Leita í fréttum mbl.is

Spurning frá lesanda um að ekki hlýða við innkall.

Þetta með að gefa neikvæðri hegðun enga athygli...það virkar ekki alveg á eitt vandamál sem ég er með í sambandi við hundinn minn..ég bý í litlu þorpi og hleypi alltaf hundinum lausum úti garð, einum (engin girðing) Fyrri hundurin okkar var bara í garðinum og fór ekkert og kom svo bara inn þegar hann var búinn að gera sitt. Það gerir þessi líka nema ef hann sér e-ð spennandi. Hann sér kannski manneskju langt í burtu og geltir. Þá kem ég í hurðina og kalla á hann ákveðið. Hann heyrir alveg í mér en bara ÁKVEÐUR að hunsa það og þykjast ekki heyra. Lítur oft á mig og sér mig kalla en hleypur samt að stað í átt að manneskjunni til að heilsa henni. Alveg óþolandi að hann geti stundum ekki hlýtt mér þegar ég kalla, gerir það kannski í 80% tilvika en svo finnst honum stundum eitthvað svo spennandi að hann nennir ekki að hlýða mér. Er búin að prófa sumt en ekkert virðist virka..veit ekki alveg hvað ég á að gera....

Já gleymdi að spyrja, hvernig á að hunsa neikvæða athygli að leysa þetta vandamál? Ég get ekki bara hunsað það að hann hlaupi geltandi að einhverji manneskju (ekki að það sé einhver hætta af honum, hann fer bara að sleikja ókunnugu manneskjuna)...og með því að hlaupa á eftir honum og kalla á hann er ég að gefa honum athygli..... Elsa.

Sæl Elsa.

Það er þekkt vandarmál að hundar vilji ekki koma þegar kallað er á þá. Og þú hefur rétt fyrir þér, það er ekki hægt af þinni hálfu að bara hunsa þetta og veita ekki athygli til þess að hann hætti þessu. Í rauninni er það persónan sem hann vildi heilsa upp á sem verður að hunsa hann því að fá klapp frá þessum aðila eru verðlaunin og það er erfitt fyrir ókunnugt fólk að vita þetta.

Förum fyrst yfir af hverju hann vill ekki hlýða þér í þessum aðstæðum. Hann er einn úti í garði, sér etthvað spennandi og vill þangað, þú vilt það ekki og kallar.
Hvað hugsar hundurinn þá? Jú kannski hugsar hann eitthvað svona: "ok hún mamma kallar, en af reynslu veit ég að þá fer ég bara inn og það er leiðinlegt. En þetta þarna er svolítið spennandi og best að fara þangað aðeins fyrst."

Hundar gera bara það sem borgar sig fyrir þá!

Þeir muna allt. Fyrstu skiptin sem þú kallaðir hann inn sem hvolp kom hann hlaupandi alveg á hundraði svaka spenntur um hvað var í gangi. Hann man vel núna að þegar hann kom þurfti hann bara að fara í taum eða fara inn og ekkert spennandi gerðist.
Hann lærði þá að það borgar sig ekki að koma til þín, ekki alveg strax allavega.

Það sem við getum gert er að að æfa innkall rosalega vel. Svo vel að það fer inn í undimeðvitundina og hann kemur eins og skot þegar kallað er.

Það fyrsta sem þarf að gera er að hafa eitt orð yfir innkallið. Og það Á EKKI AÐ VERA KOMDU. Það er að því að komdu er eitthvað sem allir segja við hann og þar með hættir hann að nenna að hlusta. Finnið eitthvað orð, td. " HINGAÐ" og það er orð sem bara þið notið (það á heldur ekki að nota nafnið hans við innkall).

Í byrjun notið bara "hingað" þegar þið vitið að hann muni koma, ef þú ert ekki viss hvort hann muni koma eða ekki, gerðu þá eitthvað annað til að fá hann til þín. td að hlaupa allt i einu í hina áttina. Hundar eru flokkdýr og vilja fylgja sínum flokki og ef hann kemur ekki þá getur verið að honum finnist þið tvö ekki vera flokkur.

Til að kenna orðið "hingað" geturðu byrjað á því að hafa FULLT af nammi, td pylsum og segja hátt og skýrt "hingað" og troða strax pylsum upp í hann. Gerðu þetta nokkrum sinnum og þá er hann fljótur að fatta að orðið "hingað" ert þú með eitthvað rosalega spennandi í boði og mun veita þér alla sína athygli.
Svo eftir einhvern tíma þegar hann er nokkra metra í burtu og ekki upptekinn við eitthvað annað (skulum ekki gera þetta erfitt í byrjun) segir þú "hingað" og ert tilbúin með nammi og hrós handa honum.

Athugaðu að þegar þú segir "hingað" verður þú að vera tilbúin með verðlaun.

Markmiðið með þessari æfingu er að fá hundinn til að snúa við og hlaupa til baka til þín um leið og þú kallar. Á þá ekki að skipta neinu máli að hverju hann var að hlaupa í byrjun, hann á alltaf að hlaupa til þín þegar hann heyrir þetta orð. Svo að til þess að hann vilji þetta verðum við að verðlauna hvert einasta skipti, annars hættir hann að nenna, borgar sig ekki hugsar hann.

Þegar hann er hvolpur eru þessar æfingar bara leikur. Það er ekki ætlast til að hvolpar snúi við og komi til okkar. Við getum ekki farið að krefast þess fyrr en hundurinn er að verða 2 ára. Svo þangað til er bara að leikæfa þessa æfingu.
Passaðu vel að tapa ekki. Sem sagt ef þú ert ekki viss, gerðu þá eitthvað annað til að fá athygli hans fyrst og þá kannski prufa að kalla "hingað" því ef þú kallar og hann kemur ekki ertu að strax að skemma fyrir þér orðið.

Aldrei að segja orðið meira en einu sinni.

Gerið þessar æfingar nokkrum sinnum á dag bæði úti og inni. Hafið alltaf nammi í poka í jakkanum með ykkur út og verðlaunið góða hegðun. Alltaf þegar hundurinn kemur til ykkar þá gefa honum smá.

Og ath. ekki vera úti í garði að gera þessa æfingu.. hundar eru löngu búnir að þefa alla bletti í garðinum og ekkert meira spennandi þar.. svo auðvitað verða þeir hlýðnir og vilja koma þegar þú ert að æfa þar. Farið út að labba og takið æfingar inn á milli.

Notaðu líka það að hundar eru flokkdýr. Ef hann er t.d. 20 metra fyrir framan þig.... snúðu allt í einu við og labbaðu tilbaka... ekki láta hann ráða ferðinni með að vera alltaf fyrstur. Þú ert flokkstjórinn og hann á að fylgja þér.

Taktu líka allt í einu sprett og hlauptu í hina áttina. Þessar æfingar gera það að verkum að hann fer að fylgjast betur með þér. Aldrei bíða eftir hundinum þegar hann er að þefa einhverstaðar, bara halda áfram, það er hans vinna að týna þér ekki.

Ef hann hleypur frá þér, og ef það er mögulega hægt þá farðu i hina áttina. Alls ekki hlaupa á eftir honum. Þá ræður hann hugsar hann.
Farðu í hina áttina og feldu þig kannski bak við eitthvað og bíddu. Ef þú býrð á svæði þar sem mikil umferð er eða þessháttar hættur er betra að finna hættuminni stað til að æfa þetta.
Bíddu þangað til þú sérð hann koma hlaupandi og leita að þér. Hann hleypur sennilega á staðinn þar sem hann fór frá þér og leitar þaðan... og láttu hann leita smá (fínt að fela þig á stað þar sem þú sérð hann en hann ekki þig), leyfðu honum að fá smá panik og fatta að hann sé búin að týna þér... en eftir smá stund.. hálfa til eina mínútu, þá birtist þú allt í einu. Hann á ekki að sjá að þú hafir falið þig heldur sér hann þig bara allt í einu og mun hann þá koma hlaupandi til þín.
Þá er mikilvægt að hrósa EKKI. Ekki segja neitt, það er bara partur af hans lífi að fylgjast með þér.

Eftir nokkur svona atvik mun hann alveg hætta að hlaupa frá þér.

Ef þetta virkar ekki þá er annað að hjá ykkur. Það getur verið að hann fái bara ekki næga útrás yfir daginn og tjúllist þegar hann er loksins laus úti. Einnig getur verið að honum finnist þið ekki alveg vera flokkur og ef svo er skrifaðu mér og við getum rætt hvað hægt er að gera til að breyta því. Það getur verið svo margt.

Svo fer þetta lika eftir persónuleika hundanna eins og ég sagði frá þegar velja átti hvolp. Sterkir persónuleikar þora að vera lengur frá sínum flokki þegar veikari persónuleikar þora varla að labba tvo metra frá þér.

En notist við þetta... ef hundurinn fer til vinstri farið til hægri. Ef hann hverfur frá ykkur látið þið ykkur líka hverfa.  Þið ráðið ferðinni.

Alltaf verðlauna innkall. Notið spariorð fyrir innkall og notið komdu þegar það er ekki mikilvægt hvort hann komi eða ekki.

Svo Elsa, þegar þú ert búin að æfa þetta í smá tíma geturðu prufað þetta líka í garðinum. EN... hann mun fljótt fá leið á þessu ef hann þarf alltaf að fara inn.
Segjum sem svo að hann sé úti í klukkutima. Á þessum klukkutima ertu kannski búin að kalla á hann sjö sinnum og gefa nammi og hrósa og leyfa honum svo að halda áfram með sitt. En í áttunda skiptið þarf hann að fara inn. Þannig veit hann aldrei hvað gerist... og sennilega er eitthvað jákvætt sem gerist. Þetta viljum við að hann hugsi.

Annað mál er að hundum finnst ekkert ofsalega gaman að vera einum úti garði. Þá byrja þeir fljótt á ósiðum til að stytta sér stundir, svo sem að gelta á vegfarendur eða bíla.
Farðu meira með hann út í göngutúr og leyfðu honum að hlaupa um lausum ef það er mögulega hægt.

Taktu hlýðniæfingar, það er líka mikilvægt fyrir hundinn því þá þarf hann að "vinna" og verður þreyttur eftir á, verður þá líka sáttari við lífið og nennir ekki að finna einhverja ósiði að dunda sér við.
Að rekja slóð er líka góð heilaæfing fyrir alla hunda og ætla ég seinna að fara yfir hvernig það er gert.

Vonandi svaraði þetta því sem þú varst að pæla, ef ekki komdu með komment og ég skal bæta við:)

kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Hæ hæ , langar að spyrja þig.    Ég sá í fyrsta innlegginu að þú talar um að nota ekki  búr ekki fyrstu dagana þegar hann er nýkominn á heimilið.   Á þá ekki að láta þá sofa í búrinu fyrstu nóttina?  

Og annað:  Hvort mæliru með að hafa hvolpinn í búri á leiðinni heim eða halda á honum?  'I mínu tilfelli er soldill spölur að fara, þar sem hann er á Hvolsvelli.   

Ester Júlía, 5.5.2007 kl. 19:30

2 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Já ég myndi ekk nota burið fyrstu dagana. Það er svo tríkkí að kynna það rétt fyrir hundinum svo hann verði ekki illa við það.

Sofa fyrir neðan rúmið fyrstu nóttina kannski aðra lika.

Halda á honum. Búr verður að vera bakí bílnum og það hossast svo og hann verður svo einn og hræddur og þá stórar líkur að han verðu bil hræddur..

hafðu handklæði með tonn af þeim.. ef hann ælir eða pissar á leiðinni.

Fint er lika að fá teppi eða etthvað frá gamla staðnum að hafa hjá honum svo han kannist við lyktina.. en ekkert must...

Heiðrún Klara Johansen, 5.5.2007 kl. 21:54

3 Smámynd: Ester Júlía

Takk æðislega vel fyrir svarið!  

Ester Júlía, 6.5.2007 kl. 20:05

4 identicon

Ok takk prufa þetta:)

Elsa (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 19:49

5 Smámynd: Ester Júlía

Hæhæ.  Nú fer ég að fá hvolpinn ;).   Var að spá i einu.  Byrjar maður strax að venja hvolpinn við ólina?  Er best að kaupa ól sem er tvöföld..þú veist fer yfir miðjuna líka (beisli) ?  kkv. Ester

Ester Júlía, 13.5.2007 kl. 12:53

6 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

hæ Ester.

Hvernig hund ertu að fá þér? Þú þarft ekkert að setja ól á hann strax. Það er svo mikil breyting i gangi hjá honum fyrstu dagana svo óþarfi að láta hann bögga sig á ól í leiðinni. Eins með að fara að labba í taum það er ekkert möst fyrstu dagana.

Það skemmir ekkert að biða aðeins með þetta. Þeir elta mjög vel fyrstu vikurnar, þá ertu orðinn mamma og það er i eðlinu hjá honum að elta mömmu sína.

Beisli er ég meira fan af en ól.

Heiðrún Klara Johansen, 13.5.2007 kl. 19:33

7 Smámynd: Ester Júlía

Takk fyrir svarið. Ég er að fá Papillon hvolp.  'Eg er komin með beisli handa honum en ætla að sleppa honum við það um sinn :).  En gott að eiga það.   Ég fæ hvolpinn um næstu helgi og er að verða komin með allt fyrir hann, búr, bæli,ól, grind, mat, vantar bara dót og matardalla kkv. Ester

Ester Júlía, 14.5.2007 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og fjórum?
Nota HTML-ham

Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband