Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Hvernig á fá hvolpinn til að toga ekki

Mig langar að ræða hvernig hundar hugsa aðeins betur.

 

Ég var að keyra hér um daginn og sé ég mann labba með ca 4 mánaða gamlan Golden Retreiver hvolp. Hvolpurinn er út um allt og þefar og horfir og togar í bandið til  hægri og vinstri og fellir næstum manninn á tímabili við að hlaupa beint fyrir framan hann. 
Maðurinn gerir það klassíska.  Kippir í bandið í von um að hundurinn fatti að labba rólega. 
En auðvitað fattar hundurinn það ekkert.
Svo halda þeir áfram að rölta og hvolpurinn á fullu með að kanna heiminn. En þá er komið nóg hjá manninum og hann stoppar og beigir sig niður. Bendir með vísifingri að hvolpinum, og ég get bara ímyndað mér hvað hann sagði. "Þetta er síðasti sjéns.. hagaðu þér nú!"

Hvolpurinn horfir bara yfir götuna á eitthvað spennandi.

Haldið þið að maðurinn hafi kennt hundinum eitthvað með þessu?  Nei, alveg rétt. Þetta virkar ekki. Hundar tala ekki mannamál.

Þess vegna verðum við að tala hundamál.

Og hvernig kenna hundar hvor öðrum? Þeir kenna með því að gera. Ef hvolpurinn er með læti þá lætur mamman hann vita á hátt sem hann skilur.
Þetta þurfum við líka að gera.

En ég vil nú ekki að þið farið að urra á hundinn eða vara hann við með að bíta í hann.

Það er hægt að kenna þeim svo þeir skilji á góðan hátt, án þess að nota vald eða hörð orð. Já, og vísifingurinn.  

Við notum það sem þeir vilja ekki sem straff... Og til að finna hvað það er, verðum við að horfa á hvolpinn og gá hvað er það sem hann vill akkúrat núna.
Í þessi tilfelli langaði hann að hlaupa áfram. 
Og til þess að fá hann til að labba rólega er hægt að straffa með að láta hann þurfa stoppa í hvert skipti sem hann tjúnast allur upp og fer á hlaup.

Svo að stoppa þá er neikvætt fyrir hundinn.  

Þegar hann er rólegur er farið aftur af stað. En um LEIÐ og hann fer á ið aftur, þá er stoppað og beðið þangað til hann róast. 
Eftir einhver skipti fattar hundurinn að um leið og hann tjúllast þá gerist ekki neitt, svo hann fer að passa sig betur til að hann komist nú eitthvað áfram.

Þetta virkar ef þið gerið það UM  LEIÐ og hann byrjar að toga í bandið. Ekki bíða í 1 - 2 metra, þá á hann erfiðara með að fatta hvað málið er.

Svo er líka hægt að stoppa og bakka með hundinn og um leið og hann er búinn að snúa við og gefast upp við að fara áfram og labbar á eftir þér, þá er haldið áfram.

 

Þá hugsa þeir að "ef ég toga þá kemst ég bara aftur á bak" og þá fara þeir að hætta að nenna að toga.

 

Best er að hafa langan taum. Og alltaf leyfa honum að hafa hann allan svo hann læri hvaða svæði hann hefur til ráðstöfunnar.
Það er erfitt fyrir hunda þegar alltaf er verið að breyta hvað hann má fara langt. Best að hafa bara eina lengd.

 

Endilega koma svo með spurningar Grin

 


Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband