Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Æfing, ganga við hæl, part1.

NiceHeel1    Skoðið þessa mynd.

  Hérna er fullkomin "að labba við hæl" æfing. Þetta viljum við öll. Hundurinn horfir á eigandan. Labbar alveg við hæl með slakan taum. Og meira segja gerir konan rétt, með að horfa beint áfram og ekki niður á hundinn.

Þessi æfing er auðveld að kenna, ef maður gerir hana rétt. Þetta er einnig voðalega erfið æfing fyrir hundinn, og ekki ætlast til að maður æfir hana í meira en nokkra metra í einu.

Æfinginn er deilt niður í þrjár æfingar, sem að síðar er sett saman í eina.

 

Maður getur byrja að æfa allar þrjár æfingarnar um leið og maður fær hvolpin, en eins og með allar æfingar verðum við að hafa í huga að æfingar eiga að vera skemmtilegar og vel verðlaunaðar. Ef hundinum leiðist æfinginn, gerir hann hana hægt og ílla, með athyglina allstaðar annarstaðar en á þér. Ef það gerist, takið pásu, leikið við hundinn og reynið aftur þegar han virðist vera í stuði.

Fyrsta æfinginn:

Markmiðið fyrir þessa æfingu er að láta hundinn horfa upp til okkar þegar labbað er við hæl. Þessi æfing er kannski sú allra mikilvægasta æfing sem þú getur kennt hundinum þínum. Þar sem þú í raun ert að kenna honum er að þú ert bossinn og villt að hann hafi athyglina á þér og ekki öfugt.
Markmiðið er að geta sagt eitt orð og hann á þá á líta á þig og ekki líta af þér fyrr en þú leyfir.

Byrja eins og alltaf með gott nammi. Pulsur eru alltaf snild. litlir bitar.

Best er að byrja bara heima í stofunni. Hafið nokkra pulsubita í lokaðari hendinni.  Hafið hendina útstrakta og leyfið hvolpinum að þefa af hendinni án þess að fá bitana. 
Markmiðið er að fá hundinn til að horfa í augun þín.  Hann fær ekki pulsuna fyrr en hann gerir þetta.

Núna er hann alveg hyper og langar í pulsu og mun reyna allt til að fá bita. Mun reyna td að smá bíta í hendina, krafsa, gelta, setjast, leggjast, gefast upp, ef hann gerir það leyfið þá honum aftur að lykta á pulsunum til að mótivera hann til að halda á fram.

Hundurinn hugsar:  " hvað þarf ég að gera til þess að fá pulsurnar"  og þegar hann óvart horfir á þig þá fær hann geðveikt hrós og fær að borða pulsurnar í hendinni. Svo byrjaru strax aftur uppá nytt með nýjar pulsur.
Hann fattaði kannski ekki að það að horfa á þig, var málið, en svo í annað skiptið sem hann gerir þetta fyrir tilviljun, fer hann kannski að fatta, eða þriðja skiptið, eða fjórða eða fimmta. En þegar honum tekst þetta í kannski 4 - 5 skipti, takið þá pásu. Aldrei æfa sömu æfingu meira en ca 3 min í einu.

Ef hann á erfitt með að fatta og horfir bara alls ekki á þig, getur þú svindlað smá. gerðu smá hljót, smjatt eða eitthvað voða dapurt sem gerir að verkum að hann horfir á þig og þá hrósa svakalega mikið og gefa nammi.  En passaðu að gera þetta hljóð ekki aftur. Hann má ekki halda að hann fær pulsurnar þegar hann heyrir hljóðið.

Og það mikilvægasta er að UM LEIÐ og hann horfir á hann að fá hrós og nammið. Ekki 2 sek eftir að hann leit á þig. Svo þú þarft að taka vel eftir. Í fyrsta skiptið er nó að hann bara lítur í eina sek á þig. En passaði að verðlauna það strax.

Og þetta er æfing til að byrja með sem er alveg hljóðlaus, nema þegar er hrósað.  Við viljum ekki setja orð á æfinguna fyrr en hundurinn skilur æfinguna, sem ég hef útskyrt  í einum af fyrstu blogfærslunum.

Þegar hann er farin að fatta að þegar þú setur fram lokaða hendi með pulsum í að þá viltu að hann horfi á þig, byrjaru að reyna halda honum þar í nokkrar sekundur áður en þú verðlaunar.

Þegar hann er farin að fatta að hann á að horfa á þig þangað til þú hrósar og gefur nammið.  Þá er tími til komin að setja orð á æfinguna.
Það orð sem  þú mátt nota á að vera eitthvað stutt og lagott.. eitthvað sem þú segjir alltaf eins. Og ekki neinn annar mun misnota óvart.   td. í "Sjá"  "horfa"  "titt" (smá útlenska). Það má vera hvað sem er.

þegar sett er orð á æfingu og gildir þetta allar æfingar, þá segiru orðið. bíður í 1, 2 sek. og svo geriru æfinguna eins og þú gerðir hana án hljóðs. Mikilvægt er að bíða smá, en ekki of lengi. Bíða smá því þá fær hundurinn aðeins tíma að hugsa um hljóðið. og binda hana við æfinguna. Ef þú segir hljóðið og hreyfinguna í einu, tekur hann ekki eftir hljóðinu.

 

þú þarft sennilega að gera hljóðið og æfinguna saman lengi, og stundum þarftu þess ekki í góðan tíma og stundum þarftu að fara tilbaka og byrja uppá nýtt.

Passaðu þig bara á að þú mátt ALDREI segja hljóðið tvisvar. þetta gildar með allar æfingar. Ef þú segir einu sinni og hundurinn gerir ekki æfinguna, þýðir það að þú þarf að gera hreyfinguna eins og þú gerðir án hljóðs. Ef  það virkar ekki, er hann bara ekki mótiveraður til að æfa. Reyndu aftur síðar.

 Og alltaf hætta eða taka lengri pásu þegar æfinginn gékk vel. Alltaf hætta á vel heppnaðri æfingu. Ekki taka sjénsinn og reyna einu sinni einn. hættan að honum fer að leiðast er svo stór ef hann þarf að gera það sama svo mörgum sinnum.

 

Reynið þetta, æfiið þetta vel og svo kemur síðar næsti partur í því að ganga við hæl.


Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband