Leita í fréttum mbl.is

Hvað er yfirleitt helstu atriði sem tengist uppeldi hundsins sem fólk klikkar á?

Frábær spurning frá lesanda; 

En ég vill þakka þér fyrir þessa frábæru síðu sem þú skrifar á og ég ætla mér að lesa allar færslurnar þínar.
En eitt í viðbót,  hvað eru svona yfirleitt helstu atriði sem tengist uppeldi hundsins sem fólk klikkar á?
Kær kveðja, Diljá

 Helsta sem ég myndi segja er að fólk klikki á að er hrósa góða hegðun.  Það sést meira um að þau straffi slæma hegðun í staðin og "taki" ekki eftir góðri hegðun.


Hundar eru stanslaust að athuga hvað borgar sig að gera og við getum látið þá vita á tvenna vegu. Með því að verðlauna það sem var rétt og straffa það sem var rangt. Það síðarnefnda eru þeir miklu lengur að fatta.
 

Dæmi á að straffa það sem er rangt:
Það er eins og ef mamma þín vill að þú ferð inni í herbergið þitt, en getur ekki "sagt það í orðum" heldur verður að sýna þér hvað hún er að meina.  Það getur hún gert á tvenna vegu.
Lamið þig í þegar þú stendur í eldhúsinu, þangað til þú færir þig í annað herbergi. Ef þú ert heppin ferðu inní þitt herbergi, en ef þú ferð í stofuna lemur hún þig aftur. osfr. þangað til þú hittir óvart á að fara inni þitt herbergi. þá verðuru ekki lamin. Þá fattaru að þarna viltu vera, því þarna verðuru ekki lamin. 
Þetta er að kenna hundum með þvi að straffa þeim.  Oft gert.  Td þegar er verið að læra að labba við hæl. Fólk kippir í ólina í bak of fyrir og hundurinn meiðir sig stanslaust, og svo þegar hann er óvart við labbirnar þinar og labbar óvart við hælin þá kippuru ekki, þá lærir hann að hann "vill" hann vera þarna til þess að ekki fá óþægindi.
 
Eða svo er hægt að kenna með þvi að verðlauna góða hegðun;
mamma þínn vill fá þig inní þitt herbergi. Hún dobblar þig með í leik og sem gerir að þú vilt elta. Þegar þið eruð komin inní herbergi þitt, klappar hún og hrósar og gefur þér nammi. Þetta endurtekur hún oft og svo byrjar hun að segja orð áður en hún byrjar að leika og dobbla þig þangað. Þá eftir nokkur skipti fattar þú að þegar hún segir þetta orð þá áttu að fara inní herbergi til að fá nammið.
Eða leika við hundinn, láta hann elta nammið í hendina og hafa hendina við hæl stöðu þannig að hann labbar við hæl. Þá hrósar og nammi og athygli. Svo þegar hann óvart labbar of langt frá þér þá fær hann ekkert. (ekki nei eða skamm eða athygli... heldur ekki neitt. bara huns) Svo byrja aftur og þú verðlaunar þegar hann er við hæl. Þetta fattar hann fljótlega hvað sem rétti staðurin.

 
 
 
 
Svo er þetta með athyglina á slæma hegðun;
 
Dæmi er td gelt og væl.  Segum sem svo að hann er úti og leiðist og fer að finna sér eitthvað að gera. Það kemur vegfarandi framhjá og hann byrjar að gelta og urra á hann.  Eigandinn stormar út og "skammar" hundinn og tekur hann inn.
 Þetta er í raun að gefa athygli á slæma hegðun. Hann fékk verðlaun ( fékk að fara inn og leiðist ekki lengur) með þvi að gelta og urra. Hann mun prufa þetta aftur.
 Ef eigandinn passar  uppá að hundurinn byrjar aldrei að leiðast úti í garði, semsagt lætur hann ekki eyða of löngum tíma, þegar hundurinn er búin að þefa þá taka hann inn. Þá byrjar ekki þetta sem vandarmál.
Sama með væl, td væl heima í búrinu eða þessháttar. Ef eigandinn opnar búrið þegar hundurinn vælir, þá verðlaunar hann vælið. og hundurinn fattar að hann þarf að væla smá til þess að fá að koma út. 

 Athygli á góða hegðun;
En ef eigandinn bíður og í staðinn opnar þegar hundurinn tekur smá pásu frá væli eða gelti. (stundum bara til að ná andanum) þá er hægt að opna, og þá er verið að verðlauna að hann er rólegur og hljóður. Þá þegar þetta gerist nokkrum sinnum.. alltaf bara opnað þegar hann er ekkert að gelta eða vesenast þá lærir hann að hann þarf að bara að vera rólegur og bíða þá kemst hann út. 
 
Þetta er myndi ég segja leyndarmálið við hunda, verðlauna það sem þú vilt að hann endutekur og hunsa það sem þú vilt ekki sjá aftur.
Hundar gera bara það sem borgar sig.
Við verðum í hverju sinni að stoppa og hugsa  hvað það er sem hann vill akkurat núna þegar hann er að þessu sem hann er að gera.  Þá finnur maður oftast lausn á vandanum.


 Kveðja
Heiðrún

Ps.  Hef þú hefur verið að æfa hundinn með því að straffa þegar hann gerir rangt, og ætlar núna að byrja verðlauna góða hegðun og hunsa slæma...  þá ef þú núna byrjar að hunsa röngu, sem þú áður hefur straffað, mun hundurinn ekki taka það sem neikvætt að þú hunsar. Heldur bara hugsa.. "hjukkitt maaar... varð ekki *lamin*"  og nýtur þess að fá frið.
Svo þið, getið byrjað að verðlauna vel, góða hegðun, vinna í að fá góðan kontakt við hundinn, byrja að búa til gott samband, láta honum finnast ofsalega gaman að vera hjá ykkur. Kalla hann til ykkar og leika og gefa nammi og veita athygli. Gera þetta mikið þangað til hann er orðin vel háður svona góðu sambandi við ykkur. Þá frekar tekur hann eftir þegar þið hunsið... þá fer að hann að hugsa.. "heyyy þetta sem ég gerði, borgaði sig ekki þvi hún bara fór frá mér. "     Svo þegar hann gerir eitthvað annað sem er gott og þá fær hann fulla athygli og hrós  þá hugsar hann "yes.. þetta fýla ég.. ætla sko að gera svona aftur"

  Auðvita er ég bara að giska hvað hann sé að hugsa, en mér dettur í hug að eitthvað í þessa áttina geta þeir verið að hugsa, farið að pæla í honum, pæla hvað hann sé að hugsa. Stundum er mjög auðvelt að lesa hvað þeir eru að hugsa.
Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl

Mig langar til að spyrja þig varðandi sjálfstraust hunda, hvernig getur maður aukið hjá þeim sjálfstraustið varðandi aðra hunda, mín er svolitið hrædd þegar hún umgengst aðra hunda, hvað get ég gert til að hjálpa henni með þetta. endilega látu mig vita hvað ég gert gert

Gíslína Mjöll Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 16:44

2 identicon

Mjög áhugavert og skemmtilegt blogg:) Kíki hingað af og til. Mig langar til að æfa mig betur heima þetta með að hundurinn hlýði af því að hann langar til þess því hann fær þá hrós eða verðlaun, maður er alltof fastur í því að vera grimmur og nota "refsingu" (ljótt orð:) þá meina ég t.d. að kippa í tauminn, ætla prufa þetta að bakka)...

En ég er með spurningu líka. Ég er með ársgamlan Schafer sem hlýðir okkur nokkuð vel (pínu frekur og oft að testa okkur reyndar). En núna í sumar þegar hann var uþb 10 mán þá fór hann að sýna óæskilega hegðun. Hann byrjaði á því að gelta á ókunnuga, sérstaklega þá sem koma til hans og leyfa honum að þefa af sér áður en þeir klappa. Hann þefar af þeim og svo kemur eitt stórt gelt þannig að fólkir bakkar auðvitað og fer. Það skiptir ekki máli hvort þetta eru börn eða fullorðnir menn (ókunnugar konur hafa ekki sýnt áhuga á að klappa, hann er mjög stór hundur).

Hann gerir þetta ekki í hvert skipti, t.d. voru málarar hér úti og einn klappaði honum og hann sleikti hann bara, ég var inni en hundurinn úti og þeir voru að hittast í fyrsta skipti. Stundum getur fólk klappað en stundum kemur eitt stórt gelt en tvisvar sinnum komu nokkur gelt. Hann hefur aldrei bitið en við erum hrædd um að það gæti gerst ef þetta er mikill kvíði hjá honum og fólk kemur að honum þegar við erum ekki nálægt (hefur komið fyrir, t.d. úti í garði, við verslunina og í útilegu. Hann er mjög góður við okkur, fólk sem hann og við þekkjum og er undirgefinn við alla hunda, bara sleikir þá í framan og þá eru allir vinir hans.

Ég vil að ókunnugir geti klappað honum af því að ég vil vera örugg með hann og ekki þurfa að hafa stanslaust auga með honum og áhyggjur af honum. Við tókum ákvörðun um að leyfa fólki ekki að klappa eftir að þetta kom til en ég er viss um að það séu til einhver ráð. Undanfarna viku höfum við t.d. farið út úr húsi og ókunnugir gefa honum að borða. Það hefur gengið mjög vel enda virðist þetta vera bundið við það að fólk komi nálægt honum og láti hann þefa af sér og vilji síðan klappa. Mér datt í hug að vera alltaf með nammi á mér í göngutúr og ef fólk vill koma til okkar að það geti gefið honum nammi áður. Hef ekki hugsað framkvæmdina nánar en kannski getum við gert það á svipaðan hátt og með matinn hans.

Getur þú hjálpað okkur eitthvað? :) Gefið ráð eða giskað á hvað það er sem hann er hræddur við. Kannski er hann að verja hópinn sinn... Við höfum alltaf sýnt honum hver er foringinn, erum vön því að gera ýmsar flokksæfingar ef svo má segja, hann fer alltaf á eftir okkur inn og út um útidyrahurðir og aðeins ef honum er boðið, hann borðar þegar búið er að segja gjörðu svo vel, sefur í búri og fer úr því þegar honum er boðið ásamt því að gera ýmsar hlýðniæfingar.

Með fyrirfram þökk

Íris 

Íris (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 12:48

3 identicon

hæhæ, æðisleg síðan mjög áhugavert að lesa greinarnar, ég var að lesa um þessa sítrónu/loft hálsól sem á að stoppa geltið... veistu hvar er hægt að fá svoleiðis og hvað hún kostar cirka?

Sara Björg (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 20:57

4 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

sæl Sara Björg.

 Held þú getur nálgast þessi bönd í dýrabúðum eða dýraspítala sem hafa smá vörur líka. Annars er bara að gúúgla og kaupa að útan. En ódyr eru þau ekki, svo endilega reyndu að fá til hlýðni á venjulegan hátt fyrst.
Ekkert vísst að þetta lagar vandarmálið.. En það getur gert það.. það er bara mjög svipað og fer eftir hundinum.

gangi þér vel:)

Heiðrún Klara Johansen, 15.9.2008 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og sjö?
Nota HTML-ham

Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband