Þriðjudagur, 15. apríl 2008
hvað á ég að skrifa um?
ég er svona ekki alveg að vita hvað ég á að fjalla um núna, þannig að mig langar bara að koma á stað spurningarflæði í staðin.
Hvað vilt þú að ég mun skrifa um, er eitthvað sem þú ert að bíða eftir?
Annars bara koma með spurningar og ég svara fljótt.
Vil samt benda þeim sem eru nýjir á þetta blogg að það þarf að lesa færslurnar afturábak, semsagt fyrstu færsluna fyrst. Ég fjalla um hundauppeldið í nokkurn veiginn réttri röð. Frá hvolpi til fullorðins hund.
Það er einnig sniðugt að lesa commentin og svarið við þeim.
Og... koma svo hvað viltu vita?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 70519
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Kæri Tómas Oddur - varðandi að hunsa hundareglur
- Hvolpar og hátíðarnar
- Skulum ekki banna fleiri hundategundir...
- hundaþjálfara nám.
- Hversu oft á viku æfiru hundinn?
- Sumir lausagöngu hundar kunna ekki að lesa....
- Spurning frá lesanda. - Sveitahundar
- Páska æfingar
- Innkall
- Fyrsti hvolpurinn/ einkatími
- Taumganga.
- Hundar þurfa að hafa garð?
- Hvernig hundaþjálfari viltu vera?
- Spurningar frá ykkur
- Þeir vilja banna hundahald á Akranesi! (??)
Eldri færslur
- Júní 2012
- Desember 2011
- Ágúst 2011
- Janúar 2011
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Spurning vikunar
Hvað æfir þú oft hundinn vikulega?
Tenglar
Námskeið
- Taumganga stutt námskeið til að læra taumgöngu og ná sambandi við hundinn úti
- Fyrsti hvolpurinn/einkatími hægt er að panta mig í heimsókn til að fræðast um hvolpinn.
- Innkall Auðveldar æfingar til að bæta innkallið.
Athugasemdir
hæ hæ
snilldar blogg ég er einmeitt að æfa mína í að hætta að toga. Ég er með eina 8 mánaða labrador & golden hún flaðrar svo upp um ókunnuga ekki mig ... reyndar stundum börnin mín.
veit ekki alveg hverig ég á að venja hana af þessu .
kv Birna sem er að hætta láta teyma sig.
Birna (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 15:52
hæ hæ
snilldar síða hjá þér, takk fyrir hana, ég er með border colle með er 1árs og 7mán. Hvernig fæ ég hana til að hætta að stríða okkur þegar hún er með leikföng, hún vill ekki láta þau af hendi sjálf nema seint um síðir. kanntu ráð við þessu.
kveðja
Mjöll Stefánsdóttiir (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 19:55
Hæ Birna.
Hætta að toga getur þú lesið færsluna um að labba með slakan taum:)
Það að hún flaðrar upp á ókunnuga en ekki þig, veistu afhverju? hvað gerir þú sem ókunnugir gera ekki?
Hugmynd er að þú passar að vera nálægt og gera það sama við hana þegar hún hoppar uppá aðra. Ef þetta með huns og snúa sér við virkar ekki er hægt að æfa betur að sitja og vera kurr.. Þannig að þegar kemur fólk í heimsókn eða þessháttar þá segiru sestu og hundurinn hreyfir sig ekki fyrr en sagt er frí. En þá ertu kannski búin að segja gestum að snúa sér við og hunsa hana þangað til hun er róleg.
Kenna svo bara börnunum að hunsa hana alveg og snúa sér við þegar han flaðrar uppá þau. Hún vill athygli og ef börninn fara að leika við hana þegar hún gerir þetta þá er þetta verðlaun fyrir hana.
Gangi þér vel og endilega láttu mig vita hvernig gengur:)
Kveðja
Heiðrún
Heiðrún Klara Johansen, 16.4.2008 kl. 10:05
Sæl Mjöll.
Afhverju ertu að reyna taka af henni leikfönginn? Leyfðu henni bara að hafa þau.
Það sem hún hugsar þegar þið eruð að reyna fá leikfangið að þið eruð að leika við hana, og það er bara snildar gaman að hlaupa burt með leikfangið. Hún fær athygli og leik... afhverju ætti hun ekki að hlaupa burt.
Gefið henni leikfang, svo ef hún vill ekki koma með það aftur þá er bara leikurinn búin og þið farið að gera annað og hunsið hana. En um leið og hún kemur með það til ykkar, þá fær hún geðveikt hrós og þið kastið leikfanginu, en strax um leið og hún kemur ekki með það aftur er leikurinn búin.
Gangi þér vel og endilega láttu mig vita hvernig þetta virkar á hana.
Kveðja
heiðrún
Heiðrún Klara Johansen, 16.4.2008 kl. 10:08
Ég er með silky terrier tík sem að er með sár í eyrunum þetta er svona eins og exem og henni klæjar svakalega í þetta þegar hún klórar með löppunum.
Má setja e-ð á þetta? krem eða? höfum reynt að baða hana þegar hún er sem verst (frekar nýlega komið) hún er á mjög góðu fæði royal canin og er bara hvolpur.
Hvað eigum við að gera? hræðilegt að geta ekkert gert fyrir greyjið
gestur (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 23:00
hæ gestur.
Það er mikilvægt að hreinsa eyrun með spes eyrnahreysni reglulega frá hvolpa aldri. En hinsvegar veit ég ekki hvort það sé nó í þessu tilfelli. Mæli ég með að þið pantið tíma hjá dyralækni.
kveðja
Heiðrún
Heiðrún Klara Johansen, 20.4.2008 kl. 17:43
Hæ hæ
Var að spá, ég á við eitt "vandamál" að stríða. Ég fer út með tíkina og ég þarf nánast að draga hana áfram því hún vill þefa af öllu og stoppa allsstaðar. Hún er pínu lítil svo það er ekki mikið mál að draga hana þannig en það er samt pirrandi og ekki eins og það á að vera. Ef þetta væri stærri hundur væri varla hægt að vera með hana úti.
Núna er hún samt bara lítill hvolpur en ég vil ekki láta hana venjast á þetta frá byrjun. Mun þetta eldast af henni eða er eitthvað sem ég get gert? Þetta er eiginlega akkurat öfugt við að hundurinn togi í tauminn.
Takk annars fyrir frábært blogg :)
kv. Íris og Píla
Íris E (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 19:38
Hæ Íris.
Þvílík tilviljun ég fékk hérna póst frá Pílu líka;
Sæl
Píla hérna, ég á við eitt svaka vandarmál að stríða. Þannig er málið að þegar ég fæ að fara út að viðra mig þá fæ ég aldrei að gera það sem ég vil.
Mér finnst svo rosalega gaman að þefa, og gá svona hvað er að gerast í nágrenninu mínu síðan ég var síðast úti, gá hver var að labba þarna og þessháttar.
Málið er að hún sem labbar með mig er alltaf að flýta sér svo mikið. Er stanslaust að toga í mig og vill að ég bara labbi hring og fari svo aftur inn.
Ég meina, það er ekkert gaman. Mér finnst svo gaman að þefa, það er svo gott fyrir mig, ég fæ að einbeita mér að lyktinni sem ég er að þefa og það gerir að ég sef betur þegar ég er ein heima. Mér finnst ekkert gaman að þurfa bara að labba og ekkert annað.
Svo er ég lika enþá hvolpur og heimurinn er svo rosalega spennandi að ég þarf bara að kanna öll hörn af honum.
Hvað á ég að gera til þess að fá hana til þess að leyfa mér að njóta þess að vera úti.
Kveðja Píla.
Já, þetta er nú bara grín póstur, en eitthvað svona hugsar hún sennilega. Ég myndi bara njóta þess með henni að hún sé að þefa... ef hún vill sjálf ekkert fara áfram þá bara vera á þessum stað og leyfa henni að þefa.
En svo máttu byrja að æfa hana í að þefa upp slóðir, ef hún er með svo mikin áhuga á þessu.
Ef þú mögulega getur að hafa hana lausa? þá er einnig hugmynd að gera það og þegar þið eruð að labba og hún stoppar til að þefa eitthvað þá heldur þú áfram og hún þá dregst afturúr... til hún týnir þér... þá þegar hún fattar að þú sért horfin, fær hún smá hræðslu við að hafa týnt flokknum sínum og byrjar að leita. Finnur þig... (þú mátt ekki hrósa það eða veita henni athygli bara halda áfram að labba) og gerðu þetta í hvert skipti sem hún fer að þefa lengi bara halda áfram. láta það vera hennar vinna að fylgjast með þér.
Þá byrjar hún fljótt að taka betur eftir þér og umheimi þegar hún er að þefa og passar sig að verða ekki eftir. Semsagt þefar syttra í einu.
Gangi ykkur vel :)
Kveðja
Heiðrún
Heiðrún Klara Johansen, 22.4.2008 kl. 23:13
Ég er í rosalegu veseni núna og ég vona að þú getir hjálpað mér !
Málið er að ég á litla smáhundstík sem er að komast á gelgjuskeiðið (7 mánaða) hún er svona frekjudós en það hefur þó yfirleitt ekkert verið vesen.
Hún dýrkar eigendur sína og þá sem koma reglulega í heimsókn og hún þekkir, en hún HATAR börn ! Hún hefur hingað til ekki bitið neinn en þegar börn æða í hana þá verður hún stíf og gerir sig lílega til að bíta, urrar jafnvel.
Við höfum reynt að leyfa börnum að gefa henni nammi og e-ð sem henni finnst gaman og það hefur gengið ágætlega en vont að vera alltaf með áhyggjur af því hvort hún muni bíta. Ef börnin æða ekki í hana þá eftir smá stund vill hún stundum fara að leika og fer til þeirra að fyrra bragði.
Svo er það líka þegar hún hittir fólk útí í göngutúr.. Hún hefur hingað til látið sér nægja að gelta vel á þau (þótt við skömmum hana) en núna um daginn reyndi kona að klappa henni og hún BEIT hana!! vitum ekki alveg hversu fast því hún var með þykka vettlinga og fann ekkert fyrir því. Þetta var ókunnug kona sem við hittum í göngutúr.
Núna hefur hún líka farið að stífna svona upp þegar hún er skömmuð og gerir sig líklega til að bíta eins og áðan þá var hún með límband fast við hárin við munnin og þegar ég reif þau af (veit að það hefur verið vont) þá var hún eins og hún ætlaði að bíta en beit þó ekki) Alltaf þegar hún er skömmuð og eitthvað tekið af henni stífnar hún svona upp
Höfum reynt að æfa okkur í að taka matinn frá henni og klappa hana meðan hún borðar og það hefur gengið ágætlega.
Afsakið hvað þetta er langt, vona að þú vitir um einhver ráð, vil alls ekki þurfa að lóga litlu elskunni minni því að hún er ÆÐISLEG inná milli !!
Takk fyrir mig og frábær síða sem þú ert með hérna
gestur (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 15:13
Hæ gestur.
Mig langar fyrst áður en ég skrifa eitthvað nánar, spyrjast fyrir um sögu hundsins.
hvaðan kom hún, hvernig var umhverfið þar, semsagt fyrstu 2 mánuðina frá fæðingu og þangað til þið fenguð hana.
Það er sennilega eitthvað frá þeim tíma sem gerir að verkum að hún er eins og hún er í dag.
Getur sent mér mail með frekari upplýsingar
nala7979@hotmail.com
ég mun ekki birta það sem þú skrifar í mailinu.
kveðja
Heiðrún
Heiðrún Klara Johansen, 7.5.2008 kl. 15:19
uhh ég er með þriggja mánaðan hvolp og hún á það til að gelta þegar það labbar einhver framhjá og svo er líka að hún glefsar alveg ótrúlega mikið , hún vill glefsa í nákvæmlega allt og er alltaf þegar koma gestir finnst henni það alveg meiriháttarspennandi og hoppar uppá það og glefsar pínu í hendurnar þegar það teigir sig til að klappa henni. hún er alveg með nagbein út um allt hús og við erum mjög ströng á nei-inu og prófuðum sítrínusafan en hún hunsaði hann bara og hún hættir alltaf strax þegar ég segi nei en svo byrjar hun strax aftur eftir svona 5-7 sek. ertu með einhver ráð fyrir okkur??
Gestir :D (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 13:26
Já ég er með ráð handa ykkur. En það eru svo mörg ráð að ekki er hægt að skrifa þau í einni færslu, það sem mér dettur í hug er að hér þarf almennar hlýðni reglur og æfingar, svo þurfa allir í fjölskyldunni að fylgja sömu reglum.
Mér dettur í hug að hún veit ekki alveg hvað nei þýðir, eða að hún vet það en veit einnig að þið gefist upp og fylgið því ekki eftir. 'i byrjun prufa hundarnir nokkrum sinnum til að gá hvort má seinna. Þannig að hér þarf reglur sem gilda alltaf og þið þurfið bara að taka ykkur tíma í að fylgja því eftir.
Glefsar hún eða leikbítur hún? Hvolpar leika í byrjun ofsalega mikið með munninum og byrjar maður á því að venja þá af því.
Semsagt í hvert skipti sem þessi hegðun kemur er allt búið og enginn athygli.
Straffið fyrir að gera þetta er huns.
Svo er mikilvægt að verðlauna og byrja að leika við hana þegar hun er róleg og góð. En um leið og æsingurinn verður of mikill og hún byrjar að leika og eða glefsa þá er hunsið notað aftur.
Hægt er að gefa frá sér svona hljóð eins og hundar nota þegar þeir meiða sig og fara strax í burtu frá henni þegar hún bítur.
Ekki segja nei við þessu. Hún getur misskilið það svo hrottalega og haldið að þið sögðuð nei við eitthverju öðru sem hun var að gera. td að leika.
mæli með að þú lest allar færslurnar sem ég hef skrifað afturbak og fram að síðustu. Því ég held að svar við þínu vandarmáli er að finna hér. Held ég hef skrifað um nánast allt sem þið þurfið að gera.
ef ekkert er að ganga getið þið haft samband við mig á nala7979@hotmail.com
Heiðrún Klara Johansen, 8.5.2008 kl. 18:00
Sæl
Ég langar til að spyrja þig varðandi umhverfisþjálfun, ég er með border colle sem verður 2 ára núna í júli, ég er sem smá vandamál sem ég vildi ræða við þig, þegar við erum að labba úti, snýr hún sér alltaf við og gáir fyrir aftan sig,hvað get ég get til að venja hana af þessu.
kveðja Gíslína
Gíslína (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 16:52
Hæ Gíslína
Heirðu þarna komstu með spurningu, ég vet hvað þú átt við, hef séð hunda gera þetta, held þetta er aðalega óöryggi að hún er stanslaust að fylgjast með alstaðar.
Ég veit ekkert eitt gott ráð við þessu, Kannski bara reyna að afleiða hana þegar þið eru að labba, tala við hana, hrósa henni og kannski leika með leikfangi meðan þið eruð að labba svo hún hafi ekki tíma fyrir að hugsa um að vernda sig svona mikið.
Bara passa að hrósa ekki þegar hún lítur aftur fyrir sig, þá ertu að hrósa hegðunina sem þú vilt að hverfi. Hrósa þegar hún er bein og horfir fram td.
Gangi þér vel :)
Heiðrún Klara Johansen, 17.5.2008 kl. 16:58
Sæl
Takk fyrir svarið. En mig langar til að spyrja á hvaða tímapunti á ég að hrósa henni. verð að þjálfa hana í að venja sig af þessu.
takk
Gíslína (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 19:39
Já, hérna ég myndi bara bíða með hrósið ef þú ert ekki viss um nákvamlega hvenær. því það er svo stór hætta á að þú sért þá að hrósa hræðsluna sem má alls ekki.
Þannig að einbeittu þér bara á því að afleða hana til að byrja með. Hafðu með skemmtilegt leikfang og vertu að kasta því annað slagið fyrir hana að sækja og þessháttar. Leyfðu henni að hlaupa aðeins á túrnum lika, fá út smá orku. Slappar þá betur af.
Hrósa þegar hún er að leika sér og skemmta sér. Þegar skottið er diddlandi, þegar hún horfir á þig.
Lestu annars elstu færslurnar, þar er ein um hrós.
gangi þér vel:)
Heiðrún Klara Johansen, 20.5.2008 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning