Laugardagur, 28. febrúar 2009
Æstir hundar út að labba í góða veðrinu!
Kannist þið við það að hundurinn alveg brjálast úr hamingju þegar farið er út og hann er svo æstur að þið eruð í mestu vandræðum nánast allan göngutúrinn. Hann rýkur út um dyrnar þegar þið hafið bara opnað smá rífu, hann dregur ykkur af stað og sérstaklega í hvolpa aldri, þá bítur hann voða mikið í bandið.
Afhverju?
Þetta er hegðun sem flestir vilja fá burt. Við viljum þægan hvutta sem bíður með að fara út þangað til er sagt gjörðusvove, við viljum hund sem labbar fallega í bandinu án þess að toga í það, við viljum hund sem er hamingjusamur og orkumikill án þess að vera brjáláður.
Hvernig fáum við það?
Það er auðvelt ef við skiljum afhverju hann er að þessu. Allt snýst um að verðlauna góða hegðun og hunsa slæma.
Til þess að það virki verðum við að finna hvað hann vill akkurat þá.
Td: Við erum að fara út. Hann er farinn að tjúllast af æsingi meðan við erum að klæða okkur í útifötinn.
- Hvað vill hann? Jú, hann vill komast út. Þá vitum við það og þá verður það verðlauninn sem við notum.
- Hvað vill hann ekki? Jú, hann vill ekki vera svona lengi að bíða með að komast út. Þá notum við það sem "straff".
Senarióið er að við stöndum á gangingum og bíðum. Við hreinlega bíðum þangað til hann er rólegur. Þangað til hann stendur kurr og er afslappaður, eða hann sest niður og er afslappuð. Geispið sem getur komið er hans leið að róa sig niður svo það er gott tágn.
Þegar hann er rólegur, fær hann verðlaun - einmitt það sem hann vildi - fara út!
Ef þetta er ávallt gert og ef þetta er einnig gert alveg frá hvolpa aldri þá verður aldrei æsingur við að labba út um dyrnar. Hann lærir að eina leiðinn til að fá að fara út er að vera rólegur.
Svo er það labbið úti.
Hann er æstur og vill fá að hlaupa. Í fyrsta lagi þurfa hundar útrás og hlaupa svo þeir þurfa að geta farið á staði sem þeir fá að hlaupa frjálsir. Og hin skiptinn sem við verðum að hafa þau í bandi er ég að fara taka dæmi um. ( Því ef þeir fá aldrei útrás mun ekki þetta hér virka sérlega vel því þeir hafa allt of mikla orku sem þarf út)
Senaríóið er að hundurinn togar í bandið og þið eruð í hangandi á eftir.
- Hvað vill hann? Jú, hann vill komast áfram. Þá vitum við það og notum það sem verðlauninn í þessari æfingu.
- Hvað vill hann ekki? Jú. hann vill þá ekki fara afturábak. Þá notum við það sem straff.
Svo æfinginn er að í hvert skipti sem hann togar í bandið, stoppum við harkalega upp og bökkum. Við bökkum þangað til hundurinn gefst upp og er farinn að labba að okkur. Þá löbbum við áfram, verðlaunum að hann hætti að toga í bandið.
og só on og só on.. þetta er erfið æfing sem þið þurfið að gera alltaf þegar þið eruð í göngu túr. Þá á hreinlega aldrei að vera í boði að toga í bandið. Verið alveg svaklega ströng á því. Toga í bandið er ekki í boði. Aldrei. Ef hann kemst aldrei upp með það, þá hættir hann að reyna.
Vandamálið með þessa æfingu er að við erum oft löt og leyfum þeim að toga bara til þess að geta klárað göngutúrinn. En þá erum við að rugla þá í rímunu. Annað hvort má toga eða ekki.
Svo erum við með þetta með að bita í bandið stanslaust í göngtúrnum. Þetta er týpiskt hvolpa dæmi sem er þá, bara leikur og hættir sjálfkrafa. Ef það er hunsað á réttan hátt.
Ef þið eruð að taka bandið úr honum á þann hátt að þið eruð " í hans augum að leika við hann" þá mun hann gera þetta aftur og þá verður þetta verðlaun. Athygli frá ykkur.
Hér ætti að vera nó að frekar harkalega taka bandið úr munninum hans án þess að veita honum athygli eða detta í reipitog við hann. Bara rífa bandið úr kjaftinum og halda áfram að labba.
við leiðréttum það sem hann var að gera rangt og hunsuðum hann.
Hundurinn fannst það ekkert gaman og mun sennilega ekki velja þetta sem leikfang aftur.
alltaf í hundaþjálfun þurfum við stoppa upp og hugsa hvað er það sem hundurinn vill akkurat núna. Það notum við sem verðlaun við góða hegðun. Og gerum anstæðuna sem straff (ef mögulega hægt er)
já og farið svo út að labba núna í þessu gull fallega veðri úti:))
Kveðja
Heiðrún
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Kæri Tómas Oddur - varðandi að hunsa hundareglur
- Hvolpar og hátíðarnar
- Skulum ekki banna fleiri hundategundir...
- hundaþjálfara nám.
- Hversu oft á viku æfiru hundinn?
- Sumir lausagöngu hundar kunna ekki að lesa....
- Spurning frá lesanda. - Sveitahundar
- Páska æfingar
- Innkall
- Fyrsti hvolpurinn/ einkatími
- Taumganga.
- Hundar þurfa að hafa garð?
- Hvernig hundaþjálfari viltu vera?
- Spurningar frá ykkur
- Þeir vilja banna hundahald á Akranesi! (??)
Eldri færslur
- Júní 2012
- Desember 2011
- Ágúst 2011
- Janúar 2011
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Spurning vikunar
Tenglar
Námskeið
- Taumganga stutt námskeið til að læra taumgöngu og ná sambandi við hundinn úti
- Fyrsti hvolpurinn/einkatími hægt er að panta mig í heimsókn til að fræðast um hvolpinn.
- Innkall Auðveldar æfingar til að bæta innkallið.
Athugasemdir
Á maður að bakka, þegar hundurinn togar eða er í lagi að snúa bara við og labba til baka ?
Mbk.Lolla
Lolla (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 19:21
Sæl Lolla.
Góð spurning.
Um leið og bandið er orðið strekt þá togar hundurinn. Þá stopparu snögglega og bakkar og þá togaru hundinn með þér afturábak. á meðan þú bakkar horfiru ekki á hundinn, heldur fyrir ofan hann. Eins og þegar þið voruð að labba þú horfir áfram alltaf.
þegar hundurinn gefst upp og þú ekki lengur togar hann afturábak þá helduru áfram og hann fær að halda áfram að labba.. og þá mun hann toga strax aftur svo þetta er endurtekning dauðans en virkar ef þetta er gert snögglega og haft smá power í þessu. Þá lærir hann á þessu og hættir að nenna vera alltaf að bakka og fer að passa sig að toga ekki svona mikið.
Hann þarf að finna hvernær hann byrjar að toga, hvar eru mörkin. ef hann byrjar að toga stundum þegar höndinn er komin alveg uppá loft hjá þér og stundum þegar hann nánast fær ekkert loft því hann togar svo mikið þá fattar hann ekkert hvað málið er.
Þessvegna þarf hann að hafa skyr mörk um hvar hann byrjar að toga. Góð regla er að ef bandið lyftir upp hendinni þinni þá togar hann. Höndinn þín á semsagt að vera alveg laus og liðug við hliðiná þér.:)
kv.
Heiðrún
Heiðrún Klara Johansen, 28.2.2009 kl. 19:41
Heppinn var ég að hitta á þín skrif. Að vísu er stundum gott að láta draga sig upp brekkur, en ég þarf að fara að reyna að ná burt þessu biti í bandið og eilífu togi.
Takk fyrir góð ráð.
ÞJÓÐARSÁLIN, 5.3.2009 kl. 11:25
Sæll:)
Það er gaman að heyra ef ég hef hjálpað ykkur eitthvað. Það sem þú getur gert þegar þú VILT láta hann toga er að hafa hann í Beisli - svona sem notað er á veiðihundum og þessháttar. Þá er ekki vont í hálsinn að toga. Þegar hann er í beislinu þá má hann toga og þegar hann er ekki í því á ekki að toga.
Hann mun fatta muninn á þessu.
Svo mæli ég með að lesa allar færslurnar í þessu blogg, því ég útskýri mikið hvernig hundar hugsa og þá getum við sjálf fattað hvernig við getum talað þeirra tungumál.
Endilega ef þú vilt nánari aðstoð er bara að hafa samabandHeiðrún Klara Johansen, 5.3.2009 kl. 11:37
Takk!
Það er glettilega margt, sem ég á eftir að læra. Ein spurning. Nú er hvuttinn minn orðinn 11 mánaða og ég hef ekki haft brjóst í mér til að láta gelda hann. Átt þú ráð með svona bæjarhunda, sem verða væntanlega aldrei notaðir til undaneldis?
ÞJÓÐARSÁLIN, 5.3.2009 kl. 13:18
Það er frábært að þegar maður sér hvað maður þarf að læra, þá fyrst byrjar maður að læra það.
En varðandi geldingu, það eru fleiri kostir við geldingu ef þú ætlar ekki útí ræktun. Þegar hundarnir verða eldri koma ýmis áhugarmál varðandi tíkur í nágreninu.
Þú getur td aldrei haft hund lausan sem er ekki geldur, nema vera með virkilega góða hlýðni á honum. Því ef han skynjar tík á lóðeríi á svæðinu þá er hann rokinn.
Þannig að ég myndi mæla með geldingu, en ég kann ekki nó of mikið um það hvaða aldur er best að gelda á. Held það sé best að gera það sem fyrst.
Systir mín lét gelda sinn svo snemma að hann varð í raun aldrei kynþroska og hoppaði yfir táningar stæla tímabilið. Og er alltaf mjög góður hundur.
En hafðu samband við dýralæknir til að fræðast meira um geldingu.
Það er þægilegra fyrir þig og öruggara úti ef hann hefur ekki getuna í að fara riðlast á öllum sætu tíkunum í bænum.
Heiðrún Klara Johansen, 5.3.2009 kl. 13:24
Ég hef sjaldan, séð skemmtilegri ráðleggingar, en þessar sem koma þarna neðst.
Enn og aftur. Takk fyrir góð ráð.
ÞJÓÐARSÁLIN, 5.3.2009 kl. 13:55
Daginn.
Ég á ótrúlega fínan hund en hún hefur eitt vandamál. Þegar ég hleypi henni út í garð þá tryllist hún og geltir og geltir og geltir..... þannig að þetta er ekki skemmtilegt fyrir nágranna mína. Hvað get ég gert til að koma í veg fyrir þetta þegar hún er úti í garð. Þetta er að auðvitað orðin bara rútína hjá henni eða "vani" sem ég þarf að brjóta upp en hvernig??
Hundeigandi (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 16:34
Sæll Hunda eigandi.
Já það eitt mjög auðvelt sem þú getur gert. Það svín virkar.
Hættu að setja hana úti garð.
Ístaðinn farðu með hana út að labba og gerðu hlýðni æfingar sem reynir á einbeitingu og æfðu spor æfingar svo hún fái að æfa nefið sitt sem er aðal græjan hjá hundum.
Þetta er kannski harðlega orðað hjá mér, en ef hún lætur illa uti í garði, þá er hún að segja við þig að hún vill ekki vera þarna. Hún fær ekki útrás fyrir sínum þörfum þarna.
Svo bara út að labba og æfa hana:)
Heiðrún Klara Johansen, 16.3.2009 kl. 20:19
:) Takk fyrir þetta.... en ekki alveg lausnin fyrir mig:)
Hundinn sem um ræðir er í mikilli þjálfun, fer í tvo langa göngutúra á hverjum degi og gerir hlýðniæfingar í hverjum einasta göngutúr! Ég er með stóran góðan garð og hefði haldið að það myndi bara gera hundinum gott að komast oftar út yfir daginn..... og hún lætur líka svona þó ég sé úti með henni. Mig grunað að þessu séu frekar varnarviðbrögð og að hún sé að verja sitt óðal og spurning hvernig er hægt að draga úr þeirri hegðun.
Hundeigandi (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 08:55
Það er frábært að hún hefur svona mikið að gera, en semsagt stend samt á mínu, henni líkar ekki við að vera þarna og er komin í eitthvern vítahring hvað varðar gelt í garðinum.
En ef þú endilega þarft að hafa hana í garðinum þá getur þú keypt þér sítrónu hálsband og haft á henni og þá kemur sprautbuna á hana í hvert skipti sem hún geltir.
Annars ef hún fær svona marga göngu túra og æfingar, þá kannski þarf hún ekki að vera svona mikið úti í garði og vill kannski mest af öllu vera inni og sofa??
Getið prufað að bara pása garðinn í mánuð eða tvo.. svo þegar hún fær að fara þangað aftur síðar, er hann kanski orðinn spennandi aftur.
Allir hundar verja sitt svæði og urra eða gelta á óviðkomandi og veit ég ekki um góða lausn við því, annað en að hafa hana ekki eina úti og þegar þið eruð tvö úti, ert þú foringinn og þá ef hún skynjar þig sem foringja þarf hún ekki að verja.. heldur verður það þitt job.
:)
Heiðrún Klara Johansen, 20.3.2009 kl. 10:42
hæææj.
Tíkin mín er mjög róleg en á eitt vandamál sem er mjög pirrandi!!
Þegar ég er úti að labba með hana og við mætum öðrum hundum eða köttum þá trillist hún!!! hún geltir ekki en hún hoppar, tosar og vælir. Og hún er miðstór og það er erfit að halda henni.
hvernig get ég látið hana hætt að láta svona???
Hrönn (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 18:12
Hæ Hrönn.
Það er erfitt fyrir mig að svara svona án þess að sjá hana og vita hvað veldur þessari hegðun.
En það sem þú getur byrjað á að prufa er að þú sjálf passar að verða ekki stressuð eða spenna þig upp, eða veita því sem þið mætið eitthverja athygli. Hundar skynjar vel hvernig okkur líður.
svo er gott að vera ekki að hugga, klappa, eða veita hundinum þannig hrós fyrir þessa hegðun þá ýtir þú undir hana frekar en að laga hana.
kveðja
Heiðrún
Heiðrún Klara Johansen, 9.5.2009 kl. 22:13
takk:D ég prófa það.
Hrönn (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 10:07
Sæl Heiðrún,
Hef lesið skrif þín og hrifist af.
Ég er með 7 mánaða Labradorhvolp (geldur 5 mánaða). Fór á námskeið þrjú kvöld um Basic atriði varðandi hvolpa. Finnst ég þurfa meiri leiðbeiningu varðani hundinn. Hann gegnir mér inni en þegar út er komið ullar hann á mig og fer sínu fram. Hann sinnir ekki innkalli nema með mútum. Hann er erfiður í labbitúrum sérstaklega núna þegar allt er farið að lykta í nátúrunni. Ertu með ráð?
Víðir Þór Magnússon (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 21:41
Sæll Víðir.
Takk fyrir hrósið.
skemtilegt hvernig þú lýsir vandanum. " ullar á þig og fer sínu fram" þetta hljó ég vel að. Aðalega því ég fatta alveg hvað þú átt við.
þettar er tekið fyrir á hlyðni námskeiði, þar sem ávalt er æft með truflunum.
Ef þú hefur áhuga á slíku námskeiði, sendu mér línu á netfangið.
nala7979@hotmail.com
ég ætla reyna safna saman í eitt stykki hlýðni námskeið fljótlega:)
kveðja
Heiðrún
Heiðrún Klara Johansen, 26.5.2009 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning