Leita í fréttum mbl.is

Spurning frá lesanda; lausa ganga þegar ókunnugir mæta okkur

Sæl Heiðrún,

Enn og aftur takk kærlega fyrir þína FRÁBÆRU SÍÐU, ALGJÖRLEGA Ó MISSANDI AÐ
KÍKJA Á HANA

Svanhildur heiti ég og hef leitað til þín áður með taumgöngu og þær
ráðleggingar hafa reynst mér mjög vel ;O)
Þannig að aftur leita ég til þín með annað áhyggjuefni og það er að

þegar ég er með hann Erró minn lausan (stór og stæðilegur 17. mánaða
Labrador)
gengur það bara alveg ágætlega hef einmitt verið dugleg að fara eftir því
sem þú skrifaðir á síðuna þína
varðandi það að fela mig eða fara skyndilega í öfuga átt osfv sem gerir það
að verkum að hann er farinn að
fylgjast mun betur með mér ;O) en og aftur frábærar ráðleggingar frá þér.

Eins og ég sagði gengur þetta ágætlega svo lengi sem við mætum engum og
sjáum ekkert spennandi EN
ef við mætum manneskju, sjáum aðra hunda eða spennandi laufblað fýkur hjá
þá er hann rokinn um leið til að FAGNA manneskjunni og flaðra og hamast
;O( við mis mikla hrifningu fólks að sjálfsögðu og ég auðvitað alveg í
sjokki
sem gerir það að verkum að ég finn að ég er ansi smeyk við að sleppa honum
lausum og hef stundum brugðið á það ráð að vera með hann í
extra lögnu bandi þannig að ég geti þá frekar stýrt svona uppákomum.

Innkallið er ágætt en eins og ég segi þá er ég voða smeyk við að þora að
sleppa honum því við mætum líka fólki sem er ekkert hrifið af hundum ;O(
og ef ég sleppi honum aldrei þá lærir hann það eflaust ekki að haga sér vel
þegar hann er laus ekki satt?
Svo einmitt ef við hittum annað hundafólk með lausa hunda þá ætlar hann bara
helst að halda áfram með þeim því það er svo mikið stuð að leika þó svo ég
gangi í hina áttina ;O( ég hlít að vera eitthvað mjög óspennandi, svei mér
þá.

Mig langar svo rosalega að geta haft hann lausan og treyst því að hann rjúki
ekki í burtu allavega að ég aulist til að hafa betri stjórn á honum lausum,
ég er líka svo hlynnt þeim aðferðum sem þú beitir því ég hef ekki trú á
hörku.

Ég hef vanið mig á að fara ekki út rétt eftir að hann hefur borðað og ég er
alltaf með eitthvað gott
ef ég ætla mér að sleppa honum.

Hefurðu einhver ráð fyrir mig Heiðrún mín??

Bestu kveðjur
Svanhildur

 

hæ Svanhildur.
 
ofsalega gaman að fá svona póst eins og frá þér með svona mikið hrós..þá verð ég svo glöð:)  Hef verið svo löt við að blogga undanfarið því það hefur verið svo mikið annað í gangi. En þegar ég fæ svona skemmtilegan póst langar mér strax að fara skrifa færslur:D.
 
Flott að aðferðirnar mínar eru að virka vel og ég les að erró er góður og líflegur hundur, sem hefur gaman að lífinu og vill kanna allt.
Það sem þú getur haft í huga núna er að hann er 17 mánaða og er að ganga í gegnum "táninga tímabil" eins og þú veist örugglega. En þau eru tvö sko.. fyrst svona frá hvolpi til tánings    og svo kemur eitthvað annað skeið sem er áberandi hjá sumum meira en hjá öðrum og hundar sérstaklega reyna að verða sjálfstæðir og athuga hvað þeir komast upp með.
 
En bara þegar það er sagt er það enginn afsökun svo gleymum þessu bara.
 
Það sem getur verið næsta skref fyrir þig er hæl ganga. Rétt og slétt hlýðni æfingar. Labba við hæl, standa kurr, bíða, liggja og vera kurr osf. Það gerir hann fókuseraðan á að hlýða þér og þú hefur tök á honum þegar þið eruð úti að labba.
td þegar hann er laus og þú sérð mann koma áttu að geta annað hvort bara sagt kurr.  eða sagt honum að leggjast og bíða þangað til maðurinn er farinn.   Þegar þetta er æft oft og hann fær ekki að heilsa og skemmta sér með öllum ókunnugum þá hverfa eða mínka væntingarnar í garð ókunnuga og þá verður hann rólegri þegar slíkur fer framhjá. 
 
 
Kveðja
Heiðrún:)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hææ ég er að pæla í hvenar fyrri og seinni gelgjuskeiðin eru? ég er með íslenska tík og hún er alveg ofboðslega æst alltaf og spennist eimitt alltaf við þegar við sjáum einhvað lifandi þegar við erum´í göngutúr....fysrt þegar við förum á hún til í að bíta í bandið hjá mér og aftan á kálfan í mér og er alveg hræðilega leiðileg hún er ekkert grimm , bara svona voðalega æst og vill leika og gengur gengur bara pínu langt, svo alltaf ef bandið flækist pínu er hun byrjuð að bíta í það aftur!! og það er ómugulegt að skamma hana því hún hlustar ekki mikið á mig eða hun hættir strax og þegar ég byrja labba aftur byrjar hún aftur að vera leiðileg! ertu með einhver ráð fyrir mig ?  Hún er níu mánaða og skil alveg að hun sé kannski á gelgjunni eða einhvað en vil ekki láta hana komast upp með þetta..:/

Julia (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 18:47

2 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

sæl Júlía.

Eins og ég sagði við Svanhildi þá skiptir ekki þessi táninga tímabil máli þegar maður er að æfa hundinn sinn í að haga sér alminnilega.

þegar eitthver hundur í hundaflokkinum verður of æstur og gengur of langt er sá sem er ofar eða flokkstjórin strax á staðnum til að láta vita af því.  Td ef hvolpurinn í hópnum er of mikið að leikbíta í flokkstjóran þá fær hvolpurinn urr eða bit tilbaka sem merki um að þetta var ekki í boði. Hvolpurinn fattar og gerir þetta ekki aftur.

Tíkin þín bítur þig í kálfin.  Ef mín myndi gera það myndi ég sjálfkrafa öskra á hana og harkalega yta henni  strax frá mér, og hunsa hana í nokkurn tíma.  Svo þegar hún hefur haft ca 1, 2 min að hugsa þá höldum við áfram að labba eins og ekkert gerðist. Hrósa henni ef hún er róleg að labba við hliðiná þér, já eða bara er róleg.

þótt maður vill ekki vera vondur við hundana, þá verðum við lika að geta talað þeirra tungumál stundum, þegar þeir ganga of langt þá þarf að leiðrétta strax.

Allt sem ég kenni er svo hundarnir skilja.  Þeir skilja að þeir meiga ekki bíta í kjálfin ef þú strax æpir upp og hentir henni harkalega frá þér.   ( er ekki að meina að þú eigir að berja hana)
Þeir skilja ekki ef maður slær hann þegar hann er bara úti að leika sér og lifi lífinu ( sem þú upplfir sem togar í bandið, leikur sér af taumnum, og er ofsalega æst) Þeir skilja þá ekki afhveru.  
En í því augabliki sem hún bítur í kálfinn þinn að þú nánast sem refleks um að verja þig slær/ýtir henni harkalega frá þér á sama tima og þú æpir upp harkalega. Þá fattar hún.

svo ekki leyfa henni að komast upp með svonalagað. ef hún stoppar upp eftir þetta og virðist ofsalega hugsin.. þá er hún einmitt það, hún er að spá hvað þetta var og þá er mikilvægt fyrir þig að hunsa hana .. labba frá henni. svo þegar hún kemur eftir og er þá pottþétt að reyna vera voða stillt.. þá fær hún hrós og nammi og leika við hana.  Þetta styrkir ykkar samband og hún fattar betur muninn á refsingu og hrósi.

Svo mæli ég bara með að þu lest allar færslurnar hér Júlía mín því ég hef skrifað um allt varðandi hennar hegðun. Best er að þú fókuserer á rólegheits æfingum. fá hana til að venjast því að æsast ekki svona upp.

En svo er lika spuring, fær hún nó stimulans og hreyfingu? fær hún nó að gera yfir daginn og útrás fyrir orkunni sinni?
hálf tima ganga um morguninn og hálftimi eftir vinnu/skóla og svo hálftimi fyrir svefninn er engan veginn nó fyrir hunda. Þeim leiðist og þegar þeir loksins fá að fara út.. þá er ég ekki hissa að þeir séu upptjullaðir...

æfingar, hlyðni, agility, spor, smala, veiði æfingar þetta er allt gott fyrir hundinn til þess að æfa heilan lika.
Hugsaðu bara sjálf ef þú hefðir ekkert að gera, hvorki vinna eða skóli eða vinir eða neitt. Bara vera heima.  og ekkert að færðu að gera til þess að skemmta þér...  svo kemur eitthver og labbar með þig nokkrum sinnum á dag og þá áttu sko að labba rólega og vera stillt.
Hver myndi ekki tjúllast þá?

hugsaðu lika að hún er enþá hvolpur, hún er alveg að fara detta inní fyrsta partinn af táninga aldrinum en hún er samt hvolpur tæpt ár í viðbót.

flott að þú vilt læra meira og þjálfa hana, og ég mæli með að þið tvö farið á hlyðni námskeið saman.  svo geturu fundið hvað þið hafið mest áhuga á að æfa í framtiðinni:)

Heiðrún Klara Johansen, 19.10.2008 kl. 10:29

3 identicon

Sæl Heiðrún.

Ég var að finna þessa síðu og finnst hún frábær.

Ég á Bullmastiff tík sem er að verða 3 ára hún er mjög góð og þæg innandyra en erfiðari úti, í sumar tók hún upp á því að vera mjög erfið við aðra hunda sérstakleg aðrar tíkur hún hreinlega ræðst á þær svo núna fær hún aldrei að vera laus og ég forðast að fara á hundasvæði hvað get ég gert í þessu á ég að nota múl.Með fyrir fram þakklæti Helga 

Helga Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 13:10

4 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

sæl Helga.

 gaman að sjá að þú fannst bloggið mitt og likar vel.

varðandi prinsessuna þína, þá er að ég held að hún sé orðin drotting núna. Fullorðin tík og er komin með þessa typisku tíkar stæla sem sumar tíkur fá, og eru voða stuttar í skapi við aðra hunda.

En það er erfitt fyrir mig að segja því ég verð að fá meira upplýsingar um hvaða hunda hun er erfið við.  svo ef þú getur svarað mér þá get ég kannski komiið með tillögu;

Eru það einungis yngri hundar sem hún er erfið við?
eru það bæði eldri og yngri.?
Tíkur sem hún fílar ekki eru þær bara yngri eða bara eldri eða bæði?

Rísa hárin hjá henni bara á hnakkanum þegar hún sér aðra hunda og er að hitta þá, eða rísa hárin á hnakkanum og rassinum eða yfir allan hrygginn.?

Er hun að gefa róandi skilaboð til annara hunda þegar þau hittast. Semsagt horfa burt með augunum eða öllum hausnum, þefa í jörðinni, eða leggjast niður.

Gera hinir hundarnir þetta við hana áður en þeir mæta henni?  og þeir sem gera þetta, er hún sátt við þá og ekki við þá sem gera þetta ekki?

 ef þu ert ekki búin að lesa alla færslurnar enþá þá endilega gerðu það ef þú skilur ekki hvað ég á við.  því ég hef útskyrt þetta alltsaman hér á blogginu.

endilega láttu mig svo vita:)

Heiðrún Klara Johansen, 19.10.2008 kl. 15:06

5 identicon

Sæl aftur.

Þegar hún er laus þá snarstoppar hún og fær kamb aftan á hausnum og jafnvel yfir allan hrygginn starir á þá með stýrið upp í loft og hleypur svo að hundunum henni er sérstaklega ýlla við Labrador og hunda af sömu stærð og þeir ef þeir lúffa ekki fyrir henni verða slagsmál ég held að þær séu yfirleitt á svipuðum aldri og hún hún fór í Labrador týk um daginn þegar hún var laus á svæði sem eru venjulega ekki hundar á sá hundur var í taumi hún var eldri en hún, svo er eg alltaf hrædd um smáhunda gagnvart henni. En ég verð að hrósa henni líka hún er yndisleg við börn og mjög mannelsk það trúir þessu engin sem þekkir hana. Kveðja Helga

Helga Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 16:10

6 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

hæ aftur.

ok, hárin rýsa á hnakkum og stundum allt bakið.  þetta er tvennt ólikt  hnakkurinn er dóminans og hún ætlar og vill ráða  og vera töff. allt bakið eða bæði hnakkur og rassin er óöryggi. 

þannig að hún er sennilega mjög óörygg og kan ekki að hegða sér um aðra hunda.
Ég mæli með að aldrei hafa hana lausa. ALDREI. ´þú getur aldrei vitað hvað er bakið næsta horn.
Þú verður að taka ábyrgð á að þú ert með hund sem getur gert hvað sem er.

Ég mæli með að þú leitar ráða hjá hunda sérfræðiningi.  Mér skilst að Ásta í mosfællsbæ sé að taka einka tíma og ég held þið hafið gott á að fara í það.

Það er þín ábyrgð hvað þessi tík gerir.

en svo langar mig að spyrja  hvort hún var hjá þér þegar hún var hvolpur?
Og fékk hún að vera mikið innið við aðra hunda fyrsta hálfa árið hennar?

Heiðrún Klara Johansen, 19.10.2008 kl. 17:41

7 identicon

Við fengum hana litla 3 mánaða hún hefur ekki verið mikið með öðrum hundum en við fórum á hvolpanámskeið. Við förum aldrei með hana lausa eftir þetta atvik þetta hefur  skeð 2 sinnum og hún er aldrei laus ég geri mér alveg grein fyrir þessar ábyrgð, hvernig kemst ég í samband við Ástu.Kv Helga

Helga Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 18:55

8 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

sæl aftur Helga.

þið fenguð hana 3 mánaða. Hvað var hun að gera áður? hitti hun eitthvern hund þá?
Þetta er svo mikilvægt fyrir hunda að fá að leika við hvort annað.. til þess að læra af hvort öðru hundasiði síns á milli.

hérna er færslan um hárin:
http://aanana.blog.is/blog/aanana/entry/407225/

og þegar hundar hittast:
http://aanana.blog.is/blog/aanana/entry/209415/

þessar tvær færslur eru mikilvægar fyrir þig. og endilega lestu þær allar.. og lika kommentinn.  ég hef ekki verið að eyða allt of miklum tima í að setja upp allt svo það sé auðvelt að lesa og afla sér upplýsinga,  þetta er bara dund hjá mér núna.

svo hún Ásta já, ég verð að taka fram að ég hef ekki persónulega reynslu  af henni, ef einu sinni bara talað við hana í síma og virðist mjög reynslusöm kona, og ég hef heyrt mikið um hana. svo  þegar það er sagt er það bara ein leið þú getir farið til að fá einkatíma.  Ég gæti hitt þig sjálf, en mig bara grunar að hún sé með meira sálræn vandarmál en bara hefur ekki lært kurteisi. Og ég hef engan hund sjálf núna, svo ég get ekki séð hvernig hun virkar nema prófa á ókunnugum hundum og það myndi ég ekki gera í hennar tilfelli.

en ásta er með heimasíðuna;
http://www.hundaskoli.is/

annars er hundaræktunarfélag íslands með námskeið lika og getur athugað hvort þau taki einkatíma eða viti um hundarsálfræðing (sem er voðalega nýtt orð í hunda heiminum og ekki viss að margir lærðir slíkir til á landinu)
www.hrfi.is

gangi þér vel og endilega láttu mig vita.

Heiðrún Klara Johansen, 19.10.2008 kl. 21:02

9 identicon

Sæl Heiðrún

þessi síða hjá þér er það besta lesefni sem ég hef  fundið um hunda á netinu til þessa, og ég efast um að annað eins finnist á íslensku. Ég hef leitað lengi að upplýsingum um uppeldi og þjálfun hunda og hvolpa, og mér fannst alltaf að ég væri að lesa það sama þangað til ég fann þessa síðu þína svona stútfulla af upplýsingum, þetta er æðislegt, ég er búin að sitja við tölvuna og lesa og lesa.

Bestu kveðjur

Rebekka

Rebekka Reynisdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 22:06

10 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Hæ Rebekka..

YES YES YES  hrós  Elska það.. og vipps kom færsla sama dag og ég fékk hrós frá þér..  tilviljun?
Neibb.. 

En já ég er alveg sammála þér það sem ég fann á netinu á íslensku þegar ég flutti heim var ekki að hurra fyrir.  Flestir hundaþjálfarar halda að þeir missa business á þessu.  Að gefa upplýsingar frítt. En ég tel þetta frekar vera öfugt, því að því meira sem við lærum á hunda, því lengra getum við æft þá, og þá geta þjálfaranir einbeitt sér á því sem virkilega er gaman.. hlýðni æfingum og agility og leit æfingum..  það er markmiðið.

Ekki stanslaust vera að halda grunn námskeið... aftur og aftur.. 

Heiðrún Klara Johansen, 29.10.2008 kl. 23:07

11 identicon

Sæl Heiðrún

 Ég var að skoða síðuna hjá þér, hér er gríðarlegt efni sem gott er að lesa yfir og ég hef fengið gríðarlegt magn af upplýsingum hér. Ég vill hvetja þig að halda þessu góða verki áfram.

Kveðja Elmar

Elmar Einarsson (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og átján?
Nota HTML-ham

Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 70009

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband