Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Venja hund á búr (spurning frá lesanda)

sæl og takk fyrir góða pósta :)

Mig langar til að spyrja þig hvenær þér finnst vera gott að byrja á að venja hvolp á að vera í búri þegar hann er einn?

Við erum með 3ja mánaða labrador .. og höfum verið að prufa að setja hann í búrið sitt, og fara út í smátíma. Um leið og við löbbum út fer hann yfirleitt að gelta stanslaust.

Ég hef líkað prufað að þykjast fara út en vera hinumegin við vegginn og hlera, og um leið og hann byrjar að gelta slæ ég soldið fast í hurðina. Þetta virðist virka tímabundið, en svo byrjar hann aftur eftir einhvern tíma.

Erum við að byrja of snemma, eða er einhver aðferð sem virkar betur?

Sigurjón Jónsson

 

Hæ, mér fannst þetta svo góð spurning hjá þér og ég vissi að mitt svar yrði ekki stutt svo ég ákvað að setja þetta í sér færslu.

Það sem þú gerir er klassískt, og þá lika klassískt rangt því miður. Ég leyfði mér að lesa á milli línanna lika og hugsaði mér að þegar þú fórst út varstu að horfa á hvolpinn í búrinu, læðast út, kannski kíkja einu sinni i lokin og segja honum að vera þarna kyrrum.

Allt þetta og sem þú líka skrifaðir gerir hundinn bara stressaðan og þá líður honum illa.

Skal reyna útskýra hvernig hundar hugsa.

Hundurinn tekur eftir öllu sem við gerum. Af því að hann getur ekki spurt okkur hvað er í gangi, er hann stanslaust að lesa hegðunina okkar.
Á venjulegum degi hefur þú þína rútínu, hundurinn er þá rólegur því hann þekkir þetta og veit að allt er í góðu. Hann finnur að þú ert rólegur og þá er hann rólegur.

Svo kemur að því að þú ætlar að kenna honum eitthvað nýtt. Kemur þarna með búr og platar hann inn í það og lokar. Hundurinn fer þá að pæla hvað er í gangi, og alltaf þegar eitthvað nýtt er að gerast þá fer hann ekki strax að gelta og panikka, hann lítur alltaf fyrst á þína hegðun til að vita hvernig hann á að bregðast við þessu.
Og það er hér sem flestir klikka,  við byrjum að hegða okkur á annan hátt. Þetta er réttur hugsunarháttur fyrir mannfólkið að sýna þannig að allt sé i lagi, en því miður þá misskilja hundar þetta, aðallega að því þeir skilja ekki tungumálið okkar.

Svo þegar þú lokar hurðinni og ert í svona "núna er ég að kenna hundinum" módus, þá ertu að haga þér öðruvísi en venjulega. Hann finnur það alveg, hann þekkir þetta ekki og verður stressaður.

Það sem þarf að gera er að venja hann á búr í tvennu lagi. 
 
Venja hann á búr
Venja hann að vera einan heima

Það þarf ekkert að gera þetta bæði í einu og er fínt að hafa þetta aðskilið í byrjun. Flestir vilja líka að hundurinn eigi að geta verið einn heima þótt hann sé ekki í búrinu, að hann eigi bara að leggjast niður og sofa í stað þess að fara að skemma allt.

Þannig að:

Venja hund á búr:
Hafið búrið opið og bara í stofunni þar sem þið eruð hvort eð er að slappa af og horfa á sjónvarpið.  Setjið hvolpinn inn og leyfið honum að þefa og kanna staðinn, þurfið ekkert að loka hurðinni fyrst um sinn, ekki í fyrsta skiptið hann er þarna inni. Setjið þægilegt teppi þangað inn og eitthvað uppáhalds leikfang og bein að naga.
Þegar hann er búinn að kanna staðinn og er farinn að labba út og inn kannski, eða bara hættur að pæla í búrinu, þá setjið þið hann inn og lokið.
Og svo kemur þetta mikilvæga.  Núna verðið þið að hegða ykkur alveg eina og venjulega.

Loka hurðinni, ekki horfa á hvolpinn. Setjist bara aftur í sófann og haldið áfram að horfa á sjónvarpið eins og hann er vanur að sjá ykkur á kvöldin.
Núna byrjar hvolpurinn að horfa á ykkur og er að spá hvað er í gangi, hann sér að þið eruð róleg og eruð ekkert að pæla í honum. Það er öryggi hjá honum hann kannast við ykkar hegðun.
En fyrst um sinn er hann örugglega samt ósáttur við að komast ekki út og mun kannski væla smá, eða byrja að gelta, bíta í búrið og krafsa í teppið.
Hvað sem hann gerir, hunsið hann alveg. EKKI horfa á hann. Ef börnin eru ung er kannski best að gera þetta þegar þau eru farin að sofa.
Það er mjög misjafnt hvað hundar gera, sumir eru alveg crasy og reyna allt til að fara út. Málið er að þeir eru bara að prófa að gera allt sem þeim dettur í hug til að ná athygli ykkar.
Þeir hugsa núna... "Hvað á ég að gera til að þau sjái mig hérna?" Og hann veit að hann fær venjulega athygli þegar hann geltir eða bítur í eitthvað eða vælir svo þessvegna mun hann prufa þetta líka núna.
En svo eru sumir hundar sem væla bara smá og gefast svo bara upp og bíða.

Þegar hundurinn gefst upp og þið heyrið EKKERT frá honum í kannski hálfa mínútu, þá stendur eitt ykkar upp án þess að segja neitt eða horfa mikið á hann. Semsagt gefa honum eins litla athygli og hægt er. Standa bara upp og opna hurðina og setjast aftur og halda áfram að horfa á sjónvarpið. Halda áfram að hunsa hann.

Eftir eina mínútu eða tvær, þá megiði klappa honum eins og þið viljið og eruð vön.

Ef hundurinn er alveg crasy og stoppar bara ekki að gelta og panikka, þá verðið þið að bíða eftir pásunni hans, semsagt þegar hann tekur smá pásu í geltinu til að ná andanum, og fara að opna. Bara passa sig að standaekki upp fyrr en hann þegir. Þótt það sé bara þessi eina sekúnda sem hann heldur kjafti þá verður þú að ná henni. Og ef þú klikkar og hann er farinn að gelta verðurðu bara að bíða eftir næstu pásu hjá honum.

Ég skal útskýra afhverju þetta er svona mikilvægt.
Hundurinn er að hugsa, hvað er það sem tekst að fá athygli frá þeim?  Og ef þú stendur upp á því augnabliki sem hann þegir, þá mun hann fatta eftir nokkrar svona æfingar að "já hey, ég þarf að þegja og vera rólegur til að geta komist út",  En ef þú stendur upp og opnar þegar hann er að einhverju þá ertu að segja honum að þetta þarftu að gera til að komast út.  Og hann mun gera þetta næst líka.

Þessvegna á aldrei að opna hurðina nema hann sé rólegur og þögull.

Ef hann er ofsa góður og er bara rólegur að bíða alveg frá byrjun, þá bara mjög gott og þið opnið búrið eftir eina minútu. Ekki hafa hana lokaða lengi í byrjun.

Ef hann er ALVEG CRAZY og nágrannarnir eru farnir að kvarta og hann bara stoppar ekki eina sekúndu einu sinni..  gerið þá eitthvað skrítið hljóð..sem hann fattar ekki að er frá ykkur.. þannig að hann mun stoppa til að hlusta.. þá notiði þessa sekúndu til að sleppa honum út og reynið svo aftur sama kvöld.
Hann mun ekki vera eins crazy því lengur sem líður á æfinguna því hann man eftir því að hann komst út síðast.

Lykilatriðið: Þið ofsalega róleg og hagið ykkur venjulega. Og ekki opna hurðina fyrr en hann er rólegur. Ekki horfa á hann eða veita honum athygli. Ekki heldur knúsa og hrósa honum þegar hann kemur út úr búrinu.

Þetta er eitthvað sem á að vera normal í hans lifi og ef það er hrósað hugsar hann að þetta var eitthvað merkilegt og verður stressaðri með það næst.

Gerið þessa æfingu tvisvar til þrisvar fyrsta kvöldið. Venjulega bara mínúta eða tvær í einu í búrinu þangað til að hann tekur pásu og er þögull. Ekki krefast að hann eigi að liggja til að komast út, má alveg standa, bara hann sé rólegur og segi ekki neitt.

Það þarf semsagt ekki að fara út úr herberginu fyrstu skiptin. Það kemur síðar og er sama prinsipp og að fara út úr húsi sem ég ætla útskýra hér fyrir neðan.

Þegar allt gengur vel og hann virðist bara rólegur í búrinu getið þið farið að hafa hann inni í því með lokaða hurð yfir nóttina.
En hafði búrið þar sem eru allavega tveir veggir bakvið svo hann þurfi ekki að vakta allar hliðarnar. Þeir vilja sofa það sem þeir hafa svona hol.. en samt yfirlit yfir það helsta í íbúðinni. Búrið má líka alveg vera inni í herbergi hjá ykkur en það er alls ekki nauðsynlegt og því ráðið þið alfarið.

 

Venja hund að vera einn heima.

Mjög mikið sama prinsipp og fyrir ofan hvað varðar að þið hegðið ykkur venjulega. Hérna þarf ekki að nota búrið fyrst um sinn.
Verið bara að í íbúðinni, verið að taka til eða eitthvað og hundurinn er alltaf að elta ykkur. Svo allt i í einu labbið bara út án fyrirfara og lokið á eftir ykkur án þess að horfa á hundinn. Lokið hurðinni. En áður en hann er farinn að átta sig á þessu og ákveður að gelta þá eruð þið komin inn aftur.

Sem sagt bara inn og út. T.d. eins og þú fórst út með ruslið og inn aftur. Eldsnöggt. Og hérna aftur ekki hrósa eða klappa eða horfa á hundinn.. þú ert bara upptekinn við tiltekt.

Gerðu þetta aftur mörgum sinnum. Eldsnögg út og inn svo hann nái aldrei að gelta. Eftir smá tima venst hann því að þú hverfur og lokar en þú kemur alltaf aftur svo hann bíður bara.

Þegar þú ert búin að gera þetta nokkrum sinnum þá ferð þú að vera lengur í burtu.. kannki labbar út á götu og til baka.
Ekki standa við hurðina og bíða. Hundurinn heyrir alveg að þú ert þarna og fer að pæla hvað málið sé. Hann heyrir að þú labbar í burtu og að þú ert að koma aftur svo farðu  bara alltaf lengra og lengra. Gerðu þetta oft á dag svo þetta verði venjuleg hegðun í ykkar lífi.

Svo er bara að meta hvenær þú ferð í að vera 10 mín í burtu. Skreppa í sjoppuna og skilja hann eftir einan heima. Eftir svona viku með 2, 4, 5 6 mín þá geturðu farið yfir i 10 mín - korter - hálftíma.. og svo koll af kolli.

Og aldrei hrósa honum þegar þú kemur heim. Eftir smá tíma þegar þú ert búin að vera burtu í nokkra klukkutíma eða jafnvel 8 tíma vinnudag máttu alveg heilsa honum eins og þú vilt en reyna að hafa þetta ekki OF MIKINN fagnað. Ekki eins og þið séuð búnir að vera burtu frá hvor öðrum í 10 ár.
Þú ræður alveg hvernig þinn hundur verður. Og þegar hann er stór er rosalega óþolandi að hafa hund sem hoppar og er rosalega æstur í hvert skipti sem þú kemur heim.
Hann lærir af þér og ef þú fagnar honum á fullu þegar þú kemur heim þá mun hann alltaf gera það sama líka þegar hann er orðinn stór og sterkur.. og byrjar þá líka að hoppa uppá og fagna ókunnugum sem ekki alltaf vinsælt.

Þannig að það er fínt að hafa stutta heilsa-klappa rútínu en alls ekki leyfa honum að byrja að hoppa og vera með læti. Ef hann byrjar á því þá hættirðu strax að heilsa honum og ferð burt.

Svo er það að hafa hann í búrinu einan heima. Þegar hann er vanur að vera í búrinu meðan þið eruð heima við þá gerið þið alveg eins og þegar á að venja hann að vera einan heima...án búrs.  Bara labba út og ekki líta tilbaka.

Verið stutt í burtu í fyrsta skiptið.. en núna er hann vanur þessu öllu og getur verið lengi einn heima í búrinu án þess að gelta.

Hann bara sefur og dreymir fallega drauma um að þið komið heim með þurrkað nautatyppi handa honum að naga... nammmiii...

CADB2LPWCA96824PCA3SQ7PECAK1UVCHCAAZ2N30CAC5L7KOCAVN8WQ2CARF474DCAELUQCOCAPU81IACA2KC5P9CA3HGCTQCA2V13ZDCA5GA0OSCAQLU1ZZCAOND2ARCA2M4IO2CA6ELIKU

 


Könnun..

Langar að spyrja þig, lesanda nokkurra spurninga,  bara til að vita svona meira hvað fólk gerir.

  1. Áttu hund?17
    Ef já þá máttu halda áfram að svara.
  2. Hvaða tegund og aldur er á hundinum?
  3. Hvað ferðu oft með hann út að labba á dag?
  4. Hvað eruð þið lengi úti að labba í hvert skipti?
  5. Hvað fær hundurinn oft  á viku að hlaupa alveg frítt og virkilega taka á sprett?
  6. Hvað fær hundurinn að borða?
  7. Hversu oft fær hundurinn að hitta og leika við ókunnuga hunda?
  8. Tekur þú upp skítinn?
  9. Ert þú ánægð/ur með hundinn þinn? Eða er hann með hegðunarvandamál, ef já, hvað?
  10. Ert þú dugleg/ur að kenna hundinum hlýðni og siða hann til?

Svo í lokin, hvað viltu að ég skrifi um? Eitthvað sem þig langar að vita?

 

 


Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband