Leita í fréttum mbl.is

Ganga við hæl part 2

ég hef verið að hugsa mikið um hvernig hægt sé að útskyra hvernig á að fá hundinn inn. Semsagt að segja "hæll" og hann kemur og sest við hliðiná þér. Þetta er bara ansi erfitt að útskyra.

Þannig að ég þarf að hugsa það aðeins meira og ætla því núna að fara yfir hvernig á að láta hann labba við hæl.

Semsagt þetta eru tvær æfingar að koma inn og að labba við hæl.

 

verið úti, hafið pulsur í hendinni labbið með hana lafandi við vinstri hliðina og látið hundinn borða pulsurnar um leið og þið labbið saman áfram. Gefa honum pulsur þegar hann "labbar við hæl" semsagt að hrósa því að hann er að labba við hliðiná þér. Ef hann er smeikur að vera svona nálægt má leggja pulsurnar í hægri, en halda hendinni við vinstri hliðina þina og halda með vinstri yfir hundinum og létt leiðbeina honum að þér og hrósa og gefa pulsur um leið.

Þannig ertu að útskýra að það er gott að labba alveg við hliðiná þér. Þú segir ekkert, ekkert kommando. Bara hrósa þegar hann labbar og hætta öllu og taka pásu ef hann gerir ekki rétt. Ekki segja nei eða skamma.
Labbið einungis um 10 metra í byrjun. Segið svo frí og farið að leika við hundinn þegar þið eruð búin.

Endurtakið nokkrum sinnum en ekki of æfa,  þá verður hann leiður á þessu.

part 3 kemur svo síðar. þetta með að fá hann inn.

þetta er alveg byrjuninn, svo verður breytt æfingunni síðar. td verður ekki pulsan í hendinni alltaf. En þetta er gert svona í byrjun og mikilvægur partur í að labba við hæl.

 

Munið bara að hrósa vel. Hundinum á að finnast þetta ofsalega gaman.

:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög góð síða og erum búin að læra fullt af henni.

 Er samt með eina spurningu sem tenigst þessu þó ekki beint. Erum með 6 mánaða gamla smáhundstík. Málið er að við búum í einbýlishúsi sem er við umferðagötu og garðurinn er alveg aðgirtur. Það sést samt í gegnum grindverkið og í hvert einasta skipti sem einhver labbar framhjá þá byrjar hún að gelta alveg svakalega á manneskjuna.

Hún er alltaf bara laus í garðinum enda algjör óþarfi að hafa hana í ól, en þegar hún gerir þetta þá er hún auðvitað skömmuð en við náum ekkert í hana til að skamma hana og þá oft tekur hún þessu sem leik.

Mæliru með svona geltisstoppara eða ertu með aðrar lausnir? vitum að hún er bara að verja sitt svæði en þetta er mjög þreytandi með geltið. Hún er samt ekki að bíta neitt þegar við mætum fólki né urra. Bara gelta og urra á fólk sem labbar framhjá grindverkinu.  

Sóley (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 16:05

2 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Sæl Sóley.

 Það getur verið hugmynd med svona hálsband sem sprautar sítrónu eða lofti þegar hundurinn geltir.

Það er kostir og ókostir við þessi hálsbönd.
Ég skrifað um þetta í kommentinu í færslu sem heitir "hvað viltu vita?"

slóðin er:

http://aanana.blog.is/blog/aanana/entry/314520/

Annars getur verið hugmynd um að láta hana æfa sig meira, þannig að þegar hún er úti í garði þá er hun ekkert með ofsalega orku. þar að segja að nota ekki garðin í stað labbitúra.

hundar, þótt þeir séu litlir þurfa mikla hreyfingu. þeir þurfa lika eins og við eitthvað meira að gera en bara labba úti. Ef þeir fá ekki það, byrja þeir sjálfir að skemmta sér. td með að byrja gelta á allt og alla, naga dót eða þessháttar. 

Garðurinn heima er spennandi fyrstu dagana, en svo er hann hundleiðinlegur og þessvegna byrja þeir að leita af því sem er að gerast fyrir utan girðinguna.


Hundar vilja fá að æfa heilan lika og eru gott að nota hlýðni, agility, spor og freestile æfingar. Þetta gerir hundinn mjög sáttan við lífið og þegar er frí, semsagt bara hanga heima hefur hann minni þörf á að vera taka eftir ÖLLU sem er að gerast, eða hann tekur nátturlega alltaf eftir því, en nennir kannski ekki að vera æsa sig upp út af því.

Þetta er hugmynd. En þið sem ætlið núna að fara reyna að fara í brjálaða æfingu með ykkar hund sem geltir á allt og alla... vitið að þetta er kannski óvani sem hann hefur helgað sér í mörg ár og mun það vera erfiðara að venja hann af þessu strax. En þá er hægt að breyta aðeins umhverfinu, breyta rútinum. Hætta láta hann vera frjáls og einan úti í garði og einungis eftir eftirliti og kannski bara í löngu bandi svo að þegar hann geltir, án þess að þið segið nokkuð til hans bara draga hann til ykkar og fara inn.

Held það sé tilgangslaust að skamma og segja nei þegar þeir eru að "verja" svæðið sitt. Þetta er svo rosalega inní þeim eðlislega séð að margir hundar hunsa neiið algjörlega við þessari aðstöðu.

En ein svona fingurregla:

Ef hann hætti ekki að gera það sem hann var að gera vitlaust þegar þú sagðir NEI, þá virkaði ekki neiið og alveg tilgangslaust að endurtaka orðið.
Þá þarftu að endurskoða afhverju hann hlýðir ekki og fara tilbaka og kenna aftur orðið nei.

Aldrei segja nei tvisvar, það útvatnar orðið og endar með því að hundurinn byrjar að hunsa það alveg.

Annars með þeim fyrstu færslun fór ég yfir orðið "nei" ágætt að lesa það til að vita hvort þið hafið lært honum það rétt.

Því það er örugglega margir hundar sem halda að þeir heita Nei því það er sagt svo oft við þá.

Jæja alltaf verða svörin mín svo löng, vonandi hjálpaði þetta þér Sóley og öðrum með svipaða hunda. Láttu okkur vita hvernig gengur.

Heiðrún Klara Johansen, 19.3.2008 kl. 18:53

3 identicon

Takk fyrir þetta ;)

 En það var eitt annað lika (er ekkert að búast við að þú svarir svona yfir hátíðarnar) Tíkin er orðin rosalega dugleg, pissar ekkert inni né kúkur á næturnar, ekkert frá 8-1 og er mjög dugleg með þetta. En svo er vandamálið þegar það koma gestir, þá leggst hún svona niður af spenningi og pissar nánast alltaf lekur eitthvað. Þótt hún sé nýbúin að fara út.

Reynum að halda á henni eða hleypa henni beint út en það er ekki alltaf hægt og þetta er rosalega leiðinlegt. Ef þú hefur einhver svör við þessu máttu endilega láta vita ;) Lika benda mér á ef þú hefur svarað þessu annar staðar á síðunni og hefur farið framhjá mér.

Sóley (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 23:50

4 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

hæ.

ég held þetta sé algengt að hundar gera þetta.. tíkin mín gerði þetta þegar komu gestir... var svo spennt að hún pissaði á sig.. þetta held ég sé bara að sjá burt frá. alls ekki skamma hana eða þannig.. held þetta lagist þegar hún eldist, það gerði það með mína:)

gleðilega páska:)

Heiðrún Klara Johansen, 21.3.2008 kl. 00:20

5 identicon

Takk kærlega fyrir og gleðilega páska ;)

Sóley (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og þremur?
Nota HTML-ham

Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband