Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Labba með slakan taum.

79% af þeim sem svöruðu spuringunni hér til hægri segja að þeir frekar vilja hund sem labbar með slakan taum, frekar en að vera labba við hæl.
Það svar er ég mjög sátt við. Hælganga er bara fancy ganga fyrir keppni og er óþarfi fyrir heimilishundinn sem er ekkert að keppa og þessháttar.  En hinsvegar er ágætt að æfa það einungis til að æfa hundinn í einbetingu og hlýðni, það gerir hundinn rólegri og sáttari við lífið að fá að æfa hlýðni og aðrar æfingar.  Þá td leiðist þeim ekki þegar þeir eru einir heima, heldur eru bara sáttir og sofa.

Að því ég var að útskyra hælgöngu vil ég jafna það og útskýra göngu með slakan taum aftur.  Minnir að ég hef skrifað færslu um þetta þessevegna ætla ég að skrifa styttra núna.

mig langar að segja ykkur sögu.

Ég ætlaði að labba með einn hund, hund sem átti að vera grímu því hann togaði svo mikið. Ég bjóst við eitthverju skrímsli, en þetta var bara gammall setter og þegar við svo fórum út að labba þá í þessari grímu togaði hann ekkert. Labbaði bara voða fallega enda örugglega búin að læra að labba rétt með grímuna. Því gríman virkar þannig að þegar hundurinn togar í bandið þá strekkist á grímunni og kremur svona andlitið hans saman auk þess að hann hefur ekki eins mikin styrk í hausnum eins og að toga með hálsinum.
 En ég bara var svo forvitinn hvernig hann nú togar svo ofsalega án þess að vera með grímuna, svo ég breytti og setti bandið í hálsólina og tók af honum grímuna. 
 Og viti menn...    hann togaði alveg svakalega alveg á sekundunni, svo ég skildi alveg fólkið sem átti þennan hund.

En ég hugsaði með mér að þetta er vitur hundu, hann hefur fattað að best sé að toga ekki þegar hann er með grímuna, en hann hefur greinilega ekki fattað að toga ekki með bandið í hálsólinni. Svo vandarmálið lá í að hann hafði ekki fattað það það ætti ekki að toga.

Svo hvernig kennir maður hundi að toga ekki?  Jú með því að taka burt það sem þeir vilja. Þetta er svo auðvelt.  "ef þú vilt áfram, þá máttu ekki toga í bandið"   "ef þú togar, stoppa ég og bakka"
Þannig að ef hann togar, fær hann bara að fara afturábak.

Ég gerði eftirfarandi með þennan hund:

Löbbuðum og hann togar, í því sama augnabliki stoppaði ég, horfði ekki á hundinn(sem er mikilvægt) horfði bara fyrir ofan hann áfram eins og venjulega. Byrjaði að bakka. Þá er hann svona "nei nei vil ekki bakka" og er að mótmæla með að láta mig draga hann. En ég draga hann og bakka og horfi fyrir ofan hann og um leið.. UM LEIÐ í sömu sekúndu og hann gefst upp og byrjar að labba að mér þá held ég áfram að labba.  Alltaf án þess að horfa á hann. Án þess að segja orð og án þess að hrósa eða skamma.

Þetta endurtók ég í 15 min, hann stanslaust togaði þegar hann var komin á endann á bandinu. Hérna þarftu að sýna ofsalega þrjósku og ekki gefa þig. Alltaf gera þetta. Aldrei leyfa honum að toga ekki einu sinni smá.
Einnig ákveða hvenær hann byrjar að toga..  margir leyfa honum að toga þangað til höndinn er komin alveg á loft og maður farin að missa jafnvægið. Hjá mér byrjar hann að toga þegar taumurinn byrjar að toga í puttana mína. höndinn mín á ekki að lyftast upp.

Athugið að hafa langan taum. Verið smá nice við hundana og leyfið þeim að hafa langan taum svo hann hafi smá pláss að hlaupa á. Og alltaf leyfa honum að hafa allan tauminn. Ekki stundum stutt stundum langt.  Bara hafa hann stuttan þegar þið eruð að labba á þröngum eða mannamiklum stað og sleppa honum löngum þegar fyrsta tækifæri gefst. Við erum nú úti til að viðra hann...

Samtals var þessi göngutúr sem ég fór í ca 20 min. Þegar við löbbuðum heim á leið var hann með slakan taum. og MJÖG SLAKAN meira segja. Ég varð nú sjálf frekar hissa hversu fljótur hann var að ná þessu.

En þetta er gert svona..  gott er að gera þetta strax við hvolpana, en þá er oft bara nó að stoppa og bíða þangað til þeir eru rólegir og þá fara af stað.

Jæja allir út að labba og prófa og koma svo inn og kommenta hvernig þetta gékk:) 


Ganga við hæl part 3

þetta með að segja "hæll" og hundurinn kemur eins og skot og sest niður við þína vinstri hlið og horfir upp til þín og bíður eftir næsta commandó.

 

þetta er allt sett saman af nokkrum æfingum. td er gott að hundurinn kan hreyfinguna sem við gerum þegar við viljum að hundurinn á að setjast. Semsagt að ekki segja "sestu" heldur gera hreyfinguna sem við notum alveg í byrjun þegar við vorum að læra sestu.  Þessi æfing hef ég útskyrt áður í færslu sem heitir "sestu, leggstu og vertu kurr"

Við viljum ekki nota nein orð annað en hæll. Þessvegna er gott þegar maður er að setja æfingarnar saman að nota hreyfingarnar sem hundarnir binda við hverja og eina æfingu.

Þetta er ofsalega erfitt fyrir mig að útskyra, miklu betra að sýna en það er ekki möguleiki svo ég ætla að reyna útskyra.

 Notið pulsubita... hafið bitana í hægri hendi. Núna ætlum við að leiðbeina hundinum til okkar án þess að segja orð. Eins og alltaf á aldrei að segja commandó orðið þegar við erum að kenna æfinguna. Orðið kemur þegar hann kann æfinguna.
Hafið pulsuna í hægri, hundurinn er fyrir fram ykkur og er farin að fatta að það er pulsa í hendinni sem honum langar í. Bakkið og lokkið hundinn með ykkur, eitt skref eða svo. Svo takið þig stóran sviga með hægri hendinni, að vinstri hlið ykkar, Færið höndina örlitið fyrir aftan ykkur og svo færa hana að vinstri hlið ykkar. þannig að hundurinn eltir og endar alveg við hliðin á ykkur vinstra megin og stendur núna ekki lengur á móti.
 Skildu þið þetta?
Þið hafið pulsuna í hægri hendinni að því að það er gott að hafa vinstri fría til þess að leiðbeina honum að ykkur, hjálpa honum inn til ykkar svo hann kemur alveg upp að.

Svo þegar hann stendur við hliðin á þér á hann að setjast automatisk. Þá er notað hreyfinginn sem þið notið til að fá hann til að setjast.

Þannig getið þið kennt honum að koma inn til ykkar setjast án þess að segja orð. Þegar hann hefur lært þessar hreyfingu, er hægt að setja orð. Og alltaf eins í og öllum æfingum á að segja orðið bíða í 1 til 2 sek og svo gera hreyfinguna.

 

Það er svo gott að kenna hundum hreyfingu lika því þeir taka miklu betur eftir henni en orði. Og í framtíðinni er gott að geta farið til baka og nota hreyfinguna þegar hann er eitthvað að slóra með æfingarnar.  Þá geriru það í stað þess að endurtaka orðið.

 

Jæja, veit ekkert hvort þið skilduð þetta blogg.  Reynið bara með hundinum. Hugsið heldar myndina að þið viljið fá hann inn til ykkar.
Munið að segja aldrei nei þegar þið eruð að kenna æfingar. Þá á bara að hætta. og byrja aftur seinna.
Munið einnig að hrós og klapp og tal er athygli. Þegar hann er að gera rangt í æfingu á að hunsa hann. En byrja fljótlega aftur, og reyna þá aðeins auðveldara, svo hann fái sjálfstraustið aftur.

 

 

27110712
Til þess að fá hundinn til að horfa upp er að hafa svo pulsur í munninum og þegar hann horfir upp á þig spytur þær útur þér og þá er hann frí og má fara að borða þær. Þá ertu að kenna honum að það er ekki bara úr hendinni sem nammið kemur það er einnig gott að horfa á þig.  Svo má einnig nota orðið sem þið hafið fyrir að horfa á ykkur sem ég talaði um í part 1. En reynið samt að segja það ekki.
Gangi ykkur vel:)

Ganga við hæl part 2

ég hef verið að hugsa mikið um hvernig hægt sé að útskyra hvernig á að fá hundinn inn. Semsagt að segja "hæll" og hann kemur og sest við hliðiná þér. Þetta er bara ansi erfitt að útskyra.

Þannig að ég þarf að hugsa það aðeins meira og ætla því núna að fara yfir hvernig á að láta hann labba við hæl.

Semsagt þetta eru tvær æfingar að koma inn og að labba við hæl.

 

verið úti, hafið pulsur í hendinni labbið með hana lafandi við vinstri hliðina og látið hundinn borða pulsurnar um leið og þið labbið saman áfram. Gefa honum pulsur þegar hann "labbar við hæl" semsagt að hrósa því að hann er að labba við hliðiná þér. Ef hann er smeikur að vera svona nálægt má leggja pulsurnar í hægri, en halda hendinni við vinstri hliðina þina og halda með vinstri yfir hundinum og létt leiðbeina honum að þér og hrósa og gefa pulsur um leið.

Þannig ertu að útskýra að það er gott að labba alveg við hliðiná þér. Þú segir ekkert, ekkert kommando. Bara hrósa þegar hann labbar og hætta öllu og taka pásu ef hann gerir ekki rétt. Ekki segja nei eða skamma.
Labbið einungis um 10 metra í byrjun. Segið svo frí og farið að leika við hundinn þegar þið eruð búin.

Endurtakið nokkrum sinnum en ekki of æfa,  þá verður hann leiður á þessu.

part 3 kemur svo síðar. þetta með að fá hann inn.

þetta er alveg byrjuninn, svo verður breytt æfingunni síðar. td verður ekki pulsan í hendinni alltaf. En þetta er gert svona í byrjun og mikilvægur partur í að labba við hæl.

 

Munið bara að hrósa vel. Hundinum á að finnast þetta ofsalega gaman.

:)


Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband