Sunnudagur, 8. nóvember 2009
þegar innkallið virkar ekki lengur....
Segjum sem svo að þið hafið gert allt rétt frá fyrsta degi varðandi innkallið.
Þið hafið;
- frá fyrsta degi alltaf hrósað og verðlaunað með nammi þegar þið kallið á hundinn
- þegar hann er í leik þá hafið þið kallað oft og leyft honum að fara aftur að leika eftir að hafa fengið hrós og nammi, svo hann læri ekki að innkall þýðir að þið séuð að fara heim.
- þið hafið látið ykkur hverfa þegar hundurinn fór langt frá ykkur, og hann þurft að "leita" af ykkur þegar hann fattar að þið voruð horfin.
Inkallið hefur semsagt verið að virka vel, en svo alt í einu er hundurinn hættur að hlíða, því hann er farinn að fatta þegar þið eruð að reyna ná honum til þess að fara heim. Þið sjáið á honum að hann vill ekki heim og hann heyrði allveg innkallið en valdi að koma ekki.
Þá byrjar stig tvö í innkalli.
Núna þurfum við að finna hvað virkar á hvern hund. Markmiðið er að hann á aldrei að vita hvenær ballið er búið og við erum að fara heim.
Við reynum núna að gera okkur það spennandi að þeir standast ekki freistinguna á því að koma til okkar.
Hundar sem hafa gaman af boltum:
- Við getum notað boltan sem lokk tæki, semsagt við köstum ekki boltanum fyrr en við höfum fyrst náð hundinum, við tökum í ólina og hrósum og klöppum og svo köstum við boltanum. Þannig venst hann því að ekki þarf óttast þegar við tökum í ólina. Það er partur af leiknum. Svo förum við heim bara svona alt í einu eftir að hafa tekið í ólina mörgum sinnum áður.
- Ef hann er virkilega ekki að láta ná sér fyrst um sinn er hægt að snúa sér frá hundinum, beygja sig niður og virðast voða upptekin í eitthverju á jörðinni fyrir framan ykkur, hafa boltan þar og gjarnan einn nammi bita við hann. Þegar hundurinn verður forvitinn og kemur að ykkur þá fær hann nammi og þið kastið. Þótt þið náðu ekki að taka í ólina, þá er þetta gert fyrst svo gerið þið þetta nokkrum sinnum, þangað til hann ekki lengur óttast að koma alveg uppað, þá getið þið farið að klappa honum, þegar það gengur vel byrjuð þið að klappa þannig að þið takið í ólina líka.
Hundar sem eru æstir í nammi:
- Hægt er að notast við sömu hugmyndafræði og að ofan nema að gefa nammi þegar hann kemur til ykkar, en ekki gefa nammið fyrr en þið hafið náð honum og tekið í ólina.
Munum svo eftir að breyta til þegar við ætlum heim, hugsum um hvernig við stöndum, gerum og erum þegar við ætlum að fara taka hundinn í band, og reynum að láta hann ekki sjá rútínu hjá okkur sem þeir byrja þekka sem "nú er ballið búið".
Sjáumst á hundasvæðinu
Kveðja
Heiðrún
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- Kæri Tómas Oddur - varðandi að hunsa hundareglur
- Hvolpar og hátíðarnar
- Skulum ekki banna fleiri hundategundir...
- hundaþjálfara nám.
- Hversu oft á viku æfiru hundinn?
- Sumir lausagöngu hundar kunna ekki að lesa....
- Spurning frá lesanda. - Sveitahundar
- Páska æfingar
- Innkall
- Fyrsti hvolpurinn/ einkatími
- Taumganga.
- Hundar þurfa að hafa garð?
- Hvernig hundaþjálfari viltu vera?
- Spurningar frá ykkur
- Þeir vilja banna hundahald á Akranesi! (??)
Eldri færslur
- Júní 2012
- Desember 2011
- Ágúst 2011
- Janúar 2011
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Febrúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Spurning vikunar
Tenglar
Námskeið
- Taumganga stutt námskeið til að læra taumgöngu og ná sambandi við hundinn úti
- Fyrsti hvolpurinn/einkatími hægt er að panta mig í heimsókn til að fræðast um hvolpinn.
- Innkall Auðveldar æfingar til að bæta innkallið.
Athugasemdir
Hæhæ
Langaði að kasta á þig spurningu..
Gelt.
ég á 5 mánaða hvolp sem er yndislegur.. hann er svo hlýðinn og góður, við erum saman á hundanámskeiði og það gengur alveg vonum framar!
En þegar við erum að leika og ég ákveð að hætta.. þá geltir hann oft á mig.. eða ef hann þarf að fara út að pissa eða kúka þá lætur hann vita með gelti, ég veit það er frábært að hann láti vita.. en ég reyni að hunsa geltið og fer ekki með hann út fyrr en hann róast ... en stundum reyndar virkar ekki að hunsa og það er mjög erfitt að hunsa 5 mánaða schafer hvolp(já gleymdi að segja að hann er schafer) ef það eru til dæmis gestir í heimsókn eða eitthvað.. þá hef ég klipið í kinnina á honum og sagt nei mjög dimmraddað og ákveðið þangað til hann hættir(sem er oft ekki strax) og þá tek ég ég jafnvel upp á því að setja hann í "time out" og læt hann róa sig inni í forstofu og svo fær hann að koma fram þegar hann er rólegur...
Ég er samt ekki að sjá neinn árangur.. því þó hann geri þetta ekki oft, hann geltir til dæmis aldrei í göngutúr eða á bíla eða neitt.. bara svona "halló ég vil athygli" gelt.. og ég var að spá hvort þú værir með einhver ráð til að laga það öðruvísi en með hunsi ?? því það er alls ekki að virka.. nema ég sé að gera það eitthvað rangt..
(ég sem sagt horfi ekki á hann og geri bara mína hluti þótt hann standi eða sitji og gelti á mig.. þangað til han hefur verið hljóður í smá stund og þá veit ég honum athygli)..
vonandi skiluru þessa langloku mína og ert með góð ráð:)
með fyrirfram þökk,
Ingunn
Ingunn (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 15:36
Vil bara þakka þér fyrir þetta blogg. Erum að fá hvolp og þetta hefur nú þegar gefið mér svo mikla innsýn í það sem við þurfum að gera og enn mikilvægara það sem við megum ekki gera. Held að við hefðum eflaust skammað of mikið ef ég hefði ekki lesið skrifin þín. Endilega haltu áfram að blogga.....
Sólrún (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 09:04
Sæl Sólrún.
Gaman að fá póst frá þér :D
ég er einmitt að læra enn meira þessa dagana og þá mun ég skrifa meira eftir það
Gleðilega hátíð
Heiðrún Klara Johansen, 22.12.2009 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning