Leita í fréttum mbl.is

Eigandinn

Ég hef mest verið að tala um hundana á þessu bloggi, bara annað slagið talað um eigendur. Núna langar mig að veita athyglinni að einmitt þeim.

 

Pointið með þessari færslu er að fá skilning um að hundurinn verður aldrei betri en eigandinn vill fá hann.

 

Þegar þú sem nýr eigandi fær 2 mánaða hvolp frá góðum ræktanda sem hefur gert allt rétt  á þessum 2 mánuðum,  er hundurinn fullkomin.

 

Svo er undir þér komið að “skemma” ekki hundinn.

 

Öll hegðunarvandamál koma út af okkur sem eru að sinna/ekki sinna hundinum.

 

Áður en þið farið í panik og haldið að þetta er allt of stór ábyrgð fyrir ykkur þá ætla ég að reyna segja hvað þarf að gera á eins auðveldan hátt og mögulega hægt er.

 

Til þess langar mig að taka dæmi af einni fjölskyldu sem réð mig sem hundaþjálfari nýlega.


Þau eiga ofsalega fallegan labrador hvolp sem er með mjög sterkan karakter. Þau sögðu við mig strax að þau væru alveg fersk í þessu og vissu ekkert um að ala upp hund.
Eftir að hafa hitt þau þá er ég alveg viss um að hundurinn mun verða heimsmestari og hin besti hundur.  

Ég skal segja ykkur afhverju.

 

Þau öll.  Mamma, Pabbi og 3 börn sýndu öll áhuga á að læra á hunda. Meira segja sú sem var hrædd við hunda og forðaðist þennan hvolp alfarið, sat hjá okkur og hlustaði.  Þessi svakalegi áhugi á nýja fjölskyldu meðliminum segir mér það að þau geta ekki klikkað á þessu.  
Auðvita þurfa þau að afla sér upplýsingar og reyna að læra allt sem hægt er um hunda, en það er ekki erfitt þegar áhuginn er fyrir því.

 

Eins og ég sagði í einum af mínun fyrstu færslum.  Margir vilja fá sér sætan hvolp, en færri vilja fullorðinn hund.   

 

Ef þið hafið áhuga á að fá hund verðið þið að spyrja ykkur hvort þið hafið áhuga á að læra það sem læra þarf.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög góð síða hjá þér :)

Ég er smá vesen, þó ekki tengt þessu beint. Ég er sem sagt með litla tík sem er nýlega orðin eins árs.
Ekki er svo langt síðan hún byrjaði að "nudda" sér upp að  ýmsum hlutum svo sem böngsum og jafnvel fótum og höndum á fólki.

Þetta er auðvitað hundleiðinlegt, en hvernig bregst maður við? Á að skamma hundinn? Svo er hún ekki byrjuð á túr. Eða við höfum ekki orðið vör við það.


Hún er samt alls ekkert staanslaust að gera þetta.

Kveðja, ein í vanda

gestur (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 21:24

2 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

sæl ein í vanda:)

Ég myndi halda að hún tíkin þín er seinnlega bara að fara byrja á táninga tímabilinu og er svona orðin rugluð í rímunu, mannstu hvernig þetta var fyrir okkur. við vorum pínu svona ekki alveg að finna okkur á tímabili, og ég get alveg hugsað  mér að svona hafa tíkurnar það líka. 

tíkurnar byrja á túr fyrsta skiptið á mismunandi tímum alveg eins og hjá okkur og sumir alveg eins og hálfsárs.  Svo þetta kemur hjá henni. 
Þið verðið vör við þegar hún byrjar á túr, ef hún sleikir allt upp sjálf og þið sjáið ekkert á gólfinu,  verið bara ofsalega ánægð. Sumar þurfa bleijur þær blæða svo mikið og sumar semagt tekur maður ekkert eftir.
 Mín td hún var ekkert svakaleg, bara nokkrir blóð dropar hér og þar.  Og þarna enn eitt dæmi um að hafa ekki tíkina í sófanum... sleppa því að fá ev. blóðdropa í hann.

En þið sjáið það lika á hann hundum í kringum hana, ef þeir eru stanslaust í rassinum hennar og þefa og láta hana ekki vera þar, þá er hún að fara byrja á túr og þarf að passast vel næstu vikur svo hún verði ekki hvolpafull.

En svo er þetta nudd dæmi. Ef þér finnst þetta óeðlilega mikið, getur verið að henni klæjar í feldinum og þarf að fara í skoðun og ef til vill á syklalyf ef hún er með etthvern fjandan í sér.    Ég átti einn þannig einu sinni sem nuddaði sér ofsalega mikið og fékk sprautu frá dýralækninum og varð strax bedri. En þetta byrjaði altí einu hjá honum  svo ég sá að þetta var enginn kjækur hjá honum.

En hún getur verið bara að fá lyktina af ykkur og öllum á sig. Sem getur stafað af óöryggi útaf breytingunum sem hún er að ganga í gegnum. Leyfið henni þetta bara án þess að "taka eftir því" semsagt ekki banna eða hunsa eða veita henni athygli þegar hun er að þessu. 
  Verið bara góð við hana og þegar hún er að nudda utaná ykkur td hendurnar eða þessháttar getið þið bara labbað burt án þess að gera neitt meira deal um það.   Frekar fara til hennar þegar hún liggur og er róleg og knúsa hana og klappa.

Svo skulum við vona að þetta hættir þegar hún er lengra komin í táningatímabilinu. 
En ef þið hafið frekari áhyggjur af hennar hegðun, þá skaðar ekki að kíkja á dyralæknir.

Svo vil ég taka fram að þetta sem ég skrifaði um óöryggið hennar hér er það sem mér datt í hug. Ég hef ekki sérstaklega mikla reynslu á einmitt þessu, svo ekki taka þetta sem biblíu svarið við hennar hegðun. En getur semsagt verið þetta:)

Endilega ef þú kemst að því, að þetta var eitthvað annað, þá láttu  mig vita, við erum öll að læra:)

kveðja
Heiðrún.

Heiðrún Klara Johansen, 3.12.2008 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og sextán?
Nota HTML-ham

Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband