Miðvikudagur, 26. ágúst 2009
Verðlauna góða hegðun og hunsa slæma!
Ef þið fylgið þessu sem stendur í yfirskriftinni, þegar þið eruð að ala upp hund þá getið þið ekki klikkað á því að fá frábæran hund.
Ég ætla að reyna útskýra þetta nánar.
Hundur sem fá mikið hrós og athygli, leik við eigandann og nammi þegar hann gerir eitthvað jákvætt, venst því. Hann lærir að tjá sig gegnum að gera eitthvað sem hann veit að hann fær gott fyrir. Hann lærir að haga sér vel til að fá það sem hann vill.
Svo ef hann gerir eitthvað slæmt þá væntir hann að fá eitthvað gott fyrir eins og alltaf, en þá fékk hann "ekkert" frá okkur, þá tekur hann alveg eftir því og velur að gera ekki þetta oftar því það "borgaði sig ekki"
Þetta er að mínu mati undistaða hundauppeldis.
Hundar vilja tjá sig við okkur, þeir geta ekki talað eins og við og þessvegna notast þeir við tjáningu af líkama og gera ýmsa hluti til að sjá viðbrögð.
Það er okkar verk strax og við fáum hundinn að setja saman "tungumál" sem við notum til að hundurinn skilur okkur og við hundinn.
Til þess að skilja hvernig hundar hugsa, er gott td að lesa ALLAR færslur hér og lesa alt sem þið komist yfir um hundasálfræði.
Eitt dæmi; ég hef ekki póstað færslu hér mjög lengi. ég hef bara verið að sinna öðru og ekki nennt setjast niður að skrifa eitthvað þótt ég oft fékk góðar hugmyndir yfir færslu. En það bara gerðist ekki að ég kom þeim hingað inn.
Í dag þegar ég vaknaði sá ég komment á fyrri færslu, þar sem hann Oddur skrifaði að hann hafði lesið allar færslurnar í þessu bloggi og að það hafði hjálpað honum alveg ótrúlega mikið.
- ÉG FÉKK HRóS!!!
og hvað gerðist?
Jú ég fór strax að pósta færslu hér inn.
Semsagt verðlauna góða hegðun, gerir að verkum að þessi hegðun styrkist.
Get gefið ykkur dæmi sem er oft klikkað á að verðlauna góða hegðun hjá hundi.
Hundurinn er búin að vera í hami af leik og frekar uppáþrengjandi og vill svo mikið fá athygli og leik að þið eru að verða alveg vitlaus á honum og viljið smá frið. Svo kemur að þvi að hundurinn gefst upp og leggst við fætur þínar og fer að sofa. Og hvað er það? Jú, það er góð hegðun, hegðun sem þið viljið styrkja að hann bara liggur rólegur og sefur eða slappar af. og hvað á þá að gera? Jú, þá á að verðlauna góða hegðun. Og það er gott að verðlauna miðað við æsing. Semsagt í þessu tilfelli myndi ég beygja mig niður tala rólega og klappa hundinum rólega og strjúka og segja duglegur og gera þetta í smá stund og svo hætta. Ef hundurinn æsist allur upp við þetta þá er það slæm hegðun og hvað á að gera? Jú, hunsa. Hætta að klappa og hunsa þangað til hann er aftur rólegur og þá aftur klappa og tala rólega.
Eftir nokkur þannig atvik, lærir hann að vera rólegur líka.
wollaa...
pointið er að vera dugleg að kommenta, þá koma fleiri færslur.
Duuuuugleg er alveg nó líka ef þið hafið ekki meira að segja
Með þessu segi ég takk fyrir mig að sinni og set mynd af fallegu Lunu minni, sem er orðinn 4 mánaða gömul. :)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Kæri Tómas Oddur - varðandi að hunsa hundareglur
- Hvolpar og hátíðarnar
- Skulum ekki banna fleiri hundategundir...
- hundaþjálfara nám.
- Hversu oft á viku æfiru hundinn?
- Sumir lausagöngu hundar kunna ekki að lesa....
- Spurning frá lesanda. - Sveitahundar
- Páska æfingar
- Innkall
- Fyrsti hvolpurinn/ einkatími
- Taumganga.
- Hundar þurfa að hafa garð?
- Hvernig hundaþjálfari viltu vera?
- Spurningar frá ykkur
- Þeir vilja banna hundahald á Akranesi! (??)
Eldri færslur
- Júní 2012
- Desember 2011
- Ágúst 2011
- Janúar 2011
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Spurning vikunar
Tenglar
Námskeið
- Taumganga stutt námskeið til að læra taumgöngu og ná sambandi við hundinn úti
- Fyrsti hvolpurinn/einkatími hægt er að panta mig í heimsókn til að fræðast um hvolpinn.
- Innkall Auðveldar æfingar til að bæta innkallið.
Athugasemdir
Duuuuugleg stelpa <3
Iris (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 10:07
Mikið ertu klár frænka:)
Katrín (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 10:44
Hæ
Mig langaði til að segja þér hversu frábært blog þetta er og hvað ég vona heitt og innilega að þú haldir áfram að setja inn góðar færslur:)
Ég er að fá hvolp í næstu viku, þá verður hann8 vikna(schafer) og er búin að lesa örugglega allt sem ég hef fundið til að vera sem best undirbúin:)..
Takk fyrir mig!
p.s. Ég er með eina spurningu í sambandi við að toga ekki í bandið.. er það í lagi að gera kröfur til hvolpsins strax og maður byrjar að fara með hann í taumgöngu að hann megi ekki toga í bandið..
það er nefnilega soldið að flækjast fyrir mér, hversu miklar kröfur á maður að gera?
og annað þú talar um að allir hundar séu hlíðnir úti í garði því þar sé engin truflun... á maður þá að byrja að kenna nýtt kommandó strax þar sem er truflun eða fyrst í róleg heitum og svo þar sem er truflun??
Vona að þú skiljir e-ð hvert ég er að fara með þettta:)
Ingunn (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 13:56
Sæl Ingunn
Takk fyrir frábært hrós :)
ég myndi bara fyrst um sinn stoppa að labba í hvert skipti sem hann togar í bandið. Gott er að hafa beisli fyrst, í stað þess að hafa tauminn í ólinni.
varðandi kröfur, þá finnur fljótlega hvað hægt er að gera miklar kröfur, það fer alveg eftir persónuleika, þegar hvolpurinn er komin í hús þegar hann er orðin 10 - 11 - 12 vikna ferðu að sjá meira kringum það og þá geturu pantað mig í heimsókn ef þú ert ekki viss um framhaldið.
Endilega ef þú mögulega getur, þá væri frábært fyrir hundinn ef hann getur verið fram að 9 vikna aldri hjá mömmunni. Þroskast aðeins meira. Það er mikið umdeilt hvort þeir eiga ekki að vera eldri þegar þeir fara frá mömmu.
það er hægt að taka æfingar án truflun og með, bara gera bæði :) og fyrstu tvo mánuðina þarf ekki truflunin að vera stór, bara nó að taka æfingu á labbitúrnum - ekki krefjast þess að hlýða skipun þegar hann sér aðra hunda svona fyrstu mánuðina, en það er hægt að prufa sig hægt og rólega áfram.
Hafa þetta svona létt og mikla gleði í æfingum.
gangi þér vel Ingunn:)
Heiðrún Klara Johansen, 26.8.2009 kl. 20:04
Sæl!
Hef fylgst með þessu bloggi síðan sl. vetur þegar við ákváðum að fá okkur hund :) Fengum svo labrador retriever hvolp í byrjun júní í sumar og erum alsæl.
Mér finnst þetta blogg svo fróðlegt og skemmtilegt, og það hefur hjálpað okkur mikið við uppeldið á honum......TAKK ;) Þú ert mjög dugleg, og viltu halda áfram að leiða okkur hundaeigendur áfram til góðra verka? :)
Nú er minn orðinn tæplega 5 mánaða og er duglegur í göngutúrum og algjör ljúflingur. Hann reyndar togar heil ósköp í ólina, ég er nýbúin að leggja beigslinu og er að venja hann við tauminn í hálsól. Finnst það ganga ágætlega og nota ráðin sem hér eru. Þolinmæðin er góð vinkona mín í þessu, ég stoppa þegar hann byrjar og þá hægir hann sig alveg niður og þá held ég áfram. Er í lagi að segja bara "gjörðu svo vel" þegar ég losa um tauminn (er með svona útdraganlegt handfang) og hann "má" hlaupa að vild? Það geri ég td. þegar við komum á góð grassvæði og þh. Svo þegar við nálgumst stíginn eða þrengri staði stytti ég í aftur.
Annað: Hann er voðalega spenntur fyrir öllum þeim sem við mætum og ég þarf að stoppa og halda í hann svo hann hálf vaði ekki í fólkið. Hvað er besta ráðið við þessu?
Aftur, takk fyrir mig
Halla (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 13:39
Hæhæ aftur:)
Jæja núna er ég búin að hafa hvolpinn í rúma viku.. (schafer hvolpinn, sem er þá núna orðinn 9 vikna) Hann er rosa duglegur og góður, búinn að húsvenja hann að mestu.. Byrjuð að kenna honum "sestu" og að vera í búri og svo framv.
En eitt stórt vandamál... Hann tekur annað slagið svona prufu á mér og okkur á heimilinu... að bíta, gelta og urra..... ég hef prófað að hunsa hann, segja nei, slá á trínið, urra á hann eins og hundur og núna í dag prófaði ég að setja hann fram í anddyri í "skammarkrókinn".. En ekkert virkar...
ég er eiginlega ráðalaus, því allra síst vil ég að hundurinn komist upp með þessa hegðun en ég vil ekki þurfa að stoppa þetta með einhverju ofsa valdi.. Ert þú með einhver góð ráð:S?
Hann er líka greinilega alveg hræddur þegar ég skamma hann, því hann pissaði 2x inni við það að vera sendur í skammarkrókinn á innan við klukkutíma(sem er ekki eðlilegt fyrir hann) ... svo að ég finn að þetta er ekki rétta leiðin.. Vil bara alls ekki að hann vaði yfir mig...
með fyrirfram þökk,
Ingunn
Ingunn (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 21:49
Sæl Halla
Það er ofsalega erfitt að æfa að toga ekki í flexi taumi þar sem þeir fá að toga til að komast lengra.
En það er bara að vera hörð og hafa það virkilega ekki í boði að vera með æsing í bandinu, bara stoppa og eða bakka og verðlauna rólegheitinn með því að halda áfram.
Það ætti ekki að þurfa að hafa orð til að halda áfram að mínu mati. Bara um leið og bandið slaknar þá halda áfram.
Ég er lika með hvolp sem veður í fólk þegar við mætumst og ef hún fer framfyrir mig og næstum fellur mig íki ég það til að það verði svona half óþægilegt fyrir hana að kipast svona í bandinu, og er einmit að athuga hvort það sé að virka.
Held samt að þetta er að mestu hvolpa stælar sem fara af þeim þegar þeir fá aldrei að heilsa þessu fólki sem fer framhjá.
Svo skulum bara athuga hvað gerist.
Kveðja
Heiðrún
Heiðrún Klara Johansen, 10.9.2009 kl. 22:29
Sæl Ingunn
Veistu að ég held að þetta er bara pjúra leikur í honum. Hann er að reyna fá þig í leik. Svo næst þegar hann er að þessu.. taktu smá dót.. svona til að tosa í og farðu að leika.
Láttu mig svo vita ef þetta var ekki málið... þá skoðum við annað.
Kveðja
Heiðrún
Heiðrún Klara Johansen, 10.9.2009 kl. 22:32
Sæl Heiðrún!
Kærar þakkir fyrir þessar ráðleggingar. Ætla að gera eins og þú lýsir með bandið, og þegar við mætum fólki þá mun ég prufa það sem þú ert að reyna með þína skottu
Besta kv,
Halla.Halla (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 09:17
Mikið er ég ánægð að hitta á þetta plog hér. Ég er með níu vikna hvolp en fékk hana 7 vikna, því eigandi móðurinnar var alveg búin á því að vera með hvolpana svo hún lét hvolpana frá sér fyrr. En ég sé að fleirri eru í sömu vandræðum og ég með glefsið,urrið. Ég var að leita af upplisýngum um þessa hegðun og lenti á þessu bloggi. því ég er ekki sátt við þessa hegðun heldur. Hún lætur meira að segja svona þó hún sé búin að hlaupa út í garði. Við öll reynum að hunsa hana og láta hana fá nagbeinið og hún er bara ofvirk.
Bestu kveðjur
Hanna Kata
Jóhanna Katrín Bender (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 12:21
Gaman að heyra frá þér Hanna.
Það er algjör sorg að heyra af hvolpum sem fara frá móður sinni fyrir 8 vikna aldur. Þessi vika sem hún misti af skiptir heil miklu máli.
Ef þú nærð henni ekki góðri fljótlega geturu hóað í mig og pantað mig í heimsókn. Þá getum við séð betur hvað hægt er að gera, bara endilega ekki bíða of lengi, það er alltaf auðveldara að koma í veg fyrir hegðun en að þurfa að laga.
kv. Heiðrún
Heiðrún Klara Johansen, 20.11.2009 kl. 20:25
Sæl Heiðrún
Hún Aþena mín hlíðir mér meira nú en hún gerði en er enn ovirk og þetta glefs í henni við fötin okkar og að gegna ekki þegar maður segir nei og sonur minn sem er 13 ára er ekki alveg ánægður með hana því hún heldur áfram þó sagt sé nei við hana. Vinkona mín kom með móður hennar í heimsókn því ég ætlaði að láta vinkonu mína sjá hvernig hún lætur en þá var Aþena bara með mömmi sinni og þegar móðir hennar var orðin leið á henni þá sá ég að hún urraði á hana eða hunsaði hana. En hún var aldrei dugleg með hvolpana sína þegar þeir voru hjá henni. Ég hef prufað að láta hana í búrið sitt og læt hana væla þar smá stund og þegar hún er orðin stillt þá opna ég og eftir það er hún mjög góð. En ég veit að þetta er ekki góð hegðun og ég vona að ég geti látið hana Aþenu hætta þessu. Ég bý nú rétt fyrir utan selfoss og er með stórann og góðan garð, svo hún getur haft það notalegt og hlupið úti í garði. En ég hef verið að lesa mig um hvolpa og í einni bók var sagt að maður yrði að finna hvor tegundinni er hún lík og þá get ég fundið út skapgerð þessara tíkar. Því hún Aþena mín er blendingur svona bland í poka en ofboðslega falleg en mjög akresive.
Hvað kostar að fá þig í heimsókn ?
kæra Heiðrún.
Bestu kveðjur Hanna Kata
Jóhanna katrín Bender (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 21:23
Sæl Hanna Kata.
Þetta hljómar athyglisvert.
Sendu mér póst á heidrunk (hjá) talnet.is
Heiðrún Klara Johansen, 26.11.2009 kl. 13:57
Hæ hæ
málið er það að við vorum að kaupa okkur hvolp af ræktanda,hún er 5 mánaða og ég hef bara alveg ferlegar áhyggjur,hún er engan vegin húsvön hún pissar og kúkar inni og gegnir ekki nafni,hleipur frá manni þegar maður ætlar að reina að tala við hana eða reina að nálgast hana,hún er hreinræktuð malteser tík og ég keypti hana af kennel(ræktanda)Hún vill helst sofa allan sólarhringinn.er þetta eðlilegt?hún sýnir yfirhöfuð enga gleði eða kæti.
Unnur Jónsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 22:12
Sæl Unnur.
Já, það getur verið margar ástæður fyrir því að hún sé svona passiv og virðast ekki vilja gera neitt. ég þyrfti eginlega bara að sjá hana til að geta metið hver ástæðan sé.
þú getur haft samband við mig á pósti. nala7979@hotmail.com
kv. Heiðrún
Heiðrún Klara Johansen, 28.4.2010 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning