá honum Rûnari. Ég er sjálf nemi hjá honum og aðstoðarkennari. Þetta er virkilega skemmtilegt og fróðlegt. 

Ég byrjaði að klikkerþjálfa í febrúar 2007 og hef klikkerþjálfað alla hunda sem ég hef haft með góðum árangri. 

Næsta námskeið byrjar í apríl og hér með skora ég á ykkur Lunu að mæta :)

Sjáumst á Voffaborg!

 Kveðja

Jóhanna og Griffonstrákarnir Villi&Sammi

Jóhanna (á Voffaborg) (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 23:40

2 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Hæ Jóhanna.

Takk fyrir gott hrós:) 

Mér dauðlangar að fara á námskeið í klikker og ég ætla að gera það. Það er bara spurning um hvenær. Mikið sem mér langar... :)

Spjalla við þig á Voffaborg. Ertu á miðvikudaginn?

Heiðrún Klara Johansen, 22.3.2010 kl. 23:24

3 identicon

Hæ var bara að sjá svarið frá þér núna...

Ég er hætt að vinna fastar vaktir þarna núna og hef bara umsjón með staðnum, sé til þess að stelpurnar standi sig í vinnunni ofl... ;) Svo vinn ég þegar þær eru veikar eða eitthvað kemur upp á.

 Annars var ég í vinnunni á miðvikudaginn - fór bara áður en þú komst. 

Við Luna áttum góð moment seinni partinn. Hún var úti með stóra hópnum fyrst og svo litla hópnum og vildi helst bara kúra í fanginu á mér svona þegar leið á daginn enda nóg action í gangi í stóra hópnum! :D Hún er algjört æði...

Jóhanna (á Voffaborg) (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og átján?
Nota HTML-ham

Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband