Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Næturgelt
Ég veit ekki hvort þessi síða sé enn virk hjá þér. En mig langaði að biðja þig um ráð. Ég á Cocker Spaniel tík sem er 4 ára og er yndisleg. Það hefur aldrei verið neitt vesen með hana. Hún er vön að sofa í búri á næturnar, en í fyrrakvöld þegar kom tími til að fara sofa fór hún að taka uppá því að gelta (lágt). Fyrst héldum við að það væri vegna þess að hún hafi ekki náð að klára gera þarfir sínar fyrir svefnin þannig við fórum með hana út aftur. En svo hélt hún áfram alla nóttina. Þannig við hjónin náum litlum sem engum svefni, því við fórum fram annað slagið til að ussa á hana svo hún myndi ekki vekja börnin. Við fengum þá ráðleggingu að breiða yfir búrið hennar ef hún myndi gera þetta aftur nóttina á eftir. Nóttin á eftir var eins nema við fórum ekki með hana út, né hleyptum henni ekki úr búrinu, en við breiddum aðeins yfir búrið en það eina sem geriðist við það var að hún gelti hærra. Nú erum við alveg ráðþrota og erum ansi þreytt eftir tvær svefnlausar nætur. Þetta er mjög ólíkt henni, dettur þér eitthvað ráð í hug fyrir okkur? Með von um svar Kv. Dís
Dís (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 24. okt. 2012
Þú ert á vefsíðulistanum....
Hæ, Mig langar bara að benda þér á að þeir sem nota "slóðina sína" eru efst á Topplistinn.is. Þetta er slóðin þín: http://www.topplistinn.com/index.php?page=in&id=852 Ef þú sérð til að allir vinir þínir smella á hlekkinn... auglýsir þú síðuna þína ókeypis.
Gunnar Helgi Eysteinsson, fös. 3. júní 2011
Sæl Sandra
Skyndileg hegðunarbreyting getur verið eitthver líkams breyting hvort honum sé illt eitthverstaðar, svo mér dettur helst í hug að það getur veriða eitthvað að hjá honum. Endilega hafðu fáðu þér tíma hjá dýralækni til að láta skoða hann. Um að gera að láta skoðað sérstaklega hjartað í honum þar sem þetta er Cavalier og þeir oft með hjarta-murr. Eins má kíkja í eyrun, olnboga, hnéskeljar.... Nú ef það er ekkert að honum þá getum við reynt að skoða hegðunina og lagað hana. kv. Heiðrún. láttu mig endilega vita hvað kemur útur tímanum hjá lækni.
Heiðrún Klara Johansen, mið. 12. maí 2010
Hjálp?
Hæhæ. Hundurinn minn var alltaf voða blíður, rólegur og gelti aldrei! Hann er Cavalier og er að verða 2 ára. Núna er hann allt i einu byrjaður að gelta á fólk sem kemur með póstinn/bankar heima hjá okkur! Og það er alveg ótrúleg breyting, bara sisvona, frá því að gelta ekki neitt og gelta mjög mikið. Hann geltir líka þegar hann heyrir í öðrum hundum ýlfra í nágrenninu. Hann byrjar stundum að urra jafnvel þegar hann heyrir ýlfur í hundum og verður órólegur. Hann fylgist líka meira með bílum og svona.. ég er hrædd við það að hann sé að fara að hlaupa á eftir þeim eða svona, frá garðinum (sem hann er að hluta til laus í, erum með stóran garð, það fer eftir hvar í garðinum hann er hvort hann sé innan í girðingunni eða ekki). Og, ég bara skil ekki hvað gerðist. Ekki misskilja samt, hann er enn voða blíður og rólegur, en hann æsist rosalega upp þegar það er bankað og geltir mikið, sem er vandamál.
Sandra (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 11. maí 2010
Sæl Dagbjört
Þetta held ég að ég hafi aldrei heyrt áður. Matvandur Labrador hehe. En auðvita borðar bara hundurinn það sem er í boði og ef hann veit að eitthvað betra kemur ef hann fer í smá verkfall þá er það alveg þess virði fyrir hann. Þið ættuð að setja hann á gott þurrfóður sem er fyrir mjög aktíva hunda. Það er til fóður fyrir þá sem vinna mikið og hreyfa sig mikið og það er alveg spurning hvort hann þurfi á þvi að halda. Heitir oft eitthvað með performance í nafninu. En það er ekki ódýrt fóður. þannig að ef hann er mjög horaður, getur verið spurning hvort hann sé með orma eða hvort það sé eitthvað annað að honum. Þannig að ég mæli með að þið kíkið til dýralæknis eða allavegana hringið til að leita ráða. Og þar sem þið búið útí í sveit, er ekkert vísst að ykkar dýralæknir sé sérfræðingur á hundum, ef það er maður sem er helst í hestum og kindum. Þá getið þið hringt á dýralæknastöð hérna í bænum til að leita ráða. matar regla sem er góð að setja fyrir matvanda hunda er; Matartími einu sinni á dag að kvöldi til. td þegar þið eruð búin að borða kvöldmat. Hann fær korter til að klára matinn og restinn hverfur og hann fær ekki aftur sjens til að borða fyrr en daginn eftir. Þá lærir hann að það borgar sig að borða þegar matur er í boði, og hann fær meiri áhuga á matnum. gangi ykkur vel og látið mig endilega vita hvernig þetta gengur hjá ykkur kv. Heiðrún
Heiðrún Klara Johansen, þri. 11. maí 2010
Hæhæ
þetta er frábært blogg hjá þér og mig langar að spurja þig :) ég á ca 2 ára gamlann labrador hund sem að er svakalega matvandur, hann vill ekkert éta hjá okkur nema kannski afganga úr kvöldmatnum eða eitthvað álíka en við erum búin að prófa endalaust af hundamatstegundum. Hann er orðinn frekar horaður og þar sem við búum í sveit þá hreifir hann sig mikið.. svo mig langaði að spurja þig hvort þú vitir eitthvað hvað getum gert ? kv Dagbjört
Dagbjört Birgisdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 11. maí 2010
Sæl Madison
Já hún er nú bara að reyna fá þig í leik og þegar þú öskrar þá telur hún það bara vera leikur. Svo reyndu bara að segja sem minnst nei, þannig að þegar það virkilega þarf að segja nei þá þýðir það eitthvað. þegar þú vilt ekki leika, virkar best að hunsa æsinginn og bíða þangað til hún er róleg. Þegar það gerist þá kallaru hana til þín og klappar henni. ef þú hefur nánari spurningar getur þú sent mér tölvupóst:)
Heiðrún Klara Johansen, fim. 15. apr. 2010
Hvolpa ráð
Hæ hæ er með 4 mánaða labrador tík og langar að spurja um ráð hún var að byrja á því að þegar ég skamma hana og segja NEI þá geltir hún á mig og finnst þetta bara vera leikur hvað á ég að gera öðruvísi ? er mikið að striða taka hluti reyna fá athygli hvernig laga ég þá hegðun ? Kv Dagmar og Mía .
madison (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 15. apr. 2010
Sæl Elva
Sendu mér póst á nala7979 at hotmail.com ég er alveg til í fleiri námskeið:)
Heiðrún Klara Johansen, fim. 15. apr. 2010
taumganga.
Ég er eigandi að 2 ísl. fjárhundum. Skonsu og Snata syni hennar. Skonsa er 8 ára, fín í taumi, Snati er 2ja ára óþekkur í taumi.Ég bý á Hvolsvelli og langar mikið á námskeið hjá þér.Verðið hentar mér vel. Langar þig ekki til að halda fleiri tilraunanámskeið??Takk fyrir goðar ábendingar. Ég vil jákvæða styrkingu. Kær kveðja. voff,voff. Elva
Elva Jóhannsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 15. apr. 2010
sæl inga
Já, það er ekki gott að segja afhverju hún valdi það... er þetta vesti eitthver spennandi lykt sem þurfti að merkja yfir? Ef þetta er ekki að gerast oft þá held ég að ekkert sérstakt þurfi að gera. hafið samband ef þetta er að gerast oft.)
Heiðrún Klara Johansen, þri. 27. okt. 2009
19 mán. tík sem pissar á föt
Sæl, ég er búin að lesa bloggið hérna hjá þér síðan ég fékk hvolpinn minn og hefur upplýst mig mikið. Tíkin mín er alveg frábær og allt gengið vel. Nema í gær þá var eldri dóttir mín heima og var með opið út í garðinn(sem er girtur) en tíkin fer fram í forstofu og pissar á vatterað vesti sem hafði dottið á gólfið. Við tókum ekki eftir þessu fyrr en löngu seinna. En hvað getur valdið svona löguðu? Kv.Inga
Inga (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 27. okt. 2009
svar til lisulius
sæl lisulius Já þetta er typisk smalahunda hegðun. En ekkert sem á að leyfa því að getur verið geiðveikt hættulegt. Prufaðu að standa við veg sem koma bílar reglulega og æfa sit og vera kyrr, þegar hundurinn veitir bílnum áhuga þá segiru hart nei. Svo þegar bílinn er farinn framhjá segiru frí og verðlaunar sitið. Gott er að setja hann í æfingu áður en hann fær fókus á bílnum og reyna halda fókus á þér. verðlauna þegar hann hunsar bílana. Svo bara sækjast í að laba við götur sem keyra mikið af bílunm svo það hættir að vera spennandi. svo vera hrikalega reið og segja hart nei þegar hann veitir bílum athygli. gangi þér vel:)
Heiðrún Klara Johansen, mán. 26. okt. 2009
Sýnir bílum áhuga
Sæl Heiðrun Mig langar til að spyrja þig. Ég á border-collie tík sem er tæpilega þriggja ára. Hún flutti í þéttbýlið úr sveitinni fyrir um tæpu ári og sýnir bílum leiðinlega mikinn áhuga. Hún fer aldrei í þá en spennist öll þegar þeir keyra fram hjá. Ég hef verið að reyna að skamma hana fyrir þetta en það skilar ekki þeim árangir sem ég vil. Það er að hún geti verið afslöppuð í umferðinni. Ég á annan eldri border-collie sem hefur aldrei sýnt bílum áhuga, þannig þetta er nýtt vandamál fyri mig. Hvernig er best fyrir mig að bregðast við þessu?
lisulius (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 26. okt. 2009
Svar til Sigrúnar.
það er alveg hægt að venja hann á það. það er bara að fylgja reglunni að ekki opna búrið nema hann sé stiltur og ekki með væl eða læti. Það er erfitt að svara hvernig tækla skal geltið úti fyrr en ég veit afhverju hann er að gelta. til að fá nánari lausn á því er hægt að panta mig í heimsókn til að fara yfir lausnir. sendu mér línu á nala7979@hotmail.com ef þið hafið áhuga á því. :) kveðja Heiðrún
Heiðrún Klara Johansen, mið. 2. sept. 2009
Búrvenja hund
Sæl, þetta er frábært blogg hjá þér og hefur reynst mér rosalega vel! Mig langaði til að spyrja þig að tvennu.. Ég er með tæplega 1 árs chihuahua hund og gerði þau mistök að venja hann ekki strax á það að sofa í búri. Hann sefur í bæli á gólfinu og laumar sér einstöku sinnum uppí án þess að við verðum vör við. Hann er alltaf í búri í bílnum og leggur sig einstaka sinnum þar á daginn, en vill alls ekki vera í því þegar við förum að sofa, og er meinilla við að vera í því lokuðu heima. Er einhver möguleiki fyrir mig að venja hann á að sofa í lokuðu búri núna? Og annað.. hann er vanur að vera einn heima í ca 4klst nokkrum sinnum í viku, og ekkert mál, aldrei læti eða gelt í honum. En núna síðustu viku þá er hann farinn að gelta frekar mikið þegar við erum nýfarin út. Hvernig tækla ég það? Vona að þú einhver svör fyrir mig :o) Takk takk!
Sigrún (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 1. sept. 2009
Sæl Hildur
Það sem gott er að hafa í huga er að hundurinn getur vilja fara "ofar" en hún á virðingarstiganum fljótlega og þá getur verið hættulegt. Það sem gott er að venja dóttir þína á er að alltaf hafa frumkvæðið á að hætta æsingarleiknum. Hún ræður hvenær á að leika og hvenær á að hætta. þá fattar hvolpurinn betur að hún sé fyrir ofan. Þá ættir þetta ekki að verða vandarmál. Því núna eru þau kannski "jafningar" í hans augum. En han eltist fljótt og dettur kannski í hug að fara klifra ofar og ráða yfir henni. Það verður þú að koma í veg fyrir. Þegar þú kemur heim, að heilsa uppá dóttirna fyrst. alltaf síðast hundinn. og semsagt að hún áhveður að hætta að leika á undan hundinum. Og svo er gott að þið æfið líka að hún á stundum að hunsa hundinn þegar hann vill athygli eða leika. þá myndi ég segja þið væruð frekar safe.)
Heiðrún Klara Johansen, fös. 20. mars 2009
Sæl Hildur
Það sem gott er að hafa í huga er að hundurinn getur vilja fara "ofar" en hún á virðingarstiganum fljótlega og þá getur verið hættulegt. Það sem gott er að venja dóttir þína á er að alltaf hafa frumkvæðið á að hætta æsingarleiknum. Hún ræður hvenær á að leika og hvenær á að hætta. þá fattar hvolpurinn betur að hún sé fyrir ofan. Þá ættir þetta ekki að verða vandarmál. Því núna eru þau kannski "jafningar" í hans augum. En han eltist fljótt og dettur kannski í hug að fara klifra ofar og ráða yfir henni. Það verður þú að koma í veg fyrir. Þegar þú kemur heim, að heilsa uppá dóttirna fyrst. alltaf síðast hundinn. og semsagt að hún áhveður að hætta að leika á undan hundinum. Og svo er gott að þið æfið líka að hún á stundum að hunsa hundinn þegar hann vill athygli eða leika. þá myndi ég segja þið væruð frekar safe.)
Heiðrún Klara Johansen, fös. 20. mars 2009
hvolpar og börn
sæl ég vill segja að þetta er frábært blogg og gott að kíkja hérna inn til að leita ráða. En mig langar að spyrja að einu, nú er ég með 8 mánaða hvolp á heimilinu og það gengur vel með hann. Svo á ég eina rúmlega 2 ára stelpu. Þeim semur vel og eru bestu vinir. Ég er búin að venja hann af því að glefsa í leik þannig að hann er ekkert að glefsa í hana þegar þau leika sér. En það sem ég er að spá í er vont fyrir hann að vera í æslaleik? Þau geta dundað sér saman en stundum þá eru þau að hlaupa og leika sér, svona eins og eltingarleik. Ég hef kennt stelpuni að bera virðingu fyrir honum og hvernig á að koma við hann. Fyrst var hún að klípa hann og svoleiðs en hún er alveg hætt því. Er ekki allt í lagi að þau leiki svona stundum? þau eiga bæði eflaust eftir að róast niður með aldrinum:)
Hildur (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 20. mars 2009
Hæ Sigrún S.
Takk fyrir skemmtilegt hrós. Þetta er bara vandarmál með chihuahua hunda. Þeir eru svo stórir í sér og halda þeir eiga heiminn. Svo hérna þarftu að ítreka foringja stöðuna þína og þegar koma gestir, láta gestina ekki heilsa, leyfa honum að fara til þeirra þegar hann er tilbúin. þetta er trikki og erfitt að útskýra, því það er ekki til nein ein lausn á vandanum. En þeir eru öruggari þegar þeir fá að vera á jörðunni, svo reyna að halda sem minnst á honum þegar þið eruð úti að bralla. þegar þú hittir fólk eða hunda að allavegana ekki halda á honum. og þú heilsar fyrst á allt og alla, hundurinn á ekki að finnast hann þurfi að athuga alla mögulega hættu, heldur gerir þú það. gangi þér vel
Heiðrún Klara Johansen, mán. 16. mars 2009
Líkar ekki við ókunnuga
Sæl, vil byrja á áð hrósa þér fyrir frábæra síðu :) ætlaði að fá að spyrja þig að einu, ég er með 6 mánaða chihuahua hund, hann er rosalega blíður og góður en honum er meinilla við ókunnuga og fólk sem hann hittir sjaldan. Hann urrar og geltir alveg eins og vitlaus á fólk. Hann hefur aldrei glefsað eða bitið frá sér og er alveg rosa góður um leið og hann tekur fólk í sátt, en það getur tekið rosalega langan tíma. Er einhver leið að þjálfa þetta úr honum?
Sigrún S. (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 16. mars 2009
til Rögnu Lóu.
sæl. takk fyrir gott hrós. ég lenti í svipaðari stöðu nýlega með annan hvolp og getur verið að hún sé með sterkan persónuleika og er að reyna ráða og vera "ofar" en krakkarnir. ég hef verið að taka heimsóknir og get ég þá skoðað hvernig hún er og hvað er hægt að gera. en til að byrja með verð ég að segja að best er að setja algjört bann á að leika við hundinn. Semsagt systur þínar meiga ekki veita hundinum athygli með því að leika við hana. þær meiga klappa og svo bara hætta og labba burt. Það er auðveld leið að sýna henni að hún sé ekki fyrir ofan þær. Það getur verið að þetta lagist, svo getur verið að þetta lagist ekki ef hundurinn er með annað í huga en bara leika bakvið þetta. Það er hægt að laga ég verð bara að sjá nánar hvað liggur bakvið áður en hægt er að gefa ráð. Sendu mér mail ef þið viljið fá heimsókn :)
Heiðrún Klara Johansen, lau. 28. feb. 2009
hvolpaglefs...
Hæhæ og takk fyrir frábæra síðu, hún hefur svo sannarlega komið sér að góðum notum.. :D en ég er með eina spurningu.. ég er með 3 og hálfs mánaða hvolp og hún er alltaf að glefsa og naga mann. ég á tvær litlar systur og hún bara lætur þær ekki í friði alveg sama þó að þær labbi í burtu úr leiknum þá eltir hún bara og bítur í þær.. ég er svo stressuð með þetta að ég er að deyja.. mér hefur verið sagt að hún muni hætta þessu, hvað heldur þú ??
Ragna Lóa (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 28. feb. 2009
Glæsileg síða hjá þér!!!
Rosalega flott síða hjá þér. Ég á ekki hund en er búin að panta einn sem ég fæ vonandi í sumar. Ég er búin að vera skoða síðuna þína og þetta var einmitt það sem mér vanntaði að geta fengið smá leiðbeiningu hvernig á að ala upp hund. Endilega haltu þessu áfram... Kv Þóra
Þóra Margrét Guðmundsd. Bech (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 10. jan. 2009
Spurning
Sæl. Frábær síða hjá þér:) Ég er með tík sem er að verða 5 mánaða... blanda af border collie og doberman. Við vorum að fá hana fyrir viku síðan. hún er mikið geltandi og flaðrandi og ég er búin að vera að nota sítrónusprautið á óæskilega hegðun. Vandamálið er að henni finnst þetta bara gott og leitar eftir þessu... hvað annað get ég notað? Annað sem ég var að spá er... hún geltir urrar og fer alveg upp að börnum, með ógnandi hegðun og ekkert virkar, alveg sama hvernig ég skamma hana! síðan var ég að spá í hvort að þú sért með námskeið fljótlega og hvað námskeið hjá þér kostar. Kv. Helga Rut h3lgarut@gmail.com
Helga Rut (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 7. jan. 2009
Námskeið
Sæl Heiðrún ég var að spá ertu með námskeið ?? og hvað kostar svoleiðis ?? ég er með litla boxer tík og játa að ég er ekki alveg með á hreinu allt í uppeldinu á henni og langar svo að fá aðstoð. Mbk.Lolla lolla79@gmail.com
Ólöf (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 8. des. 2008
Takk
Takk fyrir þetta. Þetta er sem sagt spurning um þolinmæði eins og alltaf. Hann er ekki nema 4 mánað þannig að hann á mikið eftir ólært. Ég er búin að prenta út fyrstu færslurnar þínar og reyni að hafa þær til hliðsjónar við uppeldið. Takk aftur ;-)
Björk (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 16. okt. 2008
svar; Björk
Sæl vertu:) takk fyrir hrós, en ég vil samt bara taka fram til að það sé á hreinu að ég er ekki lærður hundasérfræðingur svo mikið af því sem ég skrifa er bara það sem mér finnst. :) Hvað er hvolpurinn orðin gammall? Ég held að þið séuð komin í smá vítahring. Hundar sofa aldrei samfelt alla nóttina eins og við. Þeir vakna og sofna svo aftur mörgu sinnum yfir nóttina held ég. Og þegar ykkr hvolpur vaknar, er ekki málið að hann getur ekki sofnað, heldur er það frekar að hann sé einmanna og vill sofa með ykkur. og byrjar að væla því það virkar alltaf í endan. það sem þið getið prufað er að fara alveg tilbaka í æfingunni.. og æfa hann í að sofa einn.. lesið alveg nánast fyrstu færsluna, þar sem ég skrifaði um að fá hvolpin heim fyrstu næturnar. Þar sem þið hafið bælið hans við rúmið ykkar og þegar hann vaknar þá setur hendina niður til hans og klappar og gefur hlýju þangað til hann sofnar. Hættið alfarið að fara með han uppí sófa og farið frekar til nágrannana og útskyrið málið og að þið eruð að reyna laga það og biðið um skilning i smá tíma. þegar hann er farin að slappa betur af við að hafa körfuna sína við rúmið ykkar og fá hlýju. og er farin að sofa lengur í einu getið þið farið að færa körfuna aðeins frá rúminu, en gerið þetta bara mjög hægt. látið mig vita hvernig vistu næturnar ganga:) en þetta með að þið eruð fljót að gefast upp.. er nátturlega málið. Hann veit það og notar það. Svo verið sterkari og ef höndinn niður að klappa er eingan veginn nó. þá verðið þið bara hreinlega að leggjast hjá honum á gólfið. Alls ekki taka hann uppí rúm eða sófa.. þá er það markmiðið hans í framtiðinni með vælinu að fá að fara þangað. og þegar þið bara leggist hjá honum á gólfið og klappið þá fattar hann fljótlega að það virkar ekkert að væla til að fá að fara uppí. good luck:)
Heiðrún Klara Johansen, fim. 16. okt. 2008
Svefnvandamál
Hæ Frábær síða. Þú virðist vera heill fróðleikur um hunda þannig að mér datt í hug að spyrja þig hvort þú sért ekki með góð ráð í sambandi við svefnvenjur hvolpa. Við erum í vandræðum með Beagle hvolpinn okkar sem gengur ílla að sofna á kvöldin og vaknar svo 2-3svar yfir nóttina. Hann vælir mikið þannig að við erum fljót að gefast upp og fara með hann upp í sófa í stofunni nágrannanna vegna. Veit að við erum búin að koma okkur í vandræði en er nokkuð of seint að koma reglu á hann?
Björk (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 16. okt. 2008
takk
ég mun reyna þetta. En ég þori ekki að leifa honum að koma nálækt börnum því eg er hrædd um að hann bíti þau verður alltaf svo æstur og reiður. takk kærlega fyrir ábendingarnar (og það hefur btw hjálpað mér mikið að lesa allar færslurnar átti í erfiðleikum með að skilja hann eftir heima í búri og venja hann á að sofa þar en það hjálpaði mikið að lesa. Fráábærrt framtak hjá þér og vonandi heldur þú áfram. )
Ragnheiður (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 15. okt. 2008
Svar Ragnheiður
sæl vertu. veistu hvað.. þetta er bara snar vitlaus hundur. Nei nei.. .alls ekki... þú ert með tvennt sem segir að hann er alveg bráð vitur hundur og veit alveg hvernig hann fær það sem hann vill. eitt: hann sér mun á krökkum og eldri borgurum og haga sér öðruvísi við eldri borgara... afhverju? jú því þeir hafa ALDREI tekið undir æsinginn í honum heldur bara frekar farið burt ef hann reyndi það. Krakkar eiga til að verðlauna þetta með leik eða klappi og þá styrkja þau hegðunina. Tvö: þú ert að verðlauna góða hegðun og hann gerir ALLT sem þú hefur kennt honum til þess að fá bitan. Hann er að nota ALLT sem hann hefur lært... þegar þú gefur nammi, þetta þíðir að hann veit ekki hvað þú ert í raun að meina, eeeen hann gefst sko ekki upp og reynir bara allt í von um að hitta rétt. bráð vitur hundur, svo það sem þú getur gert er að byrja rólegheits æfingu. ég hef skrifað um það áður eitthverstaðar. man bara ekki hvar. ´ En aðal lykillinn hér er að verðlauna það sem hann gerir, sem þú vilt að hann endurtaki og hunsa það sem hann gerir slæmt. walk away... þegar hann er snar klikk.. þegar hann stendur rólegur á gólfinu og horfir á þig.. hrósa og veita athygli. Ekki gleyma að hafa frumkvæðið af því að veita athygli. Margir hundar verða snar, því þeir eru vanir að það er eina leiðinn til að fá knus er að krefjast þess.. byrjar rólega svo þú tekur ekki eftir þessu sem vandar mál en svo þróast þetta bara og verður stærra og stærra.. vonandi hjálpaði ég þér eitthvað:)
Heiðrún Klara Johansen, þri. 14. okt. 2008
svar; Ingibjörg S.
Sæl vertu. þetta er bara aldeilis rétt hjá þér, ég hef bara stórlega gleymt að skrifa um að ganga og horfa upp við hæl.. skal skrifa það í hvelli:)
Heiðrún Klara Johansen, þri. 14. okt. 2008
óþægi hundurinn minn
hæhæ, er með 11 mánaða hund blanda af silkiterrier, púðlu, íslenskum og border. Hann er mjög góður í alla staði fyirir utan nokkra hluti. Hann er mjöööög æstur, og ég viðurkenni alveg að stundum erum það við sem æsum hann. Elskar að leika sér og togast á með leikföng og svona, en stundum mætti hann slappa af. En hann er alveg brjálaður ef hann sér börn, og hegðar sér MJÖG óeðlilega kringum þau og sýnir mjög mikið árásagirni við börn. Börn á hjóli er eitthvað sem hann þolir ekki. Hann umgengst engin börn. honum er líka mjög illa við ókunnuga, og sérstaklega ef hann fær ekki athygli frá þeim strax þá reynir hann að glefsa (nema það séu ellilífeyrisþegar, þá er hann sleikjan uppmáluð) Svo skilur hann ekki að hann þurfi að labba í bandi, hann togar stanslaust er búin að reyna að venja hann að vera í stuttum taum, og hann er stundum svo mikið að reyna kirkja sig að hann andar einsog lungnasjúklingur með asma og reykjir 15pakka á dag. hef reynt að hafa með mér nammi í hendinni, en þá hleipur hann bara hringin í kringum mig, sest, heilsar, high five, leggst og kissir mig... (held hann sé andlega geðveikur) eitthvað sem þú getur ráðlagt mér? Kv. ein með púka
Ragnheiður (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 14. okt. 2008
Hæhæ.
Ég er búin að skoða bloggfærslurnar um hælgönguna og er að reyna að kenna öðrum hundinum mínum þetta þar sem að við förum á sýningar, en ég var að spá hvernig maður tengir saman að horfa og ganga? sá það hvergi... En þetta er frábær síða, rosa gott að geta kíkt hingað ef það er eitthvað sem manni vantar hjálp við.
Ingibjörg S. (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 6. ágú. 2008
Hæ Sirry
Ertu búin að sjá færsluna um þegar koma fólk í heimsókn, ég myndi gera það. Því þá getur þú róligheits æft hana vel þá kannski stressast hún ekki eins mikið... Kveðja Heiðrún
Heiðrún Klara Johansen, mið. 30. júlí 2008
hæj
hæhæ.. ég á eina 5mánaðar hvolp blönduð af íslenskum og brordier collie og málið er að hún pissar bara inni og það fyrir framan klósettið.. fatta þetta ekki ef hún er úti og kemst inn þá kemur hún inn bra til að pissa.. og þegar hun gerir það úti þá hrósa eg henni og allt... og svo er eitt annað.. þegar eg var buinn að eiga hana í 2 vikur þá var hún bitin af sheffer hundi og hun er svo fælinn nuna af hún getur eki leikið eða verið nálagt öðrum hundum og ef hun fer nálagt þeim þá er hún á milli lappana á fólki og vælir einsog veit ekki hvað... sendu mér mail á steina0590@hotmail.com
steinunn (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 6. júlí 2008
Fullorðinn hundur sem pissar stundum inni
Góðan og blessaðan daginn. Ég vil byrja á að þakka þér þessi skrif, sem hafa komið sér vel í okkar hundauppeldi. Við hjónin erum með tæplega tveggja ára tík sem á það til að pissa inni. Það á sérstaklega við ef það eru margir í heimsókn, svo við höfum tengt það við streitu. Þetta er SÉRLEGA leiðinlegt því tíkin okkar er mjög stór (great dane) svo þetta eru engir smápollar...meira svona eins og flóð hehe. Ég er orðin heldur ráðþrota, því hún veit að hún má þetta ekki, svo hún laumast bara frá og lætur vaða. Hvernig í ósköpunum get ég brotið upp þennan ósið hjá henni, því hún er náttúrulega yndisleg og blíð, heldur reyndar að hún sé kjölturakki ;-) Með vinsemd og virðingu, Sirrý Birgis
Sirrý Birgis (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 30. apr. 2008
Hæ Helena
Já fleiri trixs segiru.. mér bara finnst það svo erfitt að útskyra með því að skrifa. En svo verð ég að viðurkenna að ég kan ekki mikið meira trix en flest allir, þetta hefðbundna, það sem þu getur gert er að svipast um eftir því hvort eitthver sé með freestyle hundanámskeið. Það er alskonar kúnstir kenndar sem hafa engan annan tilgang nema að skemmta hundi og eiganda. En svo er agility einnig alveg snild, og margar skemmtilegar æfingar í því. Skilst að hrfi sé einmitt með eitthvað svoleiðis sem þeir kalla hundafimi á íslensku. Svo er bara að googla og horfa á youtube.. ef þu finnur eitthverja æfingu en veist ekki hvernig á að kenna hana, getur þu sent mér slóðina og ég skal gá hvort ég get séð það og útskýrt það. Kveðja Heiðrún. Ps. 3 ára er enginn aldur, hann er með fulla orku og tilvalið að fara úti meira erfiðar og krefjandi æfingar núna, því hann er að verða fullorðin.
Heiðrún Klara Johansen, mið. 23. apr. 2008
Hæ Árny
gaman að heyra að þetta gékk vel. Þú skalt hafa í huga að maður þarf ekki að æfa nema um 3 - 5 min í einu, eftir það á að taka pásu. Hundurinn þarf að einbeita sér svakalega mikið undir æfingu og er þetta erfitt að gera í lengri tima, sérstaklega við hæl göngu alveg þrusu erfið æfing og bara æfa í 10 metra eða svo í byrjun. Hafðu alltaf með þér bolta með bandi í... svona tennis bolta með bandi í eru góðir og skiptu á þvi að nota nammi og bolta sem verðlaun. Passaðu bara að veita ekki boltan sem verðlaun með því að henda honum frá þér, heldur að leika við han hjá þér. Við viljum ekki að hundurinn sé að bíða eftir að fá að far í burtu frá þér. Æfðu líka "nú er æfing búin" "Það er ekki lengur nammi í boði, nú er hvíld og þú mátt gera það sem þú vilt." Hvernig þú gerir það skiptir ekki máli, bara að þú áhveður þig að það er búið og þá fattar hann það. Ekki "okey ein í viðbót" eftir að hann hefur betlað eða horft sætt á þig. Ef hann á erfitt með að fatta og alveg í hundrað eftir nammi snírðu þér við og labbar frá honum, alveg þangað til hann er rólegur og farin að gera annað. Kallaðu svo á hann eftir 5 til 10 min og byrja aftur að æfa.. Fint að æfa stutt og oft á dag. Þá missa þeir ekki áhugan. Passa að hætta alltaf þegar æfinginn tókst vel. Aldrei hætta á misheppnaðri æfingu. Ef hún mistókst, taktu smá pásu bara i 1 min eða svo og byrjaðu aftur en hafði hana alveg UBER létta, svo hún heppnist örugglega og hættið svo. kveðja Heiðrún
Heiðrún Klara Johansen, mið. 23. apr. 2008
Hæ Elín
Já ég myndi byrja að æfa ligg og vera kurr meira og að þið æfið þetta saman. Takið bara almennt hlýðni æfingar þegar þær eru saman, svo þær eru ekki stanslaust að slásst og leika sér. Í fyrstu þegar þær hittast getið þið ekki leyft þeim að leika fyrr en eftir smá æfingu og þegar er pása meiga þær leika smá, en um leið og leikurinn er farin í svaka ham, þá takið þið þær í sundur án þess að skamma eða segja neitt, bara taka þær í sundur og byrja að æfa liggja og vera kurr. kveðja Heiðrún
Heiðrún Klara Johansen, mið. 23. apr. 2008
Takk takk!!
Hæhæ, ég vildi bara kvítta í gestabókina þína og þakka þér kærlega fyrir þessa yndislegu pistla þína... þeir hafa gert mig að betri hundamömmu og henni leiðist ekki lengur!!!
Huldabeib, mið. 23. apr. 2008
Systur sem slást endalaust
Ég var að fá mér hvolp, labradortík, og vinafólk mitt á systur hennar. Þær eru núna 12 vikna. Það er mikill samgangur á milli þessara tveggja heimila og þær hafa hist næstum daglega í eina og hálfa viku, innan við klst. í hvert sinn. Þær slást/leika sér stanslaust og við höfum áhyggjur af því að þær muni ekki verða til friðs í framtíðinni því "leikurinn" virðist bara æsast í hvert skipti, þær urra, gelta og veltast um. Stundum er eins og önnur fái nóg en þá hættir hin ekki, þær bíta fast og hanga hvor í annarri svo oft endar með að önnur ýlfrar en svo halda þær bara áfram. Ætti þetta ekki að fara að klárast hjá þeim? Á að láta þær afskiptalausar eða grípa inn í með skömmum eða reyna að róa þær sitt í hvoru lagi? Þ.e. þarf að kenna þeim góða hegðun hvor við aðra eða á að leyfa þeim að djöflast hvor í annarri þangað til þær eru búnar að koma sínum málum á hreint? Og er líklegt að þetta verið alltaf svona eða versni jafnvel? Bestu kveðjur og takk fyrir frábært blogg:) Elín
Elín (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 8. apr. 2008
Glæsilegt framtak
Æðisleg síða sem þú ert búin að stofna hérna. Er búin að lesa hverja einustu grein eftir þig og þær eru allar frábærar og vel gerðar. Alveg frábært. Kv María
María (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 26. mars 2008
alveg frábært
hæ, ég skrifaði þér um dagin í sambandi við verðlaun í gaungutúrum , augnsamband osfr, ég prófaði þetta, var með úlfinn minn í múltaumnum og verðlaun í hendi og váááá´þvílík snild !!! gekk svona líka svakalega vel, það var eitt , á maður að gefa verðlaun í hvert skippti sem hundurinn lítur á mann, eða og svo , hvað geriru þegar verðlaunin eru búin og hundurinn fer að verða áhugalaus. ég fékk svona hálfgert samviskubit þegar hann leit á mig stakk trýninu í hendina og þar var ekkert , hvað gerir maður þá?. takk fyrir æðislega síðu þú ert snillingur.
árný (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 7. mars 2008
hæhæ smá spurning
hæhæ, var að finna þessa síðu fyrst nuna, verð að segja að u ert mjög duglegu og hjálpar mörgun alveg örugglega. ætlaði samt að spurja, hundurinn minn kann mörg brögð smá dæmi, sitja, liggja, kurr, heilsa . dauður, rúlla, labba á tveimur , leita, finna mig kisan mommu og pabba og vefa (sikksakka milli fótana á mer) núna er hann 3 ára, get eg ekki alveg ennþá kennt honum meira, geturu komið með hugmyndir um fleiri trikk og kannskin hverníg á að kenna þeim, þar sem ég er orðin uppiskroppa hehe með fyrirframþökk Helena og Bangsi
helena (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 5. mars 2008
takk
hæ mikið óskaplega ertu brjálaðislega skinsamur og gáfaður í hundamálum, þú ert búin að gera þetta miklu léttara fyrir mig, takk þúsund sinnum. kv árný og Úlfur 4 mánaða border collie
árný g guðfinns (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 25. feb. 2008
hjálp
hæhæ Fjölskyldan mín á hund sem heitir birta, hún er 1/4 border collie og 3/4 íslenskur fjárhundur. Hún er að verða 2 ára í september,allt hefur gengið rosalega vel með hana fyrir utan að hún geltir frekar mikið.Gætiru sagt okkur hvernig við getum lagað það? En svo tókum ég og kærastinn minn að okkur hund sem heitir Dísel, hann er 1/4 border collie,1/4 labrador og 2/4 beagle. Hann er geldur. Fæddur í janúar,hann var fyrst hjá öðru fólki en það gat ekki átt hann lengur útaf það býr í blokk. Hann fór til þeirra aðeins 6 vikna vegna þess að mamma hans vildi ekki hugsa um hvolpana sína. Hjá þeim fór hann bara út á svalir til að pissa og kúka þannig að hann kunni ekki að gera það úti eða byðja um það þegar við fengum hann fyrir 5 vikum. Við erum búin að vera mjög ströng við hann og gera allt sem við getum en hann er ekki búinn að læra neitt á þessum 5 vikum! Svo pissar hann í rúmin okkar, nagar allt, hoppar uppá eldhúsborð og hendir matnum niður og borðar hann. Hann er samt rosalega góður, blíður og yndislegur. Svo er hann búinn að læra sestu og sæll. Þannig að ég skil ekki afhverju hann getur ekki lært að pissa og kúka úti og hætta að naga allt og hoppa uppá borð. Gætir þú hjálpað okkur eitthvað eða bent okkur á eitthvern sem getur hjálpað okkur? Er þessi klikkerþjálfun sniðug? Við þurfum nauðsynlega hjálp strax vegna þess að ef að þetta heldur svona áfram þá vilja mamma og pabbi ekki hafa hann lengur og eg vil ekki að það gerist=( endilega svaraðu sem fyrst á tyggjo@hotmail.com
Kristín Ásta (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 18. júlí 2007
Hæ hæ
Það væri rosagaman að fá að sjá :). Getur þú sent mér nafn á síðu og lykilorð á estro@visir.is . Takk og kkveðja Ester
Ester Júlía, fös. 4. maí 2007
sæl
Takk fyrir að byrja með þetta hunda-blog! Hlakka til að lesa meira, því ég er með hund í fyrsta sinn. Hann heitir Drakúla og er terrier, mjög góður hundur :) Þú getur lesið um hann á bloginu mínu. kv.
Viðar Eggertsson, þri. 17. apr. 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Kæri Tómas Oddur - varðandi að hunsa hundareglur
- Hvolpar og hátíðarnar
- Skulum ekki banna fleiri hundategundir...
- hundaþjálfara nám.
- Hversu oft á viku æfiru hundinn?
- Sumir lausagöngu hundar kunna ekki að lesa....
- Spurning frá lesanda. - Sveitahundar
- Páska æfingar
- Innkall
- Fyrsti hvolpurinn/ einkatími
- Taumganga.
- Hundar þurfa að hafa garð?
- Hvernig hundaþjálfari viltu vera?
- Spurningar frá ykkur
- Þeir vilja banna hundahald á Akranesi! (??)
Eldri færslur
- Júní 2012
- Desember 2011
- Ágúst 2011
- Janúar 2011
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Spurning vikunar
Tenglar
Námskeið
- Taumganga stutt námskeið til að læra taumgöngu og ná sambandi við hundinn úti
- Fyrsti hvolpurinn/einkatími hægt er að panta mig í heimsókn til að fræðast um hvolpinn.
- Innkall Auðveldar æfingar til að bæta innkallið.