Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012
Sunnudagur, 17. júní 2012
Kæri Tómas Oddur - varðandi að hunsa hundareglur
Þú og hundurinn þinn Freyja voru væntanlega niður í bæ að fagna 17. júní á meðal fjölda annarra Íslendinga í dag. Ég var a leiðinni út með minn hund (ekki niður í bæ samt) þegar ég rakst á fréttina um þig og varð bara að skrifa smá svar áður en ég færi út.
Stutta svarið mitt er: Kæri Tómas Oddur, þú ert ekki að gera okkur hundaeigendum greiða með þessari ákvörðun!
Lengra svarið mitt er: Þar sem ég er hundþjálfari að mennt er markmið mitt að fræða hundaeigendur og efla kunnáttu um hunda og hvernir þeir virka. Þú skrifar að þú þekkir þinn hund mjög vel og að þú hafir alið hana vel upp og treystir henni. Ég vil nota tækifærið og hrósa þér fyrir að þekkja þinn hund vel, það eru ekki allir sem gera það.
Þú segir: Ég held að ef fólk getur verið með hundana sína á svona hátíðum hafi það góð áhrif á mannlífið. Hundarnir eru skemmtilegir og krakkarnir vilja fá að klappa þeim og svona. Já, ég skil hvað þú ert að fara og ég er sammála þér í þessu, en mér fannst vanta að taka tillit til hundsins í þessari grein.
Bannið við að hafa hunda á svona stórum samkomum er til að vernda fólk fyrir hundunum. En mér finnst það ágætt því það verndar hundana fyrir fólkinu í leiðinni.
Það eru ekki margir hundar sem líkar við að ókunnugir komi að þeim til að klappa og hvað þá krakkar sem þeir þekkja ekki. Það er erfitt að passa hundinn stanslaust þegar maður er líka að fylgjast með skemmtiatriðinu. Það getur verið að barn komi aftan að hundinum og klípi í skottið og foreldrar barnsins taka ekki eftir þessu, né eigandi hundsins. Svo er algengt að á svona samkomum sé mikill hávaði og læti og lúðrar pípandi út um allt. Hundar heyra mjög vel, svo svona hávaði er ennþá meira áreiti fyrir hundinn en fyrir okkur.
Þótt hundurinn sé vel upp alinn og þolinmóður og sætti sig við að krakkar komi upp að honum og klappi honum og jafnvel einn og einn klípi í hann allt í einu, þá er er hann einmitt bara það - að sætta sig við þetta. Ef hundurinn fengi að velja, myndi hann velja að vera í svona aðstæðum? Og þar sem við getum ekki spurt hann, eigum við ekki að taka tillit til hundsins og leyfa honum að sleppa við þetta?
Stress hjá hundum er algengt í svona aðstæðum og oft misskilja hundaeigendur það eða taka ekki eftir því, þar sem merkin eru ekki augljós nema maður viti hvers maður eigi að leita eftir.
Hérna eru nokkrar myndir sem ég fann á netinu sem sýna augljóslega að hundurinn sé stressaður.
Stresseinkenni hunda geta verið meðal annars:
Hrukkur í andlitinu, er órólegur, pissar á allt og jafnvel á fólk, verður létt hræddur, flasa um líkamann, másandi, niðurgangur, hraður púls, hagar sér illa (riðlast t.d.), brosandi út að eyrum.
Ef hundurinn verður stressaður þá myndast stress hormón í líkamanum sem tekur nokkra daga að hverfa, svo eftir stressaðan dag fyrir hundinn er mjög gott að hafa 2-4 daga rólega heima og leyfa honum að sofa mikið.
Sem sagt að hunsa bannið og fara með hundinn á 17. júní fagnað er ekki að gera hundinum neinn greiða og ekki okkur hinum sem viljum fylgja settum reglum til þess að ekki fá stjórnvöld ennþá meira á móti okkur. Við höfum það markmið að fræðast um hunda og virða reglur, þannig getum við vonandi í framtíðinni fengið lausari taum svo að segja.
Með kveðju
Heiðrún Klara Johansen
Hundaþjálfari
www.heidrunklara.is
Hundsar hundabannið á 17. júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Kæri Tómas Oddur - varðandi að hunsa hundareglur
- Hvolpar og hátíðarnar
- Skulum ekki banna fleiri hundategundir...
- hundaþjálfara nám.
- Hversu oft á viku æfiru hundinn?
- Sumir lausagöngu hundar kunna ekki að lesa....
- Spurning frá lesanda. - Sveitahundar
- Páska æfingar
- Innkall
- Fyrsti hvolpurinn/ einkatími
- Taumganga.
- Hundar þurfa að hafa garð?
- Hvernig hundaþjálfari viltu vera?
- Spurningar frá ykkur
- Þeir vilja banna hundahald á Akranesi! (??)
Eldri færslur
- Júní 2012
- Desember 2011
- Ágúst 2011
- Janúar 2011
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Spurning vikunar
Tenglar
Námskeið
- Taumganga stutt námskeið til að læra taumgöngu og ná sambandi við hundinn úti
- Fyrsti hvolpurinn/einkatími hægt er að panta mig í heimsókn til að fræðast um hvolpinn.
- Innkall Auðveldar æfingar til að bæta innkallið.