Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

HoW to MAKE a good DOG. GUIDE; For DUMMIES

"vonandi fæ eg góðan hund því þessi sem amma átti var svo óþekkur, át allt sem hann sá og gelti stanslaust á nágranna. ég vil sko ekki þannig... vonandi hitti ég á þægan hund."

Sumir halda þetta, að það sé happdrætti hvernig hundur maður fær. En því er ég alveg ósammála. Þetta er allt undir okkur komið hvernig hann veður sem fullorðin.  

 

Ég er núna komin með fráhvarfseinkenni, ég bara verð að fara fá mér hund aftur, þessvegna er ég núna að leita mér að íbúð sem ég get auðveldlega haft hund.

Þegar ég er að spyrjast fyrir um leigu íbúðir og hvort má hafa dýr, er oft spurt hvernig dýr og þá hvernig tegund hund. Þegar ég nefni að ég hef reynslu sem hundaþjálfari og veit hvernig ég á að ala minn hund upp, þá verða flestir bara ánægðir og hafa ekkert á móti að leyfa manni að hafa hund.

Afhverju er það?  Við vitum öll hvernig fólk lítur á hund í ibúð, en það er allt í lagi ef maður veit hvað maður er að gera greinilega. 
 Það eitt segir bara að það er hegðunar vandamál sem er að skemma fyrir okkur hunda fólki.  
Það sem ég hef skrifað hér á blogginu er nánast allt sem hin almenni hunda eigandi í Noregi kann. Þar að segja þessi sem hefur áhuga á hunda hlýðni. Sem eru flestir.  Vissuð þið td að það er bannað að banna hunda í blokkum!..  Hugsið ykkur það. Það er ekki nó að bara segjast vera með ofnæmi, það þarf að sanna að viðkomandi virkilega verður veikur af því að hundur sé í stigaganginum.

Hvernig væri að hafa svona góðan skilning á hundum hér á Íslandi?  Það er alveg hægt. Sjálfsagt tekur það nokkur ár að koma því í hring, en það er undir okkur komið sem eru með hunda núna að vera ábyrg og að við öll fáum okkur reynslu á við hundaþjálfara.  Því ég hef skrifað um allt í þessu bloggi sem þarf til þess að fá góðan hund sem veldur ekki skaða eða truflun á húsnæði eða nágranna.

Ég vil taka saman nokkra punkta. Svona HOW TO MAKE A GOOD DOG GUIDE FOR DUMMIES.

 Fyrir neðan eru  eldri bloggfærslur sem ég hef skrifað sem  ég tel er þetta grunn, basic sem þarf að vita til þess að fá góðan heimilishund.  :)

 

  1. Pissa úti takk.

             Ef það er æft þetta rétt, strax frá byrjun þá ættiru að vera buin að venja hann að gera úti eftir 2 til 3 daga.

 

  1. Kenna hundinum orðið NEI
Flestir hundar halda að þeir heita "nei" það er sagt svo oft við þá. Mikilvægt er að kenna þeim merkingu orðsins og ekki of nota það.

 

  1. Læra að hrósa hundinum
Trúið því að þetta er það mikilvægasta þú getur lært að gera. Að hrósa. Því ef hundurinn er vanur að fá hrós fyrir góða hegðun, tekur hann eftir hunsinu þegar hann gerir þá slæmu.. og vill ekki gera það aftur því það borgaði sig ekki.

 

  1. Hlýða Inkalli
Segi bara að það er frábært að eiga hund sem kemur þegar er kallað. Þá er mikilvægt að ekki of nota það. Ekki stanslaust kalla á hann í tíma og ótima, þá hættir hann að nenna að koma.


 

  1. Skilja hunda tungumálið
Hundatungumálið er auðvelt, ef maður bara kann það.  Að vita hvort hundurinn mun lenda í slagsmálum eða ekki er oftast hægt að lesa á þeim áður en hundarnir hitta hvorn annan.


 

  1. Setja reglur
hundar vilja reglur, þeir þurfa á þeim að halda til þess að geta betur skilið okkur. Fjölskyldan öll þarf að vera sammála um reglurnar og fara eftir þeim að fullu.

 

  1. Venja hund á búr og að vera einn heima.
Sáttir nágrannar eru þeir sem heyra ekki hundinn væla og gelta. Að venja hundinn á að vera einan heima í bíl og í búri er mikilvægt að byrja á strax frá hvolpa aldri og mjög mikilvægt að sé gert rétt. Annars fá þeir panikk sem getur verið erfitt að taka úr þeim seinna.

 

  1. Geta tjáð okkur þannig að hundurinn skilur okkur
Bara það að geta sagt við hundinn að "þetta er alt i lagi ekkert að stressa yfir" er oftast gert eins og við myndum gera við hvort annað. -skiljanlega.  En því miður misskilja hundar þetta og þeir verða einmitt stressaðari.

 

  1. Hundahárin rísa, þyðingin á því

 

  1. Grunn hlýðni æfingar sem allir hunda ættu að meistra

Þetta hjálpar í því daglega að geta beðið hundinn um að leggjast td og vera kurr.  Td þegar maður getur ekki bundið hann.

 

þetta var listinn, núna geta allir orðið hundaþjálfarar LoL  

ps..  Hintið í þessari færslu var semsagt að ég er að leita mér að íbúð...  Einhleyp 29 ára kona með hund í framtiðinni óskar... eftir hræ ódýrari íbúðHalo


Spurning frá lesanda; lausa ganga þegar ókunnugir mæta okkur

Sæl Heiðrún,

Enn og aftur takk kærlega fyrir þína FRÁBÆRU SÍÐU, ALGJÖRLEGA Ó MISSANDI AÐ
KÍKJA Á HANA

Svanhildur heiti ég og hef leitað til þín áður með taumgöngu og þær
ráðleggingar hafa reynst mér mjög vel ;O)
Þannig að aftur leita ég til þín með annað áhyggjuefni og það er að

þegar ég er með hann Erró minn lausan (stór og stæðilegur 17. mánaða
Labrador)
gengur það bara alveg ágætlega hef einmitt verið dugleg að fara eftir því
sem þú skrifaðir á síðuna þína
varðandi það að fela mig eða fara skyndilega í öfuga átt osfv sem gerir það
að verkum að hann er farinn að
fylgjast mun betur með mér ;O) en og aftur frábærar ráðleggingar frá þér.

Eins og ég sagði gengur þetta ágætlega svo lengi sem við mætum engum og
sjáum ekkert spennandi EN
ef við mætum manneskju, sjáum aðra hunda eða spennandi laufblað fýkur hjá
þá er hann rokinn um leið til að FAGNA manneskjunni og flaðra og hamast
;O( við mis mikla hrifningu fólks að sjálfsögðu og ég auðvitað alveg í
sjokki
sem gerir það að verkum að ég finn að ég er ansi smeyk við að sleppa honum
lausum og hef stundum brugðið á það ráð að vera með hann í
extra lögnu bandi þannig að ég geti þá frekar stýrt svona uppákomum.

Innkallið er ágætt en eins og ég segi þá er ég voða smeyk við að þora að
sleppa honum því við mætum líka fólki sem er ekkert hrifið af hundum ;O(
og ef ég sleppi honum aldrei þá lærir hann það eflaust ekki að haga sér vel
þegar hann er laus ekki satt?
Svo einmitt ef við hittum annað hundafólk með lausa hunda þá ætlar hann bara
helst að halda áfram með þeim því það er svo mikið stuð að leika þó svo ég
gangi í hina áttina ;O( ég hlít að vera eitthvað mjög óspennandi, svei mér
þá.

Mig langar svo rosalega að geta haft hann lausan og treyst því að hann rjúki
ekki í burtu allavega að ég aulist til að hafa betri stjórn á honum lausum,
ég er líka svo hlynnt þeim aðferðum sem þú beitir því ég hef ekki trú á
hörku.

Ég hef vanið mig á að fara ekki út rétt eftir að hann hefur borðað og ég er
alltaf með eitthvað gott
ef ég ætla mér að sleppa honum.

Hefurðu einhver ráð fyrir mig Heiðrún mín??

Bestu kveðjur
Svanhildur

 

hæ Svanhildur.
 
ofsalega gaman að fá svona póst eins og frá þér með svona mikið hrós..þá verð ég svo glöð:)  Hef verið svo löt við að blogga undanfarið því það hefur verið svo mikið annað í gangi. En þegar ég fæ svona skemmtilegan póst langar mér strax að fara skrifa færslur:D.
 
Flott að aðferðirnar mínar eru að virka vel og ég les að erró er góður og líflegur hundur, sem hefur gaman að lífinu og vill kanna allt.
Það sem þú getur haft í huga núna er að hann er 17 mánaða og er að ganga í gegnum "táninga tímabil" eins og þú veist örugglega. En þau eru tvö sko.. fyrst svona frá hvolpi til tánings    og svo kemur eitthvað annað skeið sem er áberandi hjá sumum meira en hjá öðrum og hundar sérstaklega reyna að verða sjálfstæðir og athuga hvað þeir komast upp með.
 
En bara þegar það er sagt er það enginn afsökun svo gleymum þessu bara.
 
Það sem getur verið næsta skref fyrir þig er hæl ganga. Rétt og slétt hlýðni æfingar. Labba við hæl, standa kurr, bíða, liggja og vera kurr osf. Það gerir hann fókuseraðan á að hlýða þér og þú hefur tök á honum þegar þið eruð úti að labba.
td þegar hann er laus og þú sérð mann koma áttu að geta annað hvort bara sagt kurr.  eða sagt honum að leggjast og bíða þangað til maðurinn er farinn.   Þegar þetta er æft oft og hann fær ekki að heilsa og skemmta sér með öllum ókunnugum þá hverfa eða mínka væntingarnar í garð ókunnuga og þá verður hann rólegri þegar slíkur fer framhjá. 
 
 
Kveðja
Heiðrún:)

 


Hæl ganga og að horfa á eiganda við gönguna

mér var bent á að ég hef bara snarlega gleymt að fjalla um hvernig fá hundinn til að horfa uppá okkur þegar við löppum í hælgöngu..

jæjæ here it comes:

  labbið með hundinn við hæl eins og þið hafið æft.. verið búin að "lauma" pulsubitanum í munninn ykkar þegar hundurinn sá ekki. Og þegar þið hafið labbað nokkur skref þá poppið þið út pulsunni á jörðina.. og þá er hundurinn " frí" og má fara að borða hana.. endurtekið og hann fer að fylgjast með upp meðan hann labbar.

 

en var ég búin að tala um að setja orð á að horfa á mann? ef svo var ekki þá get ég rifjað það upp. þegar hundurinn hefur lært æfinguna setið þið orð á hana, ekki fyrr.  Segja orðið. td SJÁ eða HORFA eða hvað þið viljið.  og bíðið í nokkrar sek.. 1, 2 , 3, 4 og svo gerið æfinguna þá fer hann að tengja þetta tvennt saman.

svo þegar þið eruð að láta hundinn setjast við hæl þá á ekki að þurfa að segja Þetta, þetta á að vera automatiskt í þessari æfingu svo reynið að forðast það, en notið ef þarf.  Frekar æfa meira með pulsuna í munninum,
 Koma inn við hæl, setjast,  poppa út pulsu strax og hann er sestur og horfir á þig.  Svo verðlauna lika þegar þið labbið af stað, en hafið þessar æfingar sér í byrjanda tímanum.  því  poppa út pulsu þá er hundurinn frí og þú hrósar og leikur við hann.

 

látið mig vita hvernig þetta er að virka hjá ykkur. Þið eruð svo dugleg að senda inn spuringar um hvernig á að bæta hundinn ykkar, en ég fæ bara snarlega allt of lítið þú ert algjört æði komment... svona eins og hundarnir.. þvi meira hrós ég fæ... því oftar langar mig að skrifa færlsur:)))


Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband