Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Verðlauna góða hegðun og hunsa slæma!

Ef þið fylgið þessu sem stendur í yfirskriftinni, þegar þið eruð að ala upp hund þá getið þið ekki klikkað á því að fá frábæran hund.
Ég ætla að reyna útskýra þetta nánar.

Hundur sem fá mikið hrós og athygli, leik við eigandann og nammi þegar hann gerir eitthvað jákvætt, venst því.  Hann lærir að tjá sig gegnum að gera eitthvað sem hann veit að hann fær gott fyrir. Hann lærir að haga sér vel til að fá það sem hann vill.
Svo ef hann gerir eitthvað slæmt þá væntir hann að fá eitthvað gott fyrir eins og alltaf, en þá fékk hann "ekkert" frá okkur, þá tekur hann alveg eftir því og velur að gera ekki þetta oftar því það "borgaði sig ekki"

Þetta er að mínu mati undistaða hundauppeldis. 

Hundar vilja tjá sig við okkur, þeir geta ekki talað eins og við og þessvegna notast þeir við tjáningu af líkama og gera ýmsa hluti til að sjá viðbrögð. 

Það er okkar verk strax og við fáum hundinn að setja saman "tungumál" sem við notum til að hundurinn skilur okkur og við hundinn.

Til þess að skilja hvernig hundar hugsa, er gott td að lesa ALLAR færslur hér og lesa alt sem þið komist yfir um hundasálfræði. 

 

Eitt dæmi;  ég hef ekki póstað færslu hér mjög lengi.  ég hef bara verið að sinna öðru og ekki nennt setjast niður að skrifa eitthvað þótt ég oft fékk góðar hugmyndir yfir færslu.  En það bara gerðist ekki að ég kom þeim hingað inn.
 Í dag þegar ég vaknaði sá ég komment á fyrri færslu, þar sem hann Oddur skrifaði að hann hafði lesið allar færslurnar í þessu bloggi og að það hafði hjálpað honum alveg ótrúlega mikið.
 - ÉG FÉKK HRóS!!!
 og hvað gerðist? 

Jú ég fór strax að pósta færslu hér inn.

Semsagt verðlauna góða hegðun, gerir að verkum að þessi hegðun styrkist. 

Get gefið ykkur dæmi sem er oft klikkað á að verðlauna góða hegðun hjá hundi.

Hundurinn er búin að vera í hami af leik og frekar uppáþrengjandi og vill svo mikið fá athygli og leik að þið eru að verða alveg vitlaus á honum og viljið smá frið. Svo kemur að þvi að hundurinn gefst upp og leggst við fætur þínar og fer að sofa. Og hvað er það?  Jú, það er góð hegðun, hegðun sem þið viljið styrkja að hann bara liggur rólegur og sefur eða slappar af.  og hvað á þá að gera? Jú, þá á að verðlauna góða hegðun.  Og það er gott að verðlauna miðað við æsing. Semsagt í þessu tilfelli myndi ég beygja mig niður tala rólega og klappa hundinum rólega og strjúka og segja duglegur og gera þetta í smá stund og svo hætta.   Ef hundurinn æsist allur upp við þetta þá er það slæm hegðun og hvað á að gera? Jú, hunsa.  Hætta að klappa og hunsa þangað til hann er aftur rólegur og þá aftur klappa og tala rólega.

Eftir nokkur þannig atvik, lærir hann að vera rólegur líka.

 

wollaa...


pointið er að vera dugleg  að kommenta, þá koma fleiri færslur.

Duuuuugleg  er alveg nó líka ef þið hafið ekki meira að segjaW00t

 

Með þessu segi ég takk fyrir mig að sinni og set mynd af fallegu Lunu minni, sem er orðinn 4 mánaða gömul. :)dsc00204.jpg


Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband