Miðvikudagur, 10. mars 2010
Hundar þurfa að hafa garð?
Þetta hefur ávalt verið draumurinn að eiga flott hús með góðum inngirtum garði þar sem hundurinn fær að hlaupa um frítt, þefa, gera þarfir sínar og leika.
Margir nota þetta sem ástæðu fyrir að fá sér hund, því við eigum svo góðan garð fyrir hundinn.
Það er jú frábært að eiga garð. En þurfa hundar að hafa garð?
Við sem erum með garð verðum að hafa nokkra hluti í huga..
Margir sem eiga hund og erum með góðan inngirtan garð, eiga það til að misnota garðinn of mikið. Semsagt að garðurinn verður staðurinn sem hundurinn fær sína mestu útiveru. Einn úti í garði.
Hundar eru félagsverur og vilja vera með flokknum sínum. Þeir hafa ekki gaman að því að vera einir úti í garði. Þeir hafa gaman að því að kíkja út, gera þarfir sínar "lesa dagblaðið" athuga hvað var að gerast síðan síðast. Þetta alt tekur nokkrar mínótur, svo langar honum að koma til okkar aftur.
Ef þið leyfið honum það ekki, semagt að hann á að viðra sig meira einn úti í garði, þetta á líka við þá sem eru settir út í band, þá fara þeir að skoða það sem er fyrir utan garðinn. Þeir spá í hljóðum og öðru fólki og dýrum. Byrja, sér til skemmtunar að gelta á umferðina, á eitthvað sem þeir sjá. Kannski kött eða fulg eða barn.. hvað sem er í raun.
Þetta verður af ljótum vana og þið búið til hund sem geltir á alt og alla. Varð hundurinn semsagt.
Hans hugsun með þetta altsaman er örugglega sú að hann á að vera hérna úti, afhverju? jú ætli það sé ekki til að verja flokkin?! og það job tekur hann með gleði.
En flestir þurfa ekki varðhund svo það getur verið gott að hafa þetta í huga, þegar hundurinn er settur útí garð.
Fylgist með honum og þegar hann er búin að gera þarfir sínar og þefa smá, á hann að fá að koma inn.
Svo farið þið út að labba með hundinn eða farið með hann þar sem hann má vera laus og þar á hann að fá sína útrás.
Önnur ástæða fyrir því að hafa ekki hundinn mikið einan úti er að skemma ekki flokktilfininguna sem hann er með. Að vilja vera hjá ykkur. Ef hann venst því að vera einn úti og byrjar að finnast það alt í lagi, þá fær hann sjálfstæði sem við viljum ekki endilega að hann sé með. Því þá er inkallið orðið verra. Því afhverju á hann að koma? Hann er nú vanur að vera einn. Afhverju borgar sig að koma? Hann er upptekin við að gera sitt.
Ég varð svo heppin að flytja í hús með inngirtum garði, og það tók Lunu um 5 daga að hætta að finnast garðinn spennandi. Núna rétt hleypur hún út að pissa og kemur strax inn aftur. Svona fljótt eru þeir að fá leið á garðinum. Það er nátturlega ekkert mikið nýtt spennandi þar. Svo þessi garður verður mjög fljótt partur af heimilunu.
Þeir hafa þörf fyrir það að fá sína hreyfingu.
Garðurinn á að vera plús, ekki í staðin fyrir labbitúra og útiveru saman með ykkur.
Svo þið sem eruð með ofsalega stóran garð, og eru að leika og gera æfingar í garðinum. Þá vil ég benda á að einnig er sniðugt að leika og gera æfingar, sérstaklega innkallsæfingar fyrir utan garðinn. Semsagt á stöðum sem er truflun og umhverfi sem hann kann ekki utanað. Því garðurinn ver svo óspennandi svo athyglinn er öll á ykkur og þið eruð það stæsta og mest spennandi einmitt þá.
En ef þið farið á nýjan stað og gerið sömu æfingu þá sjáið þið að athyglin er ekkert endilega á ykkur.
Og það er jú einmitt í erfiðum aðstæðum þar sem við þurfum að láta inkallið virka vel. Þessvegna verðum við að æfa í þannig aðstæðum.
Svona í lokin vil ég minna á facebook grúppana
Hundahlýðni bloggið hennar Heiðrúnar
ég sendi skilaboð til allra sem eru fans þegar ég hef skrifað nýja færslu, þannig fáið þið strax að vita
Einnig vil ég minna á að hrósið er það mikilvægasta sem virkar á hundinn til að fá hann til að vinna góða vinnu. Og hrós virkar líka best á mig, svo hint hint... endilega kommentið um hvað ykkur finnst:)
Kveðja
Heiðrún & Luna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Kæri Tómas Oddur - varðandi að hunsa hundareglur
- Hvolpar og hátíðarnar
- Skulum ekki banna fleiri hundategundir...
- hundaþjálfara nám.
- Hversu oft á viku æfiru hundinn?
- Sumir lausagöngu hundar kunna ekki að lesa....
- Spurning frá lesanda. - Sveitahundar
- Páska æfingar
- Innkall
- Fyrsti hvolpurinn/ einkatími
- Taumganga.
- Hundar þurfa að hafa garð?
- Hvernig hundaþjálfari viltu vera?
- Spurningar frá ykkur
- Þeir vilja banna hundahald á Akranesi! (??)
Eldri færslur
- Júní 2012
- Desember 2011
- Ágúst 2011
- Janúar 2011
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Spurning vikunar
Tenglar
Námskeið
- Taumganga stutt námskeið til að læra taumgöngu og ná sambandi við hundinn úti
- Fyrsti hvolpurinn/einkatími hægt er að panta mig í heimsókn til að fræðast um hvolpinn.
- Innkall Auðveldar æfingar til að bæta innkallið.
Athugasemdir
Finnst þetta frábært hjá þér, góðir punktar í hverri færslu sem hægt er að nýta sér :) keep up the good work ;)
Eva Björk Sigurborgardóttir (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 09:00
Sæl Heiðrún, ég er með 5 mánaðar labrador sem er alveg yndislegur, hann er farin að hlusta á allar þessar skipanir ,sestu,leggstu,gerðu svo vel, kyrr og einnig finnst gaman að leita að hlutum, en að ganga við hæl er bara ekki til í hans heimi, þegar hann fer út, þá er hann alltaf eins og lömbin sem fara út í fyrsa skiptið á vorin, og ég tek það fram að hann fer mikið út og ég tek hann upp í 4 gönguferðir á dag, ekki langar, en það er hann sem er úti að labba með mig en ekki ég hann, er búin að prófa allt... lumar þú á einhverju fyrir mig ? ég er búin að reyna að þjálfan hann með að ganga við hæl í 2 mánuði, búin að fara með hann á hvolpanámskeið en það skilaði engu, það sem ég lærði þar virkar bara ekki á hann.... Kv
Inga (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 09:00
Duuuuugleeeeg stelpa :)
Iris syss (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 09:56
Rosa fìnt hjà þèr:) Allt sem þù segir er satt og èg er þà hèr með bùin að skemma hundinn minn:( Hùn var mikið ùti ì garði ì bandi þegar hùn var lìtil,fer reyndar aldrei nùna, en hùn geltir à allt og alla og er alveg òþolandi!! Hùn hættir svo ekkert að gelta,sama hvað èg geri! Arg. Hùn Katla er kjà nagormur!:)
Katrìn (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 10:16
Sæl,
Takk fyrir bloggið. Ég hugsa oft til þín og ráðlegginga þinna. Kanó er ekki jafn hlýðinn og hann var á námskeiðinu í haust. Hann á illa með að hlýða og allt það sem hann var orðinn svo “góður” í er alveg fokið út um gluggann. Hann togar endalaust þegar við förum í göngutúr og komumst varla úr spori því við “bökkum” svo mikið en það endar ávallt með að harkan er tekin í þetta þótt maður vill það ekki. þá er hann skammaður og látinn sitja í smá stund áður en haldið er af stað aftur. Ég veit ekki hvort þetta sé rétt aðferð en hann er orðinn svo stór og sterkur að maður ræður varla við hann þegar hann tekur sér stefnu. Við Kjartan eru mjög líklega komin á villigötu með þetta uppeldi okkar L Við fluttum um áramótin og breytingin sem varð held ég hafi verið visst áfall fyrir hann því hann snarbreyttist við að flytja með okkur austur í Egilsstaði. Þetta er ekki endilega svona forvitnis-að kanna nýtt umhverfi- atferli heldur svona breyting á persónu.
En þetta með garðinn er alveg rétt.. þetta er hans svæði en honum þykir mjög skemmtilegt að fylgjast með öllu sem er utan garðsins t.d. leikskóli hér rétt hjá, þótt ég reyni að hleypa honum strax inn og hann biður um það.
kær kveðja og kvitt kvitt
Anna Lóa (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 11:04
Oh.. gaman að fá svona komment:)
Svar til Ingu: Ég er einmitt að spá í að hafa halda námskeið, þar sem ég ætla bara að taka fyrir hæl göngu og það að láta hann ekki toga í bandið. Ertu nokkuð í Reykjavík eða nágrenni?
sendu mér línu á nala7979 att hotmail.com
Svar til Önnu Lóu: Þið voruð nátturlega að flytja á tímanum sem hann var að breytast yfir í unghund, táningatímabilið. Það er mjög erfitt að breyta um heimili og líf á þessum tíma og bara misjafn hvernig hundar takast á við það. Það getur alveg vel verið að hann hefur fundið fyrir stressinu í ykkur og þar af leiðandi orðið smá taugaveiklaður. Reynið bara að búa til rútinu sem hann byrjar að þekkja, alltaf á sama tíma að fara út að labba. Labba þá kannski sama hringinn oftar í smá tíma og svo hægt og rólega farið að kanna nýja staði. Vonandi gengur það sinn gang.
Svo hvað varðar gönguna hjá ykkur. Annað hvort eruð þið ekki það dugleg að stoppa og bakka, sem ég efast um, því þið voruð nú dugleg á námskeiðinu, en vitið þið með ykkur að þið eruð ekki að gera það alveg 100% rétt? ef þið eruð að sluksa og leyfa honum stundum að toga þá eruð þið að skemma ykkar vinnu. Svo metið það sjálf hvort þið gerið alveg rétt.
Nú ef það er ekki að virka og hann togar hvort eð er, svo þá er spurning um að fara beita smá hörku í þessu. En maður vill nú forðast það eins mikið og hægt er, og ég get svo sannarlega ekki útskyrt með orðum hvernig það er gert. En það þarf að vara frekar brútal en mjög stutt leiðréttning. Als ekki stanslaust kipp í tauminn ef þið vitið hvað ég á við.
En í staðin langar mér að þið prufið eina jákvæða aðferð. Ef hann er komin með áhuga á nammi þar að segja. Það er í hvert skipti sem hann togar í bandið þegar togið byrjar segið þið "HEY" og gefið honum nammi. Semsagt hann fær nammi fyrir að toga. Eftir etthvern tíma bindur hann það að toga sé að fá nammi og þegar hann togar er markmiðið þá að hann automatiskt hættir að toga til að koma til ykkar til að fá nammið. Skiljið þið?
en ég hef nú ekki persónulega prufað þessa aðferð, ég las um hana hjá Turið Rugaas sem er mjög þekktur hundaþjálfari úti í heimi.
Þið getið prufað, ef það virkar ekki þá er enginn skaði gerður.
Kveðja
Heiðrún
Heiðrún Klara Johansen, 10.3.2010 kl. 11:49
Sæl Katrín.
Já ég er samt ekki viss um að Katla byrjaði á þessu BARA út af garðinum. Hún er svolitið þessi persóna líka. Svo ekki halda að það var bara ykkur að kenna. En eins og þú segir þá er hún ekki lengur eins mikið ein úti og það er bara frábært. Það er bara um að gera að mínka tækifærin sem hún hefur að standa og vakta, þá kannski hverfur þessu hegðun hægt og rólega.
Heiðrún Klara Johansen, 10.3.2010 kl. 11:52
Takk fyrir svarið :) Við reynum þetta... prufum strax núna í hádegisgöngunni :)
Anna Lóa (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 12:11
Frábær færsla hjá þér eins og alltaf :) Bíð spennt eftir næstu!
Sunna (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 12:57
Frábært. Alveg sammála. Minn hundur vill alls ekki vera einn úti. Kemur alltaf strax inn þegar hann er búinn að gera sitt. Átti annan hund áður sem dó úr flogaveiki og hann hafði ég bundið úti af og til enda lærði hann að gelta á allt og alla. Þessi sem ég á núna geltir aldrei. Út að ganga saman og leika saman, það er það sem er best.
Sirrý Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 19:31
Hæ frábært innlegg í alla hundaumræðu. Hvað áttu við með "inngirtum garði" ? k
kristin jonsdottir (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 19:35
Sæl Kristín.
Takk fyrir það. Inngirtur garður er bara garður sem er búið að girða í kringum svo hundurinn komist ekki út:)
Heiðrún Klara Johansen, 5.3.2012 kl. 19:40
oft verið talað um "afgirtann garð" en ekki "inngirtann garð", málvenju-villur, stafsetningarvillur og þágufallssýki eru svo áberandi í greinarskrifum þínum að það er næstum erfitt að komast í gegnum skrifin þín, sem eru samt svo frábær, upplýsandi og góð, en geysilega erfitt er að skilja skrifin þín svo vel sé, vegna fjölda málfars -skrif og starfsetningarvillu.
kristin jonsdottir (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 20:05
Sæl Kristín. Já ég veit það. Ég hef búið erlendis í 14 ár og íslenskan mín er því miður ekki sú besta. En ég er að bæta mig og læra á hverjum degi:) Ég byrjaði að skrifa á þessu bloggi fyrir um 5 árum síðan.
Heiðrún Klara Johansen, 5.3.2012 kl. 20:11
Fyrirgefðu Heiðrún.
Kristín það er ekki rétt að setja úr á skrif fólks, það eru margir sem tjá sig sem eru lesblindir og geta ekki áttað sig á hvað er rétt og hvað er rangt. Mér finnst aðalatriðið að fólk geti tjáð sig án þess að fá athugasemdir.
Þakka þér fyrir skrifin Heiðrún það er alltaf fróðlegt að lesa hjá þér.
Ásgerður Einarsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 15:33
Frábær grein Heiðrún, ég vildi að ég hefði lesið hana áður en ég fór að nota garðinn svona mikið fyrir hundana mína sem fara þó mikið í göngutúra líka. Ég er einmitt þessi sem hugsaði um húsið með garðinum sem ég mundi eignast og þá loksins hinn langþráða hund með.
En svo verð ég að kommenta á orð Kristínar um málfar þitt. Ég verð nú bara að vera mjög svo ósammála varðandi gangrýni á skrif þín, sjálfri finnst mér þau mjög skýr og skilmerkileg. Enda ekki um ritgerð eða skólaverkefni að ræða sem mundu eflaust fá yfirferð oftar en blogg. Bara óköp skiljanleg íslenska sem ég ímynda mér að flestir sem eru læsir á okkar yndislega tungumáli ættu að skilja án þess að sjá sig knúna að setja út .
Svo vil ég bara þakka þér að vera með svona frábæra síðu sem er á sama tíma fróðleg og frábærar ókeypis upplýsingar.
Kær kveðja
Sigga Lára
Sigga Lára (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 23:19
Hæ hæ,
Takk fyrir gott hrós :))
Heiðrún Klara Johansen, 27.6.2012 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning