Leita í fréttum mbl.is

Hundaáhugafólk - Lesið þetta!

 Ég vil fá að setja þessa auglýsingu hér til þess að hjálpa þessari tík að finna nýtt heimili, ég þekki til hennar og vill gjarnan að hún fái gott nýtt heimili.

Þið sem viljið hjálpa okkur að finna gott heimili - endilega sendið á facebook eða látið fólk vita af þessu.

Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við þau gegnum þessa slóð

 

 Kveðja

Heiðrún

 

 

 

Gefsins 1 árs border collie tík

Perla er yndislegur hundur sem ofur fljót að læra. Það er hægt að kenna henni allt. Núna kann hún t.d. að sitja, liggja, heilsa, bíða, rúlla, gefa five og high five, hoppa í gegnum húllahring og svarar innkalli. Hundaþjálfarar telja hana bráðgáfaða og segja hana mikið efni í smala- eða björgunarhund. Hún er mjög stjórnsöm og þarfnast sterks leiðtoga. Það er það sem við getum ekki gefið henni plús það að hún þarfnast meiri hreyfingar og þjálfunar en við ráðum við. Þetta tekur okkur mjög sárt en sjáum ekki fram á að geta veitt henni það sem hún þarf.

Perla er rosalega hrædd við karlmenn og leggur fæð á þá. Hún getur verið mjög nærgöngul við þá og geltir reiðilega að þeim og setur upp kamb. Við höfum farið með hana til hundaþjálfa sem telja að við séum ekki nægilega sterkir leiðtogar fyrir hana ásamt því að geta ekki veitt henni þá þjálfun og hreyfingu sem þarf. Þeir segja hana samt rosalegan efnilegan hund fyrir réttan eiganda. Hún þarf mjög nákvæmt uppeldi en er fín áskorun fyrir einhvern sem hefur áhuga á efnilegum vinnuhundi.

Hún er vön börnum, köttum og elskar bolta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er m.a. hægt að lesa um hvað hún var góð þegar einn þjálfari passaði hana í viku í vor.

http://hundasport.is/elias/category/perla/

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 00:10

2 identicon

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 00:15

3 Smámynd: Gremlins

Sæl og blessuð og þakka þér fyrir frábært blogg svo ekki sé meira sagt.

 búinn að lesa allt bloggið þitt og lært helling :)

en hef samt smá spurningar svona ef að þú ert til í að svara þeim?

 ég er með blendingshund (border collie, labrador, pulsuhund) sem ég tók svoldið snemma (5 vikna) hann er núna 8 vikna, ég hef aðallega 2 vandamál með hann hann er gjarn á að bíta, veit vel að hvolpar bíta mikið, en hann er sérstaklega æstur í lappir og fætur, á það líka til að stökkva á andlit á yngsta fjölskyldumeðliminum. hann er svona að mestu búinn að læra NEI þó hann sé ekki alltaf til í að hlýða því, en það virðist bara duga skammt, hann fær alltaf á sig nei er hann bítur og honum ýtt frá en hann hættir því samt ekki, spurningin er semsagt er þetta eitthvað sem eldist af honum eða þarf ég að hafa áhyggjur af þessu og fara skilvirkara í að kenna honum að gera þetta ekki?

 önnur spurningin er svo geltið, hann á það til að gelta svoldið,  hann hættir samt  við ákveðið ÞEGIÐU en það byrjar svo aftur, þetta kemur helst er hann er æstur og þegar kötturinn er að stríða honum þetta með sítrónusafann sem þú skrifaðir um einhvern tímann prófaði ég til að kenna honum NEI og virkaði það að mestu, en get ég fært það á geltið? ég get ekki verið tilbúinn með brúsann alltaf þar sem ég veit aldrei hvenær hann geltir og ef að það kemur þá kæmi það alltaf svoldið á eftir geltinu svo veit ekki hvort hann tengdi það saman? svo sá ég í linknum frá veraldarálfinum hér fyrir ofan að sá þjálfari rífur alltaf í hnakkadrambið á honum er hann geltir mér er meinilla við að gera það þó það komi fyrir að ég refsi þannig, svona ef hann er eitthvað þrjóskur að hlýða neiinu mínu og ég latur

Og svona til að bæta einni aukaspurningu við þetta, ég er búinn að vera heima við með honum síðan hann kom en núna þarf ég að fara að vinna aftur, er hann of ungur til að vera heima allan daginn? hann á heldur td ekki þvagi lengi svo það á allt eftir að vera útmigið jafnvel skitið þegar ég kem heim, lagast það ef ég set hann í búr yfir daginn eða mun hann míga i það?

Fyrirfram þakkir 

Gremlins :) oddur

Gremlins, 25.8.2009 kl. 23:37

4 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

Ofsalega er það gaman að fá að heyra frá fólki sem hefur lesið alt bloggið og haft not fyrir því.

En ég skal reyna svara spurningum þínum. En ég þarf að taka fram að þú fékkst hund of snemma. Það getur fylgt honum alla ævi að hafa verið tekin of snemma, því miður.  Hann missti af heilum 3 vikum sem mamman átti eftir að siða hann til, svo margt kann hann ekki sem við teljum eðlilegt þegar við fáum hvolpinn við 8-9 vikna.  Hvort hann nær að læra er ég ekki viss um. En það kemur bara í ljós.

Það sem ég skrifa í blogginu er svona almennt. En svo þarf að skoða einstaklinginn, hver hundur er með sinn persónuleika og geta svona smá vandamál stafa að td stressi, hræðslu, gleði, "hami" og þar eftir götum. 
Til þess að takast á við eitthvað sem hverfur ekki með almenninum leiðbeiningum er gott að fá í heimsókn hundaþjálfara sem er vanur að sjá afhverju hundurinn gerir eins og hann gerir, og þá er hægt að finna lausn.  Td ef hann geltir af hræðslu, þá er als ekki gott að NEI:ja það eða refsa á annan hátt, þá ertu að refsa að hann sé hræddur. 

 Ef þú ert óviss um afhverju hann gerir það sem þú spurðir um máttu endilega hafa samband á mail,  nala7979@hotmail.com og pantað mig í heimsókn. 

Annars núna held ég bara áfram að tala almennt um ráð fyrir spurningum þínum. 

Bítið í lappir.
Þegar hann er enn svona ungur þá er þetta sennilega bara leikur, og hans leið að tjá sig. Hefði hann verið hjá mömmu og systkinum lengur þá hefði hann lært þar að hvenær leikurinn er orðin of mikill. Systkininn læra hvor öðru það, með þvi að væla þegar bróðir beit of fast og hætta leiknum.
það sem þið getið gert er  að væla ef hann gengur of langt með að bíta, eða ef hann bítur í lappir að reyna hunsa það og hann. Ef það gengur ekki þá taka hann burtu þannig að hann fattar það ekki sem "leik og athygli" þegar þú tekur hann burt.
Svo er bara að taka þroskan á þetta og bíða og sjá hvort þetta hverfur ekki innan við mánuð núna.

Svo er það geltið.  og þá þarf að skoða afhverju er hann að gelta.  Ef hann er að gelta í leik, myndi ég bara leyfa honum að gelta, því hann er að prufa sig áfram í heiminum og ef þið NEi;ið leik geltið eru þið möguleika að nei;ja leikinn hjá honum. Og hundar sem fá ekki svigrúm í að leika...  já hugsum okkur bara börn sem fá ekki að leika og prufa sig áfram með því að leika... við getum alveg ímyndað okkur hvernig þau verða sem fullorðin. Allavegana enginn gleði þar á bæ.

Minn hvolpur geltir í leik við dót og mér finnst það alt í lagi.  En ef hún gelti þegar hún heyrir hund í sjónvarpinu þá sussa ég á það.
Gelt til að vara við eða á eitthvern þar sem hundurinn er að töffa sig getið þið sagt nei við.
Geltið með leik hverfur sennilega með aldrinum.

 Annas er dæmi um að það virkar að nota sitrónusafan á gelt, en það er frekar þegar þið búist við svakalega miklu gelti við vissar aðstæður. td kringum ókunnuga hunda.

Svo ertu með ungan hvolp og passið ykkur á að taka ekki burtu gleðina hans. Passið ykkur á að hafa fáar auðveldar reglur sem þið fylgið eftir og leyfið honum að vera hvolpur og kanna ýmsa hluti. Verið ekki að segja NEi við ÖLLU sem honum dettur í hug að gera.. en það er gott að hafa það á eitthverju þannig að hann lærir reglur.  og einnig lærir hvenær hann gékk of langt.
Verið dugleg að leika við hann, en um leið og leikurinn er orðin of mikill er bara að hætta og labba í burtu. hann fattar það. Svo þegar hann er orðin rólegur strax á eftir þá kalla hann til ykkar til að halda áfram að leika.

Ef þíð eruð ekki vel með það að taka í hnakkan á hundum þegar þeir eru óþekkir er það ekki leið fyrir ykkur. Enginn hundaeigandi getur gert það sem hann  "vill ekki" því ef hann er að reyna eitthvað sem hann sjálfur er ósammála um, mun hann gera það rangt.
En bara svona til að hafa það auðvelt, þurfið þið ekki að taka í hvolpinn svona næstu mánuði  - bara verðlauna góða hegðun og hunsa slæma. Það er alveg nó.  Ef það er ekki nó, skrifaðu aftur til mín og við finnum leið út frá hegðunar mynstri þá.

svo er þetta með að vera einn heima.  Hann ætti að fara byrja vera eitthvað einn heima, kannski ekki 8 tímana strax en byrjaði "strax í dag" að venja á búr og fara að heiman í stutta stund.  fyrst bara 1 min og svo koll af kolli, hálftími og eftir 2 daga fara og vera burtu 3 tima eða svo.   Mikð búr venja núna oft á dag.   Getur farið yfir færsluna sem ég tek fyrir að venja á búr- ert væntanlega búin að lesa hana

Það getur verið að hann mígur í búrið í fyrstu en það var þá bara slys og ekkert að stressa sig yfir. Það hverfur þegar hann er farinn að vera vanur að sofa þarna inni.

Gangi ykkur ofsalega vel Oddur og  látið mig vita hvernig gengur. það er athyglisvert fyrir mig sem er að læra hundasálfræðina hvernig þessi hvolpur er að virka sem var tekin svona snemma.

kær kveðja
Heiðrún

Heiðrún Klara Johansen, 26.8.2009 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sextán?
Nota HTML-ham

Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband