Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Eigandinn

Ég hef mest verið að tala um hundana á þessu bloggi, bara annað slagið talað um eigendur. Núna langar mig að veita athyglinni að einmitt þeim.

 

Pointið með þessari færslu er að fá skilning um að hundurinn verður aldrei betri en eigandinn vill fá hann.

 

Þegar þú sem nýr eigandi fær 2 mánaða hvolp frá góðum ræktanda sem hefur gert allt rétt  á þessum 2 mánuðum,  er hundurinn fullkomin.

 

Svo er undir þér komið að “skemma” ekki hundinn.

 

Öll hegðunarvandamál koma út af okkur sem eru að sinna/ekki sinna hundinum.

 

Áður en þið farið í panik og haldið að þetta er allt of stór ábyrgð fyrir ykkur þá ætla ég að reyna segja hvað þarf að gera á eins auðveldan hátt og mögulega hægt er.

 

Til þess langar mig að taka dæmi af einni fjölskyldu sem réð mig sem hundaþjálfari nýlega.


Þau eiga ofsalega fallegan labrador hvolp sem er með mjög sterkan karakter. Þau sögðu við mig strax að þau væru alveg fersk í þessu og vissu ekkert um að ala upp hund.
Eftir að hafa hitt þau þá er ég alveg viss um að hundurinn mun verða heimsmestari og hin besti hundur.  

Ég skal segja ykkur afhverju.

 

Þau öll.  Mamma, Pabbi og 3 börn sýndu öll áhuga á að læra á hunda. Meira segja sú sem var hrædd við hunda og forðaðist þennan hvolp alfarið, sat hjá okkur og hlustaði.  Þessi svakalegi áhugi á nýja fjölskyldu meðliminum segir mér það að þau geta ekki klikkað á þessu.  
Auðvita þurfa þau að afla sér upplýsingar og reyna að læra allt sem hægt er um hunda, en það er ekki erfitt þegar áhuginn er fyrir því.

 

Eins og ég sagði í einum af mínun fyrstu færslum.  Margir vilja fá sér sætan hvolp, en færri vilja fullorðinn hund.   

 

Ef þið hafið áhuga á að fá hund verðið þið að spyrja ykkur hvort þið hafið áhuga á að læra það sem læra þarf.  

 


Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband