Laugardagur, 29. mars 2008
Labba með slakan taum.
79% af þeim sem svöruðu spuringunni hér til hægri segja að þeir frekar vilja hund sem labbar með slakan taum, frekar en að vera labba við hæl.
Það svar er ég mjög sátt við. Hælganga er bara fancy ganga fyrir keppni og er óþarfi fyrir heimilishundinn sem er ekkert að keppa og þessháttar. En hinsvegar er ágætt að æfa það einungis til að æfa hundinn í einbetingu og hlýðni, það gerir hundinn rólegri og sáttari við lífið að fá að æfa hlýðni og aðrar æfingar. Þá td leiðist þeim ekki þegar þeir eru einir heima, heldur eru bara sáttir og sofa.
Að því ég var að útskyra hælgöngu vil ég jafna það og útskýra göngu með slakan taum aftur. Minnir að ég hef skrifað færslu um þetta þessevegna ætla ég að skrifa styttra núna.
mig langar að segja ykkur sögu.
Ég ætlaði að labba með einn hund, hund sem átti að vera grímu því hann togaði svo mikið. Ég bjóst við eitthverju skrímsli, en þetta var bara gammall setter og þegar við svo fórum út að labba þá í þessari grímu togaði hann ekkert. Labbaði bara voða fallega enda örugglega búin að læra að labba rétt með grímuna. Því gríman virkar þannig að þegar hundurinn togar í bandið þá strekkist á grímunni og kremur svona andlitið hans saman auk þess að hann hefur ekki eins mikin styrk í hausnum eins og að toga með hálsinum.
En ég bara var svo forvitinn hvernig hann nú togar svo ofsalega án þess að vera með grímuna, svo ég breytti og setti bandið í hálsólina og tók af honum grímuna.
Og viti menn... hann togaði alveg svakalega alveg á sekundunni, svo ég skildi alveg fólkið sem átti þennan hund.
En ég hugsaði með mér að þetta er vitur hundu, hann hefur fattað að best sé að toga ekki þegar hann er með grímuna, en hann hefur greinilega ekki fattað að toga ekki með bandið í hálsólinni. Svo vandarmálið lá í að hann hafði ekki fattað það það ætti ekki að toga.
Svo hvernig kennir maður hundi að toga ekki? Jú með því að taka burt það sem þeir vilja. Þetta er svo auðvelt. "ef þú vilt áfram, þá máttu ekki toga í bandið" "ef þú togar, stoppa ég og bakka"
Þannig að ef hann togar, fær hann bara að fara afturábak.
Ég gerði eftirfarandi með þennan hund:
Löbbuðum og hann togar, í því sama augnabliki stoppaði ég, horfði ekki á hundinn(sem er mikilvægt) horfði bara fyrir ofan hann áfram eins og venjulega. Byrjaði að bakka. Þá er hann svona "nei nei vil ekki bakka" og er að mótmæla með að láta mig draga hann. En ég draga hann og bakka og horfi fyrir ofan hann og um leið.. UM LEIÐ í sömu sekúndu og hann gefst upp og byrjar að labba að mér þá held ég áfram að labba. Alltaf án þess að horfa á hann. Án þess að segja orð og án þess að hrósa eða skamma.
Þetta endurtók ég í 15 min, hann stanslaust togaði þegar hann var komin á endann á bandinu. Hérna þarftu að sýna ofsalega þrjósku og ekki gefa þig. Alltaf gera þetta. Aldrei leyfa honum að toga ekki einu sinni smá.
Einnig ákveða hvenær hann byrjar að toga.. margir leyfa honum að toga þangað til höndinn er komin alveg á loft og maður farin að missa jafnvægið. Hjá mér byrjar hann að toga þegar taumurinn byrjar að toga í puttana mína. höndinn mín á ekki að lyftast upp.
Athugið að hafa langan taum. Verið smá nice við hundana og leyfið þeim að hafa langan taum svo hann hafi smá pláss að hlaupa á. Og alltaf leyfa honum að hafa allan tauminn. Ekki stundum stutt stundum langt. Bara hafa hann stuttan þegar þið eruð að labba á þröngum eða mannamiklum stað og sleppa honum löngum þegar fyrsta tækifæri gefst. Við erum nú úti til að viðra hann...
Samtals var þessi göngutúr sem ég fór í ca 20 min. Þegar við löbbuðum heim á leið var hann með slakan taum. og MJÖG SLAKAN meira segja. Ég varð nú sjálf frekar hissa hversu fljótur hann var að ná þessu.
En þetta er gert svona.. gott er að gera þetta strax við hvolpana, en þá er oft bara nó að stoppa og bíða þangað til þeir eru rólegir og þá fara af stað.
Jæja allir út að labba og prófa og koma svo inn og kommenta hvernig þetta gékk:)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Kæri Tómas Oddur - varðandi að hunsa hundareglur
- Hvolpar og hátíðarnar
- Skulum ekki banna fleiri hundategundir...
- hundaþjálfara nám.
- Hversu oft á viku æfiru hundinn?
- Sumir lausagöngu hundar kunna ekki að lesa....
- Spurning frá lesanda. - Sveitahundar
- Páska æfingar
- Innkall
- Fyrsti hvolpurinn/ einkatími
- Taumganga.
- Hundar þurfa að hafa garð?
- Hvernig hundaþjálfari viltu vera?
- Spurningar frá ykkur
- Þeir vilja banna hundahald á Akranesi! (??)
Eldri færslur
- Júní 2012
- Desember 2011
- Ágúst 2011
- Janúar 2011
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Spurning vikunar
Tenglar
Námskeið
- Taumganga stutt námskeið til að læra taumgöngu og ná sambandi við hundinn úti
- Fyrsti hvolpurinn/einkatími hægt er að panta mig í heimsókn til að fræðast um hvolpinn.
- Innkall Auðveldar æfingar til að bæta innkallið.
Athugasemdir
Litli hvolpurinn minn (6 mán) át kúkinn sinn í gær? bara smá samt, hvað er til ráða? Hann hefur aldrei sýnt því áhuga fyrr.
gestur (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 15:38
Hæ gestur
Þeir eiga það til að prufa þetta því miður, ekkert sem þú átt að gera neitt í .. ekki skamma eða þessháttar bara hunsa.. Hann fattar það sjálfur að þetta er ekkert gott á bragðið...
Eins og sveita hundar éta skít úr kúm og hestum og kindum... þetta er ekkert hættulegt svo hunsaðu þetta bara, hann hættir eflaust. :)
Heiðrún Klara Johansen, 30.3.2008 kl. 20:15
Þvílík snilldar síða sem þetta er! Takk fyrir að halda þessu úti, snilld að geta lesið sér til um hundaþjálfun hér!
Eitt langaði mig að spyrja, er þó ekki búin að lesa allar greinarnar, en hvenær telur þú að sé í lagi að byrja að kenna hvolpunum t.d. að setjast? Ég er með eina 9 vikna papillon tík sem ég er þó aðallega núna að kenna að pissa og gera stykkin sín úti.
Langar samt að fara að prufa, veit ég myndi bara gera í mjög stuttan tíma í einu en er ekki allt í lagi að prufa að prufa að kenna að setjast? Ætla að nota pulsur sem nammi, keypti eitthvað svona beef dæmi og skar það niður í bita en hún er heillengi með einn lítinn bita svo það er eiginlega ekki alveg að virka eftir því sem ég las hjá þér ;)
Anyway, ætla að lesa í gegnum þetta allt þegar ég hef tíma :)
Allgjör snilld! Takk aftur
kv. Íris og papillon tíkin Píla :)
Íris E (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 12:49
Hæ Íris.
Þú mátt alveg byrja strax og þú fær hvolpin. Setjast æfing er mjög auðveld æfing, veit ekki hvort þú varst búin að lesa færsluna um að setjast en endilega farðu eftir þvi. Og passaðu að ekki vera skamma eða segja nei ef hann fattar ekki. Notaðu hreyfinguna án þess að segja orð.
Gott er líka að þegar er matur í boði að þá segja nafnið á hvolpinum. Þannig lærir hann að nafnið sitt er eitthvað ofsa jákvætt. Passa svo að segja það ekki stanslaust, þá hættir það að þyða eitthvað, verður bara suð.
gangi þér vel með nýja voffan:)
Heiðrún Klara Johansen, 1.4.2008 kl. 19:27
Vill einnig nefna að setjast æfing gera flestir þannig að þeir segja orðið og hann sest því hann er svo æstur í nammið.
Semsagt han sér nammið og sest þá. Þetta snarvirkar þegar nammið er sýnilegt, en markmið okkar er að láta hann vinna án þess að þurfa múta með nammi. Verðlaun koma eftirá, óvænt. Hvort sem það er hrós, leikfang eða nammi.
Því þegar hann er með athyglina á annað, og ekki á hvort við ætlum að bjóða nammi fyrir að setjast þá mun hann örugglega ekki setjast.
Þá fara margir að segja aftur og aftur og aftur og aftur... og ef það verður oft sem það gerist þá hættir orðið að þýða eitthvað og verður bara suð.
Þessvegna er betra að kunna hreyfinguna með æfingunni og gera hana ef hann hlýðir ekki í fyrstu tilraun.
Heiðrún Klara Johansen, 1.4.2008 kl. 19:35
Takk kærlega fyrir svarið. Gott að vita að mega ekki segja nei. Ég prufaði lítillega í dag og hún fór alltaf með fæturna uppá hendurnar mínar samt var ég ekki með nammið hátt. En ég sagði þá nei við hana en þarf að muna að gera þetta alveg orðalaust svona til að byrja með. Las greinina um að setjast og ætla að byrja að kenna henni þetta. Verður bara gaman að leyfa henni að spreyta sig :) Hún er svo mikið orkubúnt að það er fínt að þreyta hana með smá hugarleikfimi :)
kv. Íris
Íris E (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 21:42
hææ
ég á 6 mánaða ameríska cocker spaniel tík og það gengur mjög illa að kenna henni að gera stikkin sín úti. allt lofaði góðu í byrjun þegar ég fékk hana (9vikna), en svo fór hún bara að gera allt saman inni. ég fer oft með hana út og stundum vill hún ekki gera neitt svo kemur hún inn og pissar, og stundum gerir hún úti. hvað á ég að gera ?
gunnhildur (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning