Leita í fréttum mbl.is

Pissa úti takk.

Það er oft sem nýir hundaeigendur eiga í vandræðum með að hvolpurinn pissar og kúkar inni.

Til eru misjöfn ráð við því og vil ég hér taka upp nokkur sem virka ekki:

  • Setja dagblöð út um allt og leyfa honum að gera á þau.  Það virkar ekki því þetta ruglar hann bara meira og hann fattar ekkert að hann á eiginlega að fara út.c_documents_and_settings_heidrun_k_johansen_my_documents_my_pictures_hundamyndir_puppy_pee_1
  • Skamma hvolpinn þegar hann gerir inni.  Það virkar ekki því hundurinn heldur þú sért að skamma hann fyrir að gera þarfir sínar og verður bara stressaður þegar hann þarf að pissa/kúka.
  • Ýta hvolpinum að pissinu/kúknum og segja hart nei. Þetta virkar ekki út af sömu ástæðu og í punktinum hér fyrir ofan.

Hvolpar eru með mjög litla pissublöðru. MJÖG litla, sem þýðir að ef eitthvað kemur inn, þá þarf eitthvað að fara út.
Hvolpar sem eru 2 mánaða þurfa að pissa svona á korters fresti. Þegar þú ert að koma heim með hvolpinn í fyrsta sinn, er mjög gott að fá hann heim t.d. á föstudegi og vera svo alveg í fríi næstu tvo daga til að geta verið með hvolpinum.
Það þarf að fara með hann út í garð á korters fresti fyrsta og annan daginn. Ef það er gert eru stórar líkur á að eftir þessa helgi verði hann orðinn vanur að gera úti og muni ekki pissa inni nema bara ef verður smá slys.
Ótrúlegt segirðu? Tveir dagar og hundurinn orðinn vanur að gera úti? Jú, ég held þessu fram og hef sjálf gert þetta með hvolpa, en til að þetta takist verður maður aðeins að vita meira um hvenær og hvernig og af hverju.

Hundar hafa sínar "reglur", eitthvað sem þeir fylgja er í eðlinu þeirra. Hvolpar vita bara þessar reglur og fylgja þeim.
T.d. er ein regla sú að hvolpar eru neðst og eldri hundar "fyrir ofan þá". Hvolpar vilja ekki ögra eldri hundum.
Þess vegna vilja hvolpar ekki pissa hvar sem er.  Að pissa er ekki bara að losa sig við vatn, heldur er það líka að merkja eins og flest okkar vita. Svo þar sem eldri hundur hefur pissað, vill hvolpur ekki pissa yfir. Þá er hann að ögra þeim eldri. Þess vegna eru hundar oft mjög lengi að pissa... þeir þefa um og eru að leita að stað þar sem er "óhætt að pissa".

Og þetta er þannig með litla hvolpa, þeir þora ekki að pissa úti og er "öruggast" að pissa inni. Þeir vilja samt ekki pissa inni en þeim finnst þeir hafi ekkert annað val. Best er þá að fara oft með hvolpinn út. Finna stað nálægt húsinu, kannski bara rétt fyrir utan dyrnar, eða bak við húsið.  Ef hvolpurinn pissar þar einu sinni er fínt að nota þennan stað þangað til hann finnur annan stað sjálfur.
Hrósaðu rosalega vel þegar hann pissar úti, klappaðu honum og leiktu við hann strax og hann er búinn.
Það er líka mjög hentugt þegar hann pissar að segja "pissa" svo eftir smá tíma fer hann að binda þetta orð við pissið og seinna meir geturðu sagt honum að pissa. Ef þú veist að þið eruð að fara í langan bíltúr eða þess háttar og vilt að hann pissi þá er voða gott að geta sagt pissa og hann fattar það og pissar.

Hundar vilja sem sagt ekki pissa þar sem þeir "búa" svo það er mjög auðvelt að venja þá á að gera úti.  

Hvolparnir eru eins og ég sagði áður með mjög litla blöðru og er fínt að vita þetta: c_documents_and_settings_heidrun_k_johansen_my_documents_my_pictures_hundamyndir_106155757bdibyv_ph

Hvert skipti sem hann hefur sofið, þarf hann að fara strax út.
Hvert skipti sem hann hefur drukkið, þarf hann að fara strax út.
Hvert skipti sem hann hefur borðað, þarf hann að fara strax út.
Hvert skipti sem hann hefur leikið sér í smá stund, þarf hann að fara strax út.

Það er ekkert víst að hann pissi í hvert skipti sem hann fer út, en þetta er mikilvægt að gera fyrstu dagana svo hann fatti að hann fær að fara oft út, að fara út er partur af lífinu og þá vill hann miklu frekar gera úti og mun læra það fyrr. 

Svo verið í fríi og hjálpist að fyrstu dagana eftir heimkomu, ég lofa því að það er þess virði. Ef þið gerið þetta ekki verðið þið sennilega næsta hálfa árið að þrífa piss og kúk af teppinu. Já teppið... hann mun alltaf velja teppið eða mottuna sem er erfiðast að þrífa. En ef þið pælið í af hverju, þá er það frekar augljóst. Hann finnur stað í íbúðinni þar sem pissið "hverfur" eins og á grasinu úti. Hann er sem sagt bara að reyna að hjálpa. Hann veit náttúrulega ekki hversu erfitt er að þrífa.

Fyrstu dagana fylgist með honum alltaf. Ef t.d. þið eruð öll inni í stofu og hann fer allt í einu af stað og fer fram á gang, farið þá á eftir honum til að gá hvað hann er að bralla. Það eru miklar líkur á að hann þurfi að pissa, þeir eiga til að draga sig svona frá hinum og eru að fara að leita að stað sem passar að pissa á. Farið þá bara strax út.
Svo ef þið sjáið hann þefa af gólfinu eða vegg eða einhverju þá getur verið að hann sé að leita að stað líka. Svo ÚT STRAX.
Gott er að segja t.d. "Förum út að pissa", þá lærir hann líka á það.

Svo þarf þolinmæði við þetta, hann mun kannski ekki pissa úti en það er mikilvægt að gefast ekki upp heldur hugsa bara "korters fresti". Ef hann er ekki búinn að pissa eftir 5 mín úti farið þá aftur inn og fylgist með honum því hann þarf að pissa og er oft sem þeir pissa um leið og komið er inn því það er öruggara. Þegar hann er komin inn eftir að hafa ekki pissað úti... standið hjá honum og fylgist með honum og ef það er langt síðan hann pissaði síðast vitið þið að hann þarf og þá er bara spurning um tíma hvenær hann lætur bununa falla. Líti hann út fyrir að vera hugsi og þefandi bíðið bara í smá tíma ( 1-5 min ) og farið svo aftur út.
Þetta er gert fyrstu 2 dagana. Þið getið ekki gert neitt annað þessa helgi.

Ef hann skyldi nú að pissa inni, ef þið sjáið hann pissa farið bara að honum strax, takið hann upp og hlaupið út. Ekki skamma hann eða segja nei. Hann veit hvort eð er ekkert hvað það þýðir og þess vegna óþarfi. Svo best er að ná honum þegar hann er að fara AÐ pissa og þá hlaupa með hann út. Ef hann er búin að pissa og þið sáuð það ekki, þá þýðir það að þið verðið að fylgjast betur með honum.  Það þýðir ekkert að skamma og sérstaklega ekki eftir á.
Ef hann pissar inni og hann er búinn þegar þið náið að hlaupa út, þá fara bara samt strax út. Ekki hætta við að fara út.

Athugið að þetta sem ég skrifa fyrir ofan er bara fyrir fyrstu dagana. Það er alveg þess virði að fórna sínum frítíma í hvolpinn til að losna við þetta vandarmál sem fyrst. Ef þú átt heima á jarðhæð er þetta ekkert mál. Verra ef þú átt heima á annarri hæð eða ofar, en það er samt engin afsökun. Þið vissuð það þegar þið fenguð hvolpinn og þið verðið bara að hlaupa upp og niður. Og best að nefna þá að þið verðið að halda á hvolpinum upp og niður tröppur fyrstu mánuðina. En það eina sem þið tapið á þessu hlaupi eru nokkrar kaloríur svo það er ekkert slæmt.

Ef þú ert ekki í standi til að fara svona oft út þá er sniðugt að fá hjálp þessa helgi. Fá einhvern til að hlaupa með þér eða fyrir þig.

Blaðran á hvolpinum stækkar hratt og getur hann farið að halda meir og meir í sér næstu vikur. Svo þetta með á korters fresti er bara fyrstu dagana svo má fara sjaldnar, breyta í hálftíma og svo klukkutíma og svo einn og hálfan og svo koll af kolli.

Varðandi fyrstu næturnar farið þið með hann út þegar þið farið að sofa og svo vaknið bara þegar hann vaknar og farið strax út! Ef hann vaknar um miðja nótt er gott að fara út með hann þá. En þetta á að vera óþarfi eftir nokkra daga/viku. Þá á hann að geta haldið í sér í átta tíma yfir nóttina.

 

Svo, munið að fara alltaf á sama stað bara rétt fyrir utan húsið, finna stað sem aðrir hundar hafa ekki aðgang að eða lítinn aðgang. Þanni verða meiri líkur á að hann þori að gera þar.
Hvolpar á þessum aldri þurfa ekki að fara út að labba, það kemur seinna. Núna er nóg að fara bara rétt út til að kíkja og pissa og kúka.

Litlir hvolpar elta "mömmu sína" vel, svo það er kannski ekki þörf á bandi strax. Metið það sjálf eftir hvar þið búið. Þegar þið eruð að venja á að pissa úti er kannski ekki sniðugt að hann sé að pirra sig á hálsól og bandi í leiðinni.
En þetta verðið þið að meta sjálf. Mér finnst best að hafa hvolpana eins mikið frjálsa og hægt er og á það líka við fullorðna hunda. Það gerir þá hlýðnari og þeir halda sér meira hjá manni.
Hundar sem alltaf eru í bandi og fá aldrei að vera frjálsir geta fengið algjört kikk og farið að hlaupa á fullu ef þeir skyldu losna einhverntíma, þá heyrir maður bara einhvern eiganda öskra alveg á fullu einhverstaðar í fjarska. hehehe...
En ég ætla skrifa um það seinna þegar ég fer inn á hlýðnina.

Ég vil með þessu bloggi fræða Íslendinga betur um hunda svo hundarnir hagi sér betur. Mér finnst nefnilega allt of miklir fordómar í gangi og mikið af "hundar bannaðir" skiltum út um allt. Ef allir hundaeigendur kenna sínum hundum rétt, þá kannski slaka yfirvöldin aðeins á og leyfa okkur að vera með hundana á fleiri stöðum.

SVO ÞESSVEGNA EIGA ALLIR AÐ TAKA UPP SKÍTINN EFTIR HUNDINN SINN!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband