Mánudagur, 28. desember 2009
Áramótin fyrir hundinn - hvernig á að róa hundinn.
Eins og ég hef sagt áður þá taka hundar mikið eftir okkur, hvernig við erum og hvernig við hegðum okkur. Þeir bókstaflega kíkja á okkur áður en þeir áhveða hvort þeir eiga að verða hræddir eða ekki.
En það er ekki alltaf létt fyrir okkur að hegða okkur á réttan hátt svo að hundar skilja að td þetta með áramótin er ekkert að stressa sig yfir.
Þegar við erum að passa og hugga börn, gerum við á þann hátt að við tölum við þau og föðmun. Þetta er róandi fyrir börninn og þeim líður vel og verða ekki eins hrædd.
Og það eru því miður margir sem gera eins við hvolpinn á hans fyrsta áramótarnóttu. Það er rangt að gera. Því þegar við "huggum" og "tölum" við hundinn þá sensar hann að etthvað sé að og verður bara meira hræddur, og þetta með sprengjurnar á áramótin verða "thing" öll áramót og það endar með að hann þarf róandi sprautur eða pillur í hvert skipti.
Skal reyna útskyra nánar hvernig hundar lesa okkur.
Dagsdaglega þá fylgist hundurinn með okkur, allt sem við gerum, hvernig við erum. Þeir læra á okkar rútinu. Daglegur rúntur okkar um íbúðina lærir hann á. Hvað og hvernig við erum þegar allt er rólegt og enginn hætta. Hvernig við hegðum okkur þegar etthvað er að gerast og svo framvegis.
Þegar td þú ert hrædd, þá lærir hundinn á hvernig þinn líkami er, hvernig þú hegðar þér. Ef þú ert ánægð þá sér hann það lika. Pirruð lika. Já þeir sensa semsagt alveg hvernig við höfum það.
En svo er það þetta með að við viljum róa hundinn. Hvernig gerum við það?
Jú, málið er að vera róleg sjálf/ur. Láta þetta kvöld vera eins og öll önnur kvöld. Halltu þig við þínu venjulega daglega rútinu með hvernig þú hegðar þér. Allir í fjölskyldunni verða að vera rólegir. Og enginn má hlaupa til hvolpsins og klappa þegar heyrist í rakkettu. Best er þá bara að "taka ekki eftir" bombunum, passa uppá að þið hagið ykkur eins og ekkert sé að gerast... halda áfram með það sem þið voruð að gera osf.
Hugsuninn er góð, að vera hjá honum og passa og hugga hann, segja að allt sé í lagi og svona.
En skulum þykjast vera hundurinn núna til að skilja hvað hann hugsar.
"ég heyrði etthvern svaka smell, hvað var þetta??
hlaupandi á móti mér kemur einn fjölskyldumeðlimurinn og byrjar að halda utam um mig. Hún virðist stressuð, hún er alldrei svona venjulega, etthvað hlítur að vera að? Best að byrja gelta.
Einn annar smellur, hún strirnar upp og heldur fastar hún er svaka hrædd greinilega. Það er greinilega etthvað svaklegt að gerast þarna úti"
Þessi hundur mun sennilega verða hræddur á hverju einasta ári.
Svo höfum við annan hund:
" ég heyrði etthvern svaka smell, hvað var þetta??
ég horfi á alla í fjölskyldunni, þau hafa ekki tekið eftir þessu, þau eru alveg eins og venjulega. Þau sitja þarna og horfa út og eru róleg. Það var nú gott, þá get ég lika verið rólegur. "
Þetta er svona það besta og það versta sem hundurinn hugsar. Auðvita eru hundar sem verða samt stressaðir ef allir eru rólegir, og auðvita eru hundar sem pikka sig ekkert upp við þessu þótt etthver var að hugga hann.
En svona flestir hundar hugsa sennilega þannig eða etthvern veginn þannig. og það er ágætt að hafa þetta í huga núna sem næstu daga þegar allar sprengingarnar munu koma.
Og það getur verið að þið þá, munu róa hundinn og hann mun aldrei hafa neitt vandamál með áramótin.
Og væri það ekki flott?
Þetta gildir líka um allt, þegar gerist etthvað nýtt fyrir hundinn og hann veit ekki hvernig á að bregðast við, þá kíkir hann á ykkur alltaf fyrst og áhveður svo. Þannig að um að gera að alltaf vera eins róleg/ur og hægt er.
Ef hann sér etthvað sem hann er hræddur við. td stóra styttu. Þá bara vera kurr á staðun og bíða rólegur. gera etthvað sem hundurinn telur venjulegt. td fara skrifa sms eða tala í síman.. og leyfa hundinum að róast sjálfur á sínum tíma.
Ef þú í þessari stöðu mundir "sýna" honum að allt sé í lagi og þetta er bara stytta, þá ertu í raun bara að hegða þér óvenjulega og hundurinn verður meira hræddur.
Svo hér á maður bara ekki að gera neitt. Og vera rólegur.
Jæja, vonandi gengur þetta vel hjá ykkur.
Vil lika segja að gott er að fara ekkert út með hundinn og hafa glugga lokaða. Það er svo skritin lykt af reyknum sem fylgir. Ef hundurinn vill ekki fara út, en þarf örugglega að pissa þá alls ekki þvinga hann út. verið búin að fara með hann fyrr á daginn að pissa og svo farið ekkert út fyrr en úm há nótt þegar allt er rólegt.
Sumir taka lika uppá því að keyra út úr bænum í þögnina og láta hann pissa þar. Sem getur verið góð hugmynd.
Ef hundurinn vill ekki út þá þarf hann ekki að fara út. (Ef han myndi nú pissa óvart inni fyrir þennan tíma þá ekkert vera gera neitt mikið úr þvi)
Með þessu óska ég ykkur farsældar á nýju hundaári.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Kæri Tómas Oddur - varðandi að hunsa hundareglur
- Hvolpar og hátíðarnar
- Skulum ekki banna fleiri hundategundir...
- hundaþjálfara nám.
- Hversu oft á viku æfiru hundinn?
- Sumir lausagöngu hundar kunna ekki að lesa....
- Spurning frá lesanda. - Sveitahundar
- Páska æfingar
- Innkall
- Fyrsti hvolpurinn/ einkatími
- Taumganga.
- Hundar þurfa að hafa garð?
- Hvernig hundaþjálfari viltu vera?
- Spurningar frá ykkur
- Þeir vilja banna hundahald á Akranesi! (??)
Eldri færslur
- Júní 2012
- Desember 2011
- Ágúst 2011
- Janúar 2011
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Spurning vikunar
Tenglar
Námskeið
- Taumganga stutt námskeið til að læra taumgöngu og ná sambandi við hundinn úti
- Fyrsti hvolpurinn/einkatími hægt er að panta mig í heimsókn til að fræðast um hvolpinn.
- Innkall Auðveldar æfingar til að bæta innkallið.
Athugasemdir
Þetta er FRÁBÆR pistill! Þetta þurfa allir nýbakaðir hundaeigendur að lesa :)
Pétur (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning