Fimmtudagur, 8. maí 2008
Hundurinn og bílinn.
Ísland er nú ekki þekkt fyrir að vera heitasta land í heimi, þessvegna er þetta tema ekki mikið talað um hér á landi og gerist ekki oft. En erlendis þar sem eru heitir sumardagar, gerist þetta mjög oft.
Hundar deyja úr hita í bílum.
Þegar sólin skýn, og ekkert endilega drep heit úti, þá er miklu heitara í bílnum. Þið vitið þetta öll. Hitnn margfaldast í bílnum þegar er smá sól úti og hundar svitna ekki og þessvegna þola þeir ekki eins mikin hita og við.
Hafðið í huga núna þegar sumarið er að ganga í garð, að það er oft mismunandi veður á hverjum degi. Þegar þið farið í vinnunna og hafði hundinn í bílnum getur komið sól seinna um daginn og svoleiðist steikt hundinn í bílnum. Það er ekki nó að setja bara smá rifu á gluggan handa honum.
Svo ég vil mæla með að þið hafið þá sem minnst eina í bílnum í sumar.
En svo ætla ég að tala um bílinn almennt.
Maður hefur tekið eftir því að margir hafa hundana í bilnum þegar þeir eru í vinnu eða öðru... og koma út að viðra hann eftir eitthverja klukktíma.
Þetta finnst mér ekkert sniðugt.
Hundurinn nær ekki að slappa af í bílnum, hann þarf stanslaust að vera verja sig og sitt svæði því það labba margir framhjá. Þetta stressar hann.
Þeir sem gera þetta segja að þeim finnst betra að taka hann með sér til að geta farið með hann út í hádeiginu að pissa.
En ég er á þeirri skoðun að þeir hafa það miklu betra heima við, þar sem allt er rólegt og þeir geta slappað af og sofið áhyggjulaust í 8 tíma þangað til þið komið heim.
Ef þið eru að vinna lengri vinnutíma td 12 tíma vaktir og enginn annar getur viðrað hann á þessu tímabíli. þá er bara stóra spurninginn afhverju ertu þið með hund?
Ég vinn 12 tíma vaktir og er ein, þessvegna er ég ekki með hund núna. Ég veit að ég mun ekki geta sinnt honum eins og hann á skilið.
Þið sem eruð með hund og vinnið mikið, það er ekkert mál að deala við eitthvern um að viðra hann fyrir ykkur. Það er hægt að ráða hundalabbara, eitthvern eldri krakkar í nágrenninu til þess að labba með hundinn eftir skóla.
Það er til hundaleiksskóli. Mæli með Voffaborg í víðidal. Ofsalega indælt fólk sem rekur þann stað.
Hugsið ykkur að þið séuð hundurinn? hvað myndu þið vilja?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 70522
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Kæri Tómas Oddur - varðandi að hunsa hundareglur
- Hvolpar og hátíðarnar
- Skulum ekki banna fleiri hundategundir...
- hundaþjálfara nám.
- Hversu oft á viku æfiru hundinn?
- Sumir lausagöngu hundar kunna ekki að lesa....
- Spurning frá lesanda. - Sveitahundar
- Páska æfingar
- Innkall
- Fyrsti hvolpurinn/ einkatími
- Taumganga.
- Hundar þurfa að hafa garð?
- Hvernig hundaþjálfari viltu vera?
- Spurningar frá ykkur
- Þeir vilja banna hundahald á Akranesi! (??)
Eldri færslur
- Júní 2012
- Desember 2011
- Ágúst 2011
- Janúar 2011
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Spurning vikunar
Tenglar
Námskeið
- Taumganga stutt námskeið til að læra taumgöngu og ná sambandi við hundinn úti
- Fyrsti hvolpurinn/einkatími hægt er að panta mig í heimsókn til að fræðast um hvolpinn.
- Innkall Auðveldar æfingar til að bæta innkallið.
Athugasemdir
Veistu, því oftar sem ég les pistlana þína því meira sens meika þeir!! Rosalega er voffan mín heppin að ég megi ekki vinna núna...og hún elskar mig svo mikið þó ég sé hálfgert grænmeti hérna heima, ég er þó til staðar. Enda er ég sú fyrsta sem tek eftir því þegar hún er að biðja um eitthvað... og já ég er sko skotin í voffunni minni
Huldabeib, 8.5.2008 kl. 23:27
Sæl. Takk fyrir þetta. Ég hef alltaf svo miklar áhyggjur að skilja hundinn eftir heima að ég hef verið að taka hann með og skilja hann eftir í bílnum í nokkra tíma í staðinn. Ég veit þá betur núna og skil hann eftir heima í búrinu þar sem hann er öruggari.
En ég hef eina spurningu. Er betra eða verra að hafa tvo hunda saman í búri. Vilja þeir hafa félagsskap frá hvorum öðrum eða er þeim alveg sama?
kv. Jóna
Jóna (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 01:03
´veistu hvernig á að kenna hundum að sýna tennur og standa svona eins og í sýningum??
.. (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 20:31
hæ Jóna.
gott að þú ætlar að hafa hann bara heima héðan eftir. það er miklu betra fyrir hundinn að mínu mati.
Það er erfitt að segja hvort sé betra eða verra að hafa tvo hunda saman í búri, ef þeir þekkjast og ekkert að rífast ætti að vera alt í lagi að hafa þá í sama búri. En þá ætti búrið að vera rosalega stórt. Per í dag er ekki til búr nó of stórt fyrir tvo meðal stóra eða stóra hunda sem hægt er að kaupa í dýrabúðum. þyrftir þá að útbúa sjálf eða eitthvað.
En ef þetta eru litlir hundar getur stæðsta búrið sem til er verið möguleiki.
En annars myndi ég ekki hafa tvo hunda saman í búri ef ég sé lengi frá þeim. Bara uppá öryggið að gera. Þeir geta nú verið í búrum við hliðiná hvort öðru.
HUndar eiga það til að leika voða lítið þegar þeir eru einir heima, þeir vilja bara bíða. sofa þangað til þú kemur heim aftur. Svo út frá því hafa þeir ekkert sérstakar óskir held ég að vera saman í búrinu.
kannski það sé betra að gera það ekki út frá þvi sjónarmiði að þeir geta hvilt sig í friði, ef annar þeirra er frekar dóminant getur verið að hann leyfi ekki hinum að hvílast í fríði..
bara svon hugsanir þetta.
Gangi þér vel:)
Heiðrún Klara Johansen, 15.5.2008 kl. 00:57
ég hef nú ekki gert þetta sjálf að kenna hundum að sýna tennur eða standa við syningar.
en það sem er grunnurinn af öllum æfingum er að verðlauna góða hegðun og hunsa slæma.
afhverju viltu að hann sýni tennur á kommandó?
Heiðrún Klara Johansen, 15.5.2008 kl. 00:59
Sæl.
ég var búin að skrifa þér um að ég væri að venja mína á að toga ekki og það hefur gengið rosalega vel. En hún er ennþá að flaðra upp á fólk en samt fer það minnkandi.
og vonandi ´mun ég ná tökum alveg á því
takk fyrir allt kv Birna
Birna Hrönn (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 11:37
Sæl,
Mjög sniðugt og fróðlegt blogg hjá þér:) Mig langar að spyrja þig að einu, ég á 10 mánaða tík, sem ég er nýbúin að fá og þar sem þetta er fyrsti hundurinn minn veit ég ekki mikið um þetta. Hún er voða góð, er að taka hana í gegn með að labba í taumi en aðalvandamálið er þegar hún er í bílnum. Hún er í skottinu og er alveg snarvitlaus, vælir, geltir, gólar og gerir einhver óþolandi hátíðnihljóð. Getur ekki verið kyrr og er bara hundleiðinleg. Hvernig í ósköpunum get ég látið hana hætta þessu? Er betra að hafa hana í búri í skottinu?
Bestu þakkir, á pottþétt eftir að kíkja hérna oftar,
kv.Þórdís
Þórdís (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 11:28
ég er nú ekki alveg sammála því að hundar nái ekki að slappa af í bíl, mínir hundar sofa eins og steinar þegar þeir eru í bíl og líka ef ég skil þá eftir í bílnum, einn þeirra t.d. er mjög órólegur einn heima en alveg eins og engill í bílnum, ætli þetta sé ekki einstaklingsbundið eins og svo margt annað, en flott síða hjá þér, góður og mikll fróðleikur
EJ (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 00:57
Hæ EJ.
Jú kannski er ég ekki nó of dugleg til að taka fram að það er auðvita munum á öllum hundum. Fínt að þinir sova gott í bílnum.
En að hann er órólegur einn heima en ekki í bílnum, þýðir bara að þú þarft aðeins að æfa aftur að vera einn heima eins og gert er með hvolpa. Því ef hann er rólegur einn í bíl þá ætti hann að geta verið rólegur heima lika. Þyrfti bara að fín pússa það ef þú skilur.
Getur prufað ef þú vil að "láta eins og hann er hvolpur" og byrja æfa að vera einn heima aftur. Byrja stutt. td bara fara ut með ruslið..
Semsagt fara út án þess að segja orð og koma strax inn aftur án þess að segja orð.. ef það gékk vel þá lengja það sem þú ert burtu aðeins. Reyna að ekki horfa á hann heldur eða hrósa bara þetta er partur af þinni rútinu. þá róast hann.
Það er stundum sem maður þarf að fara tilbaka til hvolpa æfingar til að fínpússa æfingar og þessháttar og ágætt að taka eina fríhelgi í að æfa þetta.
Getur verið að hann slappar af betur heima eftir þetta.
eða hvað heldur þú?
Kveðja
Heiðrún.
Heiðrún Klara Johansen, 17.7.2008 kl. 09:40
Ég hef oft allt að tvo hunda í bílnum í senn - allan daginn og jafnvel lengur. Hundarnir sofa þar í búrinu sínu, alveg rólegir og án streitu. Ég fer oft á dag út með hundana í viðrun og þeir eru mjög afslappaðir og yfirvegaðir.
Ég hef þessa reynslu af mörgum hundum og sannleikurinn er sá að hundurinn er stressaðri yfir að þú "sért að heiman og frá honum" en ef "hann er með þér og passar bílinn".
Sé hundurinn í bílnum líður honum satt að segja betur en ef þú "skilur hann eftir heima". Hann er með þér og hefur hlutverk, þú sinnir honum betur.
Auk þess myndi ég aldrei "deala" við einhvern um að fara út með mína hunda - ég geri það sjálfur og hef þannig fulla stjórn á því hvernig komið er fram við þá.
Að endingu, já: Voffaborg fær topp meðmæli.
Og gleðilegt ár vinkona
Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning