Leita í fréttum mbl.is

Ganga við hæl part 3

þetta með að segja "hæll" og hundurinn kemur eins og skot og sest niður við þína vinstri hlið og horfir upp til þín og bíður eftir næsta commandó.

 

þetta er allt sett saman af nokkrum æfingum. td er gott að hundurinn kan hreyfinguna sem við gerum þegar við viljum að hundurinn á að setjast. Semsagt að ekki segja "sestu" heldur gera hreyfinguna sem við notum alveg í byrjun þegar við vorum að læra sestu.  Þessi æfing hef ég útskyrt áður í færslu sem heitir "sestu, leggstu og vertu kurr"

Við viljum ekki nota nein orð annað en hæll. Þessvegna er gott þegar maður er að setja æfingarnar saman að nota hreyfingarnar sem hundarnir binda við hverja og eina æfingu.

Þetta er ofsalega erfitt fyrir mig að útskyra, miklu betra að sýna en það er ekki möguleiki svo ég ætla að reyna útskyra.

 Notið pulsubita... hafið bitana í hægri hendi. Núna ætlum við að leiðbeina hundinum til okkar án þess að segja orð. Eins og alltaf á aldrei að segja commandó orðið þegar við erum að kenna æfinguna. Orðið kemur þegar hann kann æfinguna.
Hafið pulsuna í hægri, hundurinn er fyrir fram ykkur og er farin að fatta að það er pulsa í hendinni sem honum langar í. Bakkið og lokkið hundinn með ykkur, eitt skref eða svo. Svo takið þig stóran sviga með hægri hendinni, að vinstri hlið ykkar, Færið höndina örlitið fyrir aftan ykkur og svo færa hana að vinstri hlið ykkar. þannig að hundurinn eltir og endar alveg við hliðin á ykkur vinstra megin og stendur núna ekki lengur á móti.
 Skildu þið þetta?
Þið hafið pulsuna í hægri hendinni að því að það er gott að hafa vinstri fría til þess að leiðbeina honum að ykkur, hjálpa honum inn til ykkar svo hann kemur alveg upp að.

Svo þegar hann stendur við hliðin á þér á hann að setjast automatisk. Þá er notað hreyfinginn sem þið notið til að fá hann til að setjast.

Þannig getið þið kennt honum að koma inn til ykkar setjast án þess að segja orð. Þegar hann hefur lært þessar hreyfingu, er hægt að setja orð. Og alltaf eins í og öllum æfingum á að segja orðið bíða í 1 til 2 sek og svo gera hreyfinguna.

 

Það er svo gott að kenna hundum hreyfingu lika því þeir taka miklu betur eftir henni en orði. Og í framtíðinni er gott að geta farið til baka og nota hreyfinguna þegar hann er eitthvað að slóra með æfingarnar.  Þá geriru það í stað þess að endurtaka orðið.

 

Jæja, veit ekkert hvort þið skilduð þetta blogg.  Reynið bara með hundinum. Hugsið heldar myndina að þið viljið fá hann inn til ykkar.
Munið að segja aldrei nei þegar þið eruð að kenna æfingar. Þá á bara að hætta. og byrja aftur seinna.
Munið einnig að hrós og klapp og tal er athygli. Þegar hann er að gera rangt í æfingu á að hunsa hann. En byrja fljótlega aftur, og reyna þá aðeins auðveldara, svo hann fái sjálfstraustið aftur.

 

 

27110712
Til þess að fá hundinn til að horfa upp er að hafa svo pulsur í munninum og þegar hann horfir upp á þig spytur þær útur þér og þá er hann frí og má fara að borða þær. Þá ertu að kenna honum að það er ekki bara úr hendinni sem nammið kemur það er einnig gott að horfa á þig.  Svo má einnig nota orðið sem þið hafið fyrir að horfa á ykkur sem ég talaði um í part 1. En reynið samt að segja það ekki.
Gangi ykkur vel:)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ! Ég er búin að vera að lesa bloggin þín, byrjaði á byrjun og á eftir að klára, ætla svo pottþétt að fylgjast með í framtíðinni. Mér finnst þetta frábært hjá þér, veit að þetta hjálpar og á eftir að hjálpa mörgum :)

En ég var allavega að pæla hvort þú gætir nokkuð látið mig hafa netfangið þitt? Þótt þú sért ekki lærð sem hundaþjálfari þá sé ég á þessu bloggi að þú veist alveg helling um hunda og ég hef trú á því að þú getir hjálpað mér aðeins. En þetta er allt of lang til þess að skrifa hér þannig að ég myndi vilja skrifa þér tölvupóst og fá svo svar með tölvupósti til baka. 

Með von um jákvæð og fljót viðbrögð, bestu kveðjur Sunna ;) 

Sunna (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 15:05

2 identicon

Heyrðu ég var að taka eftir því að netfangið þitt er hér á síðunni. Þannig að ég sendi þér bara póst núna ;)

Sunna aftur (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og fjórtán?
Nota HTML-ham

Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 70518

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband