Leita í fréttum mbl.is

Að fara með hvolpinn heim.

Núna ertu búin að velja þér sætan lítinn hvolp. Þá er komið að því að undirbúa heimilið fyrir hvolpinn.

Það sem þarf að kaupa er þetta:

  • Þurrfóður, spyrjið í dýrabúðinni með hverju þau mæla fyrir hundategundina þína.
  • Búr (ég ætla að skrifa af hverju búr er mikilvægt)
  • Mjúka dýnu sem seinna meir fer í búrið svo það er fínt að kaupa eina sem passar í það.
  • Matarskálar, naglaklippur, nagbein, leikföng, bursti, hálsól og taumur. Ég mæli með að þið kaupið ekki svona "flexi-band", heldur frekar taum sem er góð lengd á.

 

Búr er eitthvað sem margir halda að sé neikvætt fyrir hundinn. En ef maður kynnir búrið fyrirc_documents_and_settings_heidrun_k_johansen_my_documents_my_pictures_hundamyndir_cadb2lpwca96824pca3sq7pecak1uvchca hvolpinum á réttan hátt mun hann fljótt slappa af í því og þetta verður hans staður þar sem hann fær frið og slappar algjörlega af.
Svo þegar hann er einn heima er mjög gott að hafa hann í búrinu, þá þarf hann heldur ekki að vakta alla íbúðina og slappar betur af.
Þeir sem venja hundana á búr, sjá fljótt að hann fer oft sjálfur inn og leggur sig (ath, ekki nota búrið fyrstu vikuna sem hann er heima).

Flexi band er hlutur sem kannski átti aldrei að búa til. Það kennir hundinum að toga í bandið. Það er ekki öruggt, læsingin getur allt i einu klikkað og hefur gerst að hundar verða fyrir bíl því læsingin bilaði.
Ég mæli með að kenna hundinum fyrst að ganga fallega í bandi án þess að toga og svo seinna meir þegar hann er orðinn eldri að fá þér þá flexi ef þú endilega vilt.

 

Hafa hundinn í fanginu og fá einhvern annan til að keyra heim.
Núna ertu komin með allt á hreint og tilbúin að fara ná í hundinn. Fáðu einhvern með þér að ná í hann.  Taktu hann í fangið og haltu á honum meðan hinn aðilinn keyrir. Ef hann ælir verður bara að hafa það. Alls ekki skamma hann eða gera eitthvað sem hræðir hann meira.
Þetta er stór breyting sem gerist núna og best að reyna hafa þetta sem rólegast fyrir hann.
Það er ekki mælt með því að setja hundinn í skottið eða einan í bílinn í fyrsta sinn. Ef þú gerir það eykur þú líkurnar á að hundurinn verði bílveikur/hræddur í framtíðinni. Það kemur að því seinna að venja hann á að vera í skottinu t.d. Ekkert er "eyðilagt" með því að halda á honum í fyrsta skiptið.

Leyfið hundinum að þefa og labba um í friði
Þegar komið er heim er mikilvægt að leyfa hvolpinum að kíkja á nýja heimilið sitt i friði og ró. Ef það eru börn á heimilinu eru þau væntanlega mjög æst og vilja leika við hundinn. En verið endilega búin að útskýra fyrir þeim að fyrsta daginn þá verða þau að láta hundinn vera. Leyfa honum að þefa og labba um í friði.
Þá róast hann fljótar niður og sættir sig fyrr við nýjar aðstæður.

Látið hundinn sjálfan finna svefnstaðinn sinn.
Þeir eru spes, þessar elskur og hafa vissar hugmyndir um hvar þeir vilja sofa og hvar ekki. Þegar hvolpurinn er búinn að þefa um alla íbúðina í dálitla stund þá er hann orðinn þreyttur og fer að finna hvar hann getur lagst niður. Hann velur örugglega eitthvað horn og þar sem hann dettur niður af þreytu settu dýnuna þangað og leyfðu honum að sofna þar.

Fyrsta nóttin - hafa hundinn við rúmið á dýnu og klappa honum ef hann vaknar.
Þegar komið er að háttatíma og allir að fara sofa þá er fyrsta nóttin svolítið sérstök fyrir hann, því hann vaknar mörgum sinnum á nóttinni og byrjar að sakna mömmu og systkinanna. Saknar hitans.
Þess vegna er mælt með því að hafa dýnuna hans við rúmið þitt.. svo þegar hann vaknar  þá ertu nálægt og getur lætt höndinni niður og klappað honum. Það róar hann strax, bara að vita að hann er ekki einn.
Að hafa hann upp í rúmi er eitthvað sem þú verður að meta hvort þú vilt. En ef þú velur það, þá verður hann líka að fá það þegar hann er orðinn stór og mikill hundur.
En bara svona til að segja það þá er mjög þægilegt að leyfa þeim það ekki. Þá reyna þeir aldrei að hoppa upp. Það er krúttlegt þegar þeir eru litlir en eftir ár eða tvö þegar þessi hundur er ekki svo lítill lengur er það ekki jafn krúttlegt og margir byrja þá að reyna að venja hann af þessu. En það gengur misvel því hundurinn vill alltaf reyna og þá sértaklega þegar þú ert ekki heima. Það er bara ekkert skemmtilegt, þegar hann er t.d. í hárlosi sem er mánuð í senn tvisvar á ári, að sjá varla rúmið fyrir hárum.

Í næsta bloggi skrifa ég um pissu stand á hvolpum og hvernig maður best kennir þeim að gera úti :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Frændi minn sem á þrjá íslenska fjárhunda segir að sá sem haldi á hvolpinum heim, það verði aðilinn sem hvolpurinn muni líta á sem eiganda sinn.  Hann hefur átt hunda í tuttugu ár og margreynt þetta segir hann.

Ester Júlía, 18.4.2007 kl. 23:00

2 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

hmm... já ég veit ekki hef ekki prufað í hina áttina. En hundar venjast bara þeim sem er mest með þá.. altaf. þá sem tala mest við þá og sjá mest um þá.

Held í rauninni að það skipti ekki máli hver heldur á honum heim. Bara ekki vera með ilmvatn á þér. hehe..
En ef ég væri að ná i minn hvolp myndi ég vilja halda á honum svo. :)

Heiðrún Klara Johansen, 18.4.2007 kl. 23:05

3 Smámynd: Ester Júlía

Ég held alla vega á mínum hvolp heim  frá Hvolsvelli .  Já gott þú sagðir þetta með ilmvatnið, passa mig á því . Ég er voða hrifin af þessari síðu hjá þér, vertu dugleg að skrifa .. ég verð hérna með annan fótinn .

Ester Júlía, 18.4.2007 kl. 23:11

4 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

gott gott... æðislegt að heyra..

Heiðrún Klara Johansen, 18.4.2007 kl. 23:12

5 identicon

Skemmtileg síða hjá þér og fræðandi, haltu endilega áfram að skrifa svo maður geti lært sem mest áður en maður fær litla hvolpinn sinn :)

Berglind (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 14:29

6 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

hæ Berglind.

 Já, takk fyrir það. Ég ætla skrifa smá ikvöld, svo stay tuned.. :)

Heiðrún Klara Johansen, 22.4.2007 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband