Leita í fréttum mbl.is

Æstir hundar út að labba í góða veðrinu!

Kannist þið við það að hundurinn alveg brjálast úr hamingju þegar farið er út og hann er svo æstur að þið eruð í mestu vandræðum nánast allan göngutúrinn. Hann rýkur út um dyrnar þegar þið hafið bara opnað smá rífu, hann dregur ykkur af stað og sérstaklega í  hvolpa aldri, þá bítur hann voða mikið í bandið.

Afhverju?

 

 Þetta er hegðun sem flestir vilja fá burt. Við viljum þægan hvutta sem bíður með að fara út þangað til er sagt gjörðusvove, við viljum hund sem labbar fallega í bandinu án þess að toga í það, við viljum hund sem er hamingjusamur og orkumikill án þess að vera brjáláður. 

 

Hvernig fáum við það?

 

Það er auðvelt ef við skiljum afhverju hann er að þessu.  Allt snýst um að verðlauna góða hegðun og hunsa slæma. 

Til þess að það virki verðum við að finna hvað hann vill akkurat þá. 

Td:  Við erum að fara út. Hann er farinn að tjúllast af æsingi meðan við erum að klæða okkur í útifötinn.
 - Hvað vill hann?  Jú, hann vill komast út.   Þá vitum við það og þá verður það verðlauninn sem við notum. 
 - Hvað vill hann ekki?  Jú, hann vill ekki vera svona lengi að bíða með að komast út. Þá notum við  það sem "straff".

Senarióið er að við stöndum á gangingum og bíðum. Við hreinlega bíðum þangað til hann er rólegur. Þangað til hann stendur kurr og er afslappaður, eða hann sest niður og er afslappuð.  Geispið sem getur komið er hans leið að róa sig niður svo það er gott tágn.
 Þegar hann er rólegur, fær hann verðlaun - einmitt það sem hann vildi - fara út!

Ef þetta er ávallt gert og ef þetta er einnig gert alveg frá hvolpa aldri þá verður aldrei æsingur við að labba út um dyrnar. Hann lærir að eina leiðinn til að fá að fara út er að vera rólegur.

 

Svo er það labbið úti.
Hann er æstur og vill fá að hlaupa.  Í fyrsta lagi þurfa hundar útrás og hlaupa svo þeir þurfa að geta farið á staði sem þeir fá að hlaupa frjálsir.  Og hin skiptinn sem við verðum að hafa þau í bandi er ég að fara taka dæmi um. ( Því ef þeir fá aldrei útrás mun ekki þetta hér virka sérlega  vel því þeir hafa allt of mikla orku sem þarf út)

Senaríóið er að hundurinn togar í bandið og þið eruð í hangandi á eftir.
 - Hvað vill hann?  Jú, hann vill komast áfram. Þá vitum við það og notum það sem verðlauninn í þessari æfingu.
 - Hvað vill hann ekki? Jú. hann vill þá ekki fara afturábak. Þá notum við það sem straff.

Svo æfinginn er að í hvert skipti sem hann togar í bandið, stoppum við harkalega upp og bökkum. Við bökkum þangað til hundurinn gefst upp og er farinn að labba að okkur. Þá löbbum við áfram, verðlaunum að hann hætti að toga í bandið.
og só on og só on.. þetta er erfið æfing sem þið þurfið að gera alltaf þegar þið eruð í göngu túr. Þá á hreinlega aldrei að vera í boði að toga í bandið. Verið alveg svaklega ströng á því. Toga í bandið er ekki í boði. Aldrei.  Ef hann kemst aldrei upp með það, þá hættir  hann að reyna.
  Vandamálið með þessa æfingu er að við erum oft löt og leyfum þeim að toga bara til þess að geta klárað göngutúrinn.  En þá erum við að rugla þá í rímunu. Annað hvort má toga eða ekki.

 

Svo erum við með þetta með að bita í bandið stanslaust í göngtúrnum. Þetta er týpiskt hvolpa dæmi sem er þá, bara leikur og hættir sjálfkrafa.  Ef það er hunsað á réttan hátt.
 Ef þið eruð að taka bandið úr honum á þann hátt að þið eruð " í hans augum að leika við hann" þá mun hann gera þetta aftur og þá verður þetta verðlaun. Athygli frá ykkur.

 Hér ætti að vera nó að frekar harkalega taka bandið úr munninum  hans án þess að veita honum athygli eða detta í reipitog við hann. Bara rífa bandið úr kjaftinum og halda áfram að labba.

við leiðréttum það sem hann var að gera rangt og hunsuðum hann. 

Hundurinn fannst það ekkert gaman og mun sennilega ekki velja þetta sem leikfang aftur. 

 

alltaf í hundaþjálfun þurfum við stoppa upp og hugsa hvað er það sem hundurinn vill akkurat núna. Það notum við sem verðlaun við góða hegðun.  Og gerum anstæðuna sem straff (ef mögulega hægt er)

 

já og farið svo út að labba núna í þessu gull fallega veðri úti:))

 Kveðja
Heiðrún

 

 

8_walking_the_dog.gif


Eigandinn

Ég hef mest verið að tala um hundana á þessu bloggi, bara annað slagið talað um eigendur. Núna langar mig að veita athyglinni að einmitt þeim.

 

Pointið með þessari færslu er að fá skilning um að hundurinn verður aldrei betri en eigandinn vill fá hann.

 

Þegar þú sem nýr eigandi fær 2 mánaða hvolp frá góðum ræktanda sem hefur gert allt rétt  á þessum 2 mánuðum,  er hundurinn fullkomin.

 

Svo er undir þér komið að “skemma” ekki hundinn.

 

Öll hegðunarvandamál koma út af okkur sem eru að sinna/ekki sinna hundinum.

 

Áður en þið farið í panik og haldið að þetta er allt of stór ábyrgð fyrir ykkur þá ætla ég að reyna segja hvað þarf að gera á eins auðveldan hátt og mögulega hægt er.

 

Til þess langar mig að taka dæmi af einni fjölskyldu sem réð mig sem hundaþjálfari nýlega.


Þau eiga ofsalega fallegan labrador hvolp sem er með mjög sterkan karakter. Þau sögðu við mig strax að þau væru alveg fersk í þessu og vissu ekkert um að ala upp hund.
Eftir að hafa hitt þau þá er ég alveg viss um að hundurinn mun verða heimsmestari og hin besti hundur.  

Ég skal segja ykkur afhverju.

 

Þau öll.  Mamma, Pabbi og 3 börn sýndu öll áhuga á að læra á hunda. Meira segja sú sem var hrædd við hunda og forðaðist þennan hvolp alfarið, sat hjá okkur og hlustaði.  Þessi svakalegi áhugi á nýja fjölskyldu meðliminum segir mér það að þau geta ekki klikkað á þessu.  
Auðvita þurfa þau að afla sér upplýsingar og reyna að læra allt sem hægt er um hunda, en það er ekki erfitt þegar áhuginn er fyrir því.

 

Eins og ég sagði í einum af mínun fyrstu færslum.  Margir vilja fá sér sætan hvolp, en færri vilja fullorðinn hund.   

 

Ef þið hafið áhuga á að fá hund verðið þið að spyrja ykkur hvort þið hafið áhuga á að læra það sem læra þarf.  

 


HoW to MAKE a good DOG. GUIDE; For DUMMIES

"vonandi fæ eg góðan hund því þessi sem amma átti var svo óþekkur, át allt sem hann sá og gelti stanslaust á nágranna. ég vil sko ekki þannig... vonandi hitti ég á þægan hund."

Sumir halda þetta, að það sé happdrætti hvernig hundur maður fær. En því er ég alveg ósammála. Þetta er allt undir okkur komið hvernig hann veður sem fullorðin.  

 

Ég er núna komin með fráhvarfseinkenni, ég bara verð að fara fá mér hund aftur, þessvegna er ég núna að leita mér að íbúð sem ég get auðveldlega haft hund.

Þegar ég er að spyrjast fyrir um leigu íbúðir og hvort má hafa dýr, er oft spurt hvernig dýr og þá hvernig tegund hund. Þegar ég nefni að ég hef reynslu sem hundaþjálfari og veit hvernig ég á að ala minn hund upp, þá verða flestir bara ánægðir og hafa ekkert á móti að leyfa manni að hafa hund.

Afhverju er það?  Við vitum öll hvernig fólk lítur á hund í ibúð, en það er allt í lagi ef maður veit hvað maður er að gera greinilega. 
 Það eitt segir bara að það er hegðunar vandamál sem er að skemma fyrir okkur hunda fólki.  
Það sem ég hef skrifað hér á blogginu er nánast allt sem hin almenni hunda eigandi í Noregi kann. Þar að segja þessi sem hefur áhuga á hunda hlýðni. Sem eru flestir.  Vissuð þið td að það er bannað að banna hunda í blokkum!..  Hugsið ykkur það. Það er ekki nó að bara segjast vera með ofnæmi, það þarf að sanna að viðkomandi virkilega verður veikur af því að hundur sé í stigaganginum.

Hvernig væri að hafa svona góðan skilning á hundum hér á Íslandi?  Það er alveg hægt. Sjálfsagt tekur það nokkur ár að koma því í hring, en það er undir okkur komið sem eru með hunda núna að vera ábyrg og að við öll fáum okkur reynslu á við hundaþjálfara.  Því ég hef skrifað um allt í þessu bloggi sem þarf til þess að fá góðan hund sem veldur ekki skaða eða truflun á húsnæði eða nágranna.

Ég vil taka saman nokkra punkta. Svona HOW TO MAKE A GOOD DOG GUIDE FOR DUMMIES.

 Fyrir neðan eru  eldri bloggfærslur sem ég hef skrifað sem  ég tel er þetta grunn, basic sem þarf að vita til þess að fá góðan heimilishund.  :)

 

  1. Pissa úti takk.

             Ef það er æft þetta rétt, strax frá byrjun þá ættiru að vera buin að venja hann að gera úti eftir 2 til 3 daga.

 

  1. Kenna hundinum orðið NEI
Flestir hundar halda að þeir heita "nei" það er sagt svo oft við þá. Mikilvægt er að kenna þeim merkingu orðsins og ekki of nota það.

 

  1. Læra að hrósa hundinum
Trúið því að þetta er það mikilvægasta þú getur lært að gera. Að hrósa. Því ef hundurinn er vanur að fá hrós fyrir góða hegðun, tekur hann eftir hunsinu þegar hann gerir þá slæmu.. og vill ekki gera það aftur því það borgaði sig ekki.

 

  1. Hlýða Inkalli
Segi bara að það er frábært að eiga hund sem kemur þegar er kallað. Þá er mikilvægt að ekki of nota það. Ekki stanslaust kalla á hann í tíma og ótima, þá hættir hann að nenna að koma.


 

  1. Skilja hunda tungumálið
Hundatungumálið er auðvelt, ef maður bara kann það.  Að vita hvort hundurinn mun lenda í slagsmálum eða ekki er oftast hægt að lesa á þeim áður en hundarnir hitta hvorn annan.


 

  1. Setja reglur
hundar vilja reglur, þeir þurfa á þeim að halda til þess að geta betur skilið okkur. Fjölskyldan öll þarf að vera sammála um reglurnar og fara eftir þeim að fullu.

 

  1. Venja hund á búr og að vera einn heima.
Sáttir nágrannar eru þeir sem heyra ekki hundinn væla og gelta. Að venja hundinn á að vera einan heima í bíl og í búri er mikilvægt að byrja á strax frá hvolpa aldri og mjög mikilvægt að sé gert rétt. Annars fá þeir panikk sem getur verið erfitt að taka úr þeim seinna.

 

  1. Geta tjáð okkur þannig að hundurinn skilur okkur
Bara það að geta sagt við hundinn að "þetta er alt i lagi ekkert að stressa yfir" er oftast gert eins og við myndum gera við hvort annað. -skiljanlega.  En því miður misskilja hundar þetta og þeir verða einmitt stressaðari.

 

  1. Hundahárin rísa, þyðingin á því

 

  1. Grunn hlýðni æfingar sem allir hunda ættu að meistra

Þetta hjálpar í því daglega að geta beðið hundinn um að leggjast td og vera kurr.  Td þegar maður getur ekki bundið hann.

 

þetta var listinn, núna geta allir orðið hundaþjálfarar LoL  

ps..  Hintið í þessari færslu var semsagt að ég er að leita mér að íbúð...  Einhleyp 29 ára kona með hund í framtiðinni óskar... eftir hræ ódýrari íbúðHalo


Spurning frá lesanda; lausa ganga þegar ókunnugir mæta okkur

Sæl Heiðrún,

Enn og aftur takk kærlega fyrir þína FRÁBÆRU SÍÐU, ALGJÖRLEGA Ó MISSANDI AÐ
KÍKJA Á HANA

Svanhildur heiti ég og hef leitað til þín áður með taumgöngu og þær
ráðleggingar hafa reynst mér mjög vel ;O)
Þannig að aftur leita ég til þín með annað áhyggjuefni og það er að

þegar ég er með hann Erró minn lausan (stór og stæðilegur 17. mánaða
Labrador)
gengur það bara alveg ágætlega hef einmitt verið dugleg að fara eftir því
sem þú skrifaðir á síðuna þína
varðandi það að fela mig eða fara skyndilega í öfuga átt osfv sem gerir það
að verkum að hann er farinn að
fylgjast mun betur með mér ;O) en og aftur frábærar ráðleggingar frá þér.

Eins og ég sagði gengur þetta ágætlega svo lengi sem við mætum engum og
sjáum ekkert spennandi EN
ef við mætum manneskju, sjáum aðra hunda eða spennandi laufblað fýkur hjá
þá er hann rokinn um leið til að FAGNA manneskjunni og flaðra og hamast
;O( við mis mikla hrifningu fólks að sjálfsögðu og ég auðvitað alveg í
sjokki
sem gerir það að verkum að ég finn að ég er ansi smeyk við að sleppa honum
lausum og hef stundum brugðið á það ráð að vera með hann í
extra lögnu bandi þannig að ég geti þá frekar stýrt svona uppákomum.

Innkallið er ágætt en eins og ég segi þá er ég voða smeyk við að þora að
sleppa honum því við mætum líka fólki sem er ekkert hrifið af hundum ;O(
og ef ég sleppi honum aldrei þá lærir hann það eflaust ekki að haga sér vel
þegar hann er laus ekki satt?
Svo einmitt ef við hittum annað hundafólk með lausa hunda þá ætlar hann bara
helst að halda áfram með þeim því það er svo mikið stuð að leika þó svo ég
gangi í hina áttina ;O( ég hlít að vera eitthvað mjög óspennandi, svei mér
þá.

Mig langar svo rosalega að geta haft hann lausan og treyst því að hann rjúki
ekki í burtu allavega að ég aulist til að hafa betri stjórn á honum lausum,
ég er líka svo hlynnt þeim aðferðum sem þú beitir því ég hef ekki trú á
hörku.

Ég hef vanið mig á að fara ekki út rétt eftir að hann hefur borðað og ég er
alltaf með eitthvað gott
ef ég ætla mér að sleppa honum.

Hefurðu einhver ráð fyrir mig Heiðrún mín??

Bestu kveðjur
Svanhildur

 

hæ Svanhildur.
 
ofsalega gaman að fá svona póst eins og frá þér með svona mikið hrós..þá verð ég svo glöð:)  Hef verið svo löt við að blogga undanfarið því það hefur verið svo mikið annað í gangi. En þegar ég fæ svona skemmtilegan póst langar mér strax að fara skrifa færslur:D.
 
Flott að aðferðirnar mínar eru að virka vel og ég les að erró er góður og líflegur hundur, sem hefur gaman að lífinu og vill kanna allt.
Það sem þú getur haft í huga núna er að hann er 17 mánaða og er að ganga í gegnum "táninga tímabil" eins og þú veist örugglega. En þau eru tvö sko.. fyrst svona frá hvolpi til tánings    og svo kemur eitthvað annað skeið sem er áberandi hjá sumum meira en hjá öðrum og hundar sérstaklega reyna að verða sjálfstæðir og athuga hvað þeir komast upp með.
 
En bara þegar það er sagt er það enginn afsökun svo gleymum þessu bara.
 
Það sem getur verið næsta skref fyrir þig er hæl ganga. Rétt og slétt hlýðni æfingar. Labba við hæl, standa kurr, bíða, liggja og vera kurr osf. Það gerir hann fókuseraðan á að hlýða þér og þú hefur tök á honum þegar þið eruð úti að labba.
td þegar hann er laus og þú sérð mann koma áttu að geta annað hvort bara sagt kurr.  eða sagt honum að leggjast og bíða þangað til maðurinn er farinn.   Þegar þetta er æft oft og hann fær ekki að heilsa og skemmta sér með öllum ókunnugum þá hverfa eða mínka væntingarnar í garð ókunnuga og þá verður hann rólegri þegar slíkur fer framhjá. 
 
 
Kveðja
Heiðrún:)

 


Hæl ganga og að horfa á eiganda við gönguna

mér var bent á að ég hef bara snarlega gleymt að fjalla um hvernig fá hundinn til að horfa uppá okkur þegar við löppum í hælgöngu..

jæjæ here it comes:

  labbið með hundinn við hæl eins og þið hafið æft.. verið búin að "lauma" pulsubitanum í munninn ykkar þegar hundurinn sá ekki. Og þegar þið hafið labbað nokkur skref þá poppið þið út pulsunni á jörðina.. og þá er hundurinn " frí" og má fara að borða hana.. endurtekið og hann fer að fylgjast með upp meðan hann labbar.

 

en var ég búin að tala um að setja orð á að horfa á mann? ef svo var ekki þá get ég rifjað það upp. þegar hundurinn hefur lært æfinguna setið þið orð á hana, ekki fyrr.  Segja orðið. td SJÁ eða HORFA eða hvað þið viljið.  og bíðið í nokkrar sek.. 1, 2 , 3, 4 og svo gerið æfinguna þá fer hann að tengja þetta tvennt saman.

svo þegar þið eruð að láta hundinn setjast við hæl þá á ekki að þurfa að segja Þetta, þetta á að vera automatiskt í þessari æfingu svo reynið að forðast það, en notið ef þarf.  Frekar æfa meira með pulsuna í munninum,
 Koma inn við hæl, setjast,  poppa út pulsu strax og hann er sestur og horfir á þig.  Svo verðlauna lika þegar þið labbið af stað, en hafið þessar æfingar sér í byrjanda tímanum.  því  poppa út pulsu þá er hundurinn frí og þú hrósar og leikur við hann.

 

látið mig vita hvernig þetta er að virka hjá ykkur. Þið eruð svo dugleg að senda inn spuringar um hvernig á að bæta hundinn ykkar, en ég fæ bara snarlega allt of lítið þú ert algjört æði komment... svona eins og hundarnir.. þvi meira hrós ég fæ... því oftar langar mig að skrifa færlsur:)))


Hvað er yfirleitt helstu atriði sem tengist uppeldi hundsins sem fólk klikkar á?

Frábær spurning frá lesanda; 

En ég vill þakka þér fyrir þessa frábæru síðu sem þú skrifar á og ég ætla mér að lesa allar færslurnar þínar.
En eitt í viðbót,  hvað eru svona yfirleitt helstu atriði sem tengist uppeldi hundsins sem fólk klikkar á?
Kær kveðja, Diljá

 Helsta sem ég myndi segja er að fólk klikki á að er hrósa góða hegðun.  Það sést meira um að þau straffi slæma hegðun í staðin og "taki" ekki eftir góðri hegðun.


Hundar eru stanslaust að athuga hvað borgar sig að gera og við getum látið þá vita á tvenna vegu. Með því að verðlauna það sem var rétt og straffa það sem var rangt. Það síðarnefnda eru þeir miklu lengur að fatta.
 

Dæmi á að straffa það sem er rangt:
Það er eins og ef mamma þín vill að þú ferð inni í herbergið þitt, en getur ekki "sagt það í orðum" heldur verður að sýna þér hvað hún er að meina.  Það getur hún gert á tvenna vegu.
Lamið þig í þegar þú stendur í eldhúsinu, þangað til þú færir þig í annað herbergi. Ef þú ert heppin ferðu inní þitt herbergi, en ef þú ferð í stofuna lemur hún þig aftur. osfr. þangað til þú hittir óvart á að fara inni þitt herbergi. þá verðuru ekki lamin. Þá fattaru að þarna viltu vera, því þarna verðuru ekki lamin. 
Þetta er að kenna hundum með þvi að straffa þeim.  Oft gert.  Td þegar er verið að læra að labba við hæl. Fólk kippir í ólina í bak of fyrir og hundurinn meiðir sig stanslaust, og svo þegar hann er óvart við labbirnar þinar og labbar óvart við hælin þá kippuru ekki, þá lærir hann að hann "vill" hann vera þarna til þess að ekki fá óþægindi.
 
Eða svo er hægt að kenna með þvi að verðlauna góða hegðun;
mamma þínn vill fá þig inní þitt herbergi. Hún dobblar þig með í leik og sem gerir að þú vilt elta. Þegar þið eruð komin inní herbergi þitt, klappar hún og hrósar og gefur þér nammi. Þetta endurtekur hún oft og svo byrjar hun að segja orð áður en hún byrjar að leika og dobbla þig þangað. Þá eftir nokkur skipti fattar þú að þegar hún segir þetta orð þá áttu að fara inní herbergi til að fá nammið.
Eða leika við hundinn, láta hann elta nammið í hendina og hafa hendina við hæl stöðu þannig að hann labbar við hæl. Þá hrósar og nammi og athygli. Svo þegar hann óvart labbar of langt frá þér þá fær hann ekkert. (ekki nei eða skamm eða athygli... heldur ekki neitt. bara huns) Svo byrja aftur og þú verðlaunar þegar hann er við hæl. Þetta fattar hann fljótlega hvað sem rétti staðurin.

 
 
 
 
Svo er þetta með athyglina á slæma hegðun;
 
Dæmi er td gelt og væl.  Segum sem svo að hann er úti og leiðist og fer að finna sér eitthvað að gera. Það kemur vegfarandi framhjá og hann byrjar að gelta og urra á hann.  Eigandinn stormar út og "skammar" hundinn og tekur hann inn.
 Þetta er í raun að gefa athygli á slæma hegðun. Hann fékk verðlaun ( fékk að fara inn og leiðist ekki lengur) með þvi að gelta og urra. Hann mun prufa þetta aftur.
 Ef eigandinn passar  uppá að hundurinn byrjar aldrei að leiðast úti í garði, semsagt lætur hann ekki eyða of löngum tíma, þegar hundurinn er búin að þefa þá taka hann inn. Þá byrjar ekki þetta sem vandarmál.
Sama með væl, td væl heima í búrinu eða þessháttar. Ef eigandinn opnar búrið þegar hundurinn vælir, þá verðlaunar hann vælið. og hundurinn fattar að hann þarf að væla smá til þess að fá að koma út. 

 Athygli á góða hegðun;
En ef eigandinn bíður og í staðinn opnar þegar hundurinn tekur smá pásu frá væli eða gelti. (stundum bara til að ná andanum) þá er hægt að opna, og þá er verið að verðlauna að hann er rólegur og hljóður. Þá þegar þetta gerist nokkrum sinnum.. alltaf bara opnað þegar hann er ekkert að gelta eða vesenast þá lærir hann að hann þarf að bara að vera rólegur og bíða þá kemst hann út. 
 
Þetta er myndi ég segja leyndarmálið við hunda, verðlauna það sem þú vilt að hann endutekur og hunsa það sem þú vilt ekki sjá aftur.
Hundar gera bara það sem borgar sig.
Við verðum í hverju sinni að stoppa og hugsa  hvað það er sem hann vill akkurat núna þegar hann er að þessu sem hann er að gera.  Þá finnur maður oftast lausn á vandanum.


 Kveðja
Heiðrún

Ps.  Hef þú hefur verið að æfa hundinn með því að straffa þegar hann gerir rangt, og ætlar núna að byrja verðlauna góða hegðun og hunsa slæma...  þá ef þú núna byrjar að hunsa röngu, sem þú áður hefur straffað, mun hundurinn ekki taka það sem neikvætt að þú hunsar. Heldur bara hugsa.. "hjukkitt maaar... varð ekki *lamin*"  og nýtur þess að fá frið.
Svo þið, getið byrjað að verðlauna vel, góða hegðun, vinna í að fá góðan kontakt við hundinn, byrja að búa til gott samband, láta honum finnast ofsalega gaman að vera hjá ykkur. Kalla hann til ykkar og leika og gefa nammi og veita athygli. Gera þetta mikið þangað til hann er orðin vel háður svona góðu sambandi við ykkur. Þá frekar tekur hann eftir þegar þið hunsið... þá fer að hann að hugsa.. "heyyy þetta sem ég gerði, borgaði sig ekki þvi hún bara fór frá mér. "     Svo þegar hann gerir eitthvað annað sem er gott og þá fær hann fulla athygli og hrós  þá hugsar hann "yes.. þetta fýla ég.. ætla sko að gera svona aftur"

  Auðvita er ég bara að giska hvað hann sé að hugsa, en mér dettur í hug að eitthvað í þessa áttina geta þeir verið að hugsa, farið að pæla í honum, pæla hvað hann sé að hugsa. Stundum er mjög auðvelt að lesa hvað þeir eru að hugsa.
Wink


Spurning frá lesanda; þegar kemur fólk í heimsókn

 

Sæl, mig langar að byrja á að þakka þér fyrir frábæra síðu, það er ekkert smá gott að hafa aðgang að svona hundasérfræðing á svona aðgengilegan hátt.

Jæja en þá er vandamálið:

Ég á Silky terrier tík sem er að verða 9 mánaða. Hún er alveg yndisleg í alla staði en það er tvennt sem böggar mig, í fyrsta lagi þegar það koma gestir sem hún þekkir vel þá pissar hún niður úr á staðnum, ég veit ekki hvernig ég á bregðast við því, sýnist hún engan vegin ráða við þetta.  Í öðru lagi þá er hún alveg hrikalega feimin eða stundum jafnvel hrædd við krakka. Veit ekki til að hún hafi neina slæma reynslu af þeim en ef það koma börn á heimilið (er með 2 unglinga á heimilinu) þá bara er hún miður sín og liggur undir borði eða alveg við fæturnar á manni. Ég er mjög stressuð því mér finnst ég ekki alveg geta treyst henni við þessar aðstæður, veit samt að þó hún biti þá væri það bara til að verja sig en það er eins og hún geri sér ekki grein fyrir því að krakkarnir vilji bara vera góðir og leika. Ef ég er inn á heimili hjá öðrum þá vill hún bara kúra í fanginu mínu og treður þá höfðinu þannig að hún þurfi ekki að sjá krakkana.... Úff ég er alveg lost yfir þessari hegðun.  Sérstaklega líka af því hún er mjög sterkur karakter þegar hún er ekki innan um börn, heldur t.d. að hún ráði yfir öllum hundum sem hún kemur nálægt líka stórum.   Engin taugaveiklun hjá henni gagnvart þeim eða fullorðnum yfirleitt, er reyndar svoldið tortryggin gagnvart ókunnugum sérstaklega ef hún finnur hundalykt af þeim en það er fljótt að rjúka úr henni.

Annað hún er ekki farin að hafa blæðingar eða sýnir engin einkenni lóðarís er það eðlilegt hjá 9 mánaða tík ?

Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra, vona að þú getir hjálpað mér í þessu.

Kær kveðja, Lilja.

 

Sæl Lilja.

Þú kemur með margar ágætis spuringar svo ég set þetta í sér færslu.

Hvolpar eru með litla pissu blöðru, þeir geta ekki haldið í sér lengi, þess vegna þurfa 2 mánaða hvolpar að fara út á ca korters fresti til að byrja með og svo lengist tíminn. Þegar eitthvað fer inn þarf eitthvað að fara út, er svona reglan i þessu.
 En þegar hvolpurinn er orðin 9 mánaða er hann farin að geta haldið meira í sér og slys gerast sjaldan. En það er frekar algengt að þeir missa sig þegar koma gestir í heimsókn. Þeir verða svo spenntir að þeir pissa á sig.
 Mín gerði þetta einmitt á þessum aldri.
Það sem hægt er að gera er að draga úr spennunni hjá þeim. Æfa rólegheits æfingar. td sitja og vera kurr og þessháttar. Svo þegar koma gestir þá á hundurinn að bíða meðan þið heilsist og gestirnir fá að koma inn. Þegar hundurinn er aðeins rólegri þá segiru frí og hundurinn fær að heilsa uppá fólkið.
Þetta er lika mjög gott að venja alla hunda á. Því uppá framtíðina að gera  þegar litli hvolpurinn er ekki litill lengur, þá finnst kannski ekki öllum gestum varið í að fá hund flaðrandi uppá sig um leið og komið er í heimsókn.
Hugsið bara sjálf, þið eruð að koma í heimsókn. Þarna er hundur sem þið þekkið ekki. Hann situr bara nálægt og bíður meðan þið eruð að spjalla við fólkið. Svo segir heimafólkið þegar þið eruð komin inn í stofu,  "frí" við hundinn og hann labbar þá rólega að ykkur og þefar.
Er þetta ekki betra en að koma á stað sem fyrsta sem þið mætir er hundur sem hoppar uppá ykkur og jafnvel geltir og er ofsalega æstur?!
Þessi hamagangur lærist með tímanum.  Þetta byrjaði þegar hann var litill og ofsalega sætur. Þá kom eitthver í heimsókn og byrjaði strax að klappa og leika við hvolpinn því hann var svo ofsalega sætur.
Nú, þetta man hann og byggist upp til að verða svooooo gaman að fá gesti því þá fær hann svo ofsalega mikla athygli, og þegar það hættir að gerast(þegar hann verður eldri) þá fer hann að búa til athyglina sjálfur með því að hoppa upp á fólkið, krefast athygli. Og auðvita fær hann verðlaun fyrir því ekkert ókunnugt fólk þorir að hunsa eða ýta honum niður. Þau rétt og slétt klappa og heilsa. Semsagt hann fékk verðlaun fyrir að krefast athygli og gerir þetta aftur næst.. 
 þessvegna er ágætt að æfa þetta með þegar koma gestir í heimsókn, að sitja og vera kurr. Og fá ekki að fara heilsa fyrr en síðastur og þegar allir eru komnir inn og jafnvel sestir. Þá er hann lika einnig automatiskt rólegri.  Áður en þið segið frí, þá getið þið verið búin að útskyra fyrir gestina að þið viljið engan hamagang í klappinu þegar hann kemur að heilsa. Bara rólegt klapp. Þá bindur hann ekki heimsóknir við eitthvað GEIÐVEIKT skemmtilegt. heldur bara rólegan hlut. Og verður rólegur.

  EN.... svo þegar hann er rólegur og gestirnir hafa verið þara í 5, 10, 15 min þá má kalla hann til sín og fara leika ef gestirnir vilja. Þá má hamagangur byrja ef svo er óskað. Þá bindur ekki hundurinn hamganginn og leikinn við að gestirnir voru að koma. Skiljið?  En það er gott að gestirnir sjálfir kalla á hundinn ef þau vilja og ekki endilega allir gestir. Þannig lærir hann að ekki allir vilja leika og gestirnir ráða hvort þeir vilja leika eða ekki.   Gott er að hundurinn lærir að það þyðir ekkert að krefast eftir leik eða athygli.  Það er svo þægilegt í framtiðinni ef þetta er æft frá byrjun.

En bara svona til að hafa með. Þið sem höfðu ekki gert þetta og eruð með hund sem flaðrar upp um alla um leið og þeir koma í heimsókn, þið getið alveg byrjað núna. Það er aldrei of seint. Það krefst bara meira þolinmæði frá ykkur. Því ekki bara eru þið að kenna nýja siði, heldur taka burt ósið. Það er hægt, tekur bara meiri tímia og áhveðni frá ykkur.

Gott er að byrja auðvelt, byrja æfa sitja og vera kurr með truflun, en ekki endilega þegar koma gestir. Heldur bara úti þar sem labba framhjá folk og þessháttar. Þegar hann hefur lært þetta með að sitja og vera kurr þegar er fullt í gangi þá getið þið farið að gera þetta með gesti. Þangað til getið þið látið hann sitja og vera kurran enn halda í ólina allan tíman. Því þetta má ekki mistakast. Hann má ekki standa upp sjálfur eftir að þið hafið sagt kurr. Ef svo gerist verðið þið að setja hann niður á nákvamlega sama stað og hann sat á áður. ekki hálfum metra frá... nákvamlega sama stað. Þá fattar hann að þetta þyddi ekkert. Ef hann fær að setjast "aðeins nær" þá borgaði sig þetta og hann getur valið að gera þetta aftur.
Hundar gera bara það sem borgar sig.

Þessi æfing ætti að róa þá og þá ætti pissu vandarmálið að hverfa, ef hann pissar á sig þótt han virðist rólegur. Getur verið hugmynd um að kíkja á dyralæknirinn til að athuga hvort eitthvað sé að.
Eða bara fara oftar út með hann að pissa.

svo þetta með að hún sé hrædd við krakka.

Sumir hundar fíla rétt og slétt ekki krakka, því krakkar eru með svo mikin hamagang og eru svo hávær og æst. Ruddaleg þegar klappað þeim og kannski hefur eitthver óvart togað í skottið eða þessháttar og það vill hún ekki að gerist aftur.
Best er að segja gestum að láta hundinn vera. Sérstaklega krökkum. Segið að hunsa hundinn og ef hundurinn vill leika þá kemur hún fram sjálf. Hún kannski þorir því, þegar hún sér að krakkin er rólegur og hunsar. Þá vaknar forvitninn. En ef krakkinn er stanslaust að reyna dobbla hana fram að leika og þessháttar, styrkist bara viljinnn að vilja ekki leika.

Svo er þetta sem þú skrifar að þú ert stressuð þegar koma krakkar. Þú ert þá kannski komin í vítahring. Tíkinn sensar að þú ert stressuð þegar koma krakkar og þá er hún enþá meira á varbergi. Prófa þú að slappa af. Segja öllum krökkum að hunsa hundinn. Þegar tíkinn kemur til þin, það gerir hún til að fá öryggi, þá getur þú án þess að segja neitt, bara labbað burt frá henni. Ekki vera verndari hundsins í þessari settingu. Þá ertu í raun bara að segja henni að hérna þarftu að verja hana.  Farðu þá frekar að knúsa krakkan og spjalla við hann. Þá kannski fer tíkin að hugsa sig um og spá hvort þetta var nokkuð óvinur.  Svo á sínum eiginn tíma ef hún vill kemur framm að þefa. Og leyfið henni að þefa. Síðan þetta er svona issjú hjá henni þá segið krakkanum að ekki klappa. Bara leyfa henni að þefa. Hún hugsar kannski. " á ég að þora????"  "ok, ætla þora fara þefa smá" og ef krakkinn þá begir sig niður og vill klappa  þá getur hun verið að hugsa " oneii... þetta þori ég ekki" og hleypur burt. En ef krakkin er rólegur og bara leyfir henni að þefa í friði getur verið að hún hugsi " ahh... þetta var alt í lagi"  en samt farið burt.  En næst verður hún kannski hugrakkari og þefar lengur... fattið?

Þegar hún hagar sér við krakka eins og við þig og þá sem hún þekkir og treystir er hún tilbúin í að fara leika við krakkana. þá getur þú sagt við krakkan að setjast niður og athuga hvort hún vill leika smá.

Byrjaðu einnig að fylgjast með líkamanum hennar, hundar segja heil mikið um hvað þeir hugsa með líkamanum. Taktu eftir hvernig hún er með þeim hún treystir og taktu eftir hvernig hún er þegar hún er feimin og felur sig.

heimsókn hjá öðrum svo.  Ég mæli með að þú heldur á henni eins litið og hægt er. Þú ert að verja hana og hún öðlast ekki sjálfstraustið sem hún þarf.  Þegar þið eruð í heimsókn þá reyndu að ekki ýta undir hennar hræðslu með að klappa og knúsa hana. Heldur bara setja hana niður og segja samt öllum að láta hana vera. Og spjalla við þá sem  þú ert að heimsækja. Ef hún vælir og er alveg crasy. Ekki taka hana aftur upp. Þá ertu að verðlauna vælið. Biddu  heldur þangað til hún nær andannum og er hljóð í eina sekundu. Stattu þá upp og labbaðu um íbúðina. " til að taka hana úr þessum ham bara.  Hún eltir ofsa ánægð,sennilega. Ekkert segja við hana bara leyfa henni að elta. Farðu svo aftur í sófan og haltu áfram að spjalla. Endutaka ef þarf.

Hafðu bara ávalt í huga að ef hún vælir og vill eitthvað, ef þú veitir henni athygli þá ertu að verðlauna þessa hegðun og segja henni að endilega halda áfram að væla næst lika. En ef þú verðlaunar að hún var hljóð og róleg, þá ertu að segja henni hvað hún þarf að gera til þess að fá þína athygli. Hún verður fljót að fatta þetta.
Þessi regla á við allt í hunda hlýðni. Verðlauna hegðun sem við óskum eftir og hunsa óæskilega hegðun. Hundar gera bara það sem borgar sig.

Úr því hun er sterkur karakter er ég alveg viss um að þetta mun lagast með þvi að gera það sem ég skrifaði fyrir ofan. Hún mun höndla það að þú hættir að hafa hana í fanginu.
Gott er lika að syna henni að hún er ekki númer 2 í fjölskyldunni. Þá er gott að ávalt  að láta börninn þín og hina í fjölskyldunni ganga fyrir. Þegar þú kemur heim áttu að heilsa fyrst á alla hina. svo hana. Þannig ertu að markera hvar hún er í þessar fjölskyldu sem er aftast.  Þá er einnig minni likur á að hún þori að fara "siða" aðra til sem hún telur er neðar en hún, með þvi að knurra og bíta.

Svo í lokin ertu að spurja um lóðerí, þeir segja að það gerist oftast milli 6 og 12 mánaða, svo bara hinkraðu aðeins og þetta hlýtur að fara koma hjá henni.

Vonandi hjálpar þér þetta eitthvað. Endilega láttu mig vita hvernig gengur.

Kveðja
Heiðrún

CuteDog


Hefur eitthver séð tíkina mína? Hún er stanslaust að hverfa...

Hver hefur ekki séð auglýsingu með mynd af ofsasætum hvutta sem er týndur.  En eitthvern veginn finnst mér ég sjá oftar að þessir hundar sem týnast eru þessu litlu kríli... smáhundategundirnar. 
 
Afhverju?

Mín tík lét sig aldrei hverfa, hun passaði sig vel á að fara ekki langt frá mér. Ef hún fór úr augsýn þá kom hun altaf fljótt tilbaka til að gá hvar ég var og fór svo aftur.  Þegar ég sleppti henni einni út seint á kvöldinn til að þefa, þá var hún alltaf það nálægt að hún heirði þegar ég kallaði og kom eins og skot til mín. Nema þegar hún var að "smala" kanínuna í garðinum við hliðiná, þá beið hún aðeins með að koma. Blush

Afhverju?

Var ég svo heppin með tíkina? Heppin að fá svona góða tík?

Onei, þetta æfði ég hana til að gera alveg frá því hun var hvolpur.

Ég notaðist við hennar eðlishvöt að halda flokkinum.

Hundar sem telja sig ver í flokk, vilja vera í þessum flokk. Þeir fara ekki frá sínum flokki. Þeir passa sig sjálfir að halda flokknum. Þeir fylgjast alltaf með sínum flokkstjóra.
 ( margir hundar telja sig ekki hafa neinn flokk, ef hann er stanslaust bundinn og aldrei fær að fara neitt, gera neitt eða upplifa neitt, þá getur vel verið að hann telur sig bara vera í "fangelsi" og við fyrsta tækifæri hleypur hann burt. Um að gera að hafa hann lausan á labbi túrunum og æfa hann og leika við, þá er hann strax komin með flokkar tilfinignu, vill vera hjá þér.  Veit um 3 sveitar hunda sem alltaf eru bundir úti, þegar ég spurði afhverju, var svarið annars fara þeir bara á flakk og koma ekki aftur fyrir löngu seinna. Þá tel ég þetta vera hundar sem hafa ekki tilfinguna á að vera í flokk með bóndanum. Þeir fá aldrei að leika við hann eða þessháttar. Hann bara kastar í þeim mat annað slagið ekkert annað. Ég myndi lika hlaupa burtu sko.)


En oft er það þannig að hundaeigendur eru að fylgjast með hundinum sínum. Passa að hann fari ekki burt og hlaupa oft á eftir ef hann gerir það. Það er by the way góð leið að láta hundinn vita að hann er flokkstjórinn.

þegar ég er úti að labba með hundinn, þá ræð ég ferðinni.  Þótt hún er laus og labbar 10 metra fyrir framan mig þá ræð ég ferðinni. Hún snýr sér oft við og gáir hvort ég er ekki örugglega á eftir og bíður oft eftir mér.

Hvernig er það gert?

Ju, sumir hundar hafa þetta inní sér að fylgja vel, svo þar  þarf kannski ekki að gera mikið. En aðrir eins og mín eru mjög sjálfstæðir og þora að vera einir langt í burtu, þessir hundar þurfa að fá að vita að við eigendur erum flokkstjórarnir, annars áhveða þeir að vera það sjálfir.

Hérna eru nokkrar æfingar:

Æfing í að fylgjast alltaf með sínum flokkstjóra:
Þið eruð úti að labba og hundurinn er laus. Hann fær að labba útum allt sem hann vill. En þú vilt æfa hann í að fylgja þér.
Þetta gerir þú með því að stjórna ferðinni. Þegar hundurinn er kannski fyrir fram þig eitthverstaðar og er að þefa eða gera etthvað annað en að fylgjast með þér  þá snýrð þú alt í einu við og labbar tilbaka. Lítur ekkert við til að gá hvort hann sér að þú hefur snúið við, heldur bara labbar(getur labbað hægt) tilbaka og labbar þangað til hann kemur hlaupandi á fullu.
Fyrst getið þið passað að gera þetta þegar hann er bara að þefa eitthvað létt ekki alt of langt í burtu og að það sé ekki neinar truflanir nálægt, svo sem annar hundur eða fólk. (bara til að hafa þetta auðvelt svona til að byrja með).  Þegar hann fattar að þú ert farin í aðra átt kemur hann hlaupandi til þín, kemur alveg að þér og lítur upp með svona  " hvað er málið?" spurningu, en þá er mikilvægt að svara ekki þessari spurningu. Bara líta áfram og halda áfram að labba. Þetta er ekki neitt sem þú átt að hrósa. Heldur bara þetta er partur af hans lífi að fylgja þér. Þá þegar þú ert svona ofsa róleg og ert bara að labba eins og áðan þá hugsar hann að þetta var ekkert big deal bara rútína.
Svo snýrðu við og heldur áfram að labba áfram. Næst þegar hann er komin lengra frá þér og farin að þefa og "ekki fylgjast" með þér þá geriru þetta aftur...

Þetta æfiru oft og í hvert skipti þegar hann er laus. Hann á aldrei að geta giskað hvert þú ert að fara á labbi túrinum.
Þetta gerir að hann fer að fylgjast betur með þér. Þegar hann er að þefa þá gleymir hann sér ekki í að þefa, heldur æfir sig í að altaf hafa eitt auga á þér, sínum flokkstjóra.

Að flokkstjórinn hverfur alt í einu:
þessi æfing er mjög holl fyrir hundinn. Þetta er í raun æfing í að sýna honum hvernig það er að missa af flokknum. Tilgangurinn er að sýna honum afhverju hann þarf að fylgjst svona vel með sínum flokkstjóra.
Þegar þú hefur breytt um stefnu nokkrum sinnum og hundurinn er orðin duglegur að hlaupa á eftir þegar þegar það gerist, er næsta skref að láta sig hverfa.
Þegar hann er upptekin eitthverstaðar fyrir framan og þú kemur að húsi eða bíl eða eitthverju þá læturu þig hverfa bakvið það. Segir ekkert. Bíður svo þangað til hann sér að þú ert horfin, lætur hann svo finna þig.  Hann vill hlaupa tilbaka á þann stað sem hann sá þig síðast og gott er að frá þeim stað ætti hann að sjá þig auðvelt. Bara svona sem fyrstu æfingu að hafa hana auðvelda. Þegar hann sér þig átt þú að þykjast vera að gera eitthvað. Ekki bara standa og bíða. Heldur þykjast vera reima skíónna eða týna blóm eða senda sms..  Eitthvað sem hann fattar að þú ert bara að dunda þér þarna eitthvað og það var ekki neitt big deal að þú hvarfst. Þegar hann kemur er hann svo ánægður með að finna þig og vill sýna það, en þú tekur ekki undir það. Ekkert hrós eða þessháttar, bara heldur áfram að labba. Þá hugsar hann að þetta var partur af þinni rútínu þetta var ekkert sértsakt sem gerðist og getur gerst aftur.
Reyndu að aldrei hafa þessa æfingu eins, aldrei hverfa bakvið sama hús eða þessháttar. Þeir muna vel eftir síðasta skipti svo ef þú ert alltaf að fela þig getur verið að hann byrjar að hugsa " æj hún/hann er bara í felum þarna, nenni ekki að koma"  svo það er nó að gera þetta annað slagið þegar þú sérð eitthvern stað sem hentar.. Getur verið nó með einn buska fara bakvið hann og þykjast vera að týna ber af það vantar hús og þessháttar.

Afhverju má ekki hrósa þegar hann kemur til þín í þessum æfingum?  Jú, það er vegna þess að  þegar þú hrósar ertu að verðlauna fyrir æfinguna, þetta gerðiru rétt. Og jú það útskyrir ekki alveg afhverju en það sem hundurinn hugsar er að ef hann fær verðlaun fyrir eitthvað, er þetta eitthvað sérstakt sem hann gerir til þess að fá verðlaun.  við verðlaunum "commanto" td þegar við viljum að hundurinn kemur, sest, leggst osfr. Þetta er enginn skipun, þetta er eitthvað sem hann á að gera sjálfur án þess að við segjum honum að gera það. Þetta er hans vinna. Ef hann gerir þetta ekki þá er það hans vandarmál að tapa sínum flokki. Þessvegna hrósum við ekki.
Alveg eins og þegar við erum að venja á að vera einn heima. Ekkert hrós þegar hann er duglegur að vera einn heima, því þetta er eitthvað sem er rútina, hann á að vera einn heima stundum.
Þeir taka vel eftir hvernig við hegðum okkur, í hvernig þeir áhveða að bregðast, ef við hrósum fyrir að vera einn heima geta þeir tekið undir það sem að þetta var big deal sko.. og farið að hugsa að næst ætlar hann sko ekki að verða einn heima og byrja að fá panikk i þessari aðstöðu. Og þú endar með að eiga hund sem geltir stanslaust þegar hann er einn heima.

 

Láta sig hverfa við truflanir:

þetta er svona fullorðinsæfing sem gott er að byrja æfa við hvolpa aldur. Þegar hann er ofsa upptekin við eitthvað spennandi. En hann þarf að vera svolitið vanur hinum æfingunum fyrst. Vanur að þurfa fylgjast með þér. Gerðu þetta í fyrsta skiptið kannski bara þegar er annað fólk nálægt, hafa æfinguna auðvelda..  byrjaðu að labba burtu frá hópnum þegar hann er td að láta gestina klappa sér... gáðu hvort hann fattar að þú ert farinn. Ekki notast við fólk sem hvolpurinn þekkir og tekur partur af "flokknum" heldur frekar ókunnugt fólk.
Og aftur þegar hann kemur ekki  hrósa heldur bara halda áfram að labba.  ef hann kemur ekki og þú komin ofsa langt frá honum geturu byrjað að labba í sviga þannig að þú labbar nær honum og svo ferð aftur lengra frá þegar þú ert komin nálægt. Hafðu í huga að sjóninn á hvolpum er ekki alveg fullkomin, svo þegar þú ert langt í burtu getur verið að hann sér ekki nó of vel ef hann er enþá ungur hvolpur.  Ef hann er alveg heiltekinn af þessu fólki og alls ekkert að fylgjast með geturu gefið merki til fólkið að labba í hina áttina semsagt frá þér. (getur verið búin að ræða það fyrirfram). þá kannski losnar æsingurinn í hvolpnum og hann fer að áhveða að fylgja og leitar þá af þér. Fattar að þú ert ekki með flokknum og kíkir þá kringum sig. Láttu þá hann sjá þig aðeins lengra í burtu og snúðu bakinu í hann og "ert að labba burt".    Og hann kemur þá hlaupandi. Og þið haldið áfram að labba.
Að æfa þetta þegar hann er í leik við aðra hunda er ekki sniðugt þegar hann er ungur hvolpur því þeir eru svo æstir og það er ekki hægt að ætlast til að þeir vilja koma þá. Alveg eins og með að maður er ekkert að kalla hann inn frá leik með öðrum hvolpum fyrr en hann er miklu eldri, því það mun oftast mistakast og við eyðileggjum inkallið fyrir okkur.

 

Einu sinni þegar tíkin mín var um 10 - 12 mánaða var ég oft að æfa þetta, en hún er svo ofsalega sjálstæð og þorði að vera burtu frá mér.  Við bjuggum í Oslo og vorum alltaf í stórum Park í miðbænum og þar voru mikið um aðra hunda og fólk. Hún var laus eins og allir hundar og hljóp frá mér til eitthverja hunda sem hún sá alveg á hinum endanum á garðinum. Þetta fannst mér ekkert sniðugt að hún gerði, bara hlaupa svona frá mér án þess að gá hvort ég kæmi á eftir.  Svo ég gerði það sem átti að gera.  Ekkert.  Heldur fór ég frá staðnum sem hún fór frá mér og faldi mig bak við stórt tré.  Ég hélt hún myndi koma tilbaka fljótlega. En svo var ekki. Hún var vel vön þessum stað og orðin heimakær. Eftir 10 min frá mér fór ég að pæla hvort hún ætlaði ekkert að gá að mér. ég vissi hvar hún var en sá hana ekki, en sá að hún hljóp að tveimur hundum sem voru að leika. Þannig að ég vissi að hún var með þeim, var farin að þekkja hana svo ég hafði ekki miklar áhyggjur í byrjun. Þessi garður var mikið um hunda og allir hundar lausir, í oslo eru hundar vanir að leika við hvort annað svo það er sjaldan vandræði. Allir hundar í oslo sem fá að vera svona lausir og leika læra fljótt hundatungumálið og leika vel saman.
en hun var farin að vera lengi í burtu fannst mér svo ég byrjaði að labba í átt að henni en labbaði svona í sviga svo ef hún myndi byrja að hlaupa að mér væri ég ekki að labba "eftir henni".
Hún var komin alveg á hinn endan af garðinum sem er kannski um km langur.  ég sjá hana þá þegar ég var komin nær og áhyggjurnar fóru, sá að hun var enþá að leika við hundana.  Svo ég fór bakvið bíla og beið. ég held það  var alveg gott korter eða 20 min þangað til hún fattaði að fara leita eftir mér. ég sjá hana koma hlaupandi eins hratt og hún gat,  á þann stað sem hún fór frá mér. Ef hún hefði fundið mig þar, hefði hún haldið að það var "alt í lagi" að fara svona frá mér. Ég hvarf ekkert.  En ég var ekki  þar... svo hún byrjaði að fá smá panikk sjá ég.. ég sjá hana þarna sem ég var bakvið bílinn en  hún ekki  mig.   En ég sá að hun var að fara hlaupa útum allt að leita og ég vildi ekki að hún myndi fara hlaupa úr garðinum, svo ég gerði smá hljóð... smá svona til að láta hana líta í mína átt.. ekkert neitt týpiskt mitt hljóð.. heldur bara smá krafs með skónnum. Hún heirði það og leit í mína átt og sá mig. kom hlaupandi og ofsa feginn að finna mig.  en ég var nú bara þarna að "reima skónna".  Eftir þetta varð hún betri, hún passaði sig betur og kom altaf strax tilbaka.

Þetta er áhættusamt að "týna" henni svona lengi. En úr því ég hafði æft hana í þessu fyrir og hún vissi að það var hennar jobb að týna ekki mér þá þegar hún gleymdi sér í leik við hundana þá fattaði hún að fara leita. Seinni skiptin hljóp hún aldrei svona langt frá mér og ef hún fór eitthvað úr augsýn kom  hún strax aftur tilbaka.

Þannig að ég tel að þegar hundar "týnast" er oftast um að ræða hund sem sjaldan fær að vera laus og sjaldan eða aldrei hefur haft frelsið til að hlaupa aðeins frá. Þá hafa þeir ekki þetta flokk eðli að fylgjast með.
Og þessu svo kölluðu "tösku hundar" sem fólk heldur á oftar en það fær að labba sjálft, segir sér sjálft að verður villað þegar það alt í einu er frjálst. Veit ekkert  hvað það á að gera, fær panikk og hleypur eitthvað útí hött.

Það er mjög mikilvægt að þessi litlu kríli fá að vera hundar lika, halda á þeim sem minnst. Þeir öðlast meira öryggi á jörðunni en í fanginu. Þá er minni líkur á að þeir bíta ókunnuga þegar þeir vilja klappa eða þessháttar. Ef þeir fá að vera hundar.

Jæja ætla ekki að skrifa meira í bili, þið verðið að fara athuga hvort hundurinn er rokin burt, og ef svo er farið í hina áttina. LoL

Kveðja
Heiðrún.


Hundurinn og bílinn.

Ísland er nú ekki þekkt fyrir að vera heitasta land í heimi, þessvegna er þetta tema ekki mikið talað um hér á landi og gerist ekki oft. En erlendis þar sem eru heitir sumardagar, gerist þetta mjög oft.
 Hundar deyja úr hita í bílum.

Þegar sólin skýn, og ekkert endilega drep heit úti, þá er miklu heitara í bílnum. Þið vitið þetta öll. Hitnn margfaldast í bílnum þegar er smá sól úti og hundar svitna ekki og þessvegna þola þeir ekki eins mikin hita og við.

Hafðið í huga núna þegar sumarið er að ganga í garð, að það er oft mismunandi veður á hverjum degi. Þegar þið farið í vinnunna og hafði hundinn í bílnum getur komið sól seinna um daginn og svoleiðist steikt hundinn í bílnum. Það er ekki nó að setja bara smá rifu á gluggan handa honum.

Svo ég vil mæla með að þið hafið þá sem  minnst eina í bílnum í sumar.

 

En svo ætla ég að tala um bílinn almennt.

Maður hefur tekið eftir því að margir hafa hundana í bilnum þegar þeir eru í vinnu eða öðru... og koma út að viðra hann eftir eitthverja klukktíma.
Þetta finnst mér ekkert sniðugt.
Hundurinn nær ekki að slappa af í bílnum, hann þarf stanslaust að vera verja sig og sitt svæði því það labba margir framhjá. Þetta stressar hann.  

Þeir sem gera þetta segja að þeim finnst betra að taka hann með sér til að geta farið með hann út í hádeiginu að pissa.
En ég er á þeirri skoðun að þeir hafa það miklu betra heima við, þar sem allt er rólegt og þeir geta slappað af og sofið áhyggjulaust í 8 tíma þangað til þið komið heim.

Ef þið eru að vinna lengri vinnutíma td 12 tíma vaktir og enginn annar getur viðrað hann á þessu tímabíli. þá er bara stóra spurninginn afhverju ertu þið með hund? 
Ég vinn 12 tíma vaktir og er ein, þessvegna er ég ekki með hund núna. Ég veit að ég mun ekki geta sinnt honum eins og hann á skilið.

Þið sem eruð með hund og vinnið mikið, það er ekkert mál að deala við eitthvern um að viðra hann fyrir ykkur. Það er hægt að ráða hundalabbara, eitthvern eldri krakkar í nágrenninu til þess að labba með hundinn eftir skóla. 
Það er til hundaleiksskóli. Mæli með Voffaborg í víðidal. Ofsalega indælt fólk sem rekur þann stað.

Hugsið ykkur að þið séuð hundurinn? hvað myndu þið vilja?  


hvað á ég að skrifa um?

ég er svona ekki alveg að vita hvað ég á að fjalla um núna, þannig að mig langar bara að koma á stað spurningarflæði í staðin.

Hvað vilt þú að ég mun skrifa um, er eitthvað sem þú ert að bíða eftir?

Annars bara koma með spurningar og ég svara fljótt.

 

Vil samt benda þeim sem eru nýjir á þetta blogg að það þarf að lesa færslurnar afturábak, semsagt fyrstu færsluna fyrst. Ég fjalla um hundauppeldið í nokkurn veiginn réttri röð. Frá hvolpi til fullorðins hund.
Það er einnig sniðugt að lesa commentin og svarið við þeim.

Og... koma svo hvað viltu vita?


Þetta er Agility

Agility er tegund æfinga, sem eru aðeins öðruvísi en standard hlýðni æfingar.  Ofsalega gaman að æfa þetta fyrir bæði eiganda og hund.

Hérna fann ég prýðis myndband á youtube sem sýnir hvað þetta er.

 

Svo er bara spurning hver er með Agility club hér á Íslandi, ég bara veit það ekki... 


Labba með slakan taum.

79% af þeim sem svöruðu spuringunni hér til hægri segja að þeir frekar vilja hund sem labbar með slakan taum, frekar en að vera labba við hæl.
Það svar er ég mjög sátt við. Hælganga er bara fancy ganga fyrir keppni og er óþarfi fyrir heimilishundinn sem er ekkert að keppa og þessháttar.  En hinsvegar er ágætt að æfa það einungis til að æfa hundinn í einbetingu og hlýðni, það gerir hundinn rólegri og sáttari við lífið að fá að æfa hlýðni og aðrar æfingar.  Þá td leiðist þeim ekki þegar þeir eru einir heima, heldur eru bara sáttir og sofa.

Að því ég var að útskyra hælgöngu vil ég jafna það og útskýra göngu með slakan taum aftur.  Minnir að ég hef skrifað færslu um þetta þessevegna ætla ég að skrifa styttra núna.

mig langar að segja ykkur sögu.

Ég ætlaði að labba með einn hund, hund sem átti að vera grímu því hann togaði svo mikið. Ég bjóst við eitthverju skrímsli, en þetta var bara gammall setter og þegar við svo fórum út að labba þá í þessari grímu togaði hann ekkert. Labbaði bara voða fallega enda örugglega búin að læra að labba rétt með grímuna. Því gríman virkar þannig að þegar hundurinn togar í bandið þá strekkist á grímunni og kremur svona andlitið hans saman auk þess að hann hefur ekki eins mikin styrk í hausnum eins og að toga með hálsinum.
 En ég bara var svo forvitinn hvernig hann nú togar svo ofsalega án þess að vera með grímuna, svo ég breytti og setti bandið í hálsólina og tók af honum grímuna. 
 Og viti menn...    hann togaði alveg svakalega alveg á sekundunni, svo ég skildi alveg fólkið sem átti þennan hund.

En ég hugsaði með mér að þetta er vitur hundu, hann hefur fattað að best sé að toga ekki þegar hann er með grímuna, en hann hefur greinilega ekki fattað að toga ekki með bandið í hálsólinni. Svo vandarmálið lá í að hann hafði ekki fattað það það ætti ekki að toga.

Svo hvernig kennir maður hundi að toga ekki?  Jú með því að taka burt það sem þeir vilja. Þetta er svo auðvelt.  "ef þú vilt áfram, þá máttu ekki toga í bandið"   "ef þú togar, stoppa ég og bakka"
Þannig að ef hann togar, fær hann bara að fara afturábak.

Ég gerði eftirfarandi með þennan hund:

Löbbuðum og hann togar, í því sama augnabliki stoppaði ég, horfði ekki á hundinn(sem er mikilvægt) horfði bara fyrir ofan hann áfram eins og venjulega. Byrjaði að bakka. Þá er hann svona "nei nei vil ekki bakka" og er að mótmæla með að láta mig draga hann. En ég draga hann og bakka og horfi fyrir ofan hann og um leið.. UM LEIÐ í sömu sekúndu og hann gefst upp og byrjar að labba að mér þá held ég áfram að labba.  Alltaf án þess að horfa á hann. Án þess að segja orð og án þess að hrósa eða skamma.

Þetta endurtók ég í 15 min, hann stanslaust togaði þegar hann var komin á endann á bandinu. Hérna þarftu að sýna ofsalega þrjósku og ekki gefa þig. Alltaf gera þetta. Aldrei leyfa honum að toga ekki einu sinni smá.
Einnig ákveða hvenær hann byrjar að toga..  margir leyfa honum að toga þangað til höndinn er komin alveg á loft og maður farin að missa jafnvægið. Hjá mér byrjar hann að toga þegar taumurinn byrjar að toga í puttana mína. höndinn mín á ekki að lyftast upp.

Athugið að hafa langan taum. Verið smá nice við hundana og leyfið þeim að hafa langan taum svo hann hafi smá pláss að hlaupa á. Og alltaf leyfa honum að hafa allan tauminn. Ekki stundum stutt stundum langt.  Bara hafa hann stuttan þegar þið eruð að labba á þröngum eða mannamiklum stað og sleppa honum löngum þegar fyrsta tækifæri gefst. Við erum nú úti til að viðra hann...

Samtals var þessi göngutúr sem ég fór í ca 20 min. Þegar við löbbuðum heim á leið var hann með slakan taum. og MJÖG SLAKAN meira segja. Ég varð nú sjálf frekar hissa hversu fljótur hann var að ná þessu.

En þetta er gert svona..  gott er að gera þetta strax við hvolpana, en þá er oft bara nó að stoppa og bíða þangað til þeir eru rólegir og þá fara af stað.

Jæja allir út að labba og prófa og koma svo inn og kommenta hvernig þetta gékk:) 


Ganga við hæl part 3

þetta með að segja "hæll" og hundurinn kemur eins og skot og sest niður við þína vinstri hlið og horfir upp til þín og bíður eftir næsta commandó.

 

þetta er allt sett saman af nokkrum æfingum. td er gott að hundurinn kan hreyfinguna sem við gerum þegar við viljum að hundurinn á að setjast. Semsagt að ekki segja "sestu" heldur gera hreyfinguna sem við notum alveg í byrjun þegar við vorum að læra sestu.  Þessi æfing hef ég útskyrt áður í færslu sem heitir "sestu, leggstu og vertu kurr"

Við viljum ekki nota nein orð annað en hæll. Þessvegna er gott þegar maður er að setja æfingarnar saman að nota hreyfingarnar sem hundarnir binda við hverja og eina æfingu.

Þetta er ofsalega erfitt fyrir mig að útskyra, miklu betra að sýna en það er ekki möguleiki svo ég ætla að reyna útskyra.

 Notið pulsubita... hafið bitana í hægri hendi. Núna ætlum við að leiðbeina hundinum til okkar án þess að segja orð. Eins og alltaf á aldrei að segja commandó orðið þegar við erum að kenna æfinguna. Orðið kemur þegar hann kann æfinguna.
Hafið pulsuna í hægri, hundurinn er fyrir fram ykkur og er farin að fatta að það er pulsa í hendinni sem honum langar í. Bakkið og lokkið hundinn með ykkur, eitt skref eða svo. Svo takið þig stóran sviga með hægri hendinni, að vinstri hlið ykkar, Færið höndina örlitið fyrir aftan ykkur og svo færa hana að vinstri hlið ykkar. þannig að hundurinn eltir og endar alveg við hliðin á ykkur vinstra megin og stendur núna ekki lengur á móti.
 Skildu þið þetta?
Þið hafið pulsuna í hægri hendinni að því að það er gott að hafa vinstri fría til þess að leiðbeina honum að ykkur, hjálpa honum inn til ykkar svo hann kemur alveg upp að.

Svo þegar hann stendur við hliðin á þér á hann að setjast automatisk. Þá er notað hreyfinginn sem þið notið til að fá hann til að setjast.

Þannig getið þið kennt honum að koma inn til ykkar setjast án þess að segja orð. Þegar hann hefur lært þessar hreyfingu, er hægt að setja orð. Og alltaf eins í og öllum æfingum á að segja orðið bíða í 1 til 2 sek og svo gera hreyfinguna.

 

Það er svo gott að kenna hundum hreyfingu lika því þeir taka miklu betur eftir henni en orði. Og í framtíðinni er gott að geta farið til baka og nota hreyfinguna þegar hann er eitthvað að slóra með æfingarnar.  Þá geriru það í stað þess að endurtaka orðið.

 

Jæja, veit ekkert hvort þið skilduð þetta blogg.  Reynið bara með hundinum. Hugsið heldar myndina að þið viljið fá hann inn til ykkar.
Munið að segja aldrei nei þegar þið eruð að kenna æfingar. Þá á bara að hætta. og byrja aftur seinna.
Munið einnig að hrós og klapp og tal er athygli. Þegar hann er að gera rangt í æfingu á að hunsa hann. En byrja fljótlega aftur, og reyna þá aðeins auðveldara, svo hann fái sjálfstraustið aftur.

 

 

27110712
Til þess að fá hundinn til að horfa upp er að hafa svo pulsur í munninum og þegar hann horfir upp á þig spytur þær útur þér og þá er hann frí og má fara að borða þær. Þá ertu að kenna honum að það er ekki bara úr hendinni sem nammið kemur það er einnig gott að horfa á þig.  Svo má einnig nota orðið sem þið hafið fyrir að horfa á ykkur sem ég talaði um í part 1. En reynið samt að segja það ekki.
Gangi ykkur vel:)

Ganga við hæl part 2

ég hef verið að hugsa mikið um hvernig hægt sé að útskyra hvernig á að fá hundinn inn. Semsagt að segja "hæll" og hann kemur og sest við hliðiná þér. Þetta er bara ansi erfitt að útskyra.

Þannig að ég þarf að hugsa það aðeins meira og ætla því núna að fara yfir hvernig á að láta hann labba við hæl.

Semsagt þetta eru tvær æfingar að koma inn og að labba við hæl.

 

verið úti, hafið pulsur í hendinni labbið með hana lafandi við vinstri hliðina og látið hundinn borða pulsurnar um leið og þið labbið saman áfram. Gefa honum pulsur þegar hann "labbar við hæl" semsagt að hrósa því að hann er að labba við hliðiná þér. Ef hann er smeikur að vera svona nálægt má leggja pulsurnar í hægri, en halda hendinni við vinstri hliðina þina og halda með vinstri yfir hundinum og létt leiðbeina honum að þér og hrósa og gefa pulsur um leið.

Þannig ertu að útskýra að það er gott að labba alveg við hliðiná þér. Þú segir ekkert, ekkert kommando. Bara hrósa þegar hann labbar og hætta öllu og taka pásu ef hann gerir ekki rétt. Ekki segja nei eða skamma.
Labbið einungis um 10 metra í byrjun. Segið svo frí og farið að leika við hundinn þegar þið eruð búin.

Endurtakið nokkrum sinnum en ekki of æfa,  þá verður hann leiður á þessu.

part 3 kemur svo síðar. þetta með að fá hann inn.

þetta er alveg byrjuninn, svo verður breytt æfingunni síðar. td verður ekki pulsan í hendinni alltaf. En þetta er gert svona í byrjun og mikilvægur partur í að labba við hæl.

 

Munið bara að hrósa vel. Hundinum á að finnast þetta ofsalega gaman.

:)


Æfing, ganga við hæl, part1.

NiceHeel1    Skoðið þessa mynd.

  Hérna er fullkomin "að labba við hæl" æfing. Þetta viljum við öll. Hundurinn horfir á eigandan. Labbar alveg við hæl með slakan taum. Og meira segja gerir konan rétt, með að horfa beint áfram og ekki niður á hundinn.

Þessi æfing er auðveld að kenna, ef maður gerir hana rétt. Þetta er einnig voðalega erfið æfing fyrir hundinn, og ekki ætlast til að maður æfir hana í meira en nokkra metra í einu.

Æfinginn er deilt niður í þrjár æfingar, sem að síðar er sett saman í eina.

 

Maður getur byrja að æfa allar þrjár æfingarnar um leið og maður fær hvolpin, en eins og með allar æfingar verðum við að hafa í huga að æfingar eiga að vera skemmtilegar og vel verðlaunaðar. Ef hundinum leiðist æfinginn, gerir hann hana hægt og ílla, með athyglina allstaðar annarstaðar en á þér. Ef það gerist, takið pásu, leikið við hundinn og reynið aftur þegar han virðist vera í stuði.

Fyrsta æfinginn:

Markmiðið fyrir þessa æfingu er að láta hundinn horfa upp til okkar þegar labbað er við hæl. Þessi æfing er kannski sú allra mikilvægasta æfing sem þú getur kennt hundinum þínum. Þar sem þú í raun ert að kenna honum er að þú ert bossinn og villt að hann hafi athyglina á þér og ekki öfugt.
Markmiðið er að geta sagt eitt orð og hann á þá á líta á þig og ekki líta af þér fyrr en þú leyfir.

Byrja eins og alltaf með gott nammi. Pulsur eru alltaf snild. litlir bitar.

Best er að byrja bara heima í stofunni. Hafið nokkra pulsubita í lokaðari hendinni.  Hafið hendina útstrakta og leyfið hvolpinum að þefa af hendinni án þess að fá bitana. 
Markmiðið er að fá hundinn til að horfa í augun þín.  Hann fær ekki pulsuna fyrr en hann gerir þetta.

Núna er hann alveg hyper og langar í pulsu og mun reyna allt til að fá bita. Mun reyna td að smá bíta í hendina, krafsa, gelta, setjast, leggjast, gefast upp, ef hann gerir það leyfið þá honum aftur að lykta á pulsunum til að mótivera hann til að halda á fram.

Hundurinn hugsar:  " hvað þarf ég að gera til þess að fá pulsurnar"  og þegar hann óvart horfir á þig þá fær hann geðveikt hrós og fær að borða pulsurnar í hendinni. Svo byrjaru strax aftur uppá nytt með nýjar pulsur.
Hann fattaði kannski ekki að það að horfa á þig, var málið, en svo í annað skiptið sem hann gerir þetta fyrir tilviljun, fer hann kannski að fatta, eða þriðja skiptið, eða fjórða eða fimmta. En þegar honum tekst þetta í kannski 4 - 5 skipti, takið þá pásu. Aldrei æfa sömu æfingu meira en ca 3 min í einu.

Ef hann á erfitt með að fatta og horfir bara alls ekki á þig, getur þú svindlað smá. gerðu smá hljót, smjatt eða eitthvað voða dapurt sem gerir að verkum að hann horfir á þig og þá hrósa svakalega mikið og gefa nammi.  En passaðu að gera þetta hljóð ekki aftur. Hann má ekki halda að hann fær pulsurnar þegar hann heyrir hljóðið.

Og það mikilvægasta er að UM LEIÐ og hann horfir á hann að fá hrós og nammið. Ekki 2 sek eftir að hann leit á þig. Svo þú þarft að taka vel eftir. Í fyrsta skiptið er nó að hann bara lítur í eina sek á þig. En passaði að verðlauna það strax.

Og þetta er æfing til að byrja með sem er alveg hljóðlaus, nema þegar er hrósað.  Við viljum ekki setja orð á æfinguna fyrr en hundurinn skilur æfinguna, sem ég hef útskyrt  í einum af fyrstu blogfærslunum.

Þegar hann er farin að fatta að þegar þú setur fram lokaða hendi með pulsum í að þá viltu að hann horfi á þig, byrjaru að reyna halda honum þar í nokkrar sekundur áður en þú verðlaunar.

Þegar hann er farin að fatta að hann á að horfa á þig þangað til þú hrósar og gefur nammið.  Þá er tími til komin að setja orð á æfinguna.
Það orð sem  þú mátt nota á að vera eitthvað stutt og lagott.. eitthvað sem þú segjir alltaf eins. Og ekki neinn annar mun misnota óvart.   td. í "Sjá"  "horfa"  "titt" (smá útlenska). Það má vera hvað sem er.

þegar sett er orð á æfingu og gildir þetta allar æfingar, þá segiru orðið. bíður í 1, 2 sek. og svo geriru æfinguna eins og þú gerðir hana án hljóðs. Mikilvægt er að bíða smá, en ekki of lengi. Bíða smá því þá fær hundurinn aðeins tíma að hugsa um hljóðið. og binda hana við æfinguna. Ef þú segir hljóðið og hreyfinguna í einu, tekur hann ekki eftir hljóðinu.

 

þú þarft sennilega að gera hljóðið og æfinguna saman lengi, og stundum þarftu þess ekki í góðan tíma og stundum þarftu að fara tilbaka og byrja uppá nýtt.

Passaðu þig bara á að þú mátt ALDREI segja hljóðið tvisvar. þetta gildar með allar æfingar. Ef þú segir einu sinni og hundurinn gerir ekki æfinguna, þýðir það að þú þarf að gera hreyfinguna eins og þú gerðir án hljóðs. Ef  það virkar ekki, er hann bara ekki mótiveraður til að æfa. Reyndu aftur síðar.

 Og alltaf hætta eða taka lengri pásu þegar æfinginn gékk vel. Alltaf hætta á vel heppnaðri æfingu. Ekki taka sjénsinn og reyna einu sinni einn. hættan að honum fer að leiðast er svo stór ef hann þarf að gera það sama svo mörgum sinnum.

 

Reynið þetta, æfiið þetta vel og svo kemur síðar næsti partur í því að ganga við hæl.


Sestu, leggstu og vertu kurr!

Þetta þrennt er það algengasta sem við viljum að hundarnir kunna. Eitthvað sem við kennum þeim hvort sem við vitum hvernig eða ekki. Þeir "læra" þetta hvernig sem við kennum þeim.
En það er spurning hvort þeir td setjast því við biðjum þá um það eða hvort þeir setjast til að forðast óþægindi frá okkur.

Við viljum að hundurinn vill hlýða og hefur gaman að því að æfa hlýðni æfingar. Það á að vera  það skemmtilegasta sem þið gerið saman.  Til þess að þetta verður gaman þá verðum við fyrst og fremst að finnast þetta gaman, svo verðum við að verðlauna hundinum fyrir vinnunna sína.  Margir hugsa að þetta með að gefa nammi i verðlaun er rangt því þá lærir hundurinn að alltaf vera sníkja mat og mun við alltaf þurfa "múta" honum til að hann hlýði. Þessi hugsunarháttur finnst gjarnan hjá "old school" hundaeigendum. Þeir eru líka líklegast til að kenna þeim hlýðni með straffi. Semsagt ef hundurinn sest ekki fær hann að upplifa eitthvað neikvætt. T
il að skilja þetta betur getum við hugsað að  hundarnir eru börnin okkar. Það er eins að ala upp hund eins og ala upp börn. Að hlusta á dr Phil tala um hvernig ala eigi upp börn snar virkar á hunda líka. 

Að segja hundinum að setjast, og ef hann gerir það ekki er honum refsað. td potað í hann eða ýtt niður,
það er það sama og hef kennarinn myndi ná í prikið og slá í höndina á krakkanum sem gerði ekki heimaverkefnið sitt. Þetta var nú gert á sínum tíma í skólum og það er til fólk sem elur sína hunda upp með að straffa þeim fyrir að hlýða ekki.

Þannig hundar læra að hlýða svo þeir verða ekki lamdir. Þeim finnst ekkert gaman að æfa. Gera allar æfingar hægt og í stað þess að  koma hlaupandi til eigandans þegar er kallað, kemur hann seint og gjarnan mjög hægt. Sá hundur er svakalega lengi að setjast við hæl. Sest mjög hægt niður.
Þegar maður sér menn sýna hunda í sjónvarpinu sér maður alveg hvort þeir eru æfðir með verðlaunum eða með straffi.
Íslenskur maður sem rekur hundaskóla sýndi hund sinn einu sinni í sjónvarpinu. Hann ætlaði að sýna hversu vel hans hundur var uppalin og fékk hann til að setjast við  hæl. Maður sjá alveg að hundurinn hafði ekkert gaman af þessu. Var lengi að koma til hans og setjast við hæl. Meira segja sagði maðurinn að hundarnir eiga hafa alla athygli á sér þegar þeir sitja við hæl, en hans hundur horfði nú bara á allt annað en hann sjálfan.
Er ekkert að segja að þessi maður lemur hundinn sinn ef hann hlýðir ekki. En þessi hundur hefur greinilega ekkert gaman af æfingunum, sem þýðir að hann fær ekki næga hvatningu og verðlaun fyrir sína vinnu.
Ef við, í okkar vinnu  fáum ekki laun eða of lá laun verðum við löt og leiðast að fara í vinnu.
Eins er þetta með hundana. Af hverju ættu þeir að vinna fyrir okkur ef þeir fá ekkert fyrir? Hundar lifa í augnablikinu, þeir verða fá verðlaun strax og þeir hafa gert það sem biðjum um.  (eftir ca ár með góðum og réttum æfingum er hægt að fara setja saman nokkrar æfingar og verðlauna á eftir, en þá þarftu að halda athygli hundsins allan tíman. Ekki gera eina æfingu, pása og svo aðra og svo verðlauna fyrir báðar. Heldur þarftu að hafa æfingarnar saman og verðlauna áður en þið takið pásu)

Svo hvernig á að kenna hundi að setjast?það er hægt að kenna öllum hundum á öllum aldri að setjast. Það er bara auðveldara með hvolpa því þeir eru eins og börn eru fljótar að fatta og eru orkumeiri. Eldri hundar geta alveg lært þetta, maður þarf bara strangar og skýrar reglur og mjög mikla hvatningu og hrós.

Undirbúningur á æfingum:

Verðlauna með nammi:
Byrjið á því að búa til nammi. Skera ósoðnar pylsur í litla bita er gott nammi. Skera í eins litla bita og hægt er. Ef þið veljið annað nammi verður það að vera pínu litið og rosalega gott og mikil og góð lykt sem hundurinn elskar.
Venjulegt þurrfóður eða aðrir "óspennandi bitar" virka ekki vel.  (sama sem að við vinnum sko ekki fyrir i eitthverja 10karla)
Hafið þá MJÖG litla. Hundurinn á ekki að þurfa stoppa og tyggja. heldur bara gleyma á augnabliki. Pylsurnar getið þið skorið í eins þunnar skífur og þið getið og svo skerið skífuna í 4 bita. Þá ertu komin með mátulegan nammi bita. Einn þannig biti sem verðlaun fyrir eina litla æfingu. Þeir eiga ekki að verða saddir á æfingunni.
Pulsur virka vel því þær lykta svo mikið og gott. Bara lyktina eina gerir hundana áhugasama. Og ef þeir gleyma sér eitthvað er alltaf hægt að fá athyglina tilbaka með að hafa bita í hendinni og leyfa þeim að þefa en ekki smakka.

Verðlauna með hrósi:
Maður hrósar alltaf eftir heppnaða æfingu hvort sem maður gefur nammi eða ekki. Nota á eitt stutt og gott orð sem BARA þið notið. Svo reynið að forðast orð sem hann heyrir frá öllum öðrum. Á ekki að nota nafnið hans sem hrós eða mörg orð eins og "ofsalegaertuduglegurstrákur" Heldur bara td DUGLEGUR eða FLOTT eða eitthvað annað sem þið veljið. Á norðurlöndum er orðið BRA mikið notað það þýðir gott og virkar svo vel því það er svo stutt og lagott og alltaf sagt eins. BRAAAA... snar virkar.
Hrós sem virkar vel hefur líka góð áhrif á misheppnaðar æfingar. Hundurinn er vanur að fá gott hrós og fýlar það í tætlur, en svo misheppnast ein æfing og þá heyrir hann ekkert. Þá velur hann að gera ekki sömu mistök aftur því það var ekkert gaman.
Semsagt, maður segir aldrei nei eða skammar eða þannig ef hann gerir vitlaust heldur gerir maður bara ekki neitt. Hunsar hann í smá tíma. Hann fær ekkert fyrir misheppnaða æfingu.
Svo prufar maður bara uppá nýtt eftir eina mínútu eða svo og gerir æfinguna auðveldari svo hann heppnist örugglega og hrósar rosalega mikið þá og takið góða pásu. Alltaf hætta þegar gengur rosalega vel. Leyfa honum alltaf að hætta á toppnum. Þá eykst sjálfstraustið og honum finnst skemmtilegra að æfa.
Æfingar skulu aldrei vera lengri en 3 min í senn. Það er erfitt fyrir hundinn að æfa lengi og þetta tekur á einbeitinguna svo alltaf pása eftir 3 min. Getið svo byrjað aftur síðar.

Að æfa hrósið er það mikilvægasta sem þú getur gert til að fá góðan hund. Æfðu þig að segja það hátt og skýrt. Ekki vera hrædd um að fólk á labbinu heyri í þér. Ekki vera hrædd um að hoppa upp og haga þér eins og fífl þegar þú ert að hrósa hundinum. Í byrjun veit hann ekki hvað hrósið þýðir svo þá er gott að alltaf gefa nammi um leið og þú segir orðið. Plús að strax á eftir hoppa og leika við hann alveg eins og brjálæðingur, klappa honum og virkilega sýna með þínum líkama hvað þú ert ánægð. En bara í stuttan tíma.. 10, 15 sek max. Og til að stoppa hann frá að sjálfur byrja að tjúllast upp, snúið þið bara aðeins frá honum og byrjið td að labba burt. Ekki fara í eitthvern leik í hrósinu. Bara stutt stutt og hætta svo.
Þannig bindur hann hrós orðinu með því jákvæðasta sem finnst. Athygli frá þér.

Svona æfum við í raun hunda, það er ekki flóknara en það. Ef hann gerir eitthvað gott þá fær hann það besta sem finnst í heiminum. Athygli frá þér. Ef hann gerir etthvað vitlaust fær hann það ekki.

Verðlauna með leikfangi:
Allir hundar eiga sér uppáhalds leikfang, eða bara allt sem skoppar er gaman að leika sér að. Þegar þið eruð komin á leið með æfingar og viljið fara breyta til og ekki alltaf vera með pulsubita í vasanum, þá er gott að nota leikfang.
Í stað pulsurnar fær hann leikfangið. td að þið farið í reiptog við hann eða að þið hendið leikfanginu og hann fær að hlaupa og ná í það. En ef þið eruð að æfa með það í huga að keppa, er gott að ekki vera henda neinu frá ykkur, heldur að alltaf hafa verðlaunin við ykkur. Svo hann sé ekki að biða eftir því að fá að fara í burtu.
í keppnum í hlýðni þá má ekki verðlauna hundinn fyrr en búið er með allar æfingar í hringnum og oft er keppnin innandyra og ekki er hægt að henda boltanum sem verðlaun eftir keppnina. Þess vegna, ef þetta er markmiðið notið þá frekar það að fara í reiptog við hundinn sem verðlaun eftirá. Þetta er líka gott að notast við á keppnum í stað nammi, þá fáið þið frið frá öðrum hundum sem myndi annars finna lyktina af ykkar vösum.
En hérna er mikilvægt að sjá til þess að þetta er nó of mikil hvatning að fá að leika við leikfangið. Ef hann er ekki himinlifandi glaður með að fá að leika sér að þessu leikfangi í 10 sek eftir æfingu þá virkar þetta ekki sem verðlaun. Þá verðið þið að finna eitthvað annað.
En eins og að gefa nammi á alltaf að hrósa með og þið sýnið ykkur himinlifandi ánægð með árangurinn hans. Hundar skynja svo vel ykkar hegðun svo það þýðir ekkert að vera í fýlu og segja samt hrós orðið og gefa nammi. 
 

AÐ SITJA:
-Takið pulsubita og hafið í lófanum. Sjáið til þess að hann fær að finna lyktina og veit hvað er í hendinni.
-Standið  fyrir framan hundinn.
-Hafið höndina fyrir ofan trýnið þannig að hann þarf að líta upp til að komast nær lyktinni. En ekki svo ofarlega að hann byrjar að hoppa upp. Færið svo höndina hægt fram, sem sagt nær baki hundsins þannig hann fylgir hendinni þinni aftur fyrir sig og er farin að lyfta höfðinu svo mikið að hann þarf annaðhvort að byrja bakka eða setjast.
- Við viljum að hann sest. Þannig að ef hann byrjar að bakka þá hættið þið æfinguna og hunsið hann í nokkrar sekúndur og byrjið uppá nýtt
- Ef hann dettur á rassinn, sem sagt sest niður þá fær hann hrós orðið og nammið. 
- Endurtakið svo nokkru sinnum en ekki oftar en 3, 4 sinnum í einu. Hættið alltaf með heppnaða æfingu.

Athugið að það á ekki að segja orð í þessari æfingu. Ekki segja sestu, ekki segja nei, ekki segja neitt. Þetta er alveg hljóðlaus æfing.
ég útskyri fyrir neðan af hverju.

Takið eftir að þegar hann er farin að þekkja hvernig þið gerið með höndina, þessi hreyfing sem þið gerið í æfingunni. Að  þegar  hann sest bara með að þið gerið þessa hreyfingu, þá hefur hann lært æfinguna.
þá megið þið byrja að segja SESTU eða það orð sem þið viljið nota. (ef þið notið sestu er það orð sem ALLIR munu nota á hundinn þinn og stór hætta að það verður misnotað, svo ef þú ætlar að æfa mikið þinn hund er gott að nota annað orð sem bara þú notar, td sitt)

Það á að segja orðið bara einu sinni. ALDREI ENDURTAKA ORÐIÐ. biða í 3 sek og svo gera hreyfinguna með hendinni og pulsa í verðlaun þegar hann sest.
Ef hann sest ekki þegar þú telur að hann á að kunna þetta. Þá þarftu bara að fara tilbaka smá. Hætta þessari æfingu hunsa smá í nokkrar sekúndur og svo byrja uppá nýtt. Segja sestu og bíða smá og gera hreyfinguna. Þeir hlýða miklu betur hreyfingum en orðum. Stundum þarf maður að fara svona tilbaka í grunn æfingar, þótt hann sé fullorðin. Þess vegna er gott að kenna honum að setjast á þennan hátt. Þetta er gott uppá að geta notast við þessa hreyfingu í öðrum æfingum td þegar við byrjum að kenna hundinum að setjast við hæl. 
 

LEGGSTU;
Það er betra að kenna hundinum að leggjast þegar  hann situr, svo byrjið fyrst á setjast æfingum.
Þegar hundurinn er sestur, ferðu niður á hné við hliðiná honum og hefur pulsu i hendinni. Þú lætur hann fá að þefa á henni svo hann veit að það er eitthvað í boði, og þú færir höndina þína hægt niður að jörðu. Hann mun líklegast standa upp og beygja sig niður til að reyna fá pulsuna, en þá fær hann ekki pulsu og þið hættið æfingunni og hunsið í smástund og byrjið uppá nýtt.
þegar hann er sestur á nýtt gerið þið það sama, látið hann lykta pulsuna inni lokaðri hendi og færið hana hægt niður að jörðu.
Hann mun kannski teygja sig niður ef hann stendur ekki upp og svona reyna sleikja höndina eða krafsa í hana til að þú opnir svo hann fær pulsuna. Hann reynir allt sem honum dettur í hug að gera. Hann er núna að hugsa "hvað á ég að gera til að fá pulsuna" og þegar hann leggst niður alveg niður þá opnarðu og hrósar.
Ef hann er ekki að ná þessu og stendur alltaf upp getið þið lauslega haldið hinni hendinni á bossann og þegar hann ætlar að standa upp haldið honum aðeins niðri til að hjálpa honum og sýna að þetta er ekki leiðin.

Þegar hann er farin að þekkja þessa hreyfingu, semsagt að hann leggst niður þegar þið setjið höndina í jörðina þá megið þið setja orð á æfinguna.
Hér er líka gott að hafa ekki orð sem allir nota. Eins og orðið leggstu, heldur er gott að nota eitthvað sem bara þú og hundurinn kunna. td ligg svo það verður ekki misnotað.
Hér gildir líka að segja ligg bíða í ca 3 sek og svo gera hreyfinguna og sama gildir við það sem ég skrifaði í sestu æfingunni svo lesið hana líka í sambandi við ef hann leggst ekki.

VERTU KURR:
Það er alveg ofsalega þægilegt að geta sagt "kurr" við hundinn og hann er þar þangað til sagt er frí.
Þetta er svolítiðflókin æfing að útskýra yfir bloggið.
En til þess að þessi æfing verði fullkomin og hundurinn getur leggst niður þótt það sé brjálað líf i kringum hann og verið kurr þangað til sagt er frí þá verður eigandinn að vera 100% skýr og fylgja reglum alveg.

Reglurnar eru:
Hann á að leggjast strax og sagt er leggstu.
Hann á að liggja kurr alveg þangað til er sagt frí
Hann má ekki færa sig, mjaka sig áfram að þér.
Hann má ekki snúa sér við.
Hann má ekki standa upp og leggjast aftur niður td hálfum metra frá upphaflega staðnum.

Ef hann færir sig á ekki að segja nei fyrr en hann kann æfinguna.. semsagt við hvolp á ekki að segja nei þegar hann stendur upp. Heldur bara byrja uppá nýtt án þess að hundurinn fær verðlaun. Reyndar á aldrei að segja nei þegar æfingar mistakast. En stundum gerist það nú sjálfkrafa.

Fáið hundinn til að leggjast. Æfið alltaf kurr liggjandi fyrst um sinn. Það  er auðveldara.
Þegar þið voruð að æfa leggstu þá fékk hundurinn verðlaun fyrir að leggjast. En núna á hann að fá verðlaun fyrir að vera kurr. Þannig að hann leggst en fær ekki verðlaun fyrr en eftir nokkrar sekúndur til að byrja með.
Reynið svo að lengja tíman sem hann liggur til ca 10 sek áður en hann fær nammið.
Þið getið ef þið viljið hafa hreyfingu sem hann lærir að þýðir kurr. En það er ekki nauðsynlegt og getur verið skemmandi uppá framtíðina að gera þegar þið eru lengra í burtu og viljið að hann sé kurr og að hann er ekki alveg að horfa á ykkur.
Í keppnum er miklu betra að hafa enga hreyfingu á þessari æfingu heldur bara orð. Svo hugsið  ykkur vel um hvað þið viljið. Og takið eftir hvað þið gerið með hendinni þegar þið segið kurr. Oftast gerir maður eitthvað ákveðið með kroppnum án þess að vita af því.

Ein sem var á námskeiðinu sem ég var að vinna á benti alltaf í loftið með vísifingri og sagði kurr. En þegar hundurinn var ekki að horfa á hana hlýddi hann ekki þótt hún sagði kurr. Hann tók bara eftir hreyfingunni, pældi ekkert í orðinu. Hann var miklu betri í æfingunni þegar hún tók burt hreyfinguna og sagði bara orðið.
Þegar hundurinn hefur verið kurr í 10 sek þá segið þið frí og gefið nammi.
Í byrjun veit hann ekki hvað frí þýðir, svo í byrjun verðið þið að hoppa um og verða eins og fífl til að fá hvolpinn með í leik. Frí fyrir hann þá þýðir leikur og eftir smá stund fattar hann það sem má hreyfa sig. þá þarftu ekki nema hrósa og klappa og leika smá í nokkrar sekúndur.

Ef hann stendur upp áður en þið hafið sagt frí þá mistókst æfingin..
Ekkert sagt ekkert gert og þið byrjið upp á nýtt.
Látið hann leggjast aftur á NÁKVÆMLEGA sama stað og þegar hann lá þegar mistókst. Sumir hundar eru svo klárir að fatta að þeir koma nær með að vera alltaf að færa sig.

Þegar hann er farin að meistra 10 sek lengið þið tíma hægt og rólega. Ef hann getur 20 sek, reynið þá að standa upp og biða smá og segja svo frí. Næst getið þið reynt að labba smá frá og koma aftur og segja frí.
Alltaf segja frí þegar þið eruð við hliðiná hundinum. Þetta auðveldar æfinguna í byrjun. Þegar hann kann þetta betur þegar hann verður eldri má byrja segja frí þegar þið eruð 20 metra frá eða svo. En ekki gott að æfa þannig mjög oft, þá er hann alltaf tilbúin að hlaupa til ykkar og gerir hann óþolinmóðari.

Og svo er mikilvægasta reglan í þessari æfingu. EKKI HORFA Á HUNDINN!  til að útskýra þetta þurfum við að fara inná hvernig hundar hugsa. Lesið færsluna um áramótin til að skilja betur.
En þetta með að horfa á hundinn gerir það að verkum að þeir verða óöruggir.
þú segir kurr við hundinn labbar svo burt, jafnvel læðist og lítur alltaf öðru  hvoru tilbaka til að gá  hvort hann sé ekki örugglega kurr, ertu að hegða þér óvenjulega og hann fer að pæla hvað er í gangi og líkurnar að hann standi upp er stórar.

Ef þú labbar eins og venjulega og lítur ekki við þegar þú labbar burt. Heldur ekki lítur á hundinn þegar þú snýrð þér við td 10metra frá til að bíða smá horfðu frekar bara fyrir ofan hann, þá sérðu hann en hann sér að þú ert ekki að horfa á hann.
Hundar eru rólegri þegar þú gerir þetta.

get sagt ykkur eina sögu:
Kona ein á hundanámskeiðinu var búin að æfa þetta mikið og var farin að æfa með að fara bakið hús og vera burtu i nokkrar mínútur. En alltaf þegar þegar hún hvarf hinum megin við húshornið þá fór hundurinn á fætur og hljóp til hennar.
Ég fór að fylgjast með og sá að hún snéri sér alltaf við rétt áður en hún hvarf til að vera viss um að  hann lá kurr. En það túlkaði hann öðruvísi, varð hræddur og fór á eftir henni.
Á fyrstu prufu með að líta ekki tilbaka rétt áður en hún hvarf tókst þetta og hundurinn afar rólegur sat þangað til hún kom aftur.
Gott er að hafa aðstoðarmann við æfingarnar þegar þið ætlið að fara bakvið hús. Til að láta vita ef hundurinn hefur hreyft sig.  

Og það þýðir ekkert að æfa það að liggja kurr í garðinum heima. (eða aðrar æfingar) Þar eru engar truflanir og ekkert spennandi svo allir hundar eru hlýðnir þar. Best er að gera svona æfingar þegar þið eruð úti að labba á stöðum sem er annað um að vera. Gott er líka að margir æfa hundana sína í einu. En ekki æskilegt að æfa kurr á hundasvæðinu fyrr en hann er orðin um 2 ára gamall. Það er ekki hægt að ætlast af hvolpi að liggja kurr þegar aðrir hundar eru að leika í kringum hann. Og ekki fyrr en hann hefur æft þetta lengi.

Á námskeiðunum sem ég vann á í Noregi, voru oft 3 námskeið í gangi á svæðinu. Þá kom oft Norska löggan til að æfa hundana sína. Þeir komu með þá fóru með þá í horn og lét þá leggjast niður og vera kurr. Svo fóru þeir úr sýn og fóru bara eitthvað að spjalla lengra í burtu. Þarna sátu hundarnir töluvert lengi og voru að æfa sig í að vera kurr á stöðum sem eru margir hundar og mikið að gerast. En þetta voru allir vel fullorðnir hundar og vel æfðir.

Hafið þið ekki séð myndina á netinu um köttinn sem labbar fram hjá röð með schäffer hundum sem eru að æfa að vera kurr. Snilldar mynd.

Hérna sjáið þið hana. Til að geta þetta þarftu að vera búin að æfa þetta sem ég hef skrifað fyrir ofan vel og í eitt ár eða tvö og verið búin að æfa kurr á mörgum skrítnum stöðum.
Þetta eru pottþétt K9 lögregluhundar í æfingarbúðum.

 
 

doggies
ýta á myndina til að sjá hana stærri.

 

Af hverju á ekki á segja orðið fyrr en hann kann æfinguna?  Einfaldlega vegna þess að þeir vita hvort eð er ekkert hvað  það þýðir. Þegar þú byrjar á nýrri æfingu þarftu ekki að setja orð á hana fyrr en  hann kann hana. Þegar hann er kann hana þá byrjarðu að setja orðið á. segja það skýrt og alltaf með sama tóni. Bíða svo í ca 2,3 sek. og svo gera hreyfinguna. Eftir eitthvern tíma geturðu farið að lengja tíman á milli orðsins og hreyfinguna. Þá fer að hann tengja orðið við æfinguna og vips kann hann orðið.

Ef þú æfir á þennan veg færðu hún sem mun alltaf setjast þegar hann á að gera það og svo framvegis.
Mundu að þú mátt aldrei endurtaka orðið. Ef hann hlýðir ekki orðinu gerirðu hreyfinguna, ef  hann hlýðir ekki því heldur er æfingin misheppnuð og enginn verðlaun.
Kannski þá sem þú þarft, eftir smá huns tíma fara að leika aðeins við hann fyrst og fá hann í stuðið og reyna svo aftur.

OG ekki vera of æfa þessar æfingar. Hundurinn þarf ekki stanslaust að vera setjast.. eða leggjast þá ertu bara að eyðileggja fyrir sjálfum þér. Hundurinn fær leið á þessu ef hann þarf að setjast í tíma og ótíma.

Jæja þetta var nú meiri langlokan hjá mér. En eins og hundarnir vill ég fá hrós, svo ef þú hefur tekið þér tíma að lesa þetta, endilega kommentaðu um hvað þér fannst. Enginn spurning er of vitlaus. :)

 

Ps. Spurning:  Hvað eru margir hundar sem eru með fullkomna athygli á sínum þjálfurum ekkert að pæla í kettinum?


Hárin rísa á bakinu, hvað þýðir það?

ég hélt ég var löngu búin að útskyra það og gerði hérna skoðunar könnun. En sjá svo að ég var ekkert búin að nefna það.
Þannig að hérna kemur útskyringar varðandi hvað það þýðir  þegar hárin rísa á bakinu á hundum.

Hárin á bakinu útskyra hvernig hundinum líður í etthverju sérstakri aðstæðu. Við vitum að þegar hundurinn diddlar skottinu er hann glaður.

Þegar hárin rísa og mynda línu frá hnakkanum aftur að skottinu þýðir að hundurinn er óöruggur. Það getur verið etthvað nýtt í gangi, td er alveg óþekktur hundur nálægt eða etthvað sem hann hefur ekki séð áður og veit ekki hvernig á að hegða sér.

Sama gildir þegar bara hárin á hnakkanum og bossanum rísa. Óöryggi. Þegar þeir eru óöryggir má alls ekki skamma eða segja nei, þá ertu aðeins að refsa honum fyrir að vera óöruggur. td ef þeir gelta og hárin rísa á öllu bakinu má ekki skamma hann fyrir að gelta. Bara bíða róleg. Fara eftir því sem ég sagði um áramótin í færslu fyrir neðan.

Þegar hárin rísa bara á hnakkanum er hundurinn ekki sértsaklega hræddur eða óöruggur með sig heldur öfugt. Hann er að dóminera og gera sig stóran.  Ef hundurinn geltir þegar hárin eru uppi á hnakkanum má segja nei.

Skottið beint upp í loftið þýðir að hann er lika að sýna sig stóran og dóminera og við sjáum þetta oft á hundinum sem "ræður" yfir hundasvæðinu. Má segja nei við þessari hegðun, ef hann gerir þetta þegar hann sér nyjan hund.

Ef hundurinn þinn á það til að vera þessi dóminerandi og valda vandræði, gæti verið hugmynd að æfa "leggstu" vel og oft og þegar kemur að því að vera með öðrum hundum láta hann liggja kurr í etthvern tíma "time out". Má ekki fara af stað fyrr en sagt er "frí" eða orðið sem þið notið þegar hann má fara af stað. Nota time out allavegana sem refsingu á slæmri hegðun. Alls ekki "taka í hann" svo hann hagi sér betur.  Time out, eða ekki leyfa honum að leika á hundasvæðinu er i raun versta straffið. Það er ekki straff að setja hann inn í bil eða taka hann í taum og halda honum þar. Það þarf að læra honum að liggja kurr án þess að vera í bandi þótt það sé mikið að hundum í kringum hann. (má nota lengri línu í kraganum á honum sem öryggi svo hann hlaupi ekki burt í byrjun.) En ég skal fara betur í gegnum hvernig á kenna honun að liggja kurr í aðrari færslu.

 

Ef hundurinn á það til að vera þessi stressaða týpa sem virðist vera hrædd við allt. Þá getur þú lesið færsluna um áramótin og farið eftir þvi.

 

dog_play_bow_2

 Þessi brúni sem beygir sig niður sínir að hann sé ekkert hættulegur og vill leika. hugsar svona " hey, komdu að leika, komdu að leika" svona á skemtilegan hátt að reyna fá hinn að elta sig td.

 


Hvernig á að kenna hundum svona kúnstir?

Þetta ætti að vera árleg keppni hér á Íslandi. Það að hafa keppni um hvað eigandi og hundur geta af kúnstum er sniðugt og ekki minnst ofsalega gaman að horfa á.

Svona keppni sýnir hversu gott samband er á milli eiganda og hundins.  Það er mjög auðvelt að kenna þeim hitt og þetta af kúnstum. Það þarf bara að skilja hvernig hundar hugsa.

En það er spurning hvernig fólk æfir hundana heima hjá sér?

Við erum löngu hætt að berja börninn okkar þegar þau hegða sér ekki vel, en því miður eru enþá til hundaeigendur sem notast við refsingu til að fá hundinn til að hlýða.

Þetta blogg er um að skilja  hundana okkar betur og hvernig hægt að æfa hlýðni og kenna þeim kúnstir með eingöngu athygli, hrósi og verðlaunum.

td þá þarf EKKI að:

kippa í taumin til að fá hundinn til að labba fallega við hæl.

Endurtaka orðið aftur og aftur til að hann hlýðir.

Þarf ekki að ýta honum niður til að fá hann til að leggjast.

Þarf ekki að ýta á bossan til að fá hann til að setjast.

þarf ekki að "taka í hann" svo hann róar sig eða til að hlusta.

Hvernig er þá hægt að kenna hundinum á jákvæðan hátt með bara hrósi, athygli og verðlaun?
Þið getið byrjað á að lesa allar færslur í þessu bloggi frá fyrstu til síðustu, svo ef það eru etthverjar spurningar endilega sendið mér epost.
Á næstu dögum ætla ég að skrifa niður algengustu hlýðni æfingar.

gangi ykkur vel.

(ég græði ekkert á þessu bloggi, ég vil bara fræða almenninginn um hundana okkar)

 


mbl.is Hæfileikakeppni hunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrstu áramótin fyrir hundinn

Eins og ég hef sagt áður þá taka hundar mikið eftir okkur, hvernig við erum og hvernig við hegðum okkur. Þeir bókstaflega kíkja á okkur áður en þeir áhveða hvort þeir eiga að verða hræddir eða ekki.
En það er ekki alltaf létt fyrir okkur að hegða okkur á réttan hátt svo að hundar skilja að td þetta með áramótin er ekkert að stressa sig yfir.

Þegar við erum að passa og hugga börn, gerum við á þann hátt að við tölum við þau og föðmun. Þetta er róandi fyrir börninn og þeim líður vel og verða ekki eins hrædd.

Og það eru því miður margir sem gera eins við hvolpinn á hans fyrsta áramótarnóttu. Það er rangt að gera. Því þegar við "huggum" og "tölum" við hundinn þá sensar hann að etthvað sé að og verður bara meira hræddur, og þetta með sprengjurnar á áramótin verða "thing" öll áramót og það endar með að hann þarf róandi sprautur eða pillur í hvert skipti.

Skal reyna útskyra nánar hvernig hundar lesa okkur.

Dagsdaglega þá fylgist hundurinn með okkur, allt sem við gerum, hvernig við erum. Þeir læra á okkar rútinu. Daglegur rúntur okkar um íbúðina lærir hann á. Hvað og hvernig við erum þegar allt er rólegt og enginn hætta. Hvernig við hegðum okkur þegar etthvað er að gerast og svo framvegis.

Þegar td þú ert hrædd, þá lærir hundinn á hvernig þinn líkami er, hvernig þú hegðar þér. Ef þú ert ánægð þá sér hann það lika. Pirruð lika. Já þeir sensa semsagt alveg hvernig við höfum það.

En svo er það þetta með að við viljum róa hundinn. Hvernig gerum við það?

Jú, málið er að vera róleg sjálf/ur. Láta þetta kvöld vera eins og öll önnur kvöld. Halltu þig við þínu venjulega daglega rútinu með hvernig þú hegðar þér. Allir í fjölskyldunni verða að vera rólegir.  Og enginn má hlaupa til hvolpsins og klappa þegar heyrist í rakkettu.

Hugsuninn er góð, að vera hjá honum og passa og hugga hann, segja að allt sé í lagi og svona.

En skulum þykjast vera hundurinn núna til að skilja hvað hann hugsar.

 

"ég heyrði etthvern svaka smell, hvað var þetta??
hlaupandi á móti mér kemur einn fjölskyldumeðlimurinn og byrjar að halda utam um mig. Hún virðist stressuð, hún er alldrei svona venjulega, etthvað hlítur að vera að? Best að byrja gelta.
Einn annar smellur, hún strirnar upp og heldur fastar hún er svaka hrædd greinilega. Það er greinilega etthvað svaklegt að gerast þarna úti"

Þessi hundur mun sennilega verða hræddur á hverju einasta ári.

Svo höfum við annan hund:

 " ég heyrði etthvern svaka smell, hvað var þetta??
ég horfi á alla í fjölskyldunni, þau hafa ekki tekið eftir þessu, þau eru alveg eins og venjulega. Þau sitja þarna og horfa út og eru róleg.  Það var nú gott, þá get ég lika verið rólegur. "

 

Þetta er svona það besta og það versta sem hundurinn hugsar. Auðvita eru hundar sem verða samt stressaðir ef allir eru rólegir, og auðvita eru hundar sem pikka sig ekkert upp við þessu þótt etthver var að hugga hann.
En svona flestir hundar hugsa sennilega þannig eða etthvern veginn þannig. og það er ágætt að hafa þetta í huga núna sem næstu daga þegar allar sprengingarnar munu koma.

Og það getur verið að þið þá, munu róa hundinn og hann mun aldrei hafa neitt vandamál með áramótin.
Og væri það ekki flott?

 

Þetta gildir líka um allt, þegar gerist etthvað nýtt fyrir hundinn og hann veit ekki hvernig á að bregðast við, þá kíkir hann á ykkur alltaf fyrst og áhveður svo.  Þannig að um að gera að alltaf vera eins róleg/ur og hægt er.
Ef hann sér etthvað sem hann er hræddur við. td stóra styttu. Þá bara vera kurr á staðun og bíða rólegur. gera etthvað sem hundurinn telur venjulegt. td fara skrifa sms eða tala í síman.. og leyfa hundinum að róast sjálfur á sínum tíma.
Ef þú í þessari stöðu mundir "sýna" honum að allt sé í lagi og þetta er bara stytta, þá ertu í raun bara að hegða þér óvenjulega og hundurinn verður meira hræddur.
Svo hér á maður bara ekki að gera neitt. Og vera rólegur.

Jæja, vonandi gengur þetta vel hjá ykkur.

Vil lika segja að gott er að fara ekkert út með hundinn og hafa glugga lokaða. Það er svo skritin lykt af reyknum sem fylgir. Ef hundurinn vill ekki fara út, en þarf örugglega að pissa þá alls ekki þvinga hann út. verið búin að fara með hann fyrr á daginn að pissa og svo farið ekkert út fyrr en úm há nótt þegar allt er rólegt.

Sumir taka lika uppá því að keyra út úr bænum í þögnina og láta hann pissa þar. Sem getur verið góð hugmynd.
Ef hundurinn vill ekki út þá þarf hann ekki að fara út.  (Ef han myndi nú pissa óvart inni fyrir þennan tíma þá ekkert vera gera neitt mikið úr þvi)

Með þessu óska ég ykkur farsældar á nýju hundaári.

 

doghappynewyear

Hvað viltu vita?

Komdu með spurningu og ég mun svaraCool

430_dog,0

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hundaþjálfun

Heiðrún Klara Johansen

Sjá einnig www.heidrunklara.is 

Frá hvolpa stælum til fullorðins vandamál. Flest alt er hægt að laga með því að skilja hundinn betur. Þið með hvolpa, fyrstu færslurnar eru mikið um hvolpauppeldi. Svo endilega lesið allar færslurnar til þess að fá sem bestan skilning á því hvernig mínar aðferðir virka.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband