Leita í fréttum mbl.is

Fyrsta bloggið um hunda...?

Ég vil byrja á því að kynna mig aðeins.

Ég er 28 ára gömul og uppalin í sveit. Þó svo við ættum hunda þegar ég var lítil í sveitinni þá get ég ekki sagt að ég hafi kynnst hundum fyrr en þegar ég eignaðist minn fyrsta hvolp, border collie hundinn Tommy. Fór með hann á námskeið og þá vaknaði þessi svakalegi áhugi á hundum og hlýðniæfingum.
Ég keypti bækur og las og las og las....

Svo seinna þegar ég flutti til Oslo fór ég að vinna á hundaskóla. Ég byrjaði þar sem aðstoðarhundakennari og lærði alveg rosalega mikið um hvernig á að fara að því að tala við hunda svo þeir skilji.
Þar fékk ég mér aftur hund og hét hún Cille, líka Border Collie enda alveg rosalega gáfuð og flott hundategund.

Tilgangur minn með þessu bloggi er að skrifa um það sem ég kann. Frá fyrsta degi þegar þú ferð að velja þér hvolp til fullorðins hund.

Ég vil taka fram að ég hef ekki lært það sem ég skrifa hér í skóla, heldur bara lesið í bókum og lært þar sem ég var að vinna. Einnig er mikið af því sem ég mun skrifa hér það sem ég hef uppgötvað sjálf. Svo ef þú lest eitthvað sem þú ert ekki sammála máttu alveg koma með athugasemd.

Ég er algjörlega á móti að refsa hundum þegar þeir gera eitthvað "rangt" ég trúi ekki á að "taka í hundinn" til að siða hann til.
Ég tel að það sé hægt að kenna hundum góða hlýðni með því einu að nota athygli, hrós og nammi.
Þegar hundurinn gerir eitthvað sem við viljum ekki að hann geri aftur, þá er einfaldlega tekið burt þetta þrennt (fyrir hundinn eru skammir athygli).

 

Ég mun útskýra þetta nánar í næstu bloggfærslum.

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband