Leita í fréttum mbl.is

Hvað viltu vita?

Komdu með spurningu og ég mun svaraCool

430_dog,0

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri gaman að vita hvernig hægt er að venja hund af gelti þegar bankað er eða dyrabjöllu hringt

Jenny Jo (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 21:06

2 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

hmmm....

þá verður þú að gera bankið og dyrabjölluna óspennandi mundi ég segja.

þegar er bankað veit hann að etthver er að koma. Og það er alveg rosalega spennandi.  En það ætti vera hægt að fara tilbaka í uppeldið og kenna honum að gelta hreinlega ekki.

Sítrónusafinn er góður.

Getur prufað að láta einhvert banka og um leið og hann geltir þá fær hann spraut á sig. 
Gera þetta marg oft... og vera viðbúinn með að sprauta á hann og fela flöskuna strax aftur.
Sjá innlegg um að kenna hundinum NEI.

það er altaf best að drepa gelt strax sem hvolpur því þá nær hann aldrei að búa til þennan óvana að gelta við gestakomu.
En ef hann er orðin eldri þá er alt samt hægt. Bara maður stendur við það og fylgir þvi eftir.

Svo getur hann verið stressaður lika því þið kippist við það að etthver hringir á.
Að skamma hann i hvert skipti sem hann geltir þegar er bjallar held ég virki ekki mikið. Frekar bara gerir hann meira stressaðan að þið eruð lika að "stressa" ykkur.

Svo reynið þetta með sítrónuna og verið alveg svakalega róleg og segið ekki neitt við hann.. bara hann fær spraut um leið og hann geltir.

Ef þið getið ekki verið nálægt þegar hann geltir til að sprauta svo hann sjái ekki.
Er altaf hægt að kaupa sítrónu eða loft hálsbandið. Það er dýrt en snar virkar.

það virkar þannig að það er hljóðnemi á því og um leið og hann geltir þá kemur spraut út með sítrónu ílmi eða lofti sem fer bein á nefið hans. Þetta gerist svo hratt að þeir fatta strax að passa sig að gelta ekki.

En mikilvægt er að fara rétt að. Þetta hálsband er þungt og þeir taka eftir að etthvað nýtt er komið.
Þannig að maður þarf að hafa hálsbandið á honum Án þess að kvekja á þvi í svona tvær vikur. Þetta svo þeir fatti ekki að þessi breyting er halsbandinu að kenna.
Því ef þeir fatta það eru þeir  fljótir að taka upp  geltið  þegar hálsbandið er farið.

:) 

Heiðrún Klara Johansen, 18.9.2007 kl. 21:29

3 Smámynd: Jón Hafsteinn Ragnarsson

Góðan dag

Mér þætti gaman að fá hugmyndir frá þér varðandi sækivinnu. Sjálfur er ég með labbahvolp og það vantar ekkert upp á sækieðlið þar, en oft vill hann fá að stjórna hvernig sækivinnan fer fram þ.e.a.s. stundum fer hann með það sem hann á að sækja í bælið sitt. Hann reynir mjög oft að sneiða framhjá mér með dótið og stundum á hann það til að sleppa dótinu áður en hann kemur til baka. Ég tek að vísu fram að þetta er mjög ungur hvolpur og sjálfsagt er þetta ekkert vandamál, en ég vil endilega fá að lesa um góðar aðferðir svo maður sé ekki að þjálfa á rangan hátt og þá næst það kannski aldrei til baka.

MBK

Jón Bóndi 

Jón Hafsteinn Ragnarsson, 23.9.2007 kl. 15:55

4 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Sæll Jón Bóndi.

Þetta er góð spurning hjá þér og þetta er einmitt i þeirra eðli að sækja hluti. En kannski ekki sjálfsagt að þeir koma með það til þin.
 Afhverju ætti hann að gera það?

Til þess að fá hann til að Sækja og koma með alveg til þin og gjarnan sleppa því í hendina á þér er hægt að kenna þeim.

Ég kenndi einmitt hundinum sem ég var með síðast. Orðið "takk"þýddi að ég vildi fá hlutinn sem hún var með í munninum. Hún gaf mér hann.. svona rétti mér hann. Voða gaman. Ég gat sett bolta á jörðina sagt "takk" og hún tók hann og rétti mér i hendina.
 Svo hvernig fór ég að þessu?

Ég kan bara þessa aðferð og ekkert endilega mun virka á þinn en þú getur prufað.

Byrjaði einmitt sem litill hvolpur að æfa þetta. Þegar ég sat í sófanum og var að horfa sjónvarpið og henni vantaði athygli og vildi leika.
Ég byrjaði á því að hafa "nammi" í poka hjá mér og var með bolta. Ég henti boltanum og hún hljóp á eftir. Kom svona í átt að meg og vilti að ég myndi henda aftur en leyfði mér samt ekkert að fá boltan til að henda aftur.
Svo ég tók uppá því að "skipta".  Semsagt í stað boltans fékk hún "nammi" ég tók í boltan í munninum, en hún sleppti ekki. þá kom ég með "nammi" í hinni hendini og tróð uppí kjaftinn á henni. Þannig sleppti hún boltanum til að borða nammið.
Svo henti ég boltanum aftur og endurtók leikinn. Þegar hún var farin að fatta að sleppa boltanum til að fá nammi þá setti ég orðið "takk" á æfinguna.
(set aldrei orðið á fyrr en hundurinn fattar æfinguna)
Þá þegar hún var með boltan í kjaftinum sagði ég "takk" og lét hana fá nammi um leið og ég hélt hendini fyrir neðan svo að þegar hún sleppti myndi ég fá boltan.
(Ath, að ég segi altaf orðið á æfingunni og bíð í nokkrar sekundur áður en ég geri hlutinn. Í þessu tilfelli að rétta henni nammið. Maður verður að gera þetta með smá bili annars tekur hundurinn ekki eins vel eftir orðinu.  En ekki biða of lengi. Bara segja orðið og biða 1, 2 sek og svo  rétta henni nammið.)

Svo endurtekur maður nokkrum sinnum en aldrei meira en 3 min í einu. Þá verðum við að taka pásu. Alltaf taka pásu áður en hundurinn verður leiður á þessu. Og lika mjög sniðugt að ef æfinginn gékk alveg eins og í sögu þá strax taka pásu.. fara leika við hann eða etthvað.. hrósa og gefa athygli og gefa honum pásu. Það tekur á fyrir hundinn að hugsa svona ..þeir þurfa pásur til að melta allt þetta sem þeir eiga að læra.

Þannig að þið eruð heima bara í stofunni að æfa þetta. I hvert skipti sem þú segir "takk" sleppir hann boltanum. Hann á alltaf að fá etthvað í staðinn, annars ættir hann að sjá tilganginn með að gefa þér hlutinn.

Íbyrjun æfiru bara þetta... meðan hann er ungur hvolpur er þetta bara skemmtilegur leikur. Þegar hann er alveg farinn að læra að sleppa þegar hann heyrir takk, getur þú farið að krefjast þess að hann sleppir bara í hendina á þér. Ef hann sleppir og hluturinn dettur á gólfið. Þá fær hann ekkert. Ekki segja nei eða skamma eða þannig.
Bara það gerist ekkert. Þú gefur honum enga athygli. Ferð bara horfa á sjónvarpið aftur. Hunsar hann bara í smá stund. Þangað til hann tekur upp á því að taka boltan aftur þá horfiru á hann og færð hann til að koma til þin og byrjar ALVEG uppá nýtt... semsagt tekur í boltan i kjaftinum og segir "takk" og hann fær nammi.

Afhverju þarf að byrja alveg uppá nýtt spyrðu ef hann kunni þetta ígær td.
Málið er það að áðan þegar þú sagðir "takk" og hann sleppti á gólfið. Þá mistókst æfinginn. Og Það má bara alls ekki mistakast aftur. Þá ertu að rugla hann í ríminu og getur verið að hann hættir að taka mark á þessu orði. Það útvatnast og þýðir ekkert í hans huga.
Þannig að ef þér mistekst með æfingu og þetta gildir í raun allar æfingar. Þá verðuru næst að fara tilbaka á byrjanda reit og gera æfinguna þannig að það er 100% öruggt að það mistekst ekki. Þannig fattar hann miklu betur hvað þú ert að meina.

Og þetta gildir lika allar æfingar. Það á aldrei að segja NEI þegar hann mistekst með æfingu. Aldrei skamma hann fyrir að gera vitlaust.
Æfingar eiga vera bara gaman og hann á ekki verða hræddur við að gera rangt.

Það sem hægt er að notast við þegar hann gerir rangt er að taka burtu þetta eina sem hann i rauninni vill. Athyglina þína.  Ef hann gerir vitlaust hunsaði hann í smá tima. Farðu að gera etthvað annað. Svo eftir smá tima kallaru hann til þín og reynið aftur.

Ef þú notar þetta.. Semsagt verðlauninn fyrir vel unna vinnu er hrós, nammi og athygli. Og fyrir slæma vinnu bara taka burtu þetta. Þá færðu hund sem mun ELSKA að vinna með þér og vill gera alt fyrir þig.
þá náið þig langt saman.

 jæja þetta verður að duga í bili. Prófaðu þetta og vertu svo i bandi við mig þegar þú ert búin að læra honum þetta og vilt vita hvað maður gerir svo næst..
láttu mig endilega vita hvað þér fannst um svarið og hvernig gengur svo að kenna honum þetta:)

Kveðja.

Heiðrún Klara Johansen, 23.9.2007 kl. 18:54

5 identicon

Sæl, flott síða hjá þér sem ég var að uppgötvaog mun heimsækja reglulega. En við erum með 8 mán chihuahua hvolp (tík) sem er ansi geltin en það er ekki það versta heldur það hvað hún tekur illa á móti fólki sem er að koma til okkar eða er að heilsa henni. Hún bregst hin versta við ef t.d. rétt er að henni hönd til að þefa af (ókunnugur) hún urrar og hvæsir og hefur sett sig í mjög reiðilega stellingu. Þá leyfir litlum krökkum alls ekki nálgast sig, hún urrar á þau og jafnvel hvæsir. Hún er í töluverðri valdabaráttu vuð yngsta soninn á heimilinu (er að verða 11 ára) Það ráð sem við höfum notað á hana er að biðja þá sem til okkar koma um að hundsa hana alveg og það virðist henni líka vel, hún kynnist þá fólki á sínum forsendum. En hvað er hægt að gera til að henni líði betur í návist ókunnugra?

Kveðja, Margrét

Margrét Snorra (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 22:14

6 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Sæl Margrét.

Þetta er bara týpisk Chiuahua hundar að vera svona. Og er það þannig að ef þeir urra ekki á ókunnuga þá er maður bara hissa.

En afhverju urra þeir? Til þess að skilja þetta þarf maður að fara tilbaka til hundareglurnar. Semsagt þeirra óskrifuðu reglur um lífið.

þetta gildir alla hunda:
Það er rang á hundum. Einn sem er efstur og ræður svo er númer eitt og tvö og svo koll af kolli. Þeir sem eru hærri siða þá sem eru lærri til. 
 allir hundar reyna svo með aldrinum að komast upp...  það gera þeir gegnum að urra og slást og rífast við hvort annan. Hann sem gefst upp verður fyrir neðan hinn.

I venjulegri fjölskyldu er kannski tvö börn og tveir fullorðnir og svo hundurinn. Hér er það undir ykkur komið að syna hundinum að hann er neðst og fyrir neðan börninn lika.  Þetta er auðvelt gert. Það er að setja allaf alla hina í forgang. Þegar foringinn (oftast þessi sem ræður mest og sér mest um hundinn) kemur heim þá á hann að heilsa öllum öðrum fyrst áður en hann snýr sér að hundinum. Þá ætti þetta að gefa hundinum hugmynd um hvar hann er.  Lika að þegar er borðað á hundurinn ekki að vera nálægt. Þá rekið hann í bælið sitt.
Maður á heldur ekki alltaf að gefa hundinum athygli þegar hann vill. Stundum bara hunsa hann og frekar kalla á hann síðar, gefa athygli þegar þið viljið ekki þegar hann vill.
Þegar þið eruð úti að labba þá á hann ekki að ráða ferðinni. Ef hann er laus þar að segja.  Hann má alveg labba á undan. En annað slagið beigið þið eða labbað tilbaka án þess að segja neitt. Hann "veit" aldrei hvert er verið að fara, svo ef  hann fer fyrir fram ykkur er það hanns job að fylgjast með ykkur.
Það er bara ágætt í byrjun að hann missir ykkur úr sjón, fær að finna fyrir þvi að hafa misst ykkur. þá er hann fljótur að læra að fylgjast betur með.

En svo er við komin að þessum litlu krílum og þau eru frekar spes. Ekki því það er í þeirra eðli að vera það. Heldur er það við sem höfum gert þau svona. 
Ég ætla halda því fram að þið eruð týpisku smáhunda eigendur. Ef það á ekki við ykkur það sem ég nefni hér fyrir neðan. Láttu mig bara vita hvað þið gerið og við ráðum útur því saman.

 þú heldur á hundinum oft. Sérstaklega þegar þið eruð úti.   Þetta skapar óöryggi hjá honum. Hann mun ekki venjast á að vera á jörðinni og haga sér eins og hundar flestir gera. Svo er han lika óöruggur í fanginu nær ekki að sýna sig á réttan hátt ef hann sér etthvern hund eða fólk koma að sér.  

Svo er það lika að hann er í fanginu svo oft, myndi ég segja (og er í raun bara að giska hér) að hann telur sig hærri settan en strákurinn.  Hundurinn fær að vera hjá þér oftar en strákurinn.  Kannski er hann bara í hans eigin huga númer tvö.  Og hátt settir hundar verja sína fjölskyldu vel.  Þessvegna urrar hann á gesti. Hundar telja þá bara ógnun á sinn flokk.

Litlir hundar fá oftar að sofa uppí rúmi hjá eiganda. Hugsið úti þetta, að fá að sofa hjá sjálfa foringjanum meðan börninn þurfa sofa i öðru herbergi... Hver er ekki númer tvö þá sko!!..

Dill dall...   litlir hundar eru mikið meira dill dallaðir með en stórir hundar. Þeir geta lika verið svo mikið dullaði með að þeir telja sig sem foringjann. Ef þú sem eigandi hefur engar reglur fyrir hundinn. Hann má alt, gerir alt og þú bara þrifur eftir hann.. og ert i raun bara hans þjónustukona.

hvað er þá hægt að gera?

Það sem  þið getið prufað er að hætta halda á honum. Láta hann ekki sofa uppí rúmi. Venjan hann á búr. og helst í öðru herbergi en svefnherberginu. Alltaf heilsa öllum öðrum en honum.
Ekki dúlla svona mikið með hann.   Setja reglur. Skamma þegar hann gerir rangt. ( sjá færslur um hvernig á að skamma, stendur hingað og þangað)

og nota sítrónusafa spraut á geltið...( sjá færslu um að kenna hundinum nei. )

 og fint að láta ekki ókunnuga heilsa honum. Hunsa og láta hann koma að þeirra.

Og svo þetta með börninn. Því miður held ég að ekki sé hægt að láta  hund sem fílar ekki börn byrja að fíla þau. Hafa þeir einu sinni urra á börn er þeim aldrei 100% treystandi kringum  þau. Svo hér verður þú bara að biðja börninn láta hann vera og passan hann alltaf rosalega vel þegar þau eru nálægt.

Og strákurinn þinn 11 ára er ekki barn. Ekki i huga hundsins. Svo hér verður hann að fá að vera með í að fylgja eftir reglum. Svo að hundurinin fatti að strákurinn er fyrir ofan hann.  þá ætti þetta að lagast.

láttu mig svo endilega vita hvernig gengur:)

kv.

Heiðrún Klara Johansen, 27.9.2007 kl. 01:02

7 identicon

Þolir ekki aðra hunda.

Sæl og takk fyrir góð ráð.

ég er með 3 ára gamla silky terryer tík, ég er í vandræðum með hana hún er svo frek og óþekk.  Það er varla hægt að fara með hana út í göngu því ef hún sér aðra hunda þá verður hún alveg brjáluð, geltir og bara tryllist. Það þýðir ekkert að segja nei, því maður nær ekki sambandi við hana þegar hún fer í þennann ham, það væri frábært að fá einhver ráð við þessu.

Linda (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 20:26

8 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Sæl Linda.

Lestu ef þú hefur ekki gert það færsluna um að kenna hundinum nei. Ef hún hlyðir ekki NEI sama hvað er i gangi, þá kann hún það ekki.

Byrjaðu uppá nýtt að kenna henni Nei. Maður þarf stundum að gera það, þótt hún hefur kunnað það ágætlega áður þá þarf maður stundum að refresha æfingar og kommandó.

Svo notaru sítrónu brúsan, þennan sem er á myndinni, og svoleiðis gusar á hana þegar þið eruð úti að labba. Bara passa að hún sjái ekki flöskuna þegar þú sprautar.

þetta hefur virkar á hunda sem hafa gelt og gelt á aðra hunda. Maður verðir ALLTAF að sprauta á þá. Svo vertu með brúsan þegar þið eruð úti. Að gera stundum og stundum ekki virkar ekki.
Þetta er ódyra aðferðinn og auðveldasta. Svo er lika til sítrónu og lofthálsbönd í dýrabúðum.

ég skrifaði um þau í svari hjá öðrum þar sem spurninginn var gelt í heimahúsi þegar koma gestir. Lestu endilega allt það svar lika, á mikið við ykkar að stæður.

gangi þér vel.

Heiðrún Klara Johansen, 27.9.2007 kl. 23:02

9 identicon

sæl og blessuð!

þetta lyggur allt í augum uppi, öll ráð sem þú gefur um leið og er búið að heimfæra vandamálið á tungumál hundsins.

Mér skilst að tungumál kattarins sé svipað að mestu leiti veit um eina breitu, þetta með skottið. Afhverju hundar og kettir misskilja hvort annað. Hundar dilla skottinu þegar þeir eru ánægðir en kettir þegar þeir eru reiðir eða pirraðir.

langaði að deila sögu minni um köttinn minn. Eftir að hún byrjaði að fá að fara út um (4mánaða) fór hún að mjálma við útidyrahurðina og strákurinn minn (7ára) auðvita hleyfti henni út þannig að hún var farin að mjálma svoldið lengi um að fá að fara út og þegar ekki var í boði að fara út var það orðið svolítið þreitandi. Ég tók þá uppá því að alltaf þegar hún mjálmaði að ég labbaði til hennar og lyfti henni uppí tröppur (sem eru við hurðina) þannig endur tók ég leikinn ca 6 sinnum og svo í síðasta skiftið var hún búin að ná þessu, það var fyndið. hún mjálmaði sá að ég tók eitt skref í áttina að henni og þá hljóp hún sjálf uppí tröppu og ta ta hún er hætt að mjálma, "það þíðir ekkert ég enda bara uppí tröppum".

eeen mig langar að venja hana af því að flækjast um labbirnar á mér þegar ég er að labba "klappa mér ég er svo sæt manstu" og hún er svo lítil og sæt að ég get ekki sparkað henni burt heldur tiptóa ég í kringum hana. Þarf ég að sparka henni burt eða er til önnur leið, stundum tek ég hana upp og úsí gússí mússa hana, er það málið? Hún hleypur alltaf í burtu þegar kallinn minn kemur heim enda hefur hann stigið á hana nokkrum sinnum og óvart skellt hurðinni á hana. Sér hún alveg munin á okkur?

kanntu smá kattamál?

Iris (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 11:14

10 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Hæ Iris

Já gott hjá þér að setja hana bara upp í tröppur. Þá fattaði hún að hætta að mjálma. Fyndið að hún fór þangað bara sjálf.

Veit ekki hvort hægt sé að venja hana á að þvælast ekki kringum lappirnar. En ef þú tekur hana upp stundum þegar hún gerir þetta mun hún nú alltaf vera að þessu. En þú þarf kannski ekki að sparka henni burt en svona ýta ákveðið með löppunum þegar hún er fyrir. Lærir fljótt að passa sig ef hún fattar hvað getur gerst.

Svo bara taka hana upp þegar hún er að gera etthvað anna sætt svo hún lærir að nota það í staðinn þegar hún vill upp að kúra.

:)

Heiðrún Klara Johansen, 1.10.2007 kl. 18:43

11 Smámynd: Ester Júlía

Hæ hæ

Alltaf jafn gaman og fróðlegt að lesa á síðunni þinni.   Nú vantar mig smá ráð.  Ég er með mjög aktívan og kátan Papillon hvolp sem er að verða sjö mánaða.  

Ég á fimm ára strák líka sem hamast ansi mikið í honum.  Þeir elta hvorn annan og það er eins og hundurinn haldi alltaf að maður sé að leika við hann í eltingaleik ef maður ætlar að labba að honum og klappa honum eða taka hann upp.  

Hann hleypur alltaf í burtu.  Hann kann að setjast , ég segi : sestu og hann sest ekkert mál en svo þegar ég nálgast hann - eða einhver annar þá hleypur hann í burtu ..ofsagaman "eltingaleikur".  HVernig á ég að fara að því að fá hann til að standa kyrr - ALLAN tímann??

Það væri æðislegt að fá ráð.  Ég er búin að fara með hann í fimm tíma í hundaskóla en varð að fresta hinum fimm þar sem það er svo mikið að gera hjá mér á þeim tíma sem hundanámskeiðið er.

Takk æðislega kv. Ester 

Ester Júlía, 7.10.2007 kl. 09:22

12 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Sæl Ester.

Þú skrifar að hvolpurinn fær að leika við strákinn þinn ansi  mikið. Og það er nú bara þannig að hvolpar verða eins og þeir eru vanir að gera.  Hvolpinum finnst gaman að leika og æsist upp og verður þá þannig týpa.
Gott er að leyfa ekki stráknum að atast svona í honum. Það má alveg leika stundum, en þá verður hundurinn að læra þegar er komið nó.

Það sem þú getur gert er að þú leikur við hundinn og svo þegar er komið nó segiru eða gefur í skyn að nó sé komið. Og þá verður þú að syna með þinni hegðun að leikurinn sé buin. Segja td stopp og fara í burt eða hunsa hann alveg.  Seinna mun hann læra ef þú fylgir þessu alveg að stopp þyðir stopp og hann róast niður.
 Þá verðuru að passa að strákurinn fari ekki að leika við hann strax. Og það er lika fint að setja reglur fyrir strákinn, að hann á ekki altaf að vera í eltingarleik við hundinn. Að stundum er hundurinn alveg off limit.
það er lika gott að kenna stráknum að hunsa hundinn því þá fattar frekar hundurinn að strákurinn sé yfir honum í þessari röð.

Þú eða húsbóndinn er efstur svo koma hinir koll af kolli, hundar eru altaf að reyna komast efst eða ofar en hinir i flokknum. Og sjá þeir fljótt að börninn eru neðarlega og reyna að fara fyrir ofan þau. Sem getur verið hættulegt ef hundirinn heldur að hann sé yfir stráknum, hann getur farið að "siða" hann til. td urra eða bita á hann.


 Því ef strákurinn fær að atast í hundinum byrjar hann bráðlega að telja sig yfir stráknum, þegar hann er komin á táningsaldur.

þá erum við komin með sama vandamál og Margrét að sonur hennar og hundurinn á í basli við hvort annað.

Alltaf heilsa öllum öðrum og síðast hundinum. Aldrei heilsa honum fyrr en hann er rólegur og situr. Aldrei klappa eða veita athygli ef  hann hoppar upp á þig eða geltir og er með æsing. Hann lærir fljótt þá að til þess að fá athygli verður  hann að sitja og vera rólegur.
Þessi æfing gerir hann að rólegir hundi í framtiðinni og lærir að einbeita sér betur í öðrum hlyðni æfingum.

Kveðja:)

Heiðrún Klara Johansen, 8.10.2007 kl. 21:16

13 Smámynd: Jón Hafsteinn Ragnarsson

Sæl aftur

Ég er nú búinn að prufa að nota þína aðferð í sækivinnunni og þetta virkar mjög vel. Við æfum frekar oft og stutt í einu. Það tók talsverðan tíma að láta hvolpinn fatta þetta, en um leið og hann skiynjaði aðeins út á hvað þetta gekk, varð mjög hröð framför. Núna erum við farnir að nota allavega hluti til að sækja og ég skipti ört á milli hluta í miðri æfingu og hann sækir og skilar öllu. Það kemur einstaka sinnum fyrir að hann láti dótið detta í jörðina áður en ég segi takk og þá aðallega þegar við erum úti og dótinu hefur verið hent í poll eða drullu. Þá er bara pakkað saman og farið heim. Síðan byrjað aftur eftir klukkutíma og reynt að bæta þetta.

Takk fyrir mig

Jón Bóndi 

Jón Hafsteinn Ragnarsson, 9.10.2007 kl. 14:46

14 identicon

Sæl,

 Ég er með eins árs gamla poodle tík.  Hún er ljúf og góð, en er alveg hræðileg að því leit að hún nagar allt sem hún kemst í.

Hvað get ég gert?

Sigríður Baldursdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 19:30

15 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Sæl Sigríður.

 Það sem þú þarft að gera er að kenna henni nei uppá nytt og mæli ég með að þú lest færslu um það slóð hér fyrir neðan.
Þar er góð aðferð til að fá hundana til að stoppa naga hluti.

gangi þér vel.)

http://aanana.blog.is/blog/aanana/entry/189942/

Heiðrún Klara Johansen, 22.10.2007 kl. 00:30

16 Smámynd: Ester Júlía

Takk kærlega fyrir svarið :))))))

Ester Júlía, 22.10.2007 kl. 07:58

17 identicon

Sæl.

ég er með silky terrier sem er 3 ára, hún var ein hjá okkur þangað til í sumar þá fékk ég mér tjúa stelp, þær 2 voru svo góðar saman og léku sér og allt í blóma.  Svo gerist það að tjúinn deyr þegar hann er búinn að vera hjá okkur í ca 3 mánuði, ég fæ mér aðra tjúa stelpu en þá eru hlutirnir ekki að ganga eins vel, terrierinn er bara ekki að taka hana í sátt, litla er rúmlega 2 mánaða. Eina sem þessi eldri gerir er að urra á hana og sýna henni tennurnar.  Þetta er svo leiðilegt því hún var svo góð við þá fyrri, litla hleypur í kringum hana og vil bara leika en sú eldri er ekkert nema geðilskan.

Einhver ráð?

Tinna (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 13:33

18 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Fyrirgefðu Tinna fyrir seint svar.

En ég er ´buin að hugsa um þetta og ég bara verð að segja því miður veit ég ekki hvað getur verið ástæðan.

 Eina sem mer dettur í hug og er bara að giska. Að hann sé bara enþá að syrgja hinn gamla og nýji getur bara ekkert komið í staðin svona auðveldlega.
Eins og þegar við missum etthvern, ekki getum við tekið við öðrum fyrr en etthver viss timi er liðin.

Svo gefðu þeim bara tíma, getur verið að hún tekur þann nýja í sátt síðar.

Heiðrún Klara Johansen, 3.12.2007 kl. 13:39

19 identicon

hæhæ

frábær síða!:)

Ég er með eina spurningu. Málið er það að ég er ný búinn að fá mér chihuahua og allt í góða með það. En hann er rosalega smeykur við ókunnuga. Þetta lýsir sér þannig að hann hrökklast alltaf undan öllum sem kíkja í heimsókn. Hann  geltir hvorki né urrar eins og tjúinn hér fyrirofan, heldur hniprar sig saman, eyrun niður og bara flýr í öruggt skjól, oftast bak við mig.Engin grimmd í gangi bara hræðsla.

Ég fékk hann 8 mánaða úr ræktun sem ég hef heyrt misjafnar sögur um. Eftir að ég fékk hann heyrði ég það að ræktandinn er að reyna að hætta þessu vegna tímaleysis og veit fyrir víst að hann var mikið fjarrverandi og lét hina og þessa passa allt stóðið og oft bara krakka sem kunna ekkert á þetta og létu þá bara hanga inn í sólhúsi óafskipta, þannig að þessa 8 mánuði hefur hann ekki fengið neitt uppeldi, bara fengið að borða og hangið með 10 öðrum hundum.

Hann er strax allveg rosalega háður mér og fylgir mér hvert fótmál. Hann leikur sér allveg við mig og svona en alldrei sjálfur, hann er líka allveg rosalega rólegur með mér, eiginlega bara spúkí rólegur miðað við hvolp.

Ég er að passa mig á því að vera ekki alltaf að halda á honum og sérstaklega ekki bara þegar hann vill. Vil ekki breyta honum í einhverja dúkku, hann er jú nú einu sinni HUNDUR:)

Eru það þessir 8 mánuðir, afskiptalaus, sem gerir það að verkum að hann hagar sér svona?

Hvað get ég gert svo hann pissi ekki í sig af hræðslu þegar fólk kemur í heimókn eða nálgast hann??

kær kveðja

Gunni og Askur 

Gunnar Geir (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 19:58

20 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Sæll Gunnar

Þú ert búin að útskýra ástæðuna fyrir því að hann er smeikur við gesti.
Hann hefur bara hreinlega ekki hitt neitt fólk eða fengið að upplifa neitt að ráði fyrstu 8 mánaðina, sem er mjög slæmt

Og hef þú hefur borgað pening fyrir að fá þennan hund myndi ég heimta endurgreiðslu eða gríðanlegan afslátt.

Hann er alveg búin  að missa af mikilvægustu mánuðunum til að hann verður tryggur og góður hundur.

En hvað getur þú gert?  Þú getur voða litið gert nema hvað að leyfa honum ekki að komast upp með að vera hræddur. Semsagt ekki sjálfur vernda hann. Þegar koma gestir.. vertu bara rólegur og útskyrðu fyrir gestunum fyrirfram að ekki pæla í hundinum. Ekki vera horfa á hann eða reyna fá hann fram.
Hann verður bara að fá tíma til að sjálfur þora heilsa uppá ókunnuga. Best er að ekki halda á honum. Reyndar bara reyndu að halda á honum eins lítið og hægt er. Þannig fær hann fljótari sjálfsöryggið.

Annars ef þú hefur ekki gert það lestu færsluna um áramótin því ég útskyri þar hvað þú getur gert svo hundurinn verður síður hræddur, og þarft þú greinilega að æfa það vel.

láttu mig svo vita hvernig gengur og ekki hika við að koma með fleiri spurningar, því ég get alveg ímyndað mér að það koma upp fleiri vandarmál með þennan hund því miður.
Passaðu  þegar eru börn í kringum hann. Ekki leyfa þeim að klappa eða vera með hann eftirlitslaus.
Svo þegar þú hefur haft hann lengi og farin að þekkjan betur getur þú metið hvort honum er treistandi með börnum.

gangi þér vel:)

Heiðrún Klara Johansen, 12.1.2008 kl. 20:22

21 identicon

Takk kærlega fyrir greinargóð svör. Ég las áramótafærsluna og ég lærði mikið af því að lesa hana. Ég ætla að gera nákvæmlega það sem þú ráðlagðir mér og láta alla gesti vita af programminu okkar.

 Ég er þannig eðlis að ég er mjög mikill dýravinur og ekki séns að ég ætla að gefast upp á krílinu. Hann er þegar kominn að innstu hjartarótum og það eina sem vill fyrir hann Ask er að honum líði vel og hann vaxi og dafni í kringum mig og vini mína.

 Það er gott að vita af þér hérna á þessu bloggi og ég mun láta þig vita hvernig gengur hjá okkur félögunum.

Ég sé bara skemmtilega tíma framundan því ég veit og er sannfærður um að þetta eigi eftir að ganga hjá okkur þó það muni taka langann tíma. Hann á það bara skilið kallinn:)

later:)

Gunni og Askur 

Gunnar Geir (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 22:08

22 identicon

Eitt í viðbót, á ég ekki allveg að halda áfram að kenna honum allskins kúnstir og svona, setjast, lyggja, sækja og allt það sem við vorum byrjaðir á, hann virðist fíla það allveg í tætlur, eða þarf það eitthvað að víkja fyrir "hræðsluprogramminu" okkar?

Gunnar Geir (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 22:32

23 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Rosalega gaman  að heyra frá þér. Sérstaklega að þú hefur svo mikin áhuga á honum og ykkar sambandi.

það er bara gott að vera æfa hlyðni æfingar. Passaðu bara extra vel að ekki hafa æfingarnar of erfiðar og hættir alltaf þegar æfinginn gengur vel. Þannig styrkiru sjálfstraustið hans. Passaðu líka að refsa honum aldrei.
Ef hann er það háður þér þá er alveg nó að hunsa hann ef hann gerir æfinguna vitlaust í smá tíma.  gera hana svo svaka auðvelda eftir 5 min eða svo þannig að hann nær henni hundrað prósent og þá hrósaru og verðlaunar og leikur við hann og hættir að æfa í bili.

Þannig styrkiru hans sjálfstraust.

gangi þér vel: )

Heiðrún Klara Johansen, 12.1.2008 kl. 23:38

24 identicon

Hæ aftur:)

Mig langaði að spyrja í sambandi við að láta hvuttann labba í bandi.

Hvort mæliru með hálsól eða beisli, á svona lítinn hund, þegar ég vill venja hann á að labba við hæl?

kv gunni 

Gunnar Geir (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 15:31

25 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

hafðu bara beisli á honum. En ekki byrja strax að æfa að labba við hæl. Það er svo auðvelt að krefjast of mikið af honum við þessa æfingu og auðvelt að hann fattari ekki alveg og missir sjálfstraustið.

Svo byrjaðu bara með sitja, liggja og vera kurr æfingarnar sem ég var að lýsa í einni færslunni, svo mun ég bráðlega útskyra hvernig hægt sé að æfa að labba við hæl án þess að kippa eða þannig í hann.

þegar þið eruð úti að labba núna, þegar hann togar þá er alveg nó að þú stoppar.
Um leið og hann togar, fyrstu sekúnduna sem hann togar í bandi þá gerir þú ÁN ÞESS að horfa á hann snar stopp. ALLS ekki horfa á hann bara horfa beint fram. Svo um leið og hann sjálfur gefst upp að reyna halda á fram semsagt stoppar sjálfur, þá helduru áfram og aldrei horfa á hann.
ástæðan fyrir að þú átt ekki að horfa á hann er að þá sensar hann að það er etthvað í gangi. Ef þú horfir ekki hugsar hann að þetta er normal og fattar fljótlega að þegar hann togar gerist ekkert, svo hann fer að passa sig að toga ekki til að komast eitthvað áfram.

þetta á að vera alveg nó til að byrja með.


  Vil svo bara upplýsa um að það að labba við hæl er ekki notað þegar þið eruð bara úti að labba til að viðra hvort annað. Labba við hæl á bara að nota í æfingum og aldrei lengra en eitthverja metra í einu. ÞEtta er mjög erfið æfing fyrir hundinn. Krefst ótrúlega mikla einbeitingu fyrir hann að labba við hæl. Svo það er í raun bara notað þegar maður hefur hann lausan, kallar hann inn öðru hvoru til að labba hæl. td gott þegar þið  eruð að fara mæta eitthverjum, að kalla hann inn og láta hann labba við hæl meðan þið eruð að mæta viðkomandi og svo segja frí og hann má hlaupa frjálst.
En þetta er æfing sem þú getur byrjað á síðar úr því þú ert núna að bara byggja upp sjálfstraustið.

Gott er að fá eins langan og þunnan taum sem þú finnur  2 til 3 metrar. Og alltaf leyfa honum að hafa hann allan þegar þið eruð að labba. En um leið og hann togar þá stopparu. Þá fattar hann fljótt hvaða lengd hann hefur til umráða.

Æfðu lika að kalla á hann þegar þið eruð úti að labba þar sem hann má vera laus. ( ekki æfa þetta á hundasvæðinu ef það eru aðrir hundar þar)
Hafðu með þér nammi. þegar hann er í burtu frá þér segðu innkall orð sem bara þú munt nota. td hingað eða kom. (ekki nota komdu því allir nota það og mun fólk misnota það orð og hann hættir að hlusta á það)
til að byrja með segiru orðið þegar hann er hjá þér. (ekki segja nafið hans) passaðu að bara segja það skyrt og bara einu sinni. Gefðu honun strax nammi. Ef þú þarft í byrjum troða þvi upp að nósini hans svo hann sér það strax. Eftir nokkur þannig skipti lærir hann að td ef þú ætlar að nota "hingað" þá fattar hann að það þyðir gott nammi.

þegar hann er farin að læra það segir þú orðið þegar hann er kannski meter í burtu en passaðu þig að segja það ekki þegar hann virðist upptekin í eitthverju spennandi. líkurnar að hann "heyri" ekki þá eru stórar og það er ekki hægt að ætlast af hvolpi að heyra þegar þeir eru svona rosa uppteknir td í leik við aðra hunda eða að þefa á eitthverju.
Svo ekki vera gera þetta erfitt fyrir þig.

Þeir sem hafa góða reynslu segja að hvolpar frá 2mán til 2 ára er ekki hægt að ætlast til þess að þeir komi þegar þú kallar ef þeir eru í leik við aðra hunda.
það þarft rosalega mikla og góðar æfingar til þess að hann droppi þessu gríðalega skemmtilega sem hann er að gera til þess að koma til þín þegar þú kallar.

Þannig eru margir að ætlast of mikið af hundinum of fljótt og verða svo pirraðir að þeir hlýða ekki.

næstu mánuði æfiru bara inkall þegar er enginn truflun. Svo ferðu mjög hægt að fara æfa þegar er smá truflun.

hvolpar muna lika vel hvað gerðist síðast. Ef þú í gær kallaðir á hann og hann kom ánægður til þin og þú bara settir taum á hann og fór heim, man hann þetta sem eitthvað leiðinlegt sem gerðist þegar hann kom til þin.
Næst þegar þú kallar heldur hann kannski að þú ætlar að gera það sama og velur kannski þá að bíða aðeins með að koma.
Þessvegna þegar þið eruð úti að leika, kallaðu á hann mörgum sinnum gefðu nammi (alltaf þegar hann kemur) og hrósa og leika... kannski 10 sinnum og svo í 10 skiptið setur þú hann í taum og ferð heim. Svo hann býst ekki við því.
Hann hugsar að það er meiri líkur á því að þú vilt bara leika og gefa honum nammi. Þá er einungis jákvæð hugsun við orðið "hingað" og líkurnar stórar á að hann verður duglegur við að koma alla æfi ef þú heldur þessu orði við og hefur það alltaf jákvætt.

:) þetta ætti að vera nó í bili fyrir ykkur að bralla með:)

Ætla fyrst að kenna þér grundvallar æfinguna við að labba við hæl. Maður kennir að labba við hæl í þremur æfingum og setur þær svo saman síðar.
svo fylstu með kannski ég skelli henni inni í kvöld:)

Heiðrún Klara Johansen, 13.1.2008 kl. 16:54

26 identicon

Takk kærlega:)

Þessar upplýsingar komu sér vel

later:)

kv gunni 

Gunnar Geir (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 17:33

27 identicon

Sæl,

Frábær síða hjá þér :)

En ég var að velta fyrir mér , hvaða matvara væri sniðug og holl fyrir hunda, ég er með chihuahua tík en bara svona almennt líka ?

Hún er á þurrfóðri og með bein, en stundum langar manni að gefa henni eitthvað smá gott, sem er góð lykt af og hollt.

Ertu með einhverjar uppástungur ?:)

Takk fyrir

kv. María

María Blöndal (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 17:27

28 identicon

Hvað kosta labrador hvolpar (blendingur)

Alexandra (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 20:22

29 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Hæ Alexandra.

 Ég er nú ekki inni í verðskrá fyrir hunda, en blendingar eiga það til að vera allt frá ókeypis(því miður) til eitthvað smotterí.

Þegar maður er að fara fá sér hund á maður að velja rétta hvolpin útfrá foreldrum, uppeldi og ættinni hans. ekki hvað hann kostar.

ókeypis hundar geta verið bestu í heimi, en einnig þeir verstu, það á einnig við þá dýrustu hreinræktuðu ef þeir eru ræktaðir vitlaust.

Kveðja

Heiðrún

Heiðrún Klara Johansen, 20.4.2008 kl. 20:38

30 identicon

hæhæ eg var að fá chihuahua hvolp hann er 3 mánaða og er á svkalegu nagtímabil eg er að kenna honum hvað nei þýðir með úðabrúsa þangað til að eg finn sitronusafann en það sem eg vil vita er að er eðlilegt að hann stökkvi allt í einu á fæturna á manni og bíti og get eg gert eikvað annað en kennt honum nei?kv íris

íris (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 20:45

31 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Sæl Eva Mjöll.

já þetta með að pissa þegar koma er algengt og oftast hverfandi vandamál. þegar blaðran verður stærri og þau stækka.. Annars ef þú veist þú átt von á gestum getur verið sniðugt að vera ny búin að fara með hana út svona til þess að þetta gerist ekki, því nátturulega er þetta vandræðalegt fyrir hana lika því hún vill ekki þurfa gera inni. Svo er róligheits æfingarnar sem ég lysti fyrir hinni með svipaða spurningu.

þetta með að vera hrædd þegar gestir koma, er erfitt að segja ráð við ef maður er ekki handviss um hvað málið er, en þangað til myndi ég segja fólki að ekkert vera heilsa henni við hurðina..   bara algjörlega hunsa hana við hurðina, þegar fólk er komið inn og sest.. og hún kemur tríttlandi þá geta þeir farið að klappa ef svo er óskað.

Og það er ofsalega HOLLT fyrir hundinn og sérstaklega þessa litlu sem halda að þeir eru GUÐ í þessum heimi og ráða öllu er að ekki láta ALLA endilega vera heilsa þeim..   ekki alla krakka, ekki alla fullorðna sem koma í heimsókn, þetta setur þá aðeins í hugsunar ferli að þeir eru kannski ekki guð almáttugur.. heldur bara sæt prinsessa:)

 getur alveg verið að hún hafi blokk í að hafa verið misst.. hun er enþá ung, mín datt kornung í vatn og þverneitaði allan timan sem ég átti hana að synda. þótt það væri alveg í hennar eðli.

bara leyfa þessu að vera og heldur æfa að vera ekki að stressa sig þegar koma gestir.. í framtiðinni er svo typisk að þessu litlu verða svaka varðhundar þegar koma gestir, það er oft því að þeir hafa einmitt verið fyrstir að heilsa og aðal "maðurinn" þegar þeir koma, fá alla athygli og þessháttar. þeir setja sig hátt þannig og þegar þeir verða eldri kemur þetta að vara við og vernda flokkinn eðli og þá birtist þetta ansi leiðinlega gelt i hvert skipti sem eitthvað gerist úti og eitthver kemur.

vonandi hjálpaði ég þér eitthvað:)
Kveðja
Heiðrún

Heiðrún Klara Johansen, 15.10.2008 kl. 00:13

32 identicon

Sæl Heiðrún.

Ég er sko mikið búin að bjarga :) vorum ekki lengi að kenna NEI :)

En nú er að ég held daman komin á einhverja gelgju, samt ekki viss?

Boxerinn okkar er 6 mánaða og er löngu hætt að pissa inni, gerir allt sitt úti, nema að fyrir 2 dögum byrjaði hún að pissa í bælið sitt sem er í búrinu, kom svo inní herbergi til mín, þar sem hún fær nánast aldrei að koma inn, við lokum alltaf herb. ganginum, ég semsagt var bara að sauma og heyri svona eins og það sé skrúfað frá krana, og nei nei daman bara að spræna fyrir aftan mig og alveg við hliðinná rúminu mínu!! og 3 búin að pissa á stofugólfið og rétt áðann tók hún teppið úr bælinu dró þsð útá mitt stofugólfið og pissaði bara eins og henni hefði verið borgað fyrir það, við vorum svo fojj.. að við settum hana útá pall í band og hentum teppinu út. Ég veit ekki hvað er að ské! ?

 Endilega ef þú ert með einhver ráð að þá þigg ég þau! úff.. :/

Mbk.Lolla

Lolla (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 23:17

33 identicon

Sæl aftur, það datt eitthvað út áðan sem ég skrifaði , en semsagt, ég hef mikið bjargað mér á síðunni þinni og elska að  nota sítrónu safann og ekki lengi að kenna NEI :)

Takk fyrir að leyfa okkur sem vitum lítið um hundauppeldi að fylgjast með :) þessi síða er æði og gott að lesa kommentin þín :) 

Kv.Lolla :)

Lolla (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 23:21

34 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

hæ.

heirðu, ég er nú ekki alveg viss hvað þetta getur verið.  En kannski eru blæðingar að fara byrja þá pissa þeir oftar. og kannski er hún að merkja.  þetta er fullt snemmt að fá blæðingar en getur alveg gerst. 

 vertu ekkiert að stressa þig þessu alveg strax, ef það hættir ekki af sjálfum sér getum við farið að skoða aðra möguleika. :)

Heiðrún Klara Johansen, 5.4.2009 kl. 23:21

35 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

já hehe.

 ég var ekkert alveg að fatta þetta fyrsta sem þú skrifaðir.  En gaman að heyra að þú færð not fyrir þessa síðu.  En hafðu í huga að sítrónusafinn á að vera hverfandi og átt ekki að þurfa nota hann endalaust, ef rétt er gert, nema bara í byrjun til að einmitt kenna nei. :)

Heiðrún Klara Johansen, 5.4.2009 kl. 23:24

36 identicon

Sæl :)

Ég er mikið búin að spá hvað hefur verið að, hún hefur núna ekkert gert, en getur verið að hún hafi verið að mótmæla, ég fattaði alltí einu að við fórum erlendis og hún var í pössun og pissaði þar inni og svo í þessa nokkra daga heim hjá okkur og svo núna hefur ekkert komið frá því ég skrifaði þér :) 7913 bankað í við að það sé allt búið. 

Takk kærlega fyrir :) 

Mbk.Lolla og Bella :)

P.s ég fór út í göngu í dag og vá hvað ég þarf að fara að lesa bloggin þín um að ganga við hæl, gott að geta lesið um leið og maður fer í hvert atriði fyrir sig :)  

Lolla (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 19:51

37 identicon

hæ þetta er æðisleg síða!!!!

heyrðu við fjöldskuldan eigum 11 mán cavalíer hvolp.

hann verður alltaf mjög æstur þegar hann á að fá nammi og þegar hann heyrir okkur opna skúffuna sem nammið er geimt í líka ef maður ætlar að leika við hann og maður er við það að fara að kasta ´þá hoppar hann upp á mann og reynir stundum að narta í mann. hvað á maður að gera þá

Svo á ég litla systir sem er 6 áraog hún er svona oft að hamast í honum bara eins og hann sé dúkka en við erum margoft búin að segja henni að hætta því. En þegar hún fer eitthvað að knúsa hann eða hamast eitthvað í honum þá fer hann að urra allveg svaka mikið. Er þetta eðlilegt?

silla (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 20:08

38 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Sæl Silla.

þetta með urrið er als ekki eitthvað sem þið eigið að taka. Það sem er mikilvægt hér er að markera foringjan í flokkum.

sendu  mér póst og ég get sent þér upplýsingar um einkatíma, þar sem ég get komið og leiðbeint ykkur nánar varðandi það.

netfangið er nala7979@hotmail.com

Heiðrún Klara Johansen, 26.5.2009 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sautján?
Nota HTML-ham

Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband