Fimmtudagur, 9. ágúst 2007
Könnun..
Langar að spyrja þig, lesanda nokkurra spurninga, bara til að vita svona meira hvað fólk gerir.
- Áttu hund?
Ef já þá máttu halda áfram að svara. - Hvaða tegund og aldur er á hundinum?
- Hvað ferðu oft með hann út að labba á dag?
- Hvað eruð þið lengi úti að labba í hvert skipti?
- Hvað fær hundurinn oft á viku að hlaupa alveg frítt og virkilega taka á sprett?
- Hvað fær hundurinn að borða?
- Hversu oft fær hundurinn að hitta og leika við ókunnuga hunda?
- Tekur þú upp skítinn?
- Ert þú ánægð/ur með hundinn þinn? Eða er hann með hegðunarvandamál, ef já, hvað?
- Ert þú dugleg/ur að kenna hundinum hlýðni og siða hann til?
Svo í lokin, hvað viltu að ég skrifi um? Eitthvað sem þig langar að vita?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Kæri Tómas Oddur - varðandi að hunsa hundareglur
- Hvolpar og hátíðarnar
- Skulum ekki banna fleiri hundategundir...
- hundaþjálfara nám.
- Hversu oft á viku æfiru hundinn?
- Sumir lausagöngu hundar kunna ekki að lesa....
- Spurning frá lesanda. - Sveitahundar
- Páska æfingar
- Innkall
- Fyrsti hvolpurinn/ einkatími
- Taumganga.
- Hundar þurfa að hafa garð?
- Hvernig hundaþjálfari viltu vera?
- Spurningar frá ykkur
- Þeir vilja banna hundahald á Akranesi! (??)
Eldri færslur
- Júní 2012
- Desember 2011
- Ágúst 2011
- Janúar 2011
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Spurning vikunar
Hvað æfir þú oft hundinn vikulega?
Tenglar
Námskeið
- Taumganga stutt námskeið til að læra taumgöngu og ná sambandi við hundinn úti
- Fyrsti hvolpurinn/einkatími hægt er að panta mig í heimsókn til að fræðast um hvolpinn.
- Innkall Auðveldar æfingar til að bæta innkallið.
Athugasemdir
já
Elsa (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 22:50
sæl og takk fyrir góða pósta :)
Mig langar til að spyrja þig hvenær þér finnst vera gott að byrja á að venja hvolp á að vera í búri þegar hann er einn?
Við erum með 3ja mánaða labrador .. og höfum verið að prufa að setja hann í búrið sitt, og fara út í smátíma. Um leið og við löbbum út fer hann yfirleitt að gelta stanslaust.
Ég hef líkað prufað að þykjast fara út en vera hinumegin við vegginn og hlera, og um leið og hann byrjar að gelta slæ ég soldið fast í hurðina. Þetta virðist virka tímabundið, en svo byrjar hann aftur eftir einhvern tíma.
Erum við að byrja of snemma, eða er einhver aðferð sem virkar betur?
Sigurjón Jónsson (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 11:58
buin að svara þér Sigurjón. sjáðu siðastu færslu
Heiðrún Klara Johansen, 29.8.2007 kl. 14:53
1. Já, ég á tvo
2. Báðir eru Chihuahua, annar er 2 ára og hinn er 6 ára.
3. Einu sinni á dag.
4. Yfirleitt í svona hálftíma til klukkutíma.
5. Mjög sjaldan.
6. Chihuahua þurrmat og stundum mannamat
7. Ekki nógu oft.
8. Já, alltaf.
9. Mjög ánægð, en sá eldri er svolítið erfiður í uppeldi. Fékk hann fyrir nokkrum mánuðum og hann á það til að bíta
10. Já, ég reyni að vera dugleg við það. En mætti gera meira af því. Þetta eru víst ofdekruð grey hjá mér
Endilega skrifa um það sem liggur þér á hjarta
Lovísa , 30.8.2007 kl. 11:50
Loksins fann ég bloggið þitt aftur :)
1. Já, marga.
2. Blandaðir. Einn lítur út eins og smávaxinn íslenskur nema eyrun lafa, einhver svona fjárhundatýpa. Ein tík er einhvers konar terríer, pulsuhundaleg, með skegg, mjög tens týpa. Tvær eru einhvers konar schäfer-blanda, önnur samt meira schäfer-look, hin stutthærðari og veiðihundalegri. Ein önnur er svona týpísk terríer. Fimm eru börn þess fyrsta og þeirrar síðustu; 3 þeirra eru með terríerlookið, 2 með pabbalookið, önnur af þeim hálfgerður dvergur. Skapgerðin virðist vera í samræmi við útlitið; terríerlookið er með terríerskapgerð, hinir stutthærðu með skapferli pabbans og ekki eins viðkvæmir karakterar.
3., 4., 5.: Ég fer ca 2svar/dag út að labba með hund, oftast með þann fyrstnefnda, stundum með pulsuterríertíkina. Þá er ég að fara að flytja til asnana mína. Hundurinn sem ég tek með í það skiptið fær að hlaupa frjáls allan tímann, korter hálftími yfirleitt. 4-5 litlir hundar eru alltaf lausir í stórri girðingu, ca 3-500 fermetrar, einn er festur við 20 metra langan vír og getur hlaupið fram og til baka fyrir utan hundagirðinguna, svo leysi ég hann auk þess ca hálftíma á dag og hann hleypur um og með hinum hundunum. Ein af þessum 4-5 kemst reyndar í gegnum girðinguna og er því alveg frjáls. Fer samt ekki langt frá hinum. Stærstu hundarnir, systurnar, eru heima, bundnar annað hvort inni eða úti í garði, ef úti í garði þá eru þær festar við ca 10 m langan vír svo þær geta aðeins hreyft sig. Einu sinni til tvisvar (stundum oftar) hleypi ég þeim (og stundum 2-3 í viðbót) lausum úti í garði og þar hlaupa þær endalaust í eltingarleik á milli runna og steina. Læt þær hlaupa þangað til þær nenna ekki meiru og fara inn sjálfar. Þær þyrftu samt aðeins meiri hreyfingu. Litlu hundarnir sem eru heimavið fá að snattast lausir úti í garði stóran hluta úr degi. 2 af þeim sem eru í hundagirðingunni (strákarnir) þyrftu helst að hreyfa sig aðeins meira. Get samt ekki hleypt þeim lausum í skógarferðir því þeir gætu verði skotnir.
6. Fyrst gaf ég þeim dýrasta þurrfóðrið sem fékkst hjá dýralækni. Þá safnaðist mikið af tannsteini svo tennurnar voru að detta úr einum hundinum. Síðan fór ég að gefa þeim blöndu af raw-food (hrátt kjöt - kjúkling, svín, stundum innmat) og soðnu kornmeti og grænmeti (hrísgrjón, pasta, spínat, kartöflur, gulrætur, kál, olífuolía/kornolía, smá hnetur, stundum hvítlauk, stundum hunang, stundum edik, matarafgangar ... nýfarin að bæta stundum eggjum út í). Prófaði svo að fara að sjóða kjötið - það var ekki næstum eins vinsælt svo ég er aftur farin að gefa hrátt kjöt (og grænmetisgrautinn). Gef þeim hrá bein að naga eins oft og ég kemst yfir slíkt. Gef aldrei dósamat, enda ódýrara að kaupa venjulegt kjöt sem er líka betra. Gef stöku sinnum þurrmat ef hitt klárast. Gef þeim af hundunum sem vilja ávexti og ferskt grænmeti. 2 sem vilja svoleiðis. Olífur líka vinsælar að narta í á olífutímabilinu. Fíkjur vinsælar hjá sumum.
7. Þessir tveir sem fara með í ´labbitúrana´ hitta stundum hunda, aðallega bara einn hund. Hinir hundarnir fá ekki að hitta hunda af því þeir fara ekki út fyrir landareignina. Verra er að þeir hitta heldur ekkert fólk, og eru því flestir smeykir við fólk.
8. Tek ekki upp skítinn, nema þeir skíti á óheppilega staði. Hreinsa skít úti í garði og í hundagirðingu öðru hverju. Hundarnir skíta alltaf á sama stað, sem lengst frá þar sem þeir halda til og/eða borða.
9. Ég er almennt ánægð með hundana, en þó fer í taugarnar á mér þegar sérstaklega einn þeirra geltir þegar ég er að koma heim, og jafnvel enn eftir að ég er komin inn í íbúðina, þó hinir hætti um leið og þeir fatta að þetta er ég. Fyrsti karlhundurinn á sérlega erfitt með sig ef hann verður var mannaferða, þó ég sé inni (ég er yfirleitt heima mest allan daginn). Ég er þokkalega sátt við hvernig þeir hlýða kalli, mætti vera betra, en hef ekki gefið mér tíma til að þjálfa það betur. Bræðurnir eru talsvert aggressívir gagnvart hvor öðrum, og hef ég þá því yfirleitt aðskilda. Spá í að gelda þá þegar ég á pening.
10. Ég reyni aðallega að koma í veg fyrir stórslys - að þeir drepi ekki hver annan óvart. Það er talsverður stærðarmunur á stærsta og minnsta. Einu sinni fláði önnur stærsta tíkin skinnið af hálfum brjóskassanum á þeirri næstminnstu. Sú sitúasjón var algerlega mér að kenna. Kenndi þeim að drepa ekki kjúklinga.
Annars reyni ég bara að leyfa þeim að njóta þess að vera hundar með hinum hundunum (og hænunni og köttunum).
Held að hundar séu stressaðri þegar þeir eru margir saman. Þeir hrökkva til dæmis auðveldlega við og eru alltaf á varðbergi. Gæti verið út af stærðarmuninum; þessi minnsta fer t.d. mjög varlega innan um þá stóru. Einnig lúffa tíkurnar um leið þegar elsti karlhundurinn verður pirraður og sýnir hver ræður. Hver og einn þeirra vill helst fá alla athygli mína þó þeim finnist gaman að vera í eltingarleik hver við annan og hafi augljóslega gaman hver af öðrum.
gerður rósa gunnarsdóttir, 29.9.2007 kl. 19:44
já gaman að þú tókst þér tima að svara þessu Gerður.
Þetta er mikil vinna hjá þér skil ég að ala alla þessa hunad upp. Mér fannst nó með einn.
En málið er það að þegar þú ert komin með svona marga þá skerðist það sem þú getur gert fyrir hvern og einn. Og að einn þerra geltir svona mikið. Það er bara ekkert hægt að gera í því. Nema að byrja gefa honum og öllum hinum meira að gera yfir daginn. Sem ég myndi segja í þínu tilfelli er ómögulegt
Ég skrifaði i etthverri færslu man ekki alveg hverri að þegar þeir fá ekki nó af hlutum að gera og læra og æfa yfir daginn, þá fara þeim að leiðast og þá koma ósiðirnir. td gelt.
Hundar þurfa meira en bara að hlaupa frá sér tvisvar á dag. Þeir þurfa að fá að nota heilan. Æfa hlyðni æfingar og rekja spor er góð leið að láta þá æfa heilan.
Getur alltaf prufa með þennan sem geltir löngu eftir að hinir eru hættir. Æfa hann sérstaklega vel. Oft á dag láta hann fá heila æfingu og lika upplifa lifið. fá að fara út að labba og þefa.
Mér þætti athyglisvert að gá hvort hann breytir um hegðun eftir etthverja mánuði þá.
eða hvað segiru? :-)
Annars veit ég ekki hvort það mun virka ef hann er innan um hina samt áfram. en maður veit aldrei:)
Heiðrún Klara Johansen, 30.9.2007 kl. 21:40
Ég reyni einmitt að hreyfa hann mest, þennan sem geltir áfram þegar hinir eru hættir. Þetta gelt í honum er samt alls ekki neitt mikið vandamál. Hundarnir eru alveg ótrúlega stilltir hjá mér, þessi sem geltir lengur gerir það ekki nema í innan við mínútu, kannski jafnvel bara hálfa mínútu. Það sem fer í taugarnar á mér er bara að ég veit að hann veit að þetta er ég sem er að koma heim og hann heldur samt áfram, þó það sé svona stutt. Mér finnst þetta bara stælar í honum.
Honum finnst gaman að hlaupa og hlaupa, og ég leyfi honum að hlaupa lausum yfirleitt tvisvar á dag þar sem hann getur tekið á lengri spretti. Á meðan ég er að labba þessa nokkurhundruð metra er hann búinn að hlaupa upp og niður brekkuna mörgum sinnum. Einnig fer hann og kíkir í gegnum girðingar á aðra hunda (kemst ekki til þeirra) og þefar og þefar af öllu og veltir sér upp úr öllu sem lyktar viðbjóðslega á leiðinni og mígur utan í allt sem fyrir verður. Ég get ekki látið hann hlaupa meira um þessar mundir, en ég er að girða af garðinn, sem er frekar stór og skemmtilegur fyrir hunda (allskonar tré og runnar og steinar og veggir til að hoppa upp á og yfir og svona :)), og þegar ég er búin að því getur hann verið laus úti allan daginn (og líka verið inni ef hann vill - það er alltaf opin bakdyrahurðin út í garðinn). Þá get ég líka látið stóru tíkurnar vera meira lausar úti í garði. Hundarnir hafa annars voða lítinn áhuga á að hreyfa sig yfir sumarið, það er einfaldlega of heitt, þó ég kæli þá niður með vatni. En nú eru þeir farnir að vilja hreyfa sig meira eftir að kólnar, svo þá verð ég að loka af garðinum almennilega svo þeir geti verið lausir.
Mig grunar samt að þessi karlhundur sem er aðeins geltnari en hinir, sé það kannski af því að hann sé af fjárhundakyni. Svona eins og íslenskir hundar eru ægilega geltnir. Hann er rosa svipaður íslenskum í útliti. Ég flutti hann og pulstuterríertíkina heim til Íslands þegar ég fór þangað í ár (áður en ég fékk alla hina), og allir héldu að hann væri hvolpur af íslensku fjárhundakyni.
Annars finnst mér samt terríerarnir vera talsverðir hljóðabelgir, og ægilega duglegir að passa upp á umráðasvæðið. Bestu rottubanar í heimi :)
gerður rósa gunnarsdóttir, 1.10.2007 kl. 00:56
þetta lítur vel út þegar þú ert komin með stóran ingirtan garð.
En ég myndi ráðleggja þér að taka heila æfingar lika með hundum. Sjá færslu um að rekja slóð. Það gerir þeim svo rosa gott. Að rekja slóð í hálftíma er eins góð æfing og láta hann hlaupa í 3 tíma..
nei, ég veit ekki alveg viðmiðið.. en þetta er rosalega gott. Alvöru hundamenn sem vilja hafa frí sunnudaga td( Party td laugardagskvöld og vilja vera heima að sofa sunnudag). fara í 1, 2 klukkutima slóðar æfingar seinniparts laugardags. Þeir segja að þá liggja sko hundarnir heima og bara vel þreyttir og sáttir við að slappa av allan sunnudaginn.
Þú getur prufað þetta. Gefur þeim meiri tilgang. Það er svo litil "spennandi" að vera bara í garðinum alla daga alt árið. Þótt hann er stór þá eru þeir búnir að kanna alla sentimetra á honum þusund sinnum og vilja nýjar lyktir og sjá etthvað nýtt.
Lesa dagblaðið, eins og er sagt. Gá hvað er að gerast í heiminum.
Heiðrún Klara Johansen, 1.10.2007 kl. 18:53
Oh hvað ég vildi vera svona ,alvöru hundamaður´ sem færi í Partí á laugardagskvöldi og ætti svo FRÍ daginn eftir! Ég hef ekki fengið frí í ... a.m.k. 3 ár held ég :)
Næst á dagskránni hjá mér er nú hreinlega bara að láta gelda karlhundana (og læðuna!), svo ég þurfi ekki að vera á endalausum hlaupum að passa upp á að enginn geri neinn óléttan. Og svo að smíða fleiri vetrarheld hundahús (og asnahús). Það er svona næst á dagskrá áður en ég fer í að rekja slóðir. Enda er hver klukkutími pakkaður hjá mér allan sólarhringinn, alla daga.
Ég vona bara að þeir lifi þetta af hundgreyin hjá mér - og finnist nógu spennandi þessar ferðir sem þeim tekst að stinga af, til að leggjast ekki í þunglyndi :/
Annars er ég alltaf að finna upp á einhverju til að hafa tilbreytingu hjá hundunum - skipta út hundunum uppfrá og niðurfrá (heima), taka þá með þegar ég sker gras í asnana eða tíni snigla, henda allskonar drasli í þá til að leika sér að, láta þá fá stór bein að naga reglulega, láta þá sækja (þá sem hafa áhuga á því), útbúa aðstöðu til að leika sér (eitthvað til að hoppa upp á og til að hlaupa í kringum, það virðist aðalsportið), o.s.frv. Ég hef eiginlega stanslausar áhyggjur af að þessum hundum mínum líði ekki nógu vel, og er alltaf að reyna að bæta og breyta, eins og ég hef orku í.
En það er svolítið fyndið með hundana uppfrá (þessa í hundagirðingunni), að þeir virðast alls ekki hafa neinn áhuga á að stinga af, þó þeir séu lausir fyirr utan girðingu. Og það þó ég sé ekki á staðnum (hefur komið fyrir að þeir hafi sloppið úr prísundinni í nokkra klukkutíma). Þeir virðast bara vilja sniglast í kring um hina hundana sína.
Hvar er nýja hundasíðan þín?
gerður rósa gunnarsdóttir, 11.11.2007 kl. 18:58
1. já
2. Yorkshire Terrier, 16 mánaða
3. Förum út að ganga 1 á dag
4. 15 - 40 mínútur
5. Hann fær að vera frjáls og hlaupa frítt a.m.k. einu sinni á dag.
6. Hann fær sérstakt þurrfóður fyrir hunda, ekkert annað.
7. Alltaf af og til. stundum er hann á Voffaborg.
8. Já alltaf.
9. Hann er yndislegur, hagar sér vel og er blíður og góður og hlýðinn. Erum núna að reyna að venja hann af að flaðra upp um okkur þegar við komum heim og eins að hætta að flaðra upp um gesti.
10. Sama og spurning 9, en mætti vera enn duglegri.
Takk fyrir mjög góða síðu og nytsamar upplýsingar!
Gleðilega hátíð!
kv.
Viðar Eggertsson, 26.12.2007 kl. 18:06
p.s þarf alltaf stoppa og hugsa í hvert skipti sem ég reikna summuna í ruslpóstvörninni.. :P
Svo í lokin, hvað viltu að ég skrifi um? Eitthvað sem þig langar að vita?
Alda (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 01:57
já
helena (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 15:37
1. já
2.cavalier king charles spaniel, 11 mán
3. yfirleitt 2svar en stundum 3svar
4.15-30 min
5.ca 2-3
6. pro pack hvolpafóður
7. ca 3svar í viku
8. JÁ
9.jájá en hann verður stundur svoldið æstur
10. já
Silla (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning