Föstudagur, 15. júní 2007
Mikilvægt að klippa klær og bursta tennur reglulega.
Ef þú hefur ekki efni á að fara til dýralæknis og láta svæfa eða róa hundinn til að klippa klærnar reglulega þá er eitt sem þú verður að gera frá því hann er lítill hvolpur.
Það þarf ekki að klippa klærnar á hvolpum... ekki fyrr en svona 6 til 8 mánaða gömlum. En þá er of seint að venja þá við.
Hundar eru asnalega mikið hræddir um lappirnar sínar. Til þess að mega klippa klærnar í framtíðinni verðurðu að byrja á því þegar hann er lítill.
Svo fáðu þér hundaklippur "strax í dag" ( hehe ala vörutorgs gaurinn óþolandi).
Byrjaðu svo að "klippa klær" það er ekkert að klippa en takið smá af og svona þykist klippa þegar þið eruð að kúra. Þarf ekkert að taka allar í einu en bara smá í einu. Þá venst hvolpurinn að þið séuð að atast í loppunum og verður ekkert að stressa sig yfir þessu.
Svo er mjög gott að gera þetta oft þá minnka þær smám saman, sko "bleika" svæðið sem ekki hægt er að klippa í. Ef nöglin er hvít þá sést vel þetta bleika svæði og ALLS EKKI KLIPPA Í ÞAÐ. Ef þú gerir það er það mjög vont og mun hvolpurinn aldrei treysta þér aftur með neglurnar, svo farðu varlega.
Þetta bleika svæði dregur sig til baka eftir því sem þú klippir oftar. En ef þú klippir sjaldan þá vex það til að verða lengra og lengra svo það verður ekkert hægt að klippa... en samt klærnar ofsalega langar.
Klærnar fara ekki vel með parketið svo það er mjög gott að hafa bara klippurnar á sófaborðinu og klippa eina eða tvær neglur þegar verið er að kúra
Meira um hvernig á að klippa klær finnur þú hér
Ég var einu sinni með hvolp og gerði þetta ekki. Ég hafði ekki efni á klippum...(það var afsökunina mín).
Svo þegar hvolpurinn var orðinn 8 mánaða þurfti ég að fara að klippa, fékk mér klippur og allt og fór að reyna. En það gekk ekki mjög vel, henni fannst mjög asnalegt að hafa mig fiktandi í löppunum sem ég hafði aldrei gert áður og dró þær alltaf til sín. Svo ég fór að múta henni með nammi og gat þá klippt smá. En svo klippti ég aðeins í það bleika eða eitthvað svo hún vældi smá og kippti til sín löppinni. Eftir það mátti ég aldrei klippa. Þetta var orðið svaka vandamál.
Hefði ég bara gert þetta frá byrjun þá hefði þetta verið ekkert mál.
Fikta í löppunum og klónum þegar er verið að kúra.. getur nuddað þær svo hvolpinum finnist þetta bara gott, þá kemur eitthvað jákvætt úr þessu.
Þetta gildir líka um eyrun og munninn. Verið oft að fikta í eyrunum og munninum svo hann venjist þessu líka. Dýralækninum mun líka vel við það.
Ef þú ætlar að sýna hundinn er venjan að dómarinn kíki á tennurnar, þá á hundurinn að leyfa ókunnugum að koma við þær.
Bursta tennurnar? Jú jú... núna er það komið í ljós að maður á að bursta tennurnar og er sagt svona 3 - 4 sinnum í viku. Þá virkar fínt svona barnatannbursti og til er hundatannkrem í dýrabúðum en það er ekki nauðsynlegt, það er ekki sannað að hundatannkrem hafi jákvæð áhrif en það er ekki búið að afsanna það heldur, svo fylgist bara með hvað þeir segja um þetta mál i framtíðinni. Að bursta er mikilvægt en það má ekki nota okkar tannkrem því hundarnir gleypa tannkremið og það er ekki hollt fyrir þá.
Þið sem eruð með ketti eigið líka að bursta í þeim tennurnar reglulega.
Meira um að bursta tennur finnur þú hér
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Kæri Tómas Oddur - varðandi að hunsa hundareglur
- Hvolpar og hátíðarnar
- Skulum ekki banna fleiri hundategundir...
- hundaþjálfara nám.
- Hversu oft á viku æfiru hundinn?
- Sumir lausagöngu hundar kunna ekki að lesa....
- Spurning frá lesanda. - Sveitahundar
- Páska æfingar
- Innkall
- Fyrsti hvolpurinn/ einkatími
- Taumganga.
- Hundar þurfa að hafa garð?
- Hvernig hundaþjálfari viltu vera?
- Spurningar frá ykkur
- Þeir vilja banna hundahald á Akranesi! (??)
Eldri færslur
- Júní 2012
- Desember 2011
- Ágúst 2011
- Janúar 2011
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Spurning vikunar
Tenglar
Námskeið
- Taumganga stutt námskeið til að læra taumgöngu og ná sambandi við hundinn úti
- Fyrsti hvolpurinn/einkatími hægt er að panta mig í heimsókn til að fræðast um hvolpinn.
- Innkall Auðveldar æfingar til að bæta innkallið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning