Mánudagur, 19. apríl 2010
Sumir lausagöngu hundar kunna ekki að lesa....
... og þar af leiðandi vita ekki að þeir meiga ekki vera lausir.....
Það er einn hundur sem er alltaf laus, ég hef skýrt hann Don Juan. Hann er lausagöngu hundur númer 1 hérna í bænum. Hann á það til að finna ALLAR lóðar tíkur í borginni, eða allavegana árbæ og breiðholt og hangir fyrir utan í vonum að fá sér eitthvað.
Hann var fyrir utan hjá okkur í 3 daga meðan Luna mín var að lóða og hundaeftirlitið kom en þá vissi hann nú að best var að fela sig vel. Svo þeir sáu hann aldrei.
Ég hef svo séð hann reglulega á Geirsnefi eftir það. Séð hann tölta um og þefa af öllum. Lætur engan mann ná sér og svo þegar hann hefur skoðað svæðið töltir hann elliðarárdalinn heim á leið. hvar sem hann nú á heima.
Hann hlítur að eiga heima eitthverstaðar því hann lítur vel út og fær greinlega nó að borða.
Luna mín er svarti og hvíti Border collien i myndinni. Don Juan er gulur með stóra blesu í andliti.
Gæti nú alveg sagt að hann lifir góðu og frjálsu lífi
Ætli hann þrífur upp eftir sig?
Kvartað yfir lausagangi hunda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Kæri Tómas Oddur - varðandi að hunsa hundareglur
- Hvolpar og hátíðarnar
- Skulum ekki banna fleiri hundategundir...
- hundaþjálfara nám.
- Hversu oft á viku æfiru hundinn?
- Sumir lausagöngu hundar kunna ekki að lesa....
- Spurning frá lesanda. - Sveitahundar
- Páska æfingar
- Innkall
- Fyrsti hvolpurinn/ einkatími
- Taumganga.
- Hundar þurfa að hafa garð?
- Hvernig hundaþjálfari viltu vera?
- Spurningar frá ykkur
- Þeir vilja banna hundahald á Akranesi! (??)
Eldri færslur
- Júní 2012
- Desember 2011
- Ágúst 2011
- Janúar 2011
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Spurning vikunar
Tenglar
Námskeið
- Taumganga stutt námskeið til að læra taumgöngu og ná sambandi við hundinn úti
- Fyrsti hvolpurinn/einkatími hægt er að panta mig í heimsókn til að fræðast um hvolpinn.
- Innkall Auðveldar æfingar til að bæta innkallið.
Athugasemdir
Eigendur hunda þurfa helst að vera læsir. Ekki hundinum að kenna þó hann leggist í flæking þegar umhirðu umsjónarfólks þrýtur. Því fylgir ábyrgð að tak að sér hund, eða önnur dýr til umsjónar.
Stefán Lárus Pálsson, 19.4.2010 kl. 23:31
Já það er alveg satt hjá þér Stefán. Það er alveg kostur að eigendur kunni að lesa....
Heiðrún Klara Johansen, 20.4.2010 kl. 11:10
Sæl,
Mig langaði til að spyrja þig að einu. Þannig er að ég á Labrador hund sem er alveg að verða 1 árs. nú er ég nýbúin að fá þær niðurstöður að ég sé með hundaofnæmi enda búin að vera með horið lekandi í 2 mánuði. Ég er alveg miður mín yfir þessu og get varla hugsað mér að láta hann frá mér.. en ég verð hins vegar að hugsa um heilsuna og neyðist til þess. Við erum búin að fá heimili fyrir hann í sveit hjá góðri fjölskyldu. Mig langar svo rosalega til að fá að heimsækja hann eitthvað í sumar. En einhver sagði mér að það væri ekki sniðugt fyrir hundinn að hitta okkur aftur... er eitthvað til í því? Veistu það?
Kær kveðja og takk fyrir fróðlega síðu..
Hrund (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 20:55
Sæl Hrund.
Þetta er ávalt leiðinlegt, ég hef sjálf þurft að gefa hund þegar ég flutti aftur heim til Islands.
Ég er bara ekki viss hvað er best, en ég held að ef honum líkar vel þarna í sveitinni þá hefur hann alveg gaman að því að hitta ykkur aftur. En það væri eflaust sniðugt að láta smá tíma líða fyrst um sinn.. en annars veit ég ekki alveg.
Hundar lifa mikið í núinu og ef núið er mjög fínt og gaman, þá hafa þeir það gott.
Segðu bara sveitafólkinu að veita honum mikla athygli til að byrja með og æfa hann annað slagði. leika við hann og þessháttar. Svo hann verði ekki strax bara einn úti á túni. Svona þannig að hann fái það sama ca og það sem hann hefur hingað til verið vanur.
kv.
Heiðrún
Heiðrún Klara Johansen, 28.4.2010 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning