Leita í fréttum mbl.is

Kæri Tómas Oddur - varðandi að hunsa hundareglur

Þú og hundurinn þinn Freyja voru væntanlega niður í bæ að fagna 17. júní á meðal fjölda annarra Íslendinga í dag. Ég var a leiðinni út með minn hund (ekki niður í bæ samt) þegar ég rakst á fréttina um þig og varð bara að skrifa smá svar áður en ég færi út.

Stutta svarið mitt er: Kæri Tómas Oddur, þú ert ekki að gera okkur hundaeigendum greiða með þessari ákvörðun!

Lengra svarið mitt er: Þar sem ég er hundþjálfari að mennt er markmið mitt að fræða hundaeigendur og efla kunnáttu um hunda og hvernir þeir virka. Þú skrifar að þú þekkir þinn hund mjög vel og að þú hafir alið hana vel upp og treystir henni. Ég vil nota tækifærið og hrósa þér fyrir að þekkja þinn hund vel, það eru ekki allir sem gera það.
Þú segir: „Ég held að ef fólk getur verið með hundana sína á svona hátíðum hafi það góð áhrif á mannlífið. Hundarnir eru skemmtilegir og krakkarnir vilja fá að klappa þeim og svona.“  Já, ég skil hvað þú ert að fara og ég er sammála þér í þessu, en mér fannst vanta að taka tillit til hundsins í þessari grein.
Bannið við að hafa hunda á svona stórum samkomum er til að vernda fólk fyrir hundunum. En mér finnst það ágætt því það verndar hundana fyrir fólkinu í leiðinni.
Það eru ekki margir hundar sem líkar við að ókunnugir komi að þeim til að klappa og hvað þá krakkar sem þeir þekkja ekki. Það er erfitt að passa hundinn stanslaust þegar maður er líka að fylgjast með skemmtiatriðinu. Það getur verið að barn komi aftan að hundinum og klípi í skottið og foreldrar barnsins taka ekki eftir þessu, né eigandi hundsins. Svo er algengt að á svona samkomum sé mikill hávaði og læti og lúðrar pípandi út um allt. Hundar heyra mjög vel, svo svona hávaði er ennþá meira áreiti fyrir hundinn en fyrir okkur.

Þótt hundurinn sé vel upp alinn og þolinmóður og sætti sig við að krakkar komi upp að honum og klappi honum og jafnvel einn og einn klípi í hann allt í einu, þá er er hann einmitt bara það - að sætta sig við þetta.  Ef hundurinn fengi að velja, myndi hann velja að vera í svona aðstæðum? Og þar sem við getum ekki spurt hann, eigum við ekki að taka tillit til hundsins og leyfa honum að sleppa við þetta?

Stress hjá hundum er algengt í svona aðstæðum og oft misskilja hundaeigendur það eða taka ekki eftir því, þar sem merkin eru ekki augljós nema maður viti hvers maður eigi að leita eftir.
Hérna eru nokkrar myndir sem ég fann á netinu sem sýna augljóslega að hundurinn sé stressaður.
 

imagesaaaq.jpg

 

 

imagesfireworks.jpg

 

 

imagesfireworks1.jpg

 

imagessaa.jpg

 

 

imagesaa.jpg

 

Stresseinkenni hunda geta verið meðal annars:
Hrukkur í andlitinu, er órólegur,  pissar á allt og jafnvel á fólk,  verður létt hræddur, flasa um líkamann,  másandi, niðurgangur, hraður púls,  hagar sér illa (riðlast t.d.), „brosandi út að eyrum“.

Ef hundurinn verður stressaður þá myndast stress hormón í líkamanum sem tekur nokkra daga að hverfa, svo eftir stressaðan dag fyrir hundinn er mjög gott að hafa 2-4 daga rólega heima og leyfa honum að sofa mikið.


Sem sagt að hunsa bannið og fara með hundinn á 17. júní fagnað er ekki að gera hundinum neinn greiða og ekki okkur hinum sem viljum fylgja settum reglum til þess að ekki fá stjórnvöld ennþá meira á móti okkur. Við höfum það markmið að fræðast um hunda og virða reglur, þannig getum við vonandi í framtíðinni fengið lausari taum svo að segja.

Með kveðju
Heiðrún Klara Johansen
Hundaþjálfari
www.heidrunklara.is





mbl.is Hundsar hundabannið á 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvolpar og hátíðarnar

Ný færsla um að fá sér hvolp um jólin er komin á heimasíðuna mína.

http://www.heidrunklara.is/1/post/2011/12/hvolpar-og-htarnar.html

 


Skulum ekki banna fleiri hundategundir...

Skulum frekar banna fleiri hundaeigendur...

Fyrst langar mig að byrja á því að harma það sem gerðist í Reykjanesbæ. Það er alltaf leiðinlegt þegar hundur bítur barn.

En þessi frétt er aðeins öðruvísi en fréttir sem hafa verið undan farið. Hérna virðist ekki sem þetta hafi verið óvart* eins og oftast þegar hundur og barn eiga við sögu. Ef þetta gerðist eins og lýst var í fréttinni, eigandinn réði ekkki við hundinn og hann sleit sig lausan til þess eins og ráðast á stelpurnar og hljóp svo jafnvel eftir þeim og eigandi lét sig bara hverfa??  Þá þýðir það að eigandinn ber fulla ábyrgð á því sem gerðist og á í raun að lóga honum. Eða já það er nú ekki hægt en svona eigendur eiga ekki að vera með hunda.

Eins og Valgerður framkvæmdastjóri Hundaræktunarfélags Íslands tók fram í viðtali við Fréttablaðið þá er stórt vandamál að eigendur sem fá sér hunda til að "verja sig og sitt" og hefur það aukist eftir hrun.
Hún talar um að Rottweiler hundar sem bardagahund en það er algengur miskilningur þeir hafa aldrei verið ræktaðir fyrir bardaga heldur voru þeir ræktaðir sem smalahundar fyrir nautgripi. Ástæðan fyrir  að skottið var tekið af og eyrun klippt
var út af því að nautin voru alltaf að toga í skottið á þeim og bíta á þeim eyrun.
Þeir voru ræktaðir til að verða stórir og þungir til að geta smalað nautum og svo voru þeir nýttir sem dráttarhundar og vinsælt var að slátrarar notuðu þá þar sem þeir voru með ákveðið útlit sem gerði að verkum að þjófar þorðu síðar að stela vagni slátrarans.

Í stað þess að banna fleiri tegundir legg ég fram nokkrar aðrar hugmyndir:

  • að reglur verða hertar varðandi eftirlit á óskráðum hundum í bæjarfélögum. Án þess að ég veit það var þessi hundur líklega ekki með undanþágu á hundasamþykkt semsagt ekki skráður. 
  • að það sé bannað að gefa hunda., þeir verða að kosta minnsta kosti 10þúsund + gjöld sem ræktandi leggur út. Td ormahreinsun og örmerkning. Semsagt að blendingur kosti að lágmarki 10 þús. **
  • að þú þurfi sérstakt leyfi til að halda fleiri en tvo/þrjá hunda. Ef þú ert komin með stærri flokk þá haga hundar sér öðruvísi þegar þeir hitta aðra hunda. Bakka hvern annan upp og verða meiri töffarar.
  • Að taka burtu eða lækka vsk á hundanámskeiðum. Það er ekki sérstaklega hvetjandi að þurfa að borga 30þús fyrir grunnnámskeið og eitt námskeið er ekki nóg til að læra allt sem þarf, það þarf að fara á  framhaldsnámskeið til að ná öllu því helsta. Þessvegna væri mjög gott að geta haft námskeiðin ódýrari.
  • Hafa skýrari reglur um hvað á að kenna á grunnnámskeiði. Námskeiðin sem eru í boði eru mjög mismunandi og fá hundaþjálfarar frjálsar hendur til að kenna það bóklega, eina krafan sem er gerð er að tala um reglur og hundasamþykkt. það þurfa að vera reglur um að fara ýtarlega í td merkjamál hunda og samband milli hunda og barna.
  • Gera hundaþjálfara að viðurkenndum titli þannig að hver sem er sem þykist kunna um hunda megi ekki kalla sig hundaþjálfara. Eða búa til nýtt orð yfir þá sem hafa lært hundaþjálfun. Td hundakennari eða álíka orð.
  • Banna hvolpaframleiðslu fyrirtæki! Það er vel vitað að hvolpar þurfa að fá að alast upp á heimilum alveg frá fæðingu til þess að verða góðir heimilishundar. Það segir sig sjálft að hundur sem fæðist í búri í fyrirtæki með 159 hunda í kringum sig verður ekki eðlilegur og góður heimilishundur. Og þetta á líka við hvolpa sem alast upp í hlöðum útí sveit. Það er góðar líkur á að þeir verði heldur ekki æskilegir heimilishundar.  
  • og þar af leiðandi banna að hægt séð að setja hvolpakaup á raðgreiðslur!! Það verður til þess að fólk getur labbað út með hund án þess að eiga krónu. Td þyrfti að borga lágmarks upphæð út.

* Þegar ég segi óvart þá meina ég að hundurinn hafi verið óöruggur þegar barn kom upp að honum og hann hafi gefið frá sér merki um að koma ekki nálægt. td bakka, sleikja útum, líta undan, geispa, urra eða álíka en barnið hefur ekki séð eða skilið þessi merki og heldur áfram að hundinum til að klappa. Hundinu finnst hann semsagt ekki eiga annara kosta völ en að bíta frá sér til að losna undan þessu áreiti.
Það eru mjög margir hundar hræddir við börn þar sem þeir eru ekki vanir því hvernig börn hegða sér. Það er ábyrgð eiganda  hundsins að lesa þessi merki og passa upp á að ekkert komi fyrir.

** Af hverju að láta hunda kosta pening?  Margir fá sér allt í einu þá hugdettu að fá sér hvolp eftir að hafa séð auglýsingu um gefins hvolp á netinu. Að fá sér hvolp án þess að hafa hugsað sig tvisvar um er sjaldan sniðugt. Ef hundar kosta smá pening þá erum við að sía út helling af fólki.

 

Þetta eru mínar hugleiðingar varðandi þetta. Getur vel verið að ég sé með fleiri en man það ekki í augnablikinu.

Í lokinn vil ég minna á mína nýju heimasíðu  heidrunklara.is

 


hundaþjálfara nám.

þið sem hafið verði að flygjast með þessu bloggi eru eflaust löngu búin að gleyma mér því það er svo langt síðan ég hef bloggað síðast. Ég hef oft verið að hugsa um sniðuga færslu að birta hér, en einhvern veginn hef ég ekki komið henni niður á blað (pikkað í tölvuna). Eflaust þar sem ég átti eld gamla tölvu sem gat bara gert eitt í einu og alt tók langan tíma.

En ég get sagt ykkur fréttir.   Ég er að fara í hundaþjálfara skóla í Svíþjóð. Ég byrja í Júní og mun námið taka 1 ár. Ég fann skóla sem ég þarf bara að fara út 6 sinnum yfir alt árið í stað þess að flestir skólar eru með lengri skólagöngu og fleiri hittinga. Fyrir okkur sem þurfa að ferðast á íslenskri mynt verður það verulega dýrt.

Þegar ég er búin að læra og orðin lærður hundaþjálfari þá hyggst ég byrja að halda námskeið á fullu. Mér hlakkar mjög mikið til.
Þangað til mun vera lítil hreyfing á þessu bloggi þar sem ég ætla að breyta því yfir í heimasíðu.

Þið eruð velkomin að hafa samband við mig ef þið viljið fá astoð við hundinn ykkar. Þið bara sendið mér póst

heidrunklara att hotmail. com

Með vorinu mun ég halda nokkur taumgöngu námskeið (sjá færsluna að neðan) þannig að ef þið getið sent mér póst og ég get látið ykkur vita þegar við byrjum á því.

Kveðja
Heiðrún

 


Hversu oft á viku æfiru hundinn?

Spurning vikurnar hjá mér var "hversu oft á viku æfir þú hundinn". Það sem kom á óvart var að það var annað hvort ekkert eða oft í viku. Fæstir voru svona fyrir miðju.

 

Þegar hundaþjálfarar tala um að æfa hundinn daglega, er ekki verið að tala um að taka klukkutíma æfingu.
Það er verið að meina að æfa kannski bara 3 til 5 min í hvert skipti.

Þegar þið takið göngutúr, stoppið og takið nokkrar æfingar, ef þið sjáið stein eða eitthvað annað sem hentar að láta hundinn hoppa uppá.

Ef þið eruð að kasta bolta þá er gott að gera æfingu áður en kastað er, semsagt að láta boltan vera verðlaun. Hægt er að láta hundinn sitja, liggja en hafði í huga að segja frí áður en þið kastið boltanum. Svo fyrir lengrakomna getið þið æft inn að segja hundinum að liggja og vera kyrr - þið kastið boltanum - hundurinn er kyrr þangað til þið segið frí. 

Svo er líka gott að láta hundinn leita úti í nátturinni annað hvort að boltanum eða leggja slóð fyrir hann að rekja.

Allar þessar æfingarnar eru góðar að taka alt í einu og stutt í einu. Þá finnst hundinum svo gaman að vera með ykkur, því þið eruð ekki bara að labba í sitthvorum heiminum, heldur eru þið úti að leika saman. 

 Ef þið viljið læra betur hvaða æfingar við getum gert með hundinum þá býð ég uppá samæfingar þessa dagana, þar sem við æfum saman á föstum tímum. Hafið samband við mig ef þið viljið vita meira um það á netfangið mitt.
nala7979 at hotmail.com

 


Sumir lausagöngu hundar kunna ekki að lesa....

 ... og þar af leiðandi vita ekki að þeir meiga ekki vera lausir.....

Það er einn hundur sem er alltaf laus, ég hef skýrt hann Don Juan. Hann er lausagöngu hundur númer 1 hérna í bænum. Hann á það til að finna ALLAR lóðar tíkur í borginni, eða allavegana árbæ og breiðholt og hangir fyrir utan í vonum að fá sér eitthvað.

Hann var fyrir utan hjá okkur í 3 daga meðan Luna mín var að lóða og hundaeftirlitið kom en þá vissi hann nú að best var að fela sig vel. Svo þeir sáu hann aldrei.

Ég hef svo séð hann reglulega á Geirsnefi eftir það. Séð hann tölta um og þefa af öllum. Lætur engan mann ná sér og svo þegar hann hefur skoðað svæðið töltir hann elliðarárdalinn heim á leið. hvar sem hann nú á heima.

Hann hlítur að eiga heima eitthverstaðar því hann lítur vel út og fær greinlega nó að borða.

 

 

Don Juan2

 

Don Juan

Luna mín er svarti og hvíti Border collien i myndinni. Don Juan er gulur með stóra blesu í andliti.

 

Gæti nú alveg sagt að hann lifir góðu og frjálsu lífi

Ætli hann þrífur upp eftir sig?


mbl.is Kvartað yfir lausagangi hunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning frá lesanda. - Sveitahundar


Sæl, við fjölskyldan eigum 1 rúmlega eins árs og 5 mánaða gamlann border collie og hann á mjög erfitt með að hlíða, ef maður "skammar" hann þá fer hann bara í rosalega fílu og hlustar ekkert á mann og svo er hann líka rosalega langrækinn. Ég get bara tekið dæmi : Ég ætlaði að fara í göngutúr og ætlaði að setja hann inn á meðan því að hann hleypur bara í burtu frá manni eða beint í gæsirnar (bý semsagt úti í sveit) en þegar ég var búin að kalla á hann nokkrum sinnum og hann kom ekki varð ég svolítið reið og kallaði reiðilega á hann og þá þorði hann ekki að koma til mín, ég ætlaði aldrei að ná honum inn og það endaði með því að ég þurfti að ná í hann og halda á honum inn. Síðan þegar ég kom til baka hleypti ég honum út og þá þóttist hann ekki sjá mig og labbaði bara í burtu.
Ef hann er inni og ég segi honum að fara út þá er hann úti í smá stund og er kominn aftur inn, og ef ég segi honum að setjast þá sest hann og stendur svo bara á fætur eftir nokkrar sekúndur.Mér finst þetta voðalega leiðinlegt því að þessi hundur var keyptur til þess að smala kindum, en það er voðalega erfitt þar sem hann hlýðir bara alls ekki. Og þó að ég sé ekki " húsbóndinn " þarna heima þá hlýðir hún pabba ekki heldur og þeir eru saman allan daginn. Þetta er frekar mikið vandamál og mig langar rosalega að vita hvað við eigum að gera því að mér þykir rosalega vænt um hann og vil alls ekki missa hann.

Var að hugsa hvort þú gætir gefið mér ráð.

Takk fyrir póstinn.

 Markmiðið ykkar var að fá góðan smalarhund. Sem vinnur með ykkur, hlustar á ykkur þegar þið eruð að leiðbeina honum og hund sem kemur þegar er kallað. Þið lýsið hér mjög algengu vandarmáli sem kemur upp hjá hundum sem eru úti í sveit. Ástæðan er mjög einföld. Hundurinn kann þetta ekki ennþá.
Það getur vel verið að þið hafið reynt að kenna honum. En hafið þið reynt nó?
 Í sveitinni á maður til að láta hundinn vera mikið einan úti. Að hann fær mikin tíma til  að viðra sig og fá sýna útrás. Og hann gerir það, hann fer um alt og þefar, en mjög fljótt er hann búin að kanna hvert strá i kringum bæinn og ekkert nýtt að gerast næsta dag. Þá verður þetta svæði frekar óspennandi. Þá fer hann kannski niður á veg og athugar hvort ekki væri gaman að elta bílana sem þar koma framhjá á miljón. Eða að hann sér gæsir eða aðra fugla, og finnur það bráðskemmtilegt að fara elta þær svo þær fljúgi burt.
Hann finnur sér bara dund verkefni sjálfur og venst því þannig að vera frekar sjálfstæður. Svo þegar hann heyrir kall alt í einu frá mömmu eða pabba. Þá verður hann hrikalega spenntur og kemur hlaupandi á miljón og hugsar hvað er í gangi nú.  Hann hleypur til ykkar og þið lokkið hann inn í kompu og farið út og lokið hurðinni. Svo eruð þið farin.  Hundurinn er þá inni einn í kompunni og fer að sofa.
Næsta dag er hann aftur úti og gera sitt. Kannski komu loksins gæsirnar og hann fer að gelta og skemmta sér af þeim. Hrikalega gaman.  Þá er kallað eins og í gær. Þá stoppar hann upp og fer að hugsa..  „biddu í gær þegar ég kom þá var ekkert spennandi að fara gerast hjá mömmu, mér var bara hent í bælið. Best að vera ekkert að koma allavegana ekki strax, þetta er nú mun skemmtilegra“
Svo kemur hann þegar hann er búin að reka burtu alla fuglana.
 Hundar gera bara það sem borgar sig.  Ef við viljum ná okkar markmiðum þurfum við að vinna mikið í hundinum. Ég myndi segja að fyrstu 2 árin eru mjög mikilvæg sem kennslustund og æfingartímabil. Svo má minnka við æfingar síðar en aldrei að hætta alveg, þá getur hundinum farið að leiðast að vera einn og dottið í þetta horf sem ég lýsti fyrir ofan.

Fyrsta reglan er  að við ráðum hvaða áhugarmál hundurinn á að eiga. Við viljum að við séum áhugarmál númer 1.  Að vinna með okkur sé það skemmtilegasta sem til er. En til þess að það gerist verðum við að setja tíma í æfingar og leik við hundinn.
Önnur regla er  að þegar við erum inni er hundurinn inni líka og þá  helst með okkur. Ef hann má ekki fara inn í íbúðina þá allavegana að leyfa honum að vera í forstofunni. Sveita hundar eru svo mikið einir og ef þeir eru líka einir þegar þið eruð inni þá verða þeir svo sjálfstæðir og í sínum eigin heim að það er enginn furða þótt þeir hlýði manni ekki.
Þriðja regla er  að búa til „bonderingu“ Styrkið sambandið ykkar við hundinn. Takið ykkur tíma á hverjum degi að leika við hundinn, henda bolta og gera æfingar. Sérstaklega með smalahunda er gott að æfa inn LIGG mjög vel svo við getum stoppað hundinn af á hlaupum þegar þeir eiga að stoppa út af kindunum.
Þeir eru ekkert fæddir smalahundar, þetta þarf að æfast inn. Þeir eru fæddir með lönguna til að elta eitthvað á hraðferð. Þessvegna er gott að nota bolta sem verðlaun auk nammi.
 Innkall Hef ég skrifað um áður og eru þær helst á þessum tveimur færslum. Fyrsti færslan er það fyrsta sem maður gerir og svo er færsla fyrir framhaldsæfingar í síðari.  

http://aanana.blog.is/blog/hundablogg/entry/197536/ 

http://aanana.blog.is/blog/hundablogg/entry/976565/

 

 þú segir að þú vilt ekki hafa með hundinn þegar þið eruð að fara út að labba því hann hleypur í gæsirnar.  Taktu hundinn með í göngutúr, en þú getur haft hann í langlínu og stoppar hann af þegar hann rýkur í gæsirnar. En vera ekkert að skamma sérstaklega mikið ef hann er ekkert að hlusta á það hvort eð er.
Ef þú vilt fá bedri „bonderingu“ við hundinn þá þarftu að nýta alla tíma sem þú getur til að hafa hann með þér.
Á þessum göngu túr getur þú verið með bolta og tekið æfingar inni á milli. Verðlaunað með pulsum líka svo hann vill hanga mér þér.
Ég held hann sé bara ekkert að finna að þið séuð flokkurinn hans. Þessvegna virðist hann hunsa  ykkur.  Ef þið æfið meira með honum og leikið saman, þá mun hann bonda betur við ykkur og þá mun hann sýna ykkur alt aðra hegðun.  

Ef pabbi þinn vill að hann hlýði sér verður hann að eyða meiri tíma með hundinum næstu mánuði. Æfa og leika. Svo mæli ég með að þið leyfið honum að vera oftar inni í forstofu þegar þið eruð inni.

Svo mæli ég með að þú takir þér tíma til að lesa allar færslurnar á þessu bloggi, því meira sem þú lærir um hvernig hundar hugsa, því betri samband getið þið átt saman. 

Notaðu núna helgina til að prufa nokkrar æfingar og athuga hvort viðhorfið hans breytist á næstu dögum.  

Sendu mér svo endilega línu og láttu mig vita hvernig gengur.  Ef þú hefur nánari spurningar þá máttu endilega bara spyrja:) Góða helgi:) vallhund 
 

Páska æfingar

Páskarnir eru alveg að fara koma, þessvegna langaði mér að senda inn smá færslu með tips um hvað hægt væri að gera í fríinu með hundinn. Taka kannski og kenna inn nýjar æfingar eða taka upp æfingar sem hafa gleymst.

·         Sitt, og vera kyrr. Þið farið frá og labbið ca 5 metra burt. Ath að það er ekki um að gera að labba sem lengst í burtu, það er betra að reyna fá til  kannski 1 mín í að hundurinn er kyrr og bíður eftir „frí“.

·         Ligg og vera kyrr. Hérna er fínt að fara reyna vera 3 min í kyrr stöðu þar sem þið standið 5 metra burtu.

·         Sitt , vera kyrr og þið farið frá og standið um 10 metra frá honum. Svo kallið þið inn hundinn til ykkar og reynið að fá hann strax í að setjast við hæl. Þið gerið hæl hreyfinguna til að fá hundinn inn við hæl. Leiðbeinið með pylsum.  Svo fær hann „frí“ eftir að hann hefur sest við hæl og horf uppá ykkur í um 3 sek.

·         Fyrir lengra komna er labbað að stað í hælgöngu skipun.

 

·         Spor æfing úti í móa.  Tilvalið er að leggja spor að pylsum í grasið og stígið ofaná pylsuna. Gerið beint spor í ca 10 – 20 metra og látið svo hundinn þefa upp pylsurnar í sporinu. Reglan er að hann má ekki snúa við og þefa tilbaka og má ekki fara tilbaka ef hann missti af einni pylsu.  Endurtaka þessa æfingu þannig að þið æfið í 15 mín, fyrir algjöra nýbyrjendur og þeir sem hafa sporað smá og gera það léttilega er ágætt að spora í um 30 mín.

 

·         Innkalls æfing. Þegar hundurinn er núna loksins laus þar sem þið eruð í sumarbústað eða hvar sem þið eruð, þá æfið þið innkall vel. En ekki ofgera það svo hann hættir að nenna að koma. Hugsið bara að launinn þurfa alltaf að vera meira spennandi  en það sem hann var að þefa af. (sem gæti nú verið frekar spennandi)
leyfið honum líka að þefa nó, það er svo mikið af nýjum lyktum þarna útí í móa og sérstaklega slóðir af td fuglum. Mjög spennandi.
En gott er að þegar hann virðist ekki svaka upptekin, að kalla þá og verðlauna með pylsum eða harðfisk eða eitthverju geðveikt góðu.  Þurrir nammi bitar sem lykta lítið eru oft ekki rosalega góð laun og þá velur hundurinn að bíða aðeins með að koma.

 

·         Agility æfingar í náttúrunni. Ef þið sjáið stóran stein eða eitthvað sem hundurinn getur hoppað uppá,  og eða labbað ofan á, svona jafnvægis æfingar. Þá er gott að plata hundinn með nammi til að hoppa uppá og labba með. Þið verðið bara passa að hann má als ekki detta niður eða hoppa niður fyrr en þið segið til. Td segja niður. Þegar má hoppa niður. Ef hann dettur, getur verið að hann verður smeykur við að prufa aftur. Svo passið vel uppá að æfingin takist vel.

 

·         Leika við hundinn. Leikur er mjög mikilvægur og við gleymum oft að bara hreinlega leika við hundinn þegar við erum úti að ganga.  Leikur er fín leið til að efla sambandið ykkar á milli. Svo þegar leikurinn er vel æfður inn, þá má nota leik sem verðlaun þegar þið eruð ekki með nammi á ykkur.

 

Jæja… þá er bara að vona að veðrið verður sæmilegt .

Mér langar að bjóða ykkur  að skrifa í athugasemdina , um hvernig páskarnir voru hjá ykkur, hvaða æfingar þið tókuð og hvernig það gékk.  

Gleðilega páska gott hundafólk.

 

Innkall

Innkall er nátturulega nauðsynlegt að hafa gott. En mjög oft erum við með frábæran hund fyrir utan innkallið.  Eða réttara sagt hann kemur alveg til okkar, þegar hann vill.  Oftast ekki alveg strax og als ekki strax ef það er eitthvað spennandi í gangi.

Þetta viljum við reyna að laga. Það getur verið erfitt, ég viðurkenni það alveg. Inkall er æfing sem við þurfum að æfa sem mest og getum aldrei hætt því. 

Ef þið viljið fá aðstoð við innkall getið þið haft samband við mig. Eins og er vil ég hitta ykkur í einkatíma og við mundum fara saman í göngutúr í útjaðri borgarinnar þar sem við getum haft hundana lausa. (minn og þinn hund)

Það er mjög mismunandi hversu margir tímar eru nauðsýnlegir til að fá innkallið betra.  Það þurfum við að semja um eftir þennan göngutúr, þar sem ég hef þá skoðað ykkur og geri áætlun út frá því.

Hafðu samband við mig til að fá verð og nánari upplýsingar, netfangið er  nala7979 (at) hotmail.com

Kveðja

Heiðrún


dsc00282.jpg


Fyrsti hvolpurinn/ einkatími

Að fá fyrsta hvolpinn er alveg hrikalega spennandi. Við höfum gríðalega mikin áhuga á að kenna honum alt og helst á fyrsta degi. En við þurfum að fara eftir nokkrum reglum og gera hlutina í réttri röð svo að hvolpurinn stressist ekki allur upp og verður "óþægur" "taugaveiklaður" "erfiður" í framtiðinni.

Við viljum gjarnan ekki gera rangt, en nýjir hundaeigendur vita oft ekki hvað það er sem er rangt, fyrr en hundaþjálfari bendir á það mörgum mánuðum seinna þegar þau eru á námskeiði. Þá þarf að fara laga gamla ósiði.
Best er nátturlega að koma í veg fyrir þá strax.

 Þið sem eruð ný komin með hvolpinn getið pantað mig í heimsókn. Heimsóknin kostar als ekki mikið og þið fáið að vita alt sem þið þurfið að vita til þess að gera rétt fyrstu tvo mánuðina, þangað til hvolpurinn er orðinn nó of gammall til að sækja námskeið og farið að æfa hlýðni æfingar.

Heimsóknin hefur fast verð og við finnum tíma sem við getum rætt saman í rólegheitum. Oftast tekur svona heimsókn um 2 tíma. 

Fyrir nánari upplýsingar getið þið haft samband á netfangið  nala7979 (at) hotmail.com

 Kveðja

Heiðrún


dsc00126.jpg


Taumganga.

Þetta námskeið er til þess að fínpússa taumgönguna hjá hundinum. Hægt er að labba á tvennskonar vegu og gott er að hundurinn getur gert bæði eftir því hvort hentar betra.

  • Labba fallega í taumi. Hundurinn fær allan tauminn og fær að þefa og gera það sem hann vill svo framalega sem hann togar ekki í tauminn. Hér notum við 2 metra taum.
  • Hælganga. Hundurinn á að labba við fót. Hann á að fylgja okkur við vinstri fót og þegar við stoppum á hundurinn að setjast. 

Námskeiðið er áætlað að taki 2 vikur og að við hittumst 4 sinnum, tvo kvöld á viku. Við förum yfir bestu leiðirnar til að ná góðum árangri. Aðferðirnar eru mismunandi og við finnum aðferðir sem hentar ykkur best.

Námskeiðið hentar öllum hundum 4 mánaða og eldri.
Einnig vil ég hvetja ykkur með eldri hunda sem hafa þann ósið að toga gríðalega í tauminn að vera með.

Þetta námskeið er tilraunastarfsemi hjá mér til þess að æfa sjálfan mig í að kenna mismunandi aðferðir til að ná besta árangri. Það getur verið að ég mun vilja bæta við nokkrum skiptum til þess að fá besta árangurinn. Það kemur í ljós hvort það verður nauðsýnlegt þegar líður á námskeiðið. Ef svo vill til að ég þurfi að bæta við tímum munu þeir ekki kosta neitt aukalega.
Þetta er þræl ódýrt námskeið og vel þess virði til að geta labbað þægilega með hundinn í framtíðinni.

Fyrir skráningu og nánari upplýsingar sendið mér tölvupóst á nala7979 (at) hotmail.com

 ATH! Takmarkað pláss á námskeiðinu. 


Hundar þurfa að hafa garð?

Þetta hefur ávalt verið draumurinn að eiga flott hús með góðum inngirtum garði þar sem hundurinn fær að hlaupa um frítt, þefa, gera þarfir sínar og leika.
Margir nota þetta sem ástæðu fyrir að fá sér hund, því við eigum svo góðan garð fyrir hundinn.
Það er jú frábært að eiga garð. En þurfa hundar að hafa garð?


Við sem erum með garð verðum að hafa nokkra hluti í huga..

Margir sem eiga hund og erum með góðan inngirtan garð, eiga það til að misnota garðinn of mikið. Semsagt að garðurinn verður staðurinn sem hundurinn fær sína mestu útiveru. Einn úti í garði. 

Hundar eru félagsverur og vilja vera með flokknum sínum. Þeir hafa ekki gaman að því að vera einir úti í garði.  Þeir hafa gaman að því að kíkja út, gera þarfir sínar "lesa dagblaðið"  athuga hvað var að gerast síðan síðast.  Þetta alt tekur nokkrar mínótur, svo langar honum að koma til okkar aftur.
Ef þið leyfið honum það ekki, semagt að hann á að viðra sig meira einn úti í garði, þetta á líka við þá sem eru settir út í band,   þá fara þeir að skoða það sem er fyrir utan garðinn.  Þeir spá í hljóðum og öðru fólki og dýrum. Byrja, sér til skemmtunar að gelta á umferðina, á eitthvað sem þeir sjá. Kannski kött eða fulg eða barn.. hvað sem er í raun.
Þetta verður af ljótum vana og þið búið til hund sem geltir á alt og alla.  Varð hundurinn semsagt.
Hans hugsun með þetta altsaman er örugglega sú að hann á að vera hérna úti, afhverju? jú ætli það sé ekki til að verja flokkin?! og það job tekur hann með gleði.
En flestir þurfa ekki varðhund svo það getur verið gott að hafa þetta í huga, þegar hundurinn er settur útí garð.
Fylgist með honum og þegar hann er búin að gera þarfir sínar og þefa smá, á hann að fá að koma inn.

Svo farið þið út að labba með hundinn eða farið með hann þar sem hann má vera laus og þar á hann að fá sína útrás.

Önnur ástæða fyrir því að hafa ekki hundinn mikið einan úti er að skemma ekki flokktilfininguna sem hann er með. Að vilja vera hjá ykkur.  Ef hann venst því að vera einn úti og byrjar að finnast það alt í lagi, þá fær hann sjálfstæði sem við viljum ekki endilega að hann sé með. Því þá er inkallið orðið verra. Því afhverju á hann að koma?  Hann er nú vanur að vera einn. Afhverju borgar sig að koma? Hann er upptekin við að gera sitt. 

 

Ég varð svo heppin að flytja í hús með inngirtum garði, og það tók Lunu um 5 daga að hætta að finnast garðinn spennandi. Núna rétt hleypur hún út að pissa og kemur strax inn aftur. Svona fljótt eru þeir að fá leið á garðinum. Það er nátturlega ekkert mikið nýtt spennandi þar. Svo þessi garður verður mjög fljótt partur af heimilunu. 


Þeir hafa þörf fyrir það að fá sína hreyfingu. 

Garðurinn á að vera plús, ekki í staðin fyrir labbitúra og útiveru saman með ykkur. 

 

Svo þið sem eruð með ofsalega stóran garð, og eru að leika og gera æfingar í garðinum. Þá vil ég benda á að einnig er sniðugt að leika og gera æfingar, sérstaklega innkallsæfingar fyrir utan garðinn. Semsagt á stöðum sem er truflun og umhverfi sem hann kann ekki utanað. Því garðurinn ver svo óspennandi svo athyglinn er öll á ykkur og þið eruð það stæsta og mest spennandi einmitt þá.
En ef þið farið á nýjan stað og gerið sömu æfingu þá sjáið þið að athyglin er ekkert endilega á ykkur.

Og það er jú einmitt í erfiðum aðstæðum þar sem við þurfum að láta inkallið virka vel. Þessvegna verðum við að æfa í þannig aðstæðum.

Svona í lokin vil ég minna á facebook grúppana

Hundahlýðni bloggið hennar Heiðrúnar

ég sendi skilaboð til allra sem eru fans þegar ég hef skrifað nýja færslu, þannig fáið þið strax að vita W00t

 

Einnig vil ég minna á að hrósið er það mikilvægasta sem virkar á hundinn til að fá hann til að vinna góða vinnu. Og hrós virkar líka best á mig, svo hint hint... endilega kommentið um hvað ykkur finnst:)

 

Kveðja
Heiðrún & Luna

 


Hvernig hundaþjálfari viltu vera?

Allir hundaeigendur sem þjálfa hundana sína eru hundaþjálfarar.

En svo er líka það, að það eru til mis duglegir hundaþjálfarar. Sumir hundaþjálfarar telja að þeir séu það duglegir að þeir vilja hjálpa öðrum.  Eins og ég td dæmis. 

Hundaþjálfarar sem halda námskeið og taka einkatíma eru mjög mismunandi, varðandi hvernig aðferð þeir beita til að kenna hundum. Því það eru til nokkrar aðferðir til að kenna hundum hlýðni. 

Þegar við förum á námskeið, þá verðum við að vera meðvituð um að það þarf ekki endilega að vera rétt fyrir ykkur það sem kennarinn kennir.
Við erum öll misjöfn sem persónur og þá hentar ekki " ein aðferð " á alla hundaeigendur.

Góður hundaþjálfari á að geta lesið hundaeigendur og  forvitnast um hvernig aðferð þeir vilja kenna sínum hundum og gefa ráð út frá því.
Þegar hundaþjálfari segir eina aðferð, og þér finnst hún röng eða að þér finnst hún mjög erfið að fylgja eftir, þá er hún röng fyrir þig.  Hún þarf ekkert endilega að vera röng fyrir næsta mann.
Þessvegna verðum við að vera meðvituð um hvort við séum sammála því sem kennarinn sýnir okkur.

Til eru Old school kennarar sem hafa sína aðferð og leggja mikla orku í að segja að þeirra aðferð er sú besta. Ef þið lendið í þannig kennara og þið eruð í raun ósammála honum þá ættu þið bara að finna nýjan hundaþjálfara til að kenna ykkur.
En til eru líka Old school kennarar sem kenna sínar aðferðir en virða samt ef maður vill ekki þjálfa eins og hann og aðstoða mann við að ná árangri á annan hátt.

 

Mér langaði að nefna í stuttum orðum mismunandi þjálfunar aðferðir. 

Old school: Sú aðferð er elst og byggist á því að hundarnir eiga að verða mönnum undirgefnir og hlýða af skyldu. Ekki endilega vilja.
Neikvæð Styrkning: Þá er kennt hundum hvernig á að gera með því að beita þeim eitthverju sem er neikvætt fyrir hundinn.  Td. að kippa í tauminn þegar hundurinn labbar ekki fallega við hæl. Þótt hann hefur aldrei lært þetta áður, og er að fara í sína fyrstu kennslustund í þessu þá  er kippt harkalega í tauminn til að sýna honum hvar er æskilegt að hann sé. Gjarnan er notast við keðju í stað hálsól.
Jákvæð refsing:  Að hætta að kippa í tauminn þegar hundurinn er á réttum stað við hæl, er talið vera jákvæð refsing, semsagt að þá hættir refsinginn. Þá er gefið nammi og hrósað.
Neikvæð refsing: Þá er notast við að taka eitthvað burt, þar að segja eitthvað sem hundurinn vill einmitt þá.  Td. að ef hann dregur í tauminn, því hann vill fara áfram, þá er það tekið burt. Semsagt með því að hreinlega stoppa, eða þá fara afturábak.
Jákvæð styrking: Hérna er notast við, að þegar hundurinn, kannski óvart er á réttum stað við hæl, þá fær hann verðlaun fyrir það. td nammi og eða hrós.  Einnig getum við leiðbeint hann á réttan stað með því að notast við nammi og þannig lærir hann með mörgum endurtekningum hvað við erum að meina.
Clicker þjálfun:  Klikker þjálfun er nýtísku þjálfunaraðferð sem búin að marg sanna að hefur mjög góð áhrif á hunda og hundaeigendur. Það er talað um að klikker þjálfun sé lífstill, og byggist hann á því að notast við jákvæða styrkingu. Það er fókus á að láta hundinn sjálfan finna uppá hegðunni sem við viljum sjá. Þegar hundurinn gerir rétta hegðun, þá fær hann "klikk".  þetta er lítið box sem ýtt er á takka og þá kemur klikk hljóð.  Þetta klikk hljóð æfum við hundinn í að sé mjög jákvætt og þýðir " já þú ert að gera rétt".

 

Núna þarftu að meta það hvað er réttast fyrir þig.  Ég persónulega er mikið í Jákvæðri styrkingu. Semsagt að verðlauna góða hegðun og hunsa slæma, einnig notast ég við neikvæða refsingu, þegar ég tek burt það sem hundurinn vildi sem straff. Þótt ég reyni sem mest að bara einbeita mér á að verðlauna góða hegðun og ef æfing mistekst þá hunsa ég hundinn og tek smá pásu. Semsagt að hann fékk ekkert. Þeir taka eftir því svo vel, þegar þeir eru vanir að fá hrós og nammi eftir kúnstir.
Ég er líka mikið fyrir vísindinn bakvið klikker þjálfun, þótt ég hef aldrei sjálf æft með klikker eða farið á námskeið með klikker þjálfun þá notast ég við það að leyfa hundinum sjáfur að vilja gera æfingar.
Dæmi um það er að núna þegar ég hef verið að æfa hæl gönguna frekar mikið þá sé ég að Luna, þegar við erum úti að labba td á hundasvæðinu og hún er laus, þá kemur hún sjálfviljug vinstra meginn við mig og labbar við hæl, horfið uppá mig.  Hún velur sjálf að labba við hæl, því hún vet að þá fær hún athygli og hrós, og kannski fær hun nammi eða betra, að ég tek fram boltan til að kasta.  

Svo, hvernig hundaþjálfari vilt þú vera?

 

Ps. ég vil nota tækifærið og auglýsa hér að það er að byrja klikker námskeið á Voffaborg fljótlega á vegum töfradogs.com
Námskeiðið kostar 15.000 kr og er innifalið í því námsgögn og clicker.
Skráning og nánari upplýsingar er á email runar@tofradogs.com eða í síma 865-4165

Hvort sem þú ætlar þér að þjálfa með klikker eða ekki, þá mæli ég með því að læra þessa hugmyndafræði.
ég sjálf er mikið að spá hvort ég ætti að taka þetta námskeið :) Því 15þús fyrir námskeiðið er mun ódyrara en hundakólar eru að bjóða uppá, en þeir eru í 26 þús til 30þús kr klassanum.

 

Kveðja
Heiðrún & Luna


Spurningar frá ykkur

Í þessari færslu ætla ég að opna fyrir umræðu og spurningum frá ykkur.

Ég mun svara eftir bestu getu  og aðrir sem hafa svör eða sambærilega reynslu geta líka skrifað inn.

Litlar spurningar sem og stærri eru velkomnarW00t

 

Kveðja 

Heiðrún& Luna.


Þeir vilja banna hundahald á Akranesi! (??)

Þar var samþykkt tillaga meirihluta bæjarstjórnar á Akranensi um að samhliða bæjarstjórnarkosningunum í vor verði kosið um hvort leyfa eigi hundahald á Akranesi. Sjá grein hér

Þetta er bara sorlegt. Það er eins og við séum að fara tilbaka fjölda margra ára.

Eins og fram kemur í greininni er eitthver X hópur hundaeiganda sem er ekki að taka tillit til annara íbúa.  Þetta eru menn orðnir leiðir á og telja þá auðveldast sé bara að banna hunda. 

Ég vet nú ekki hvernig á að útskýra hversu fáranleg hugmynd þetta er hjá bæjarstjórnini. Helst langar mig bara að taka sítrónu safan og sprauta á þá og segja hart NEI!    Devil

En eins og við viljum vinna, með því að verðlauna góða hegðun og hunsa slæma, er frekar betri hugmynd að vinna saman að því að gera góðverk í stað þess að straffa og öskra á þá tilbaka að helst væri betra að banna ketti (eða annað sem fólk fílar ekki) sem er heldur ekki góð hugmynd.  

 þegar ég var með hundanámskeið á Akranesi í vor voru um 30 hundaeigendur með á því. Þetta var allt fólk sem tekur ábyrgð á sínum hundum og já, tekur upp eftir sig.

Það sem ég lærði þá var að Akranes veitir Ekki afslátt af hundagjöldum gegn því að fara á námskeið.  Þá spyr maður sig, er það leiðinn til að hvetja hundaeigendur til sjá betur um hundana og halda þeim í taum og hreinsa upp eftir þá?

Svo með þessu vil ég frekar hvetja bæjarstjórnina að leyfa undanþágu hundahalds gegn hundagjaldi en jafnframt veita afslátt af hundagjöldum þegar hundaeigandi hefur sótt námskeið. 

Eitt námskeið gerir ofsalega mikið fyrir hundaeigendur. Þeir læra að umgangast aðra hunda. Hundaeigendur læra hvernig hundar tjá sig við hvort annað. Td hvernig við sjáum hvenær við meigum eiga von á slagsmálum og hvenær það er ekki sjens á að þeir fari að slásst.
 Hundaeigendur læra að takast á við gelt og hundarnir mínka það eftir svona námskeið.
Hundaeigendur læra hvernig á að æfa hundinn svo hann verður sáttur við lífið og tilveruna. Hundarnir verða rólegir og hafa meira jafnvægi ef hundaeigendur æfa þá og kunna að "tala við þá svo þeir skilja".
Námskeið gerir betri hund sem er mjög mikið minni til vandræða en hundur sem hefur aldrei farið á námskeið, eða þar að segja hundaeigandi sem hefur aldrei farið á námskeið.

 

Hér í Reykjavík kostar 15400kr fyrsta árið á hundagjöldum. Annað árið kostar 7700kr ef maður er búin að fara á námskeið.
Hundanámskeið kostar 26000kr. Stéttafélöginn, meta þetta sem tómstundastyrk og td Efling greiðir  18000kr á ári fyrir tómstundarnámskeið. En greiðir aldrei meir en 50% af hverju námskeiði. sem þýðir að þeir greiða niður 13000kr af námskeiðinu.  Eftir er einungis 14000kr sem námskeiðið í raun kostar. 

Afhverju býður ekki Akranes uppá þetta?

Frekar en að vera að banna hluti! 

Annað sem má hafa í huga eru ruslaföturnar. Mér skilst að þær séu alt of fáar. En það er samt ekki afsökun að taka ekki upp skítin. En það er hægt að sýna bæjarstjórninni góðvilja. Taka sig saman og safna pening eða með dugnaði setja saman fleiri ruslafötur. 

Ég man eftir því hversu mikið hundaeigendurnir á námskeiðinu hjá mér voru að monta sig yfir að búa á Akranesi, hvað þau voru að segja að væri æðilsegt að búa þarna.

Skulum nú hafa það áfram

 

Það er facebook grúppa sem fólkið er að safna sig saman til að mótmæla og getið þið fundið hana hér:

Hundar á Akranesi

 

Kveðja Heiðrún & Luna.

 

 


Fylgjast betur með

Það er mjög mikilvægt að fylgjast vel með hundinum. Hvernig hann er og hvað hann er að gera, hvað hann getur verið að hugsa, þannig sérðu hvernig honum líður.

Það sem getur líka verið mjög sniðugt er að fylgjast með á þessu bloggi um hvenær ég pósta færslur. W00t

Ég hef nú ekki verið dugleg með það í vetur, en alt kemur með góða veðrinu.  Ég er sjálf á tímabili núna þar sem ég er að læra meira og hef fengið útlenskar bækur til að lesa. Ég er einnig byrjuð á hlýðni námskeiði með Lunu mína. 

Afhverju ferðu á námskeið spyrðu?

Jú - það er út af því að mér finnst gaman að vera á námskeiði og æfa með hópi.  Mér langar að fara útí hlýðni I og svo hlýðni II og svo fara keppa, og þegar tíminn er réttur ætla ég í hundafimi. (agility)
Svo er gott að fara á námskeið til að fá afslátt af hundagjöldum. Munar að borga bara 7700 en að vera borga 15400 á ári.

 

En já, semsagt.  Ég er búin að stofna Facebook grúppu. Ég ætla að senda þeim sem joina grúppuna skilaboð í hvert skipti sem ég skrifa eitthvað af viti hérna inni. 

Slóðinn er hér;

http://www.facebook.com/groups/edit.php?edit_members&gid=267838527061#/group.php?gid=267838527061&ref=mf

 

 

Svo vil ég minna á að ég tek við einkatímum, ef ykkur vantar hjálp eða ráðleggningar með hundinn ykkar. Ég kem í heimsókn og við ræðum saman í rólegheitum. 

 

Kveðja

Heiðrún & Luna. 


Áramótin fyrir hundinn - hvernig á að róa hundinn.

Eins og ég hef sagt áður þá taka hundar mikið eftir okkur, hvernig við erum og hvernig við hegðum okkur. Þeir bókstaflega kíkja á okkur áður en þeir áhveða hvort þeir eiga að verða hræddir eða ekki.
En það er ekki alltaf létt fyrir okkur að hegða okkur á réttan hátt svo að hundar skilja að td þetta með áramótin er ekkert að stressa sig yfir.

Þegar við erum að passa og hugga börn, gerum við á þann hátt að við tölum við þau og föðmun. Þetta er róandi fyrir börninn og þeim líður vel og verða ekki eins hrædd.

Og það eru því miður margir sem gera eins við hvolpinn á hans fyrsta áramótarnóttu. Það er rangt að gera. Því þegar við "huggum" og "tölum" við hundinn þá sensar hann að etthvað sé að og verður bara meira hræddur, og þetta með sprengjurnar á áramótin verða "thing" öll áramót og það endar með að hann þarf róandi sprautur eða pillur í hvert skipti.

Skal reyna útskyra nánar hvernig hundar lesa okkur.

Dagsdaglega þá fylgist hundurinn með okkur, allt sem við gerum, hvernig við erum. Þeir læra á okkar rútinu. Daglegur rúntur okkar um íbúðina lærir hann á. Hvað og hvernig við erum þegar allt er rólegt og enginn hætta. Hvernig við hegðum okkur þegar etthvað er að gerast og svo framvegis.

Þegar td þú ert hrædd, þá lærir hundinn á hvernig þinn líkami er, hvernig þú hegðar þér. Ef þú ert ánægð þá sér hann það lika. Pirruð lika. Já þeir sensa semsagt alveg hvernig við höfum það.

En svo er það þetta með að við viljum róa hundinn. Hvernig gerum við það?

Jú, málið er að vera róleg sjálf/ur. Láta þetta kvöld vera eins og öll önnur kvöld. Halltu þig við þínu venjulega daglega rútinu með hvernig þú hegðar þér. Allir í fjölskyldunni verða að vera rólegir.  Og enginn má hlaupa til hvolpsins og klappa þegar heyrist í rakkettu. Best er þá bara að "taka ekki eftir" bombunum, passa uppá að þið hagið ykkur eins og ekkert sé að gerast... halda áfram með það sem þið voruð að gera osf.

Hugsuninn er góð, að vera hjá honum og passa og hugga hann, segja að allt sé í lagi og svona.

En skulum þykjast vera hundurinn núna til að skilja hvað hann hugsar.

 

"ég heyrði etthvern svaka smell, hvað var þetta??
hlaupandi á móti mér kemur einn fjölskyldumeðlimurinn og byrjar að halda utam um mig. Hún virðist stressuð, hún er alldrei svona venjulega, etthvað hlítur að vera að? Best að byrja gelta.
Einn annar smellur, hún strirnar upp og heldur fastar hún er svaka hrædd greinilega. Það er greinilega etthvað svaklegt að gerast þarna úti"

Þessi hundur mun sennilega verða hræddur á hverju einasta ári.

Svo höfum við annan hund:

 " ég heyrði etthvern svaka smell, hvað var þetta??
ég horfi á alla í fjölskyldunni, þau hafa ekki tekið eftir þessu, þau eru alveg eins og venjulega. Þau sitja þarna og horfa út og eru róleg.  Það var nú gott, þá get ég lika verið rólegur. "

 

Þetta er svona það besta og það versta sem hundurinn hugsar. Auðvita eru hundar sem verða samt stressaðir ef allir eru rólegir, og auðvita eru hundar sem pikka sig ekkert upp við þessu þótt etthver var að hugga hann.
En svona flestir hundar hugsa sennilega þannig eða etthvern veginn þannig. og það er ágætt að hafa þetta í huga núna sem næstu daga þegar allar sprengingarnar munu koma.

Og það getur verið að þið þá, munu róa hundinn og hann mun aldrei hafa neitt vandamál með áramótin.
Og væri það ekki flott?

 

Þetta gildir líka um allt, þegar gerist etthvað nýtt fyrir hundinn og hann veit ekki hvernig á að bregðast við, þá kíkir hann á ykkur alltaf fyrst og áhveður svo.  Þannig að um að gera að alltaf vera eins róleg/ur og hægt er.
Ef hann sér etthvað sem hann er hræddur við. td stóra styttu. Þá bara vera kurr á staðun og bíða rólegur. gera etthvað sem hundurinn telur venjulegt. td fara skrifa sms eða tala í síman.. og leyfa hundinum að róast sjálfur á sínum tíma.
Ef þú í þessari stöðu mundir "sýna" honum að allt sé í lagi og þetta er bara stytta, þá ertu í raun bara að hegða þér óvenjulega og hundurinn verður meira hræddur.
Svo hér á maður bara ekki að gera neitt. Og vera rólegur.

Jæja, vonandi gengur þetta vel hjá ykkur.

Vil lika segja að gott er að fara ekkert út með hundinn og hafa glugga lokaða. Það er svo skritin lykt af reyknum sem fylgir. Ef hundurinn vill ekki fara út, en þarf örugglega að pissa þá alls ekki þvinga hann út. verið búin að fara með hann fyrr á daginn að pissa og svo farið ekkert út fyrr en úm há nótt þegar allt er rólegt.

Sumir taka lika uppá því að keyra út úr bænum í þögnina og láta hann pissa þar. Sem getur verið góð hugmynd.
Ef hundurinn vill ekki út þá þarf hann ekki að fara út.  (Ef han myndi nú pissa óvart inni fyrir þennan tíma þá ekkert vera gera neitt mikið úr þvi)

Með þessu óska ég ykkur farsældar á nýju hundaári.

 

doghappynewyear

þegar innkallið virkar ekki lengur....

Segjum sem svo að þið hafið gert allt rétt frá fyrsta degi varðandi innkallið.

Þið hafið;

  • frá fyrsta degi alltaf hrósað og verðlaunað með nammi þegar þið kallið á hundinn
  • þegar hann er í leik þá hafið þið kallað oft og leyft honum að fara aftur að leika eftir að hafa fengið hrós og nammi, svo hann læri ekki að innkall þýðir að þið séuð að fara heim.
  • þið hafið látið ykkur hverfa þegar hundurinn fór langt frá ykkur, og hann þurft að "leita" af ykkur þegar hann fattar að þið voruð horfin.

Inkallið hefur semsagt verið að virka vel, en svo alt í einu er hundurinn hættur að hlíða, því hann er farinn að fatta þegar þið eruð að reyna ná honum til þess að fara heim.  Þið sjáið á honum að hann vill ekki heim og hann heyrði allveg innkallið en valdi að koma ekki.

Þá byrjar stig tvö í innkalli.

Núna þurfum við að finna hvað virkar á hvern hund. Markmiðið er að hann á aldrei að vita hvenær ballið er búið og við erum að fara heim. 
Við reynum núna að gera okkur það spennandi að þeir standast ekki freistinguna á því að koma til okkar.

Hundar sem hafa gaman af boltum:

  • Við getum notað boltan sem lokk tæki, semsagt við köstum ekki boltanum fyrr en við höfum fyrst náð hundinum, við tökum í ólina og hrósum og klöppum og svo köstum við boltanum. Þannig venst hann því að ekki þarf óttast þegar við tökum í ólina. Það er partur af leiknum. Svo förum við heim bara svona alt í einu eftir að hafa tekið í ólina mörgum sinnum áður.
  • Ef hann er virkilega ekki að láta ná sér fyrst um sinn er hægt að snúa sér frá hundinum, beygja sig niður og virðast voða upptekin í eitthverju á jörðinni fyrir framan ykkur, hafa boltan þar og gjarnan einn nammi bita við hann. Þegar hundurinn verður forvitinn og kemur að ykkur þá fær hann nammi og þið kastið. Þótt þið náðu ekki að taka í ólina, þá er þetta gert fyrst svo gerið þið þetta nokkrum sinnum, þangað til hann ekki lengur óttast að koma alveg uppað, þá getið þið farið að klappa honum, þegar það gengur vel byrjuð þið að klappa þannig að þið takið í ólina líka. 

Hundar sem eru æstir í nammi:

  • Hægt er að notast við sömu hugmyndafræði og að ofan nema að gefa nammi þegar hann kemur til ykkar, en ekki gefa nammið fyrr en þið hafið náð honum og tekið í ólina.

 

Munum svo eftir að breyta til þegar við ætlum heim, hugsum um hvernig við stöndum, gerum og erum þegar við ætlum að fara taka hundinn í band, og reynum að láta hann ekki sjá rútínu hjá okkur sem þeir byrja þekka sem "nú er ballið búið".

 Sjáumst á hundasvæðinu W00t

Kveðja
Heiðrún


Verðlauna góða hegðun og hunsa slæma!

Ef þið fylgið þessu sem stendur í yfirskriftinni, þegar þið eruð að ala upp hund þá getið þið ekki klikkað á því að fá frábæran hund.
Ég ætla að reyna útskýra þetta nánar.

Hundur sem fá mikið hrós og athygli, leik við eigandann og nammi þegar hann gerir eitthvað jákvætt, venst því.  Hann lærir að tjá sig gegnum að gera eitthvað sem hann veit að hann fær gott fyrir. Hann lærir að haga sér vel til að fá það sem hann vill.
Svo ef hann gerir eitthvað slæmt þá væntir hann að fá eitthvað gott fyrir eins og alltaf, en þá fékk hann "ekkert" frá okkur, þá tekur hann alveg eftir því og velur að gera ekki þetta oftar því það "borgaði sig ekki"

Þetta er að mínu mati undistaða hundauppeldis. 

Hundar vilja tjá sig við okkur, þeir geta ekki talað eins og við og þessvegna notast þeir við tjáningu af líkama og gera ýmsa hluti til að sjá viðbrögð. 

Það er okkar verk strax og við fáum hundinn að setja saman "tungumál" sem við notum til að hundurinn skilur okkur og við hundinn.

Til þess að skilja hvernig hundar hugsa, er gott td að lesa ALLAR færslur hér og lesa alt sem þið komist yfir um hundasálfræði. 

 

Eitt dæmi;  ég hef ekki póstað færslu hér mjög lengi.  ég hef bara verið að sinna öðru og ekki nennt setjast niður að skrifa eitthvað þótt ég oft fékk góðar hugmyndir yfir færslu.  En það bara gerðist ekki að ég kom þeim hingað inn.
 Í dag þegar ég vaknaði sá ég komment á fyrri færslu, þar sem hann Oddur skrifaði að hann hafði lesið allar færslurnar í þessu bloggi og að það hafði hjálpað honum alveg ótrúlega mikið.
 - ÉG FÉKK HRóS!!!
 og hvað gerðist? 

Jú ég fór strax að pósta færslu hér inn.

Semsagt verðlauna góða hegðun, gerir að verkum að þessi hegðun styrkist. 

Get gefið ykkur dæmi sem er oft klikkað á að verðlauna góða hegðun hjá hundi.

Hundurinn er búin að vera í hami af leik og frekar uppáþrengjandi og vill svo mikið fá athygli og leik að þið eru að verða alveg vitlaus á honum og viljið smá frið. Svo kemur að þvi að hundurinn gefst upp og leggst við fætur þínar og fer að sofa. Og hvað er það?  Jú, það er góð hegðun, hegðun sem þið viljið styrkja að hann bara liggur rólegur og sefur eða slappar af.  og hvað á þá að gera? Jú, þá á að verðlauna góða hegðun.  Og það er gott að verðlauna miðað við æsing. Semsagt í þessu tilfelli myndi ég beygja mig niður tala rólega og klappa hundinum rólega og strjúka og segja duglegur og gera þetta í smá stund og svo hætta.   Ef hundurinn æsist allur upp við þetta þá er það slæm hegðun og hvað á að gera? Jú, hunsa.  Hætta að klappa og hunsa þangað til hann er aftur rólegur og þá aftur klappa og tala rólega.

Eftir nokkur þannig atvik, lærir hann að vera rólegur líka.

 

wollaa...


pointið er að vera dugleg  að kommenta, þá koma fleiri færslur.

Duuuuugleg  er alveg nó líka ef þið hafið ekki meira að segjaW00t

 

Með þessu segi ég takk fyrir mig að sinni og set mynd af fallegu Lunu minni, sem er orðinn 4 mánaða gömul. :)dsc00204.jpg


Hundaáhugafólk - Lesið þetta!

 Ég vil fá að setja þessa auglýsingu hér til þess að hjálpa þessari tík að finna nýtt heimili, ég þekki til hennar og vill gjarnan að hún fái gott nýtt heimili.

Þið sem viljið hjálpa okkur að finna gott heimili - endilega sendið á facebook eða látið fólk vita af þessu.

Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við þau gegnum þessa slóð

 

 Kveðja

Heiðrún

 

 

 

Gefsins 1 árs border collie tík

Perla er yndislegur hundur sem ofur fljót að læra. Það er hægt að kenna henni allt. Núna kann hún t.d. að sitja, liggja, heilsa, bíða, rúlla, gefa five og high five, hoppa í gegnum húllahring og svarar innkalli. Hundaþjálfarar telja hana bráðgáfaða og segja hana mikið efni í smala- eða björgunarhund. Hún er mjög stjórnsöm og þarfnast sterks leiðtoga. Það er það sem við getum ekki gefið henni plús það að hún þarfnast meiri hreyfingar og þjálfunar en við ráðum við. Þetta tekur okkur mjög sárt en sjáum ekki fram á að geta veitt henni það sem hún þarf.

Perla er rosalega hrædd við karlmenn og leggur fæð á þá. Hún getur verið mjög nærgöngul við þá og geltir reiðilega að þeim og setur upp kamb. Við höfum farið með hana til hundaþjálfa sem telja að við séum ekki nægilega sterkir leiðtogar fyrir hana ásamt því að geta ekki veitt henni þá þjálfun og hreyfingu sem þarf. Þeir segja hana samt rosalegan efnilegan hund fyrir réttan eiganda. Hún þarf mjög nákvæmt uppeldi en er fín áskorun fyrir einhvern sem hefur áhuga á efnilegum vinnuhundi.

Hún er vön börnum, köttum og elskar bolta


Næsta síða »

Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband