Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
Fimmtudagur, 28. janúar 2010
Þeir vilja banna hundahald á Akranesi! (??)
Þar var samþykkt tillaga meirihluta bæjarstjórnar á Akranensi um að samhliða bæjarstjórnarkosningunum í vor verði kosið um hvort leyfa eigi hundahald á Akranesi. Sjá grein hér
Þetta er bara sorlegt. Það er eins og við séum að fara tilbaka fjölda margra ára.
Eins og fram kemur í greininni er eitthver X hópur hundaeiganda sem er ekki að taka tillit til annara íbúa. Þetta eru menn orðnir leiðir á og telja þá auðveldast sé bara að banna hunda.
Ég vet nú ekki hvernig á að útskýra hversu fáranleg hugmynd þetta er hjá bæjarstjórnini. Helst langar mig bara að taka sítrónu safan og sprauta á þá og segja hart NEI!
En eins og við viljum vinna, með því að verðlauna góða hegðun og hunsa slæma, er frekar betri hugmynd að vinna saman að því að gera góðverk í stað þess að straffa og öskra á þá tilbaka að helst væri betra að banna ketti (eða annað sem fólk fílar ekki) sem er heldur ekki góð hugmynd.
þegar ég var með hundanámskeið á Akranesi í vor voru um 30 hundaeigendur með á því. Þetta var allt fólk sem tekur ábyrgð á sínum hundum og já, tekur upp eftir sig.
Það sem ég lærði þá var að Akranes veitir Ekki afslátt af hundagjöldum gegn því að fara á námskeið. Þá spyr maður sig, er það leiðinn til að hvetja hundaeigendur til sjá betur um hundana og halda þeim í taum og hreinsa upp eftir þá?
Svo með þessu vil ég frekar hvetja bæjarstjórnina að leyfa undanþágu hundahalds gegn hundagjaldi en jafnframt veita afslátt af hundagjöldum þegar hundaeigandi hefur sótt námskeið.
Eitt námskeið gerir ofsalega mikið fyrir hundaeigendur. Þeir læra að umgangast aðra hunda. Hundaeigendur læra hvernig hundar tjá sig við hvort annað. Td hvernig við sjáum hvenær við meigum eiga von á slagsmálum og hvenær það er ekki sjens á að þeir fari að slásst.
Hundaeigendur læra að takast á við gelt og hundarnir mínka það eftir svona námskeið.
Hundaeigendur læra hvernig á að æfa hundinn svo hann verður sáttur við lífið og tilveruna. Hundarnir verða rólegir og hafa meira jafnvægi ef hundaeigendur æfa þá og kunna að "tala við þá svo þeir skilja".
Námskeið gerir betri hund sem er mjög mikið minni til vandræða en hundur sem hefur aldrei farið á námskeið, eða þar að segja hundaeigandi sem hefur aldrei farið á námskeið.
Hér í Reykjavík kostar 15400kr fyrsta árið á hundagjöldum. Annað árið kostar 7700kr ef maður er búin að fara á námskeið.
Hundanámskeið kostar 26000kr. Stéttafélöginn, meta þetta sem tómstundastyrk og td Efling greiðir 18000kr á ári fyrir tómstundarnámskeið. En greiðir aldrei meir en 50% af hverju námskeiði. sem þýðir að þeir greiða niður 13000kr af námskeiðinu. Eftir er einungis 14000kr sem námskeiðið í raun kostar.
Afhverju býður ekki Akranes uppá þetta?
Frekar en að vera að banna hluti!
Annað sem má hafa í huga eru ruslaföturnar. Mér skilst að þær séu alt of fáar. En það er samt ekki afsökun að taka ekki upp skítin. En það er hægt að sýna bæjarstjórninni góðvilja. Taka sig saman og safna pening eða með dugnaði setja saman fleiri ruslafötur.
Ég man eftir því hversu mikið hundaeigendurnir á námskeiðinu hjá mér voru að monta sig yfir að búa á Akranesi, hvað þau voru að segja að væri æðilsegt að búa þarna.
Skulum nú hafa það áfram
Það er facebook grúppa sem fólkið er að safna sig saman til að mótmæla og getið þið fundið hana hér:
Bloggar | Breytt 31.1.2010 kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 23. janúar 2010
Fylgjast betur með
Það er mjög mikilvægt að fylgjast vel með hundinum. Hvernig hann er og hvað hann er að gera, hvað hann getur verið að hugsa, þannig sérðu hvernig honum líður.
Það sem getur líka verið mjög sniðugt er að fylgjast með á þessu bloggi um hvenær ég pósta færslur.
Ég hef nú ekki verið dugleg með það í vetur, en alt kemur með góða veðrinu. Ég er sjálf á tímabili núna þar sem ég er að læra meira og hef fengið útlenskar bækur til að lesa. Ég er einnig byrjuð á hlýðni námskeiði með Lunu mína.
Afhverju ferðu á námskeið spyrðu?
Jú - það er út af því að mér finnst gaman að vera á námskeiði og æfa með hópi. Mér langar að fara útí hlýðni I og svo hlýðni II og svo fara keppa, og þegar tíminn er réttur ætla ég í hundafimi. (agility)
Svo er gott að fara á námskeið til að fá afslátt af hundagjöldum. Munar að borga bara 7700 en að vera borga 15400 á ári.
En já, semsagt. Ég er búin að stofna Facebook grúppu. Ég ætla að senda þeim sem joina grúppuna skilaboð í hvert skipti sem ég skrifa eitthvað af viti hérna inni.
Slóðinn er hér;
http://www.facebook.com/groups/edit.php?edit_members&gid=267838527061#/group.php?gid=267838527061&ref=mf
Svo vil ég minna á að ég tek við einkatímum, ef ykkur vantar hjálp eða ráðleggningar með hundinn ykkar. Ég kem í heimsókn og við ræðum saman í rólegheitum.
Kveðja
Heiðrún & Luna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Kæri Tómas Oddur - varðandi að hunsa hundareglur
- Hvolpar og hátíðarnar
- Skulum ekki banna fleiri hundategundir...
- hundaþjálfara nám.
- Hversu oft á viku æfiru hundinn?
- Sumir lausagöngu hundar kunna ekki að lesa....
- Spurning frá lesanda. - Sveitahundar
- Páska æfingar
- Innkall
- Fyrsti hvolpurinn/ einkatími
- Taumganga.
- Hundar þurfa að hafa garð?
- Hvernig hundaþjálfari viltu vera?
- Spurningar frá ykkur
- Þeir vilja banna hundahald á Akranesi! (??)
Eldri færslur
- Júní 2012
- Desember 2011
- Ágúst 2011
- Janúar 2011
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Spurning vikunar
Tenglar
Námskeið
- Taumganga stutt námskeið til að læra taumgöngu og ná sambandi við hundinn úti
- Fyrsti hvolpurinn/einkatími hægt er að panta mig í heimsókn til að fræðast um hvolpinn.
- Innkall Auðveldar æfingar til að bæta innkallið.