Leita í fréttum mbl.is

Sestu, leggstu og vertu kurr!

Þetta þrennt er það algengasta sem við viljum að hundarnir kunna. Eitthvað sem við kennum þeim hvort sem við vitum hvernig eða ekki. Þeir "læra" þetta hvernig sem við kennum þeim.
En það er spurning hvort þeir td setjast því við biðjum þá um það eða hvort þeir setjast til að forðast óþægindi frá okkur.

Við viljum að hundurinn vill hlýða og hefur gaman að því að æfa hlýðni æfingar. Það á að vera  það skemmtilegasta sem þið gerið saman.  Til þess að þetta verður gaman þá verðum við fyrst og fremst að finnast þetta gaman, svo verðum við að verðlauna hundinum fyrir vinnunna sína.  Margir hugsa að þetta með að gefa nammi i verðlaun er rangt því þá lærir hundurinn að alltaf vera sníkja mat og mun við alltaf þurfa "múta" honum til að hann hlýði. Þessi hugsunarháttur finnst gjarnan hjá "old school" hundaeigendum. Þeir eru líka líklegast til að kenna þeim hlýðni með straffi. Semsagt ef hundurinn sest ekki fær hann að upplifa eitthvað neikvætt. T
il að skilja þetta betur getum við hugsað að  hundarnir eru börnin okkar. Það er eins að ala upp hund eins og ala upp börn. Að hlusta á dr Phil tala um hvernig ala eigi upp börn snar virkar á hunda líka. 

Að segja hundinum að setjast, og ef hann gerir það ekki er honum refsað. td potað í hann eða ýtt niður,
það er það sama og hef kennarinn myndi ná í prikið og slá í höndina á krakkanum sem gerði ekki heimaverkefnið sitt. Þetta var nú gert á sínum tíma í skólum og það er til fólk sem elur sína hunda upp með að straffa þeim fyrir að hlýða ekki.

Þannig hundar læra að hlýða svo þeir verða ekki lamdir. Þeim finnst ekkert gaman að æfa. Gera allar æfingar hægt og í stað þess að  koma hlaupandi til eigandans þegar er kallað, kemur hann seint og gjarnan mjög hægt. Sá hundur er svakalega lengi að setjast við hæl. Sest mjög hægt niður.
Þegar maður sér menn sýna hunda í sjónvarpinu sér maður alveg hvort þeir eru æfðir með verðlaunum eða með straffi.
Íslenskur maður sem rekur hundaskóla sýndi hund sinn einu sinni í sjónvarpinu. Hann ætlaði að sýna hversu vel hans hundur var uppalin og fékk hann til að setjast við  hæl. Maður sjá alveg að hundurinn hafði ekkert gaman af þessu. Var lengi að koma til hans og setjast við hæl. Meira segja sagði maðurinn að hundarnir eiga hafa alla athygli á sér þegar þeir sitja við hæl, en hans hundur horfði nú bara á allt annað en hann sjálfan.
Er ekkert að segja að þessi maður lemur hundinn sinn ef hann hlýðir ekki. En þessi hundur hefur greinilega ekkert gaman af æfingunum, sem þýðir að hann fær ekki næga hvatningu og verðlaun fyrir sína vinnu.
Ef við, í okkar vinnu  fáum ekki laun eða of lá laun verðum við löt og leiðast að fara í vinnu.
Eins er þetta með hundana. Af hverju ættu þeir að vinna fyrir okkur ef þeir fá ekkert fyrir? Hundar lifa í augnablikinu, þeir verða fá verðlaun strax og þeir hafa gert það sem biðjum um.  (eftir ca ár með góðum og réttum æfingum er hægt að fara setja saman nokkrar æfingar og verðlauna á eftir, en þá þarftu að halda athygli hundsins allan tíman. Ekki gera eina æfingu, pása og svo aðra og svo verðlauna fyrir báðar. Heldur þarftu að hafa æfingarnar saman og verðlauna áður en þið takið pásu)

Svo hvernig á að kenna hundi að setjast?það er hægt að kenna öllum hundum á öllum aldri að setjast. Það er bara auðveldara með hvolpa því þeir eru eins og börn eru fljótar að fatta og eru orkumeiri. Eldri hundar geta alveg lært þetta, maður þarf bara strangar og skýrar reglur og mjög mikla hvatningu og hrós.

Undirbúningur á æfingum:

Verðlauna með nammi:
Byrjið á því að búa til nammi. Skera ósoðnar pylsur í litla bita er gott nammi. Skera í eins litla bita og hægt er. Ef þið veljið annað nammi verður það að vera pínu litið og rosalega gott og mikil og góð lykt sem hundurinn elskar.
Venjulegt þurrfóður eða aðrir "óspennandi bitar" virka ekki vel.  (sama sem að við vinnum sko ekki fyrir i eitthverja 10karla)
Hafið þá MJÖG litla. Hundurinn á ekki að þurfa stoppa og tyggja. heldur bara gleyma á augnabliki. Pylsurnar getið þið skorið í eins þunnar skífur og þið getið og svo skerið skífuna í 4 bita. Þá ertu komin með mátulegan nammi bita. Einn þannig biti sem verðlaun fyrir eina litla æfingu. Þeir eiga ekki að verða saddir á æfingunni.
Pulsur virka vel því þær lykta svo mikið og gott. Bara lyktina eina gerir hundana áhugasama. Og ef þeir gleyma sér eitthvað er alltaf hægt að fá athyglina tilbaka með að hafa bita í hendinni og leyfa þeim að þefa en ekki smakka.

Verðlauna með hrósi:
Maður hrósar alltaf eftir heppnaða æfingu hvort sem maður gefur nammi eða ekki. Nota á eitt stutt og gott orð sem BARA þið notið. Svo reynið að forðast orð sem hann heyrir frá öllum öðrum. Á ekki að nota nafnið hans sem hrós eða mörg orð eins og "ofsalegaertuduglegurstrákur" Heldur bara td DUGLEGUR eða FLOTT eða eitthvað annað sem þið veljið. Á norðurlöndum er orðið BRA mikið notað það þýðir gott og virkar svo vel því það er svo stutt og lagott og alltaf sagt eins. BRAAAA... snar virkar.
Hrós sem virkar vel hefur líka góð áhrif á misheppnaðar æfingar. Hundurinn er vanur að fá gott hrós og fýlar það í tætlur, en svo misheppnast ein æfing og þá heyrir hann ekkert. Þá velur hann að gera ekki sömu mistök aftur því það var ekkert gaman.
Semsagt, maður segir aldrei nei eða skammar eða þannig ef hann gerir vitlaust heldur gerir maður bara ekki neitt. Hunsar hann í smá tíma. Hann fær ekkert fyrir misheppnaða æfingu.
Svo prufar maður bara uppá nýtt eftir eina mínútu eða svo og gerir æfinguna auðveldari svo hann heppnist örugglega og hrósar rosalega mikið þá og takið góða pásu. Alltaf hætta þegar gengur rosalega vel. Leyfa honum alltaf að hætta á toppnum. Þá eykst sjálfstraustið og honum finnst skemmtilegra að æfa.
Æfingar skulu aldrei vera lengri en 3 min í senn. Það er erfitt fyrir hundinn að æfa lengi og þetta tekur á einbeitinguna svo alltaf pása eftir 3 min. Getið svo byrjað aftur síðar.

Að æfa hrósið er það mikilvægasta sem þú getur gert til að fá góðan hund. Æfðu þig að segja það hátt og skýrt. Ekki vera hrædd um að fólk á labbinu heyri í þér. Ekki vera hrædd um að hoppa upp og haga þér eins og fífl þegar þú ert að hrósa hundinum. Í byrjun veit hann ekki hvað hrósið þýðir svo þá er gott að alltaf gefa nammi um leið og þú segir orðið. Plús að strax á eftir hoppa og leika við hann alveg eins og brjálæðingur, klappa honum og virkilega sýna með þínum líkama hvað þú ert ánægð. En bara í stuttan tíma.. 10, 15 sek max. Og til að stoppa hann frá að sjálfur byrja að tjúllast upp, snúið þið bara aðeins frá honum og byrjið td að labba burt. Ekki fara í eitthvern leik í hrósinu. Bara stutt stutt og hætta svo.
Þannig bindur hann hrós orðinu með því jákvæðasta sem finnst. Athygli frá þér.

Svona æfum við í raun hunda, það er ekki flóknara en það. Ef hann gerir eitthvað gott þá fær hann það besta sem finnst í heiminum. Athygli frá þér. Ef hann gerir etthvað vitlaust fær hann það ekki.

Verðlauna með leikfangi:
Allir hundar eiga sér uppáhalds leikfang, eða bara allt sem skoppar er gaman að leika sér að. Þegar þið eruð komin á leið með æfingar og viljið fara breyta til og ekki alltaf vera með pulsubita í vasanum, þá er gott að nota leikfang.
Í stað pulsurnar fær hann leikfangið. td að þið farið í reiptog við hann eða að þið hendið leikfanginu og hann fær að hlaupa og ná í það. En ef þið eruð að æfa með það í huga að keppa, er gott að ekki vera henda neinu frá ykkur, heldur að alltaf hafa verðlaunin við ykkur. Svo hann sé ekki að biða eftir því að fá að fara í burtu.
í keppnum í hlýðni þá má ekki verðlauna hundinn fyrr en búið er með allar æfingar í hringnum og oft er keppnin innandyra og ekki er hægt að henda boltanum sem verðlaun eftir keppnina. Þess vegna, ef þetta er markmiðið notið þá frekar það að fara í reiptog við hundinn sem verðlaun eftirá. Þetta er líka gott að notast við á keppnum í stað nammi, þá fáið þið frið frá öðrum hundum sem myndi annars finna lyktina af ykkar vösum.
En hérna er mikilvægt að sjá til þess að þetta er nó of mikil hvatning að fá að leika við leikfangið. Ef hann er ekki himinlifandi glaður með að fá að leika sér að þessu leikfangi í 10 sek eftir æfingu þá virkar þetta ekki sem verðlaun. Þá verðið þið að finna eitthvað annað.
En eins og að gefa nammi á alltaf að hrósa með og þið sýnið ykkur himinlifandi ánægð með árangurinn hans. Hundar skynja svo vel ykkar hegðun svo það þýðir ekkert að vera í fýlu og segja samt hrós orðið og gefa nammi. 
 

AÐ SITJA:
-Takið pulsubita og hafið í lófanum. Sjáið til þess að hann fær að finna lyktina og veit hvað er í hendinni.
-Standið  fyrir framan hundinn.
-Hafið höndina fyrir ofan trýnið þannig að hann þarf að líta upp til að komast nær lyktinni. En ekki svo ofarlega að hann byrjar að hoppa upp. Færið svo höndina hægt fram, sem sagt nær baki hundsins þannig hann fylgir hendinni þinni aftur fyrir sig og er farin að lyfta höfðinu svo mikið að hann þarf annaðhvort að byrja bakka eða setjast.
- Við viljum að hann sest. Þannig að ef hann byrjar að bakka þá hættið þið æfinguna og hunsið hann í nokkrar sekúndur og byrjið uppá nýtt
- Ef hann dettur á rassinn, sem sagt sest niður þá fær hann hrós orðið og nammið. 
- Endurtakið svo nokkru sinnum en ekki oftar en 3, 4 sinnum í einu. Hættið alltaf með heppnaða æfingu.

Athugið að það á ekki að segja orð í þessari æfingu. Ekki segja sestu, ekki segja nei, ekki segja neitt. Þetta er alveg hljóðlaus æfing.
ég útskyri fyrir neðan af hverju.

Takið eftir að þegar hann er farin að þekkja hvernig þið gerið með höndina, þessi hreyfing sem þið gerið í æfingunni. Að  þegar  hann sest bara með að þið gerið þessa hreyfingu, þá hefur hann lært æfinguna.
þá megið þið byrja að segja SESTU eða það orð sem þið viljið nota. (ef þið notið sestu er það orð sem ALLIR munu nota á hundinn þinn og stór hætta að það verður misnotað, svo ef þú ætlar að æfa mikið þinn hund er gott að nota annað orð sem bara þú notar, td sitt)

Það á að segja orðið bara einu sinni. ALDREI ENDURTAKA ORÐIÐ. biða í 3 sek og svo gera hreyfinguna með hendinni og pulsa í verðlaun þegar hann sest.
Ef hann sest ekki þegar þú telur að hann á að kunna þetta. Þá þarftu bara að fara tilbaka smá. Hætta þessari æfingu hunsa smá í nokkrar sekúndur og svo byrja uppá nýtt. Segja sestu og bíða smá og gera hreyfinguna. Þeir hlýða miklu betur hreyfingum en orðum. Stundum þarf maður að fara svona tilbaka í grunn æfingar, þótt hann sé fullorðin. Þess vegna er gott að kenna honum að setjast á þennan hátt. Þetta er gott uppá að geta notast við þessa hreyfingu í öðrum æfingum td þegar við byrjum að kenna hundinum að setjast við hæl. 
 

LEGGSTU;
Það er betra að kenna hundinum að leggjast þegar  hann situr, svo byrjið fyrst á setjast æfingum.
Þegar hundurinn er sestur, ferðu niður á hné við hliðiná honum og hefur pulsu i hendinni. Þú lætur hann fá að þefa á henni svo hann veit að það er eitthvað í boði, og þú færir höndina þína hægt niður að jörðu. Hann mun líklegast standa upp og beygja sig niður til að reyna fá pulsuna, en þá fær hann ekki pulsu og þið hættið æfingunni og hunsið í smástund og byrjið uppá nýtt.
þegar hann er sestur á nýtt gerið þið það sama, látið hann lykta pulsuna inni lokaðri hendi og færið hana hægt niður að jörðu.
Hann mun kannski teygja sig niður ef hann stendur ekki upp og svona reyna sleikja höndina eða krafsa í hana til að þú opnir svo hann fær pulsuna. Hann reynir allt sem honum dettur í hug að gera. Hann er núna að hugsa "hvað á ég að gera til að fá pulsuna" og þegar hann leggst niður alveg niður þá opnarðu og hrósar.
Ef hann er ekki að ná þessu og stendur alltaf upp getið þið lauslega haldið hinni hendinni á bossann og þegar hann ætlar að standa upp haldið honum aðeins niðri til að hjálpa honum og sýna að þetta er ekki leiðin.

Þegar hann er farin að þekkja þessa hreyfingu, semsagt að hann leggst niður þegar þið setjið höndina í jörðina þá megið þið setja orð á æfinguna.
Hér er líka gott að hafa ekki orð sem allir nota. Eins og orðið leggstu, heldur er gott að nota eitthvað sem bara þú og hundurinn kunna. td ligg svo það verður ekki misnotað.
Hér gildir líka að segja ligg bíða í ca 3 sek og svo gera hreyfinguna og sama gildir við það sem ég skrifaði í sestu æfingunni svo lesið hana líka í sambandi við ef hann leggst ekki.

VERTU KURR:
Það er alveg ofsalega þægilegt að geta sagt "kurr" við hundinn og hann er þar þangað til sagt er frí.
Þetta er svolítiðflókin æfing að útskýra yfir bloggið.
En til þess að þessi æfing verði fullkomin og hundurinn getur leggst niður þótt það sé brjálað líf i kringum hann og verið kurr þangað til sagt er frí þá verður eigandinn að vera 100% skýr og fylgja reglum alveg.

Reglurnar eru:
Hann á að leggjast strax og sagt er leggstu.
Hann á að liggja kurr alveg þangað til er sagt frí
Hann má ekki færa sig, mjaka sig áfram að þér.
Hann má ekki snúa sér við.
Hann má ekki standa upp og leggjast aftur niður td hálfum metra frá upphaflega staðnum.

Ef hann færir sig á ekki að segja nei fyrr en hann kann æfinguna.. semsagt við hvolp á ekki að segja nei þegar hann stendur upp. Heldur bara byrja uppá nýtt án þess að hundurinn fær verðlaun. Reyndar á aldrei að segja nei þegar æfingar mistakast. En stundum gerist það nú sjálfkrafa.

Fáið hundinn til að leggjast. Æfið alltaf kurr liggjandi fyrst um sinn. Það  er auðveldara.
Þegar þið voruð að æfa leggstu þá fékk hundurinn verðlaun fyrir að leggjast. En núna á hann að fá verðlaun fyrir að vera kurr. Þannig að hann leggst en fær ekki verðlaun fyrr en eftir nokkrar sekúndur til að byrja með.
Reynið svo að lengja tíman sem hann liggur til ca 10 sek áður en hann fær nammið.
Þið getið ef þið viljið hafa hreyfingu sem hann lærir að þýðir kurr. En það er ekki nauðsynlegt og getur verið skemmandi uppá framtíðina að gera þegar þið eru lengra í burtu og viljið að hann sé kurr og að hann er ekki alveg að horfa á ykkur.
Í keppnum er miklu betra að hafa enga hreyfingu á þessari æfingu heldur bara orð. Svo hugsið  ykkur vel um hvað þið viljið. Og takið eftir hvað þið gerið með hendinni þegar þið segið kurr. Oftast gerir maður eitthvað ákveðið með kroppnum án þess að vita af því.

Ein sem var á námskeiðinu sem ég var að vinna á benti alltaf í loftið með vísifingri og sagði kurr. En þegar hundurinn var ekki að horfa á hana hlýddi hann ekki þótt hún sagði kurr. Hann tók bara eftir hreyfingunni, pældi ekkert í orðinu. Hann var miklu betri í æfingunni þegar hún tók burt hreyfinguna og sagði bara orðið.
Þegar hundurinn hefur verið kurr í 10 sek þá segið þið frí og gefið nammi.
Í byrjun veit hann ekki hvað frí þýðir, svo í byrjun verðið þið að hoppa um og verða eins og fífl til að fá hvolpinn með í leik. Frí fyrir hann þá þýðir leikur og eftir smá stund fattar hann það sem má hreyfa sig. þá þarftu ekki nema hrósa og klappa og leika smá í nokkrar sekúndur.

Ef hann stendur upp áður en þið hafið sagt frí þá mistókst æfingin..
Ekkert sagt ekkert gert og þið byrjið upp á nýtt.
Látið hann leggjast aftur á NÁKVÆMLEGA sama stað og þegar hann lá þegar mistókst. Sumir hundar eru svo klárir að fatta að þeir koma nær með að vera alltaf að færa sig.

Þegar hann er farin að meistra 10 sek lengið þið tíma hægt og rólega. Ef hann getur 20 sek, reynið þá að standa upp og biða smá og segja svo frí. Næst getið þið reynt að labba smá frá og koma aftur og segja frí.
Alltaf segja frí þegar þið eruð við hliðiná hundinum. Þetta auðveldar æfinguna í byrjun. Þegar hann kann þetta betur þegar hann verður eldri má byrja segja frí þegar þið eruð 20 metra frá eða svo. En ekki gott að æfa þannig mjög oft, þá er hann alltaf tilbúin að hlaupa til ykkar og gerir hann óþolinmóðari.

Og svo er mikilvægasta reglan í þessari æfingu. EKKI HORFA Á HUNDINN!  til að útskýra þetta þurfum við að fara inná hvernig hundar hugsa. Lesið færsluna um áramótin til að skilja betur.
En þetta með að horfa á hundinn gerir það að verkum að þeir verða óöruggir.
þú segir kurr við hundinn labbar svo burt, jafnvel læðist og lítur alltaf öðru  hvoru tilbaka til að gá  hvort hann sé ekki örugglega kurr, ertu að hegða þér óvenjulega og hann fer að pæla hvað er í gangi og líkurnar að hann standi upp er stórar.

Ef þú labbar eins og venjulega og lítur ekki við þegar þú labbar burt. Heldur ekki lítur á hundinn þegar þú snýrð þér við td 10metra frá til að bíða smá horfðu frekar bara fyrir ofan hann, þá sérðu hann en hann sér að þú ert ekki að horfa á hann.
Hundar eru rólegri þegar þú gerir þetta.

get sagt ykkur eina sögu:
Kona ein á hundanámskeiðinu var búin að æfa þetta mikið og var farin að æfa með að fara bakið hús og vera burtu i nokkrar mínútur. En alltaf þegar þegar hún hvarf hinum megin við húshornið þá fór hundurinn á fætur og hljóp til hennar.
Ég fór að fylgjast með og sá að hún snéri sér alltaf við rétt áður en hún hvarf til að vera viss um að  hann lá kurr. En það túlkaði hann öðruvísi, varð hræddur og fór á eftir henni.
Á fyrstu prufu með að líta ekki tilbaka rétt áður en hún hvarf tókst þetta og hundurinn afar rólegur sat þangað til hún kom aftur.
Gott er að hafa aðstoðarmann við æfingarnar þegar þið ætlið að fara bakvið hús. Til að láta vita ef hundurinn hefur hreyft sig.  

Og það þýðir ekkert að æfa það að liggja kurr í garðinum heima. (eða aðrar æfingar) Þar eru engar truflanir og ekkert spennandi svo allir hundar eru hlýðnir þar. Best er að gera svona æfingar þegar þið eruð úti að labba á stöðum sem er annað um að vera. Gott er líka að margir æfa hundana sína í einu. En ekki æskilegt að æfa kurr á hundasvæðinu fyrr en hann er orðin um 2 ára gamall. Það er ekki hægt að ætlast af hvolpi að liggja kurr þegar aðrir hundar eru að leika í kringum hann. Og ekki fyrr en hann hefur æft þetta lengi.

Á námskeiðunum sem ég vann á í Noregi, voru oft 3 námskeið í gangi á svæðinu. Þá kom oft Norska löggan til að æfa hundana sína. Þeir komu með þá fóru með þá í horn og lét þá leggjast niður og vera kurr. Svo fóru þeir úr sýn og fóru bara eitthvað að spjalla lengra í burtu. Þarna sátu hundarnir töluvert lengi og voru að æfa sig í að vera kurr á stöðum sem eru margir hundar og mikið að gerast. En þetta voru allir vel fullorðnir hundar og vel æfðir.

Hafið þið ekki séð myndina á netinu um köttinn sem labbar fram hjá röð með schäffer hundum sem eru að æfa að vera kurr. Snilldar mynd.

Hérna sjáið þið hana. Til að geta þetta þarftu að vera búin að æfa þetta sem ég hef skrifað fyrir ofan vel og í eitt ár eða tvö og verið búin að æfa kurr á mörgum skrítnum stöðum.
Þetta eru pottþétt K9 lögregluhundar í æfingarbúðum.

 
 

doggies
ýta á myndina til að sjá hana stærri.

 

Af hverju á ekki á segja orðið fyrr en hann kann æfinguna?  Einfaldlega vegna þess að þeir vita hvort eð er ekkert hvað  það þýðir. Þegar þú byrjar á nýrri æfingu þarftu ekki að setja orð á hana fyrr en  hann kann hana. Þegar hann er kann hana þá byrjarðu að setja orðið á. segja það skýrt og alltaf með sama tóni. Bíða svo í ca 2,3 sek. og svo gera hreyfinguna. Eftir eitthvern tíma geturðu farið að lengja tíman á milli orðsins og hreyfinguna. Þá fer að hann tengja orðið við æfinguna og vips kann hann orðið.

Ef þú æfir á þennan veg færðu hún sem mun alltaf setjast þegar hann á að gera það og svo framvegis.
Mundu að þú mátt aldrei endurtaka orðið. Ef hann hlýðir ekki orðinu gerirðu hreyfinguna, ef  hann hlýðir ekki því heldur er æfingin misheppnuð og enginn verðlaun.
Kannski þá sem þú þarft, eftir smá huns tíma fara að leika aðeins við hann fyrst og fá hann í stuðið og reyna svo aftur.

OG ekki vera of æfa þessar æfingar. Hundurinn þarf ekki stanslaust að vera setjast.. eða leggjast þá ertu bara að eyðileggja fyrir sjálfum þér. Hundurinn fær leið á þessu ef hann þarf að setjast í tíma og ótíma.

Jæja þetta var nú meiri langlokan hjá mér. En eins og hundarnir vill ég fá hrós, svo ef þú hefur tekið þér tíma að lesa þetta, endilega kommentaðu um hvað þér fannst. Enginn spurning er of vitlaus. :)

 

Ps. Spurning:  Hvað eru margir hundar sem eru með fullkomna athygli á sínum þjálfurum ekkert að pæla í kettinum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ

ég rakst á bloggið þitt í gegnum google ,þegar ég sló leitarorðið "ala upp hund".

Vildi bara segja að ég fann allt sem ég þurfti og miklu miklu meira. Frábært blogg!!

ps: þessi bloggsíða er sko komin í favorites hjá mér:)

Gunnar Geir Waage Stefánsson (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 22:50

2 identicon

Sæl og ég verð að hrósa þessari frábæru blogg síðu.

Málið er í vexti að ég er komin með Boxer hvolp (hund) sem er 2ja og hálfsmánaða gamall. Ég fékk hann núna á í gær (sunnudag), ég hef nokkra sp. þar sem ég hef ekki átt sjálfur hund áður. Ég fór hann með smá göngutúr, ég setti á hann merkta ól og það gekk mjög vel og í kvöld klæddi ég hann úlpu frá Theo fatamerkinu og fór með hann í smá hring, hann vildi alls ekki labba þegar ég far komin rétt út og ég þurfti nánast að draga hann áfram, er hann að sýna hver ræður, er hann hræddur því hann fær svo mikla áreitni frá umhverfinu (lykt og hljóð) eða einfaldlega bara svo rosalega kalt? Ef ég stoppa þá lítur hann bara kringum sig sitjandi. Einhver staðar heyrði ég að það megi ekki setja á Boxer hvolpa beisli fyrr en hann er orðinn 12 mán. og ekki megi láta hann fara upp og niður tröppur (búum í 2ja hæða raðhúsi) að lokum langar mig að spyrja hvort það sé slæmt fyrir uppeldi að hann sé einn þegar hann er ungur (yfir nótt), við erum með stórt hús og hann var búin að kúka og pissa út um allt fyrstu nóttina (konu minnar til mikilla ánægju ;) ) þá vildi hún að hann myndi sofa í rúminu sínu (sem hann elskar nú þegar) í bílskúrnum, hann vælir strax er ég prófaði það og ég tók hann aftur fram eftir smá tíma, hvaða ráð hefur þú við þessum sp.

Haukur (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 23:55

3 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

vá, ég þyrfti bara að hitta ykkur Haukur. Það er svo margt sem þú þarft að gera núna strax til að fá hann góðan. Boxer hundar geta verið svo etthvað rosa Hyper að það er gott að gera rétt alveg strax.

fyrst spurning. Ertu buin að lesa ALLAR færslur í þessu bloggi?

Heiðrún Klara Johansen, 8.1.2008 kl. 00:04

4 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

En til að svara þér:

hann er ekki farin að dóminera þig eða neitt þannig að sýna sig. Það gera þeir ekki fyrr en þeir verða táningar 8 mán til eins og hálfsára ca. En ef þú ferð eftir settum reglum og æfir hann rétt þá mun hann aldrei reyna það. Hann mun þá alltaf sjá þig sem foringja flokksins.

Hvolpar eiga það til að bara setjast niður og neita að labba áfram þegar er vanið þá á taumin. Þá snýrðu við og reynir að labba í aðra átt og hefur bara langan taum.. eða tekur hann upp og setur niður á öðrum stað og byrjar að labba. Hann vennst svo þessu og hættir fljótlega. Ekki vera toga neitt í bandið til að fá hann áfram.

Allir hvolpar meiga ekki labba mikið í tröppum fyrstu mánuðina. Svo þú þarft að bera hann upp og niður til að byrja með.

Hafið hann sofandi inni í ykkar svefnherbergi fyrstu næturnar. Það hef ég útskýrt að mig minnir i einum af fyrstu færslunum mínum. Það Skemmir ekkert fyrir að þið viljið hafa hann sofandi í sér herbergi síðar.
Það að setja hann strax þangað þegar hann er ný komin til ykkar og ný farin frá sínum systkynum og hefur aldrei verið einn áður er gríðalegt álag og hættan er að hann fær panikk við að vera einn alla æfi.

Svo ef þú lest þetta áður en þið farið að sofa þá takið rúmið hans farið með í  ykkar svefnherbergi og hafið við hliðiná rúminu. þá getur þú klappað honum annað slagið yfir nóttina svo hann róist niður.

þetta með að væla þegar hann er einn í herbergi er lika etthvað sem ég hef skrifað í etthverji færslunni svo endilega lestu alltsaman.

En ekki hafa hann einan í herbergi fyrr en eftir nokkra daga..
Farðu út með hann að pissa á korters fersti.

Og takið frí í vinnunni á morgun og hinn, ef þið eruð að vinna. Hann á ekki að vera einn heima fyrstu dagana.
Hef útskyrt það líka í fyrrum færslum.

Gangi þér vel, og endilega láttu mig vita hvernig gengur.

Heiðrún Klara Johansen, 8.1.2008 kl. 01:13

5 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Takk fyrir Gunnar.:)

Endilega láttu okkur svo vita hvernig gengur með voffan þinn.

Heiðrún Klara Johansen, 8.1.2008 kl. 11:40

6 identicon

Sæl og takk fyrir þetta blogg. Ég er búin að lesa flestar færslurnar hérna inni og þær hafa hjálpað mér mikið. Ég er með fjögurra mánaða labrador blending. Takk fyrir allt. Kannski kem ég með spurningu seinna :)

Kv. Jóna

Jóna (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 21:42

7 identicon

Erum í smá vandræðum með litlu smáhundstíkina okkar.

 Hún er að verða 4 mánaða og hú npissar á dúk þegar hún er ein heima en annars alltaf úti.

 Nú er hún hinsvegar farin að taka uppá því að naga dúkinn sinn meðan hún er ein heima alveg í tætlur.

Er einhver leið til að fá hana til að hætta þessu (ekki hægt að skamma hana þar sem við nöppum hana aldrei við þetta) ??

 Takk fyrir og mjög góð síða :)

Ása (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 16:29

8 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

hvað er hún lengi ein heima? Hundar geta alveg haldið í sér þegar maður er í vinnunni.
Þannig að ég mæli með að þú hendir þessum dúk og að leyfa henni ekki að pissa inni.
Þú ert bara að bjóða vandræðum  heim með að leyfa henni þetta.

Alltaf best að hafa eina auðvelta reglu, það er að pissa úti takk.

annars ef hún tekur uppá að naga aðra hluti þegar hún er ein heima. þýðir að henni leiðist og sakna ykkar.
Gott er að vera búin að fara í góðan göngu túr áður en þið farið að heiman, svo hún sé þreytt og sátt við að sofa bara.
Og venja hana á búr. Sjáðu færslu um það aftar.
Það er mjög gott uppá framtíðina að gera.

Hundar breytast þegar þeir fulloðrnast og eru hvolpar oft voða góðir, en svo smá saman finna þeir leiðir til að "skemmta" sér og þær eru oft ekki vinsælar hjá okkur.

Svo góð hreyfing fyrir vinnu og strax eftir...  og stórt búr heima. Gott að láta hana sofa í því á nóttunni lika.

gangi þér vel:)

Heiðrún Klara Johansen, 6.2.2008 kl. 20:48

9 identicon

Sæl, var að rekast á þetta blogg. Glæsilegt framtak hjá þér að hjálpa okkur nýgræðingum í uppeldistarfinu. Ég er með eina spurningu fyrir þig, það tengist ekki alveg efninu sem þú varst að skrifa um. Er búinn að lesa yfir færslunar þína og ég finn ekki alveg svarið við þessar spurningu sem ég hef.

Ég er búinn að eiga hvolp í viku núna og er búinn að venja hana á að vera í svona grind sem hún sefur í. Einnig er hún í þessari grind þegar hún er í svona smá pásu.

En spurningin mín er sú að ég vill að hún sofi á öðrum stað í húsinu heldur en í herberginu mínu. Þegar ég er búinn að venja hana á að vera eina í þessari grind og hún getur alveg verið þar í góðan tíma, er þá rétti tíminn til að láta hana sofa á öðrum stað heldur en í heberginu mínu yfir nótt.

 Biðst afsökunar ef þú hefur svarð þessu áður en ég fann það bara ekki

Andri (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 21:18

10 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Sæll Andri.

Já bara drífa sig í að venja  hana á að vera í öðru herbergi. Fínt að byrja með að venja yfir daginn.. í stutta stund og ef það gengur vel þá geturu haft hana þarna strax sömu nótt.

Passaðu bara að fara aldrei til hennar þegar hún vælir eða geltir.  þá fattar hún að þ annig kemuru til hennar.
Alltaf koma til hennar og hleypa henni út þegar hún er hlóð. (stundum ef hundarnir eru brjálaðir þá er nó í fyrstu skiptin og fara til þeirra í því augnbliki sem þeir eru að ná andanum aðeins á milli geltana)

Gangi þér vel og gaman að þér fannst bloggið mitt gott:)

Heiðrún Klara Johansen, 6.2.2008 kl. 22:53

11 identicon

Halló!

En gaman að finna alvöruþjálfunarfræðslu á íslensku! Það var verið að vísa á þig inni á hundaspjalli.is svo ég stóðst ekki freistinguna og kíkti inn - og mikið er ég ánægð með það.

Hafði gagn og gaman af lestrinum og langar að svara spurningunni um myndina af schäferunum og kettlingnum - sé ekki nema einn af hundunum með fulla athygli á þjálfara sínum, sá sem er 3. næstur okkur

Takk fyrir mig, Hafrún með Bernarfjallahunda í Sviss

Hafrún Stefáns (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 20:08

12 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Hæ Hafrún.

Takk fyrir flott komment. gaman að heyra þetta. Ég taldi 4 sem hafa fullkomna athygli á sínum þjálfara, en það er nú svosem ekki auðvelt að sjá á þessari myndi

hundaspjall.is  já, ég hef ekki verið þar inni áður, var að búa til notanda og ætla að fara skoða þar.:))

Heiðrún Klara Johansen, 27.2.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sex?
Nota HTML-ham

Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband