Leita í fréttum mbl.is

Spurning frá lesanda. - Sveitahundar


Sæl, við fjölskyldan eigum 1 rúmlega eins árs og 5 mánaða gamlann border collie og hann á mjög erfitt með að hlíða, ef maður "skammar" hann þá fer hann bara í rosalega fílu og hlustar ekkert á mann og svo er hann líka rosalega langrækinn. Ég get bara tekið dæmi : Ég ætlaði að fara í göngutúr og ætlaði að setja hann inn á meðan því að hann hleypur bara í burtu frá manni eða beint í gæsirnar (bý semsagt úti í sveit) en þegar ég var búin að kalla á hann nokkrum sinnum og hann kom ekki varð ég svolítið reið og kallaði reiðilega á hann og þá þorði hann ekki að koma til mín, ég ætlaði aldrei að ná honum inn og það endaði með því að ég þurfti að ná í hann og halda á honum inn. Síðan þegar ég kom til baka hleypti ég honum út og þá þóttist hann ekki sjá mig og labbaði bara í burtu.
Ef hann er inni og ég segi honum að fara út þá er hann úti í smá stund og er kominn aftur inn, og ef ég segi honum að setjast þá sest hann og stendur svo bara á fætur eftir nokkrar sekúndur.Mér finst þetta voðalega leiðinlegt því að þessi hundur var keyptur til þess að smala kindum, en það er voðalega erfitt þar sem hann hlýðir bara alls ekki. Og þó að ég sé ekki " húsbóndinn " þarna heima þá hlýðir hún pabba ekki heldur og þeir eru saman allan daginn. Þetta er frekar mikið vandamál og mig langar rosalega að vita hvað við eigum að gera því að mér þykir rosalega vænt um hann og vil alls ekki missa hann.

Var að hugsa hvort þú gætir gefið mér ráð.

Takk fyrir póstinn.

 Markmiðið ykkar var að fá góðan smalarhund. Sem vinnur með ykkur, hlustar á ykkur þegar þið eruð að leiðbeina honum og hund sem kemur þegar er kallað. Þið lýsið hér mjög algengu vandarmáli sem kemur upp hjá hundum sem eru úti í sveit. Ástæðan er mjög einföld. Hundurinn kann þetta ekki ennþá.
Það getur vel verið að þið hafið reynt að kenna honum. En hafið þið reynt nó?
 Í sveitinni á maður til að láta hundinn vera mikið einan úti. Að hann fær mikin tíma til  að viðra sig og fá sýna útrás. Og hann gerir það, hann fer um alt og þefar, en mjög fljótt er hann búin að kanna hvert strá i kringum bæinn og ekkert nýtt að gerast næsta dag. Þá verður þetta svæði frekar óspennandi. Þá fer hann kannski niður á veg og athugar hvort ekki væri gaman að elta bílana sem þar koma framhjá á miljón. Eða að hann sér gæsir eða aðra fugla, og finnur það bráðskemmtilegt að fara elta þær svo þær fljúgi burt.
Hann finnur sér bara dund verkefni sjálfur og venst því þannig að vera frekar sjálfstæður. Svo þegar hann heyrir kall alt í einu frá mömmu eða pabba. Þá verður hann hrikalega spenntur og kemur hlaupandi á miljón og hugsar hvað er í gangi nú.  Hann hleypur til ykkar og þið lokkið hann inn í kompu og farið út og lokið hurðinni. Svo eruð þið farin.  Hundurinn er þá inni einn í kompunni og fer að sofa.
Næsta dag er hann aftur úti og gera sitt. Kannski komu loksins gæsirnar og hann fer að gelta og skemmta sér af þeim. Hrikalega gaman.  Þá er kallað eins og í gær. Þá stoppar hann upp og fer að hugsa..  „biddu í gær þegar ég kom þá var ekkert spennandi að fara gerast hjá mömmu, mér var bara hent í bælið. Best að vera ekkert að koma allavegana ekki strax, þetta er nú mun skemmtilegra“
Svo kemur hann þegar hann er búin að reka burtu alla fuglana.
 Hundar gera bara það sem borgar sig.  Ef við viljum ná okkar markmiðum þurfum við að vinna mikið í hundinum. Ég myndi segja að fyrstu 2 árin eru mjög mikilvæg sem kennslustund og æfingartímabil. Svo má minnka við æfingar síðar en aldrei að hætta alveg, þá getur hundinum farið að leiðast að vera einn og dottið í þetta horf sem ég lýsti fyrir ofan.

Fyrsta reglan er  að við ráðum hvaða áhugarmál hundurinn á að eiga. Við viljum að við séum áhugarmál númer 1.  Að vinna með okkur sé það skemmtilegasta sem til er. En til þess að það gerist verðum við að setja tíma í æfingar og leik við hundinn.
Önnur regla er  að þegar við erum inni er hundurinn inni líka og þá  helst með okkur. Ef hann má ekki fara inn í íbúðina þá allavegana að leyfa honum að vera í forstofunni. Sveita hundar eru svo mikið einir og ef þeir eru líka einir þegar þið eruð inni þá verða þeir svo sjálfstæðir og í sínum eigin heim að það er enginn furða þótt þeir hlýði manni ekki.
Þriðja regla er  að búa til „bonderingu“ Styrkið sambandið ykkar við hundinn. Takið ykkur tíma á hverjum degi að leika við hundinn, henda bolta og gera æfingar. Sérstaklega með smalahunda er gott að æfa inn LIGG mjög vel svo við getum stoppað hundinn af á hlaupum þegar þeir eiga að stoppa út af kindunum.
Þeir eru ekkert fæddir smalahundar, þetta þarf að æfast inn. Þeir eru fæddir með lönguna til að elta eitthvað á hraðferð. Þessvegna er gott að nota bolta sem verðlaun auk nammi.
 Innkall Hef ég skrifað um áður og eru þær helst á þessum tveimur færslum. Fyrsti færslan er það fyrsta sem maður gerir og svo er færsla fyrir framhaldsæfingar í síðari.  

http://aanana.blog.is/blog/hundablogg/entry/197536/ 

http://aanana.blog.is/blog/hundablogg/entry/976565/

 

 þú segir að þú vilt ekki hafa með hundinn þegar þið eruð að fara út að labba því hann hleypur í gæsirnar.  Taktu hundinn með í göngutúr, en þú getur haft hann í langlínu og stoppar hann af þegar hann rýkur í gæsirnar. En vera ekkert að skamma sérstaklega mikið ef hann er ekkert að hlusta á það hvort eð er.
Ef þú vilt fá bedri „bonderingu“ við hundinn þá þarftu að nýta alla tíma sem þú getur til að hafa hann með þér.
Á þessum göngu túr getur þú verið með bolta og tekið æfingar inni á milli. Verðlaunað með pulsum líka svo hann vill hanga mér þér.
Ég held hann sé bara ekkert að finna að þið séuð flokkurinn hans. Þessvegna virðist hann hunsa  ykkur.  Ef þið æfið meira með honum og leikið saman, þá mun hann bonda betur við ykkur og þá mun hann sýna ykkur alt aðra hegðun.  

Ef pabbi þinn vill að hann hlýði sér verður hann að eyða meiri tíma með hundinum næstu mánuði. Æfa og leika. Svo mæli ég með að þið leyfið honum að vera oftar inni í forstofu þegar þið eruð inni.

Svo mæli ég með að þú takir þér tíma til að lesa allar færslurnar á þessu bloggi, því meira sem þú lærir um hvernig hundar hugsa, því betri samband getið þið átt saman. 

Notaðu núna helgina til að prufa nokkrar æfingar og athuga hvort viðhorfið hans breytist á næstu dögum.  

Sendu mér svo endilega línu og láttu mig vita hvernig gengur.  Ef þú hefur nánari spurningar þá máttu endilega bara spyrja:) Góða helgi:) vallhund 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Fyrirgefið hvað þessi færsla kemur asnalega út hjá mér. Næ ekki að laga hana. veit ekki alveg afhverju. En vonandi er hún leshæf.

kv.
Heiðrún.

Heiðrún Klara Johansen, 16.4.2010 kl. 18:03

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég á Border Collie, eitthvað blandaðan en með alla helstu eiginleikana og útlitið og meðan hann var hvolpur hélt ég að ég myndi aldrei ná að gera hann að almennilegum hundi, en hann gjörbreyttist þegar hann var um 14-15 mánaða gamall og er nú eins og hugur manns.

Þetta eru svo skynsamir hundar, að það liggur við að maður geti spjallað við hann, nánast eins og barn og hann virðist skilja nánast allt sem maður segir við hann.  Hann gegnir vel núna, en eins og þú segir tekur maður svolítinn tíma daglega til að leika við hann og fá hann til að gera einhverjar kúnstir og hann hefur mjög gamað af öllu svoleiðis.

Um að gera að gefast ekki upp á hundinum, hann á eftir að verða alger snillingur við smölunina, en það kemur ekki alveg sjálfkrafa.

Vonandi sér maður meira af þessum hundi hérna síðar. 

Axel Jóhann Axelsson, 16.4.2010 kl. 18:49

3 identicon

Takk kærlega fyrir þetta, ég læt vita hvernig gengur.

Eva (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og núlli?
Nota HTML-ham

Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband