Leita í fréttum mbl.is

HoW to MAKE a good DOG. GUIDE; For DUMMIES

"vonandi fæ eg góðan hund því þessi sem amma átti var svo óþekkur, át allt sem hann sá og gelti stanslaust á nágranna. ég vil sko ekki þannig... vonandi hitti ég á þægan hund."

Sumir halda þetta, að það sé happdrætti hvernig hundur maður fær. En því er ég alveg ósammála. Þetta er allt undir okkur komið hvernig hann veður sem fullorðin.  

 

Ég er núna komin með fráhvarfseinkenni, ég bara verð að fara fá mér hund aftur, þessvegna er ég núna að leita mér að íbúð sem ég get auðveldlega haft hund.

Þegar ég er að spyrjast fyrir um leigu íbúðir og hvort má hafa dýr, er oft spurt hvernig dýr og þá hvernig tegund hund. Þegar ég nefni að ég hef reynslu sem hundaþjálfari og veit hvernig ég á að ala minn hund upp, þá verða flestir bara ánægðir og hafa ekkert á móti að leyfa manni að hafa hund.

Afhverju er það?  Við vitum öll hvernig fólk lítur á hund í ibúð, en það er allt í lagi ef maður veit hvað maður er að gera greinilega. 
 Það eitt segir bara að það er hegðunar vandamál sem er að skemma fyrir okkur hunda fólki.  
Það sem ég hef skrifað hér á blogginu er nánast allt sem hin almenni hunda eigandi í Noregi kann. Þar að segja þessi sem hefur áhuga á hunda hlýðni. Sem eru flestir.  Vissuð þið td að það er bannað að banna hunda í blokkum!..  Hugsið ykkur það. Það er ekki nó að bara segjast vera með ofnæmi, það þarf að sanna að viðkomandi virkilega verður veikur af því að hundur sé í stigaganginum.

Hvernig væri að hafa svona góðan skilning á hundum hér á Íslandi?  Það er alveg hægt. Sjálfsagt tekur það nokkur ár að koma því í hring, en það er undir okkur komið sem eru með hunda núna að vera ábyrg og að við öll fáum okkur reynslu á við hundaþjálfara.  Því ég hef skrifað um allt í þessu bloggi sem þarf til þess að fá góðan hund sem veldur ekki skaða eða truflun á húsnæði eða nágranna.

Ég vil taka saman nokkra punkta. Svona HOW TO MAKE A GOOD DOG GUIDE FOR DUMMIES.

 Fyrir neðan eru  eldri bloggfærslur sem ég hef skrifað sem  ég tel er þetta grunn, basic sem þarf að vita til þess að fá góðan heimilishund.  :)

 

  1. Pissa úti takk.

             Ef það er æft þetta rétt, strax frá byrjun þá ættiru að vera buin að venja hann að gera úti eftir 2 til 3 daga.

 

  1. Kenna hundinum orðið NEI
Flestir hundar halda að þeir heita "nei" það er sagt svo oft við þá. Mikilvægt er að kenna þeim merkingu orðsins og ekki of nota það.

 

  1. Læra að hrósa hundinum
Trúið því að þetta er það mikilvægasta þú getur lært að gera. Að hrósa. Því ef hundurinn er vanur að fá hrós fyrir góða hegðun, tekur hann eftir hunsinu þegar hann gerir þá slæmu.. og vill ekki gera það aftur því það borgaði sig ekki.

 

  1. Hlýða Inkalli
Segi bara að það er frábært að eiga hund sem kemur þegar er kallað. Þá er mikilvægt að ekki of nota það. Ekki stanslaust kalla á hann í tíma og ótima, þá hættir hann að nenna að koma.


 

  1. Skilja hunda tungumálið
Hundatungumálið er auðvelt, ef maður bara kann það.  Að vita hvort hundurinn mun lenda í slagsmálum eða ekki er oftast hægt að lesa á þeim áður en hundarnir hitta hvorn annan.


 

  1. Setja reglur
hundar vilja reglur, þeir þurfa á þeim að halda til þess að geta betur skilið okkur. Fjölskyldan öll þarf að vera sammála um reglurnar og fara eftir þeim að fullu.

 

  1. Venja hund á búr og að vera einn heima.
Sáttir nágrannar eru þeir sem heyra ekki hundinn væla og gelta. Að venja hundinn á að vera einan heima í bíl og í búri er mikilvægt að byrja á strax frá hvolpa aldri og mjög mikilvægt að sé gert rétt. Annars fá þeir panikk sem getur verið erfitt að taka úr þeim seinna.

 

  1. Geta tjáð okkur þannig að hundurinn skilur okkur
Bara það að geta sagt við hundinn að "þetta er alt i lagi ekkert að stressa yfir" er oftast gert eins og við myndum gera við hvort annað. -skiljanlega.  En því miður misskilja hundar þetta og þeir verða einmitt stressaðari.

 

  1. Hundahárin rísa, þyðingin á því

 

  1. Grunn hlýðni æfingar sem allir hunda ættu að meistra

Þetta hjálpar í því daglega að geta beðið hundinn um að leggjast td og vera kurr.  Td þegar maður getur ekki bundið hann.

 

þetta var listinn, núna geta allir orðið hundaþjálfarar LoL  

ps..  Hintið í þessari færslu var semsagt að ég er að leita mér að íbúð...  Einhleyp 29 ára kona með hund í framtiðinni óskar... eftir hræ ódýrari íbúðHalo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ!
Frábær síða hjá þér. Mjög gott að geta komið hingað inn og fengið á mannamáli hvernig er best að gera þetta :)
Ég er búin að vera að leita en fann ekkert um það sem ég er að velta fyrir mér.
Ég á 8 mánaða gamlan Husky tík og í gær kom nýr meðlimur, 9 vikna gamall husky hundur á heimilið. Tíkin er svo rosalega æst og er alltaf að taka í hann ef hann er á gólfinu. Yngri hvæsir mikið á hana og bítur fast. Er þetta alveg eðlilegt? Á ég að leyfa þeim að "leika" sér svona endalaust eða á ég að skilja þau að? Ég set þennan yngri alltaf inn í búr þegar ég sé að hann er orðinn þreyttur þannig að hann fær alveg hvíld á milli. Ég er bara svo hrædd um að hann verði hálf taugaveiklaður ef þetta er of mikið fyrir hann. Eða kannski er þetta bara skemmtilegur leikur hjá þeim og ég fatta ekki neitt :) Mér finnst þessi eldri samt vera of ágeng á hann, enda er hún nú ennþá hvolpur sjálf. Hún er alltaf mjög góð innan um aðra hunda og leikur sér mikið, það er bara eins og hún fatti ekki að hann er lítill.
Hefuru einhver ráð fyrir mig eða ertu kannski búin að skrifa um þetta hérna einhvers staðar og ég finn það ekki?

Kristín Arna (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 16:56

2 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Sæl Kristin.
Gaman að heyra að þér líkar við síðuna mína.:)

Ég hef sjálf ekki prufað að fá mér annan hund þegar ég var nú þegar með hund. En ég hef prufað að fá mér kettling þegar ég var með eina tík sem gjörsamlega hataði ketti.  Tóku þær eina viku ca að verða bestu vinir. 

við getum bara sagt að þú sért með tvo hvolpa. Og þú verður bara að nota tíman vel og aga tíkina vel. Rólegheits æfingar sem ég hef mikið talað um á þessu bloggi.  Hún er orðin það gömul að hún á alveg að geta verið í "time out" þangað til hún róast.

Endilega ekki vera leyfa þeim að leika sér tímunum saman og ef þér finnst þetta verða orðið brútal þá segiru eitthvað orð sem þú getur látið þyða  " Nú er komið nó"    td   hætta nú.   eða þessháttar og þú getur fengið þeirra athygli með td að fara æfa inni hlyðni æfingar og verðlauna eftir æfingarnar eða setja þau í sitthvort búrið eða eitthvað sem þér dettur í hug. 

 Fint að þau læri hvenær á að hætta að leika.  Ég kenndi minni þetta  "Hætta nú"  þegar ég nennti ekki lengur að leika við hana.  og smá saman fattaði hún þetta og hætti þegar ég sagði þessi orð. 

Svo finndu bara hvað hentar þér í þessu. 

Það er erfitt fyrir mig að segja hvort þessi leikur sé OF mikill eða ekki ef ég sé þau ekki.   En þu getur alltaf æft þig í að taka eftir hvernig þau hegða sig. Maður sér oftast hvenær það er leikur og hvenær það er alvara. 
Ef annar þeirra vælir og hinn hættir ekki getum við farið spá hvort það sé einelti í gangi eða ríflildi.   Oftast hætta þeir þegar kemur væl.

Endilega láttu mig vita hvernig þetta þroskast hjá þér. 

ps.  þetta með að fá sé annan hund.  hundur númer 2 verður líklega alveg eins og hundur númer eitt. Semsagt  með sömu góðu   OG  SLÆMU hegðun.   Þeir læra svo vel af hvor öðru.
svo þið sem eru að pæla í að fá ykkur einn í viðbót.. bara svarið þessu:

" viljið þið fá tvöfaldan skammt af þeim fyrri?"

Mjög gott er svo að vera ein með seinni hundinni stundum. td úti að labba með hann ein og æfa ein saman.  það styrkir sjálfstraustið hans. Þá verður meiri likur á að hann öðlast eigin persónuleika og ekki bara hermir eftir eldri hundinum. 

Heiðrún Klara Johansen, 15.11.2008 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fimm?
Nota HTML-ham

Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband